Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 51 DAGBÓK FYRIR SUMARIÐ Úrval af sumarfatnaði frá Gardeur Kringlunni, sími 588 1680, v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Málverk eftir Louisu Matthiasardóttur og Temmu Bell til sölu í Gallerí KSK á Skólavörðustíg 22 Verið velkomin Er einhver leið fær? Zen meistarinn Jakusho Kwong Roshi heldur fyrirlestur í menningarmiðstöðinni Gerðubergi þriðjudaginn 28. maí nk. kl. 20. Aðgangseyrir kr. 700. Zen á Íslandi - Nátthagi Fjölskyldudagur Astma- og ofnæmisfélagsins 2. júní Sunnudaginn 2. júní kl. 11.00 hefst fjölskyldu- dagur fyrir félagsmenn okkar. Endurhæfingarmið- stöð Reykjalundar býður upp á aðstöðu í húsa- kynnum sínum, þ.e. í nýjum íþróttasal og 25 m innisundlaug. Auk sunds verður m.a. boðið upp á, borðtennis, hoppkastala og ratleik. Við bjóðum einnig upp á grillaðar pylsur, gos, kaffi og meðlæti. Vinsamlega tilkynnið þátttöku ykkar í síma 552 2150. Takið með ykkur sundföt og létta lund upp á Reykjalund. Stjórnin. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert grandvar, hefur sterka réttlætiskennd og hefur hefðbundin gildi í heiðri. Árið verður þér ein- staklega hagstætt og færir þér mörg góð tækifæri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft á þolinmæði að halda til að komast gegnum daginn. Tunglið er fullt og það veldur spennu í samskiptum þínum við aðra, einkum ættingja og vini. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þig langar til að eyða pening- um í dag en reyndu að halda aftur af þér því spennan sem fylgir fullu tungli í dag getur valdið fáti. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Frelsisþrá þín getur valdið spennu í samskiptum þínum við annað fólk. Leitaðu mála- miðlunar sem tryggir sjálf- stæði þitt en heldur jafnframt opinni samskiptaleið til ann- arra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vertu þolinmóður og um- burðarlyndur við samstarfs- fólkið í dag. Óþolinmæðin sem þú finnur fyrir er ekki þeim að kenna heldur má rekja hana til þíns eigin hug- arástands. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að forðast að lenda í valdabaráttu við börn þín í dag. Þú ert ekki barn og átt því auðveldara með að sjá heildarmyndina. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Átök í vinnunni kunna að valda því að þig langar til að segja upp. Taktu þér tak og hugsaðu málið af yfirvegun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Innri spennan, sem þú finnur fyrir, gæti rénað ef þú skiptir um umhverfi og ferð í gott frí. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fjárhagslegt mat þitt á undir högg að sækja í dag. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tekur ákvarðanir sem kunna að varða fjármuni annarra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einver þér nálægur er ákveð- inn í að fá sínu framgengt og það fer í taugarnar á þér í dag. Það virðist sem troðið sé á þér og þú veist ekki hvernig þú átt að bregðast við. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð góða hugmynd um hvernig eigi að endurskipu- leggja hluti í vinnunni. Því miður skapar fulla tunglið í dag vantrú á þessar hug- myndir þínar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú reynir hvað þú getur að vekja hrifningu vina þinna og því kannt þú að freistast til að eyða of miklum peningum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þrátt fyrir álag í vinnunni þarft þú að sinna fjölskyldu- málum í dag. Þú getur ekki hunsað kröfur fjölskyldunnar og þú skalt sætta þig við það. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 27. maí, er níræður Jón Jens Guðmundsson, bóndi og refaskytta frá Munaðar- nesi, Árneshreppi, Stranda- sýslu. Hann dvelur nú ásamt konu sinni, Pálínu S. Guð- jónsdóttur, á Hrafnistu, Hafnarfirði. 