Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG HEYRÐI í honum á ein-leikstónleikum i Brüssel fyr-ir nokkrum árum. Það var al-veg stórkostlegt. Hann spilaði blandað prógramm, Mozart, Brahms, Prokofjev og eitthvað fleira og það var stórkostlegt; – alveg stór- kostlegt að heyra í honum. Það sem mér fannst sérstakt við hann var það hvað hann spilaði með hárnákvæm- um stíl í hverju verki. Það var ótrú- lega blæbrigðaríkt og fullkomið. Hann kom ekki fyrir eins og einhver yfirþyrmandi virtúós; – en tókst ótrú- lega vel að skapa hverju verki sinn karakter. Svo var hann svo gífurlega sjarmerandi á sviðinu og með ofboðs- lega útgeislun. Fólk var yfir sig hrif- ið, – allur salurinn, og hann var auð- vitað klappaður upp. Þá spilaði hann Sverðdansinn eftir Katsjatúrían, og tók stakkatóið allt á niðurstrokinu, og þvílíkur kraftur. Það þeyttust hárin úr fiðluboganum, – ég held að hann hafi farið með helminginn af hárun- um í þessu eina aukalagi. Þetta var mikið show og húmor í þessu hjá hon- um og fólk hló og skemmti sér vel. Þegar hann var búinn með lagið, og allir risu úr sætum með lófataki, hrópum og köllum, þá sleit hann slitnu hárin úr boganum og henti þeim yfir fremstu bekkina, svona eins og Elvis Presley gerði með svitaklút- ana. Hann var svo skemmtilega tengdur áheyrendum. Það var ekki vottur af hroka í honum, þetta var bara húmor sem virkaði mjög vel. Það var ofboðslega gaman á þessum tónleikum.“ Það er Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari sem lýsir hér upplifun sinni af tónleikum fiðluleikarans Maxims Vengerovs í Brüssel fyrir nokkrum árum, en Vengerov leikur á Listahátíðartónleikum í Háskólabíó á mánudagskvöld kl. 20.00. Aðeins 27 ára gamall hefur Maxim Vengerov skipað sér í röð bestu fiðlu- leikara heims. Hann var liðlega fjög- urra ára þegar hann fór í sinn fyrsta fiðlutíma, – var fljótt talinn undra- barn. Hann er nú einn mesti virtúós samtímans. Maxim Vengerov fæddist íhöfuðborg vesturhlutaSíberíu, Novosibirsk ár-ið 1974, og þar hélt hann sína fyrstu einleikstónleika fimm ára gamall. Tíu ára bar hann sigur úr býtum í yngri deild hinnar frægu al- þjóðlegu Wieniawskí keppni í Pól- landi og fimmtán ára kom hann, sá og sigraði í annarri frægri fiðlukeppni kenndri við fiðluleikarann Carl Flesch. Í millitíðinni, 10–15 ára gam- all, kom hann fram á fjölda tónleika í Moskvu og Leníngrad, og lék einleik með frægum hljómsveitum á borð við Concertgebouw hljómsveitina í Amsterdam, Fílharmóníusveit BBC í London og Rússnesku ríkishljóm- sveitina. Á þessum árum kom hann einnig fram á einleikstónleikum í Wigmore salnum í London, í Mozar- teum í Salzburg og í Concertgebouw í Amsterdam. Frá fimmtán ára aldri eða í rúman áratug, hefur frægðarferill Venge- rovs verið engu líkur. Hann hefur leikið á öllum stærstu listahátíðum heims, með öllum helstu hljómsveit- um heims undir stjórn nafntogaðra hljómsveitarstjóra. Það muna sjálf- sagt margir eftir Vengerov úr sjón- varpsþætti frá BBC sem sýndur var í Sjónvarpinu í fyrravetur, þar sem fjallað var um undrabörn; þar birtist feiminn en broshýr ungur piltur, sem umbreyttist á augabragði, þegar hann lagði fiðlubogann yfir streng- ina. Fyrirhafnarlaust að því er virtist galdraði hann fram jafnt ótrúlegustu fingrafimleika sem ljúfustu lýrík í tónlistinni sem hann lék. Í öðrum sjónvarpsþætti frá BBC var fjallað um Vengerov, hann spilaði, og spjall- að var við samferðarmenn hans í tón- listinni. Þar lýsti píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Daniel Bar- enboim leik hans og þeim hæfileika sem hann taldi Vengerov hafa í ríkari mæli en flesta aðra tónlistarmenn; – að ná mjög persónulegu sambandi við hlustendur sína. Það kemur vel heim og saman við orð Þórunnar Óskar Marinósdóttur hér að ofan. Barenbo- im sagði ennfremur að Vengerov væri ólíkur öðrum virtúósum að því leyti, að hann spyrði aldrei „hvað hann gæti gert við tónlistina til að hún hljómaði vel hjá honum“ – heldur spyrði hann alltaf „hvað hann og fiðl- an gætu gert til að tónlistin yrði sem fegurst í eyrum áheyrenda.