Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 55
upp gamla tíma.
„Við vorum svo heppnir að þegar
við byrjuðum spiluðum við ekki fyrir
krónu en spilagleðin var svo mikil að
við lifðum í rauninni bara á því að
spila saman í hljómsveit. Þó að þetta
færi að vinda upp á sig, fjárhagurinn
að batna og vinsældirnar að aukast
höfum við ekkert tapað spilagleð-
inni, þvert á móti. Við erum einmitt
sömu hamhleypurnar og við vorum,
sérstaklega við Keli.“
„Ég ætla nú svosem ekki að taka
það af þér Jónsi minn, þú ferð þarna
í broddi fylkingar í hamagangi og
vitleysu,“ skýtur Hrafnkell inn í.
„Ég þarf auðvitað góða stuðnings-
fulltrúa og þar ert þú, Hrafnkell,
mín hægri og vinstri hönd. Þannig
að ef stelpurnar eru ekki hrifnar af
mér og Kela fyrir djöfulganginn
hafa þær Áka, sem er stóíska róin
uppmáluð,“ segir Jónsi.
„Við erum svona eins og Spice
Girls þar sem hver hljómsveit-
armeðlimur hefur sín persónu-
einkenni,“ grínast Hrafnkell við
góðar undirtektir félaga síns. Þeir
eru því jafnharðan komnir í djúpar
pælingar um hver væri hvað ef um
Kryddpíurnar væri að ræða.
„Er Doddi ekki Baby-Spice?“
byrjar Jónsi.
„Jú og þú ert Sporty-Spice,“ segir
Hrafnkell. „Hver er ég? Posh?“
„Nei þú ert Ginger, Einar er
Scary og Áki er Posh,“ segir Jónsi,
greinilega með staðreyndir á hreinu.
Ablutak eða Drifskaft
Hljómsveitin Í svörtum fötum
hefur verið til í hálft fjórða ár en
þeir félagarnir hafa að eigin sögn
farið fremur óhefðbundna leið í tón-
listarflutningi.
„Við byrjuðum á því að spila ein-
göngu balltónlist fyrir mun eldra
fólk en við spilum fyrir í dag,“ byrj-
ar Hrafnkell.
„Við byrjuðum á að spila soul-
tónlist og okkar aðalstaður var Kaffi
Reykjavík. Það var ekki fyrr en við
vorum búnir að spila í svona eitt ár
sem við fórum að búa til okkar eigið
efni. Svo ætluðum við alltaf að
breyta nafninu á hljómsveitinni en
svo varð það of seint.“
„Já, annars hétum við ábyggilega
Ablutak eða Drifskaft í dag,“ segir
Jónsi.
Nú er tónlistarmarkaðurinn á Ís-
landi fremur lítill og komast trúlega
færri að en vilja. Er ekkert erfitt að
halda sér í baráttunni um vinsæld-
irnar?
„Ég held að það sé ekki erfitt ef
maður hefur gaman af þessu,“ svar-
ar Jónsi.
„Ég held að þetta verði erfitt um
leið og maður fer að hugsa um þetta
sem einhverja brjálaða samkeppni.
Þetta er bara svo gaman að maður
nennir ekki að velta sér upp úr því,“
segir Hrafnkell og þeir félagar
halda áfram á bjartsýnu nótunum.
„Þetta er æskudraumurinn minn
að rætast. Vitanlega er þetta vinna,
en þetta er bara svo skemmtileg
vinna,“ segir Jónsi.
„Já, en þetta getur verið erfitt því
maður er kannski misvel stemmdur
persónulega,“ segir Hrafnkell. „En
það bara má ekki, maður er svona
eins og leikari og er búinn að lofa
áhorfandanum sýningu.“
Höfum engu stolið
Eigið þið ykkur einhverjar fyr-
irmyndir?
„Mér finnst hinir strákarnir í
hljómsveitinni vera svolítið mínar
fyrirmyndir og ég væri til í að til-
einka mér kostina þeirra,“ svarar
Jónsi. „Svo get ég nefnt Vilhjálm
Vilhjálmsson og konuna mína. Mér
finnst hún vera dugleg og sterk.“
„Ég á mér náttúrulega fullt af fyr-
irmyndum í lífinu,“ segir Hrafnkell.
„Vissulega er fullt af hljómsveitum
sem hafa komið á undan okkur sem
maður hefur óneitanlega horft til.“
„Maður er jú alltaf að safna í
sarpinn og búa meira til úr þessari
listsköpun sinni sem þessi sveita-
ballamarkaður er og þá hef ég svo-
lítið verið að stela …“ segir Jónsi en
Hrafnkell grípur fram í fyrir hon-
um: „Nei þú hefur engu stolið.“
„Nei, allt í lagi,“ samsinnir Jónsi.
„Ég hef ekki stolið nokkrum sköp-
uðum hlut frá Guano Apes eða Sys-
tem of a Down.“ Að lokum langaði
blaðamann að forvitnast um sann-
leiksgildi þeirrar flugufregnar að
liðsmenn hljómsveitarinnar klædd-
ust alltaf einhverri svartri flík á tón-
leikum til að standa undir nafni.
Þær upplýsingar eru honum lagðar í
té að söngvarinn klæðist alltaf
svörtum sokkum á sviði og að hann
hafi hér með gert það að þeirri
hjátrú að gera það alltaf í framtíð-
inni.
birta@mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 55
sældalistunum þegar Elísabet held-
ur upp á valdaafmælið fyrstu vik-
una í júní. Lagið naut mikilla
vinsælda árið 1977 þótt það væri lít-
ið i spilað í breskum útvarps- eða
sjónvarpstöðvum og komst í 2. sæt-
ið á breska vinsældarlistanum á eft-
ir laginu „I Don’t Want to Talk
About It“ með Rod Stewart. Enn er
orðrómur á kreiki um að selst hafi
fleiri eintök af lagi Sex Pistols.
Reuters
Johnny Rotten og Sex Pistols
tróðu upp á Hróarskelduhátíð-
inni í Danmörku árið 1996.