Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 37
✝ Unnur Káradótt-ir fæddist á Sig- ríðarstöðum í Ljósa- vatnsskarði í Suður Þingeyjasýslu hinn 28. september 1951. Hún lést á heimili sínu, Kötlufelli 1, laugardaginn 18. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Arn- fríður Róbertsdóttir, f. 17.10. 1921, og Kári Angantýr Larsen, f. 15.4. 1913, d. 2.6. 1994. Systkini Unnar eru: Róbert Kárason, f. 11.8. 1939, var kvæntur Ragn- hildi Pálsdóttur og eiga þau fjögur börn; Helgi Kárason, f. 22.7. 1940; Herborg Káradóttir, f. 14.4. 1942, gift Geir Erni Ingimarssyni og eiga þau fimm börn; Pálmi Kára- son, f. 29.5. 1944, var kvæntur Droplaugu Eiðsdóttur og eiga þau tvö börn; Stefán Kárason, f. 18.2. 1948, kvæntur Margréti Hadds- dóttur og eiga þau þrjú börn; Steindór Ólafur Kárason, f. 3.1. 1955, kvæntur Jónu Þórðardóttur og eiga þau tvö börn. Sonur Unnar er Kári Arnar Guð- mundsson, f. 19.5. 1971. Faðir hans er Guðmundur Skarp- héðinsson, f. 18.3.1951. Árið 1975 giftist Unnur Eiði Guð- mundssyni, f. 6.10. 1954. Þau skildu. Sambýlismaður Unn- ar síðastliðin átta ár er Vignir Hjörleifs- son, f. 5.11. 1950. Unnur fluttist til Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni árið 1959 og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1968. Hún vann m.a. í mörg ár sem meinatæknir við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Hún flutt- ist til Reykjavíkur haustið 1991. Útför Unnar verður gerð frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 27. maí, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Unnur mín. Nú ertu farin í þína hinstu för. Söknuður minn er ólýsanlegur er ég þarf að horfa á eft- ir bestu vinkonu minni yfirgefa okk- ur á besta aldri. Ég mun alltaf minnast þess tíma er við sátum saman í Kötlufellinu, spjölluðum um allt milli himins og jarðar og drukkum saman kaffi. Oft komstu líka og heimsóttir mig í bak- aríið og alltaf varð ég jafn glöð að sjá þig. Við höfum verið vinkonur allt frá unglingsárum og sá þráður hefur aldrei slitnað þó að síðasta árið hafi samverustundirnar verið fleiri. Síð- asta kvöldið verður mér alltaf minn- isstætt þegar við Siggi heimsóttum ykkur Vigni og við áttum góða stund saman. Við ætluðum svo að hittast daginn eftir, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Unnur var yndisleg og góð kona sem öllum vildi vel. Oft reyndist henni lífið þó erfitt og oft þurfti hún að mæta miklu mótlæti, en alltaf gat hún þó brosað í gegnum tárin. Elsku Vignir minn. Hugur okkar Sigga er hjá þér á þessum erfiðu tím- um. Megi Guð styrkja þig og styðja í sorginni. Kára Arnari, Öddu og öðr- um aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð þig, elsku vinkona, og þakka þér fyrir allt sem þú varst mér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. ( V. Briem.) Þín vinkona, Droplaug Eiðsdóttir. UNNUR KÁRADÓTTIR MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 37                                         ! "# # $ %&                       !      "  ! #    !      $ % #!% & '      '$# ( )!#  *#!## (+ ,-(!# .( $# .( $ + ( #/ ! (  !0  1-0  .( $ (  /2#  /2# + $!3 $# !'.( $ (  !! (  + (3 ( *#!# (  (!,# *#!#+ 4     ( +1 1 10 &                          !                    !       " ! #$     $## %          &     &    " '  (          "# $ %  & ## ' ( !! #& ## ) &#  &&  %  !! #&&   *  &&   ! +& ## ! '  '&#                                                         !   "  #$ %      !   !           &     '(          !"    !"     #$ !  %  !&$'!    (  #   & &'   !' &' !  ! !' &' )                                                                     ! "   #" $ " %  !  !  %  &$  '" ( ✝ Sigríður Skarp-héðinsdóttir fæddist í Króki í Víði- dal 12. apríl 1919. Hún lést á sjúkrahús- inu á Hvammstanga laugardaginn 18. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Þuríður Kristín Árnadóttir, f. 7. júní 1898, d. 14 septem- ber 1980, og Skarp- héðinn Skarphéðins- son, f. 2. júní 1892, d. 2 febrúar 1978. Systkini Sigríðar eru: Þuríður, f. 12 apríl 1919, d. 12. júní 2000, Árni, f. 4. júní 1923, Anna, f. 17. maí 1929, og Baldur, f. 17. október 1930. Dóttir Sigríðar og Gunnars J. Júlíussonar er Kristín Gunnarsdóttir, f. 3. sept- ember 1951. Börn hennar eru Atli Vignir Hannesson, f. 22. júlí 1974, og Ólafur Ísberg Hannesson, f. 22. febrúar 1981. Árið 1962 giftist hún Magnúsi Jónssyni frá Huppahlíð í Mið- firði, f. 27. maí 1910, d. 29. ágúst 1997. Sigríður ólst upp í Króki í Víðidal hjá foreldrum sínum. Sigríður og Magnús hófu búskap á Hlíð- arfossi og bjuggu þar í rúman aldar- fjórðung en fluttu þá á Laugabakka í Mið- firði. Síðustu fjögur árin dvaldist Sigríður á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Útför Sigríðar verður gerð frá Melstaðakirkju á morgun, mánu- daginn 27. maí og hefst athöfnin klukkan 14. Amma Sigga er látin og komið er að kveðjustund. Upp birtast margar minningar um þessa gjafmildu og hlýju konu sem allt vildi fyrir okkur gera. Á okkar yngri árum dvöldum við heilu og hálfu sumrin í Hlíð og létum dekra við okkur. En amma hafði alltaf miklar áhyggjur af því að við fengjum ekki nóg að borða heima fyrir. Eitt sinn varð Atli svo bústinn eftir heimsóknina að mamma og pabbi ætluðu ekki að þekkja hann er þau komu og sóttu hann. Þannig var amma, alltaf að stjana við mann og passaði vel uppá að aldrei yrði maður svangur. Var því alltaf mikill matur jafnt sem kökur á boðstólum, enda öll sumur mikill gestagangur og allir voru vel- komnir. Í Hlíð hafði háaloftið að geyma 8 lítil herbergi og fannst manni þetta vera eins og stór höll og var Magnús þar konungur, Guðjón hirðmaður hans og amma réð ríkjum bak við tjöldin. Í kjallaranum lifði hundur- inn Sámur í samlyndi við köttinn og fengu þau afganginn af matnum. Gaman þótti okkur að hjálpa til við búverkin og sáum við þá oftast um að gefa hænsnunum og elta mýsnar. Á kvöldin var svo slappað af og byggðir kastalar úr spilastokkum sem hrundu jafnóðum og hurðum var skellt. Amma hugsaði alltaf meira um heilsu og vellíðan annarra en sína eigin og spurði hún ávallt hvort við værum að fá kvef þegar hún heyrði minnsta hóst eða ræskingar. Þegar heilsu Magnúsar fór svo að hraka urðu þau að bregða búi og fluttu þá til Laugabakka. Á Laugabakka voru húsverkin léttari og losnaði hún þar við búverkin. Gat hún þá sinnt áhugamálum sínum af meiri kappi, en spilamennskan átti hug hennar allan. Við gleymdum okkur þá oft tímunum saman yfir manna, marías og fleiri skemmtilegum spilum. Áhugi ömmu á spilunum dvínaði ekkert er hún færði sig um set á sjúkrahúsið á Hvammstanga, en þar hafði hún góðan félaga, Adda bróður sinn. Elsku amma, við vitum að ef ein- hver á vísan stað í ríki Guðs þá ert það þú. Við vitum líka að þú passar upp á okkur núna eins og þú gerðir í lifanda lífi og við biðjum Guð að passa upp á þig. Ólafur og Atli Vignir. SIGRÍÐUR SKARP- HÉÐINSDÓTTIR Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.