“ Þannig snýst viðhorf hans fyrst og fremst um tónlistina sem hann leikur, en ekki um eigið ágæti. Í viðtali sem breski tónlistarfræð- ingurinn og rithöfundurinn Jonathan Tolansky átti við Vengerov í árslok árið 2000 segir fiðluleikarinn frá ævi sinni og rifjar upp ýmislegt forvitni- leg úr fortíð sinni. „Ég man vel eftir því þegar ég var barn að elta mömmu á kóræfingar. Hún stjórnaði barnakór á munaðar- leysingjaheimili. Ég fékk að syngja með, og ég man vel hve dásamlegt mér þótti það. Það voru fimm hundr- uð krakkar í kórnum, en mamma sagði að ég væri langerfiðastur þeirra allra! Þá strax var tónlistin mér allt. Ég man líka eftir því að hafa elt pabba á hljómsveitaræfingar. Hann spilaði á óbó í Fílharmóníusveit Novosíbirsk. Ég sat á fremsta bekk í salnum og reyndi mikið að finna út hvar pabbi sæti, en ég sá hann aldrei í þessu mikla hljóðfæraskógi. Ég sá bara fremstu fiðluleikarana, og það var þá sem ég hugsaði með mér: Þetta er það sem ég vil gera, standa á sviðinu og spila fyrir fólk. Ég var strax harðákveðinn í því að verða fiðluleikari. Ég var fjögurra og hálfs árs þegar ég fékk fiðlu til að læra á, og ég gleymi aldrei fyrstu tónleikun- um sem ég spilaði á, hálfu ári síðar. Ég stóð fyrir framan þúsund manns. Það fannst mér stórkostlegt. Ég man ennþá fyrsta tóninn sem kom úr fiðl- unni minni þarna á sviðinu; – ég var að spila Ave Maria eftir Schubert. Ég spilaði svo Adagio eftir Mozart og svo fleiri verk, mjög erfið tæknilega, eins og Paganinitilbrigðin. Þetta voru hálftíma tónleikar, og ég gleymi aldr- ei hvað ég var spenntur fyrir þessu. Ég var gagntekinn, bæði andlega og líkamlega. Þegar ég var búinn að spila kom klappið; – ég var svo glaður að það var ekki hægt að ná mér af sviðinu í tuttugu mínútur! Kennarinn minn Galina Tourchan- inova sagði: Þú hefur gríðarlega hæfileika, og þess vegna verðurðu að æfa þig tvöfalt meira en annars. Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég þyrfti að æfa mig svona mikið, ég var svo lítill, og vildi bara spila. Mér fannst nóg að æfa mig í tuttugu mín- útur og sagði henni það. Þá var það að mamma mín elskuleg tók í taum- ana og sannfærði mig um að ég yrði að æfa mig. Ég gerði það; stundum allt upp í sjö tíma á dag til að ná ákveðnum atriðum. Galina sagði allt- af að krakkar væru svo móttækilegir á aldrinum fjögurra til sjö ára, og hún hafði rétt fyrir sér. Þarna lærði ég að spila á fiðlu á örfáum árum.“ Tvítugur að aldri, árið 1994, var Vengerov farinn að sanka að sér verðlaunum fyrir geisladiska sína, og var meðal annars valinn Ungi tónlist- armaður ársins af tónlistartímaritinu Gramophone. Næsta ár var geisla- diskur hans þar sem hann lék fiðlu- konserta Prokofjevs og Sjostakovitsj undir stjórn Rostropovitsj valinn geisladiskur ársins af sama tímariti. Síðan þá hafa allir geisladiskar með leik hans unnið til einna eða fleiri verðlauna. Flestir geisladiska Vengerovshafa verið gefnir út af Teldecútgáfufyrirtækinu, en í maíárið 2000 náðu EMI Classics honum yfir til sín, og hafa haldið út- gáfu með leik hans áfram. Meðal