Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 41
OPIÐ 9-18
Sérstaklega falleg og rúmgóð 3ja
herb. íbúð á 1. hæð með sérinngangi
af svölum, í litlu fjölbýli. Þvottaher-
bergi í íbúð. Góðar flísalagðar suð-
vestursvalir. Stutt í skóla, leikskóla og
aðra þjónustu. Hátt brunabótamat
fyrir húsbréf. LAUS STRAX. Hjalti
býður ykkur velkomin.
Gullengi 29 - 3ja herb.
OPIÐ HÚS KL. 15–18 Í DAG
OPIN HÚS
Í DAG
MILLI KL. 14 OG 16
Um er að ræða stórglæsilega og vel skipu-
lagða 3ja herbergja 95 fm íbúð í lyftuhúsi á
annarri hæð ásamt stæði í bílskýli. Eldhús
með sérstakl. fallegri maghóní-innréttingu
með veglegum tækjum. Baðherbergi flísa-
lagt í hólf og gólf með hita í gólfi, tengi fyrir þvottavél, og glugga. Stofa með
parketi á gólfi og útgengt út á stórar svalir. Húsvörður er í eigninni. Áhv. hús-
bréf ca 5,4 millj. Verð 15,6 millj. Kíktu við og Ragna tekur vel á móti þér.
KLAPPARSTÍGUR 5A
MILLI KL. 14 OG 16
Björt og snyrtileg 3ja herbergja 90 fm íbúð
á annarri hæð á þessum frábæra útsýnis-
stað við voginn. Eldhús með kork á gólfi
og hvítri innréttingu. Snyrtilegt baðherbergi
með innréttingu við vask, baðkar. Rúmgóð
stofa og borðstofa með plastparketi á gólfi. Suðursvalir úr stofu. Einstaklega
skemmtilegt útsýni yfir voginn. Áhv. 5,8 millj. bygg.sj.lán. Verð 12,5 millj.
Láttu sjá þig því Berta tekur vel á móti þér og þínum.
HVERAFOLD 27
MILLI KL. 14 OG 17
Hörkugóð 3ja herbergja 72 fm íbúð á 3.
hæð í góðu húsi. Íbúðin er björt og rúmgóð
með góðu útsýni, stofan er rúmgóð með
parketi á gólfi, eldhús með góðri innrétt-
ingu, KR-völlurinn er við þröskuldinn. Verð
10,3 millj. Látið sjá ykkur og Rannveig tekur á móti ykkur. LAUS STRAX.
KAPLASKJÓLSVEGUR 63
MILLI KL. 14 OG 16
Hörkugóð 3ja herbergja 79 fm íbúð á 2.
hæð í góðu húsi. Íbúðin er björt og rúm-
góð, 2 góð herbergi, stofan er rúmgóð
með parketi á gólfi, eldhús með góðri inn-
réttingu. Verð 9,3 millj. Látið sjá ykkur og
Snæfríður og Eggert taka á móti ykkur.
FERJUBAKKI 16
MILLI KL. 14 OG 16
Hörkugóð 2ja herbergja 63,5 fm íbúð á 4.
hæð á þessum góða stað. Stórt svefnher-
bergi, rúmgóð stofa með teppum, baðher-
bergi með flísum, stórglæsilegt útsýni.
Sameignin er einkar snyrtileg. Áhv. ca 2,9
millj. húsbr. Verð 8,6 millj. Kíkið við og Jón Aðalsteinn tekur á móti ykkur.
LAUS STRAX.
GRENSÁSVEGUR 56
MILLI KL. 13 OG 15
Stór og björt 3ja-4ra herb. 97,4 fm enda-
íbúð á 2. hæð á þessum barnvæna stað.
Stórbrotið „panorama“-útsýni til suðurs og
vesturs. Sérinng. Rúmg. herbergi og stofa,
stórt baðherbergi og gott fallegt eldhús
með borðkrók. Suð-vestursvalir og blómaskáli. Stutt í leikskóla og gæsluvöll
svo og alla þjónustu. Verð 12,5 millj. Kíkið við og Signý tekur á móti ykkur.