75 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 26. maí, er 75 ára Anna Clara Sig- urðardóttir, Lindargötu 57. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn kl. 16-19 í sal á Lindargötu 57. LJÓÐABROT Á HEIMASLÓÐUM Glitra um völlinn breiður blóma, blunda tröll í gljúfraþröng. Rán er öll í einum ljóma, ölduföllin hæg og löng. Roðinn gullnum aftaneldi ægir faðmar skrýdda jörð. Held ég einn á kyrru kveldi kæran fram í Skagafjörð. Hlæja við mér Hólmsins lendur, hlíðar opna faðminn sinn. Og mig bjóða á báðar hendur blessuð fjöllin velkominn. Frímann Jónasson 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. a4 Rbd7 6. f3 Bg7 7. Rh3 O-O 8. Be2 e5 9. dxe5 Rxe5 10. Rf2 d5 11. f4 Rc4 12. Bxc4 dxc4 13. Df3 Da5 14. O-O Be6 15. g4 h5 16. h3 Hae8 17. f5 gxf5 18. gxf5 Bc8 19. Kh1 De5 20. Bf4 De7 21. Hg1 Kh8 22. Hg5 Rh7 23. Hxh5 Bxc3 Staðan kom upp á Reykja- víkurskák- mótinu sem lauk í mars sl. Róbert Harðar- son (2.298) hafði hvítt gegn Páli Agnari Þórarinssyni (2.217). 24. Hxh7+! og svartur gafst upp enda mát innan skamms. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÞEGAR kastþröng verður virk á sagnhafi jafnan alla slagina sem eftir eru fyrir utan einn. Það er til dæmis oft liður í undirbúningnum að gefa vörninni slag eða slagi, svo að hægt sé að tímasetja rothöggið rétt – eða „leiðrétta talninguna“, eins og Bretar segja („rect- ify the count“). Ekki er þetta þó algilt því stundum verður þvingun virk þegar sagnhafi á enn eftir að gefa slag. Þá tala enskumælandi menn um „squeeze without the count“. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ ÁK5 ♥ G105 ♦ 653 ♣Á653 Vestur Austur ♠ G107432 ♠ 8 ♥ 8762 ♥ 3 ♦ 7 ♦ KDG1082 ♣G4 ♣D10983 Suður ♠ D96 ♥ ÁKD94 ♦ Á94 ♣K7 Vestur Norður Austur Suður – 1 grand 2 grönd 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Grandopnun norðurs er veik og innákoma austurs á tveimur gröndum lofar lág- litunum. Suður krefur í geim með hjartasögn og norður fellst á litinn með fyrirstöðusögn. Út kemur einspilið í tígli. Ef suður væri að spila sex grönd myndi hann gefa austri fyrsta slaginn, taka næst á tígulás og svo alla fríslagina í hálitunum. Í lokastöðunni myndi austur þvingast með hæsta tígul og þrjú lauf. Dæmigerð „einföld kastþröng“. En það gengur auðvitað ekki að dúkka fyrsta tígul- slaginn í sex hjörtum og þar með virðist tímasetningin fyrir þvingunina vera röng. Svo er þó ekki. Sagnhafi spilar eins, tekur öll hjört- un og spaðana: Norður ♠ K ♥ – ♦ 6 ♣Á65 Vestur Austur ♠ G107 ♠ – ♥ – ♥ – ♦ – ♦ KD ♣G4 ♣D109 Suður ♠ 9 ♥ – ♦ 94 ♣K7 Þetta er staðan þegar spaða er spilað á kóng. Austur má ekki henda laufi og kastar því tíguldrottn- ingu, en þá spilar sagnhafi tígulsexu úr borði og fríar níuna. Þórður Sigfússon hefur stungið upp á að þýða „squeeze without the co- unt“ sem „forþvingun“. Það hljómar vel. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 75 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 26. maí, er sjötíu og fimm ára Páll Pálsson, kennari og fyrr- verandi sóknarprestur. Eiginkona hans er Edda Carlsdóttir, þjónustufulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi. Í rúma tvo áratugi voru þau prestshjón að Bergþórshvoli I í Vestur-Landeyjum. Heimili þeirra er nú að Kirkjugerði 12 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þau eru að heiman. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 27. maí, er sjötugur Sig- fús Kristinsson, bygginga- meistari, Bankavegi 5, Selfossi. Eiginkona hans er Sólveig Vigdís Þórðardótt- ir.         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.