þess sem er á verkefnaskrá hans hjá EMI eru verk eftir Shchedrin, en á Listahátíð leikur hann einmitt ein- leiksverk eftir þetta lítt þekkta rúss- neska tónskáld. Síðar í ofangreindu viðtali talar Maxim Vengerov um þá tónlist sem honum er kærust, og nefnir þar einmitt tónlist Shchedrins. „Það sem stendur hjarta mínu næst eru fiðlukonsertar Beethovens, Brahms og Tsjaíkovskís. Tsjaí- kovskíkonsertinn hefur alltaf verið, og er enn mitt uppáhaldsverk. Ég man það þegar ég hlustaði á plötu heima með þessu verki. Ég var þriggja ára. Það var David Oistrakh sem spilaði, og ég notaði hvert tæki- færi sem gafst til að pota plötunni á gamla grammófóninn okkar. Þetta er eitt af bestu verkum Tsjaíkovskís, þótt það hafi tekið almenning langan tíma að ná ástum á því. Það er ein- faldlega svo erfitt að spila það, að lengi var það aldrei almennilega flutt. Ég myndi jafnvel segja að verkið stríddi svolítið gegn náttúru fiðlunn- ar. En þegar maður glímir við erf- iðleikana og nær því takmarki að valda því af líkama og sál, þá verður maður eitt með verkinu, fegurð þess og yndislegri harmóníu. Þegar tæknilegu erfiðleikarnir standa ekki lengur í veginum fyrir manni, verður þessi tónlist fullkomin. Stravinskí hefur líka allaf verið eitt af kraftaverkum 20. aldarinnar í mín- um augum. Nýklassíski stíllinn í fiðlukonserti hans er ótrúlega flottur. Maður heyrir í honum fullt af barr- okktónlist, en líka rómantík á skemmtilegan hátt. Fiðlukonsertinn er eitt af meistaraverum Stravinskís og ég á mér þann draum að spila hann einhvern tíma með ballettupp- færslunni sem George Balanchine gerði við hann. En af því að ég var að minnast á barokkið; - það er ekkert langt síðan ég fór að spila á barokk- fiðlu og nú er ég búinn að eyða tals- verðum tíma í hana síðustu árin. Mér finnst barokkfiðlan vera orðin mik- ilvægur partur af sjálfum mér; - ég nota hana þegar ég spila Bach, og það fellur mér mjög vel. Mér finnst líka mikilvægt að spila nýja tónlist. Ég er sérstaklega hrif- inn af Rússanum Rodion Shchedrin, sem hefur verið mér góður vinur og stuðningsmaður um árabil. Ég var tíu ára þegar ég hitti hann fyrst; ég var þá að spila sónötu eftir hann, stórkostlegt verk. Hann samdi Conc- erto Cantabile fyrir mig og ég er bú- inn að taka verkið upp með Sinfón- íuhljómsveit Lundúna þar sem Mstislav Rostropovitsj stjórnar. Þetta er fallegt verk og dásamlega litríkt. Það er þetta með samtímatón- listina; - mér finnst að í henni þurfi að vera eitthvað nýtt, einhver þróun, byggð á gömlu klassísku hefðinni, með vaxtarbrodd inn í nýja öld. Verk Shchedrins hefur þetta til að bera. Öll góð tónskáld liðinna tíma sköpuðu eitthvað nýtt í tónlist sinni og flugu þangað sem hugarflugið bar þau þótt þau byggðu hana á gömlum grunni. Sum þeirra voru jafnvel byltingar- kennd í nýjungum sínum. Mér finnst tónlist Shchedrins dæmi um það hvernig tónlist getur tekið nýja stefnu inn í nýja öld og verið falleg samt sem áður. Ég er viss um að fiðlukonsertinn hans verður eitt af mest leiknu verkunum á þessari öld.“ Í október 2000 var Vengerov skip- aður prófessor í fiðluleik við Tónlist- arháskólann í Saarland, en er þó á ferð og flugi heimshorna á milli og leikur á tónleikum, bæði einleikstón- leikum og sem einleikari með hljóm- sveitum. Maxim Vengerov varðfyrsti klassískt mennt-aði tónlistarmaðurinntil að verða skipaður Sendiherra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta var árið 1997 og hann aðeins tuttugu og þriggja ára. Á vegum Barnahjálparinnar hefur hann leikið fyrir brottnumda her- menn á barnsaldri í Úganda, fátæk börn í Harlem, tælensk börn sem hafa ánetjast eiturlyfjum, börn í Kos- ovo af ólíkum þjóðarbrotum. Með þessu hefur Vengerov ekki aðeins auðgað líf barna sem eiga bágt, fram- tak hans hefur auðveldað Barna- hjálpinni umtalsvert fjársöfnun í þágu þessara barna. Sjálfur hefur hann sagt að hann skilji mætavel hvaða töfra tónlistin getur fært börn- um, tónlistin sé sameiginleg öllu mannkyni og öllum skiljanleg; – henni sé miðlað frá einu hjarta til annars. Á síðustu árum hefur Maxim Vengerov æ oftar spreytt sig á hljóm- sveitastjórn, og jafnvel leikið einleik um leið. Hann segir hljómsveitar- stjórnina færa sér víðari sýn á tónlist og að fyrir vikið sé hann betri fiðlu- leikari. Hann hefur þó ekki talið sig sjálfskapaðan snilling á því sviði og hefur sótt tíma í hljómsveitarstjórn hjá þekktum píanóleikara og hljóm- sveitarstjóra, Vag Papian. Í hitteð- fyrra þóttu tvær tónleikaferðir Vengerovs standa uppúr í tónlistarlífi Vesturlanda. Hann ferðaðist annars vegar með semballeikaranum og hljómsveitarstjóranum Trevor Pinn- ock, þar sem þeir spiluðu barokk- tónlist, en hins vegar var hann með einleikstónleikaröð þar sem hann lék Bach sónötu, Echo sónötu Shchedr- ins, og fjórar sónötur eftir Ysaye. Á einleikstónleikunum lék Vengerov bæði á Stradivarius fiðlu og barokk- fiðlu. Þessi tónleikaferð vakti heims- athygli og prógrammið þótti sérstakt og glæsilegt. Hvarvetna fékk hann frábæra dóma fyrir leik sinn. Tón- leikagestir á Listahátíð geta glaðst, því þetta eru einmitt sömu verk og hann leikur hér. Síðustu daga hefur Vengerov unnið að hljóðritun þessara verka fyrir EMI Classics, og tónlist- artímaritið virta, Gramophone, hefur þegar valið geisladiskinn sem athygl- isverðustu hljóðritun þessa árs, mán- uðum áður en hann kemur út. Næsta tónleikaferð Venge-rovs hefst í október. Hannfer fyrst til Evrópulandaog síðar til Bandaríkj- anna. Hann verður líka á ferð og flugi að spila með hljómsveitum. Maxim Vengerov sinnir líka eigin hljómsveit, en hann stofnaði ásamt öðrum tónlistarhópinn Virtuosi, hóp ellefu fiðluleikara af rússneskum uppruna sem spila vinsæl uppklapps- verk og fleira í þeim dúr. Hópurinn hefur aðsetur í Ísrael þar sem flestir fiðluleikaranna búa, og þar í landi hefur hann náð gríðarlegum vinsæld- um. Stradivarus smíðaði fiðluna sem Vengerov leikur á í Cremona um 1723. Þær Stradivariusfiðlur sem til eru í dag eru flestar nefndar eftir frægum fyrri eigendum, en fiðla Vengerovs er „Ex-Kreutzer“. Þetta er eitt frægasta hljóðfæri sögunnar og vakti heimsathygli árið 1998 þegar kaupandi á Sothebys uppboði í Lond- on var tilbúinn til að reiða fram um 950.000 pund fyrir gripinn. Ekkert hljóðfæri sögunnar hefur verið verð- lagt svo hátt. Japönsk efnakona, Yoko Nagae Ceschina kom því til leiðar að fiðlan lenti í höndum Venge- rovs, og hann notar hvert tækifæri sem gefst til að þakka henni þann stuðning við sig. Tónleikar Vengerovs í Háskólabíói annað kvöld hefjast kl. 20.00. Fiðlusnillingurinn Maxim Vengerov leikur á tónleikum á Listahátíð annað kvöld Tónlistin ofar eigin snilld Maxim Vengerov Maxim Vengerov var undrabarn; hélt sína fyrstu einleikstónleika, hálftíma langa, fimm ára. Honum fannst svo gaman á sviðinu, að það tók tuttugu mínútur að ná honum niður. Hann vildi spila meira og heyra fólkið klappa fyrir sér. Bergþóra Jónsdóttir segir frá Vengerov, einum mesta fiðluleikara heims, sem leikur á tónleikum á Listahátíð annað kvöld; rifjar upp gamla sjón- varpsþætti og viðtöl og sitthvað fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.