FROSTAFOLD 105
SÖLUSÝNING
MILLI KL. 14 OG 16
Á frábærum stað í Grafar-
holtinu kynnum við þrjú
ný 120 fm raðhús með 30
fm bílskúr. 3-4 svefnher-
bergi. Skemmtil. eldhús
og björt stofa. Allar innréttingar eru frá Hér og nú og er mögul. á að velja um
nokkrar viðartegundir. Skjólgóður garður í suður. Staðsetning húsanna er frá-
bær með tilliti til þess að raðhúsalengjan er sú neðsta í röðinni. Um er að
ræða tvö miðjuhús og eitt endahús. Húsin seljast á ýmsum byggingarstigum
s.s.:
• Fullbúin að utan og rífl. fokh. að innan. Verð 13,9 millj.
• Fullbúin að utan og tilb. til innréttingar. Verð 15,9 millj.
• Fullbúin að utan sem innan án gólfefna. Verð 18,3 millj.
• Viðbót við endahús er 500 þús. kr.
Þetta er ótrúlega hagstætt verð! Ekki missa af þessu tækifæri. Byggingaraðil-
inn Ragnar Ólafsson verður á staðnum ásamt sölumanni Hóls. Kíktu við í dag
og skoðaðu eignirnar.
RAÐHÚS Í MARÍUBAUG
NR. 35, 37 OG 39
jöreign ehf
GAUKSHÓLAR - „PENTHOUSE“
Stórglæsileg 5 til 6 herbergja „penthouse“-íbúð á 7. og 8. hæð í
lyftuhúsi á frábærum útsýnisstað. Íbúðin er öll ný standsett og í
mjög góðu ástandi. Íbúðin er laus nú þegar. Innréttingar og tæki
eru öll ný, nýtt á gólfum. Stórar suðursvalir og einnig svalir í norð-
ur. Útsýnið er óviðjafnanlegt úr eldhúsi og borðkrók svo og her-
begjum. Tvö baðherbergi, tveggja manna nuddbaðkar, geymsl-
uloft yfir allri íbúðinni og nýtt í loftum. Nýjar raflagnir. Bílskúr fylgir
eigninni og er hann einnig allur ný uppgerður.
Upplýsingar veita Hákon hjá Kjöreign ehf.
í símum 898 9010 og 533 4040
og Ingileifur hjá Ásbyrgi ehf. í símum 894 1448 og 568 2444.
Ármúla 21, Reykjavík,
sími 533 4040, fax 533 4041
Suðurlandsbraut 54 -
við Faxafen - 108 Reykjavík
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
Í TILEFNI þess að 50 ár eru liðin
frá stofnun Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra er komið út 64 blaðsíðna
afmælisrit félagsins sem ber heitið:
Lengi býr að fyrstu gerð. Kynning
og markaður – KOM ehf. hafði yf-
irumsjón með útgáfu afmælisritsins.
Í afmælisritinu eru viðtöl við skjól-
stæðinga, aðstandendur og forsvars-
menn félagsins sem varpar einnig
ljósi á það starf og breytingar sem
orðið hafa á starfsemi styrktar-
félagsins á þeirri hálfu öld sem liðin
er frá stofnun þess. Í ritinu er einnig
fjöldi faggreina frá starfsmönnum
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Í tilefni af afmælinu ákváðu starfs-
menn KOM að gefa Styrktarfélaginu
sem nemur 300.000 krónum með
vinnuframlagi við skipulag og kynn-
ingu á afmælisárinu, segir í frétta-
tilkynningu.
Lengi býr
að fyrstu
gerð
Myndin var tekin þegar KOM-teymið, sem vann verkið, afhenti gjöfina.
Ísak Örn Sigurðsson, Jón Hákon Magnússon og Ólafur Gunnar Guð-
laugsson frá KOM og Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri SLF.
Afmælisrit Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
ÞÝSKI sendiherrann, dr. Hendrik
Dane, afhenti nýlega nemendum
verðlaun fyrir góða kunnáttu í
þýsku í keppninni þýskuþraut 2002.
Hún var nú haldin í tíunda skiptið.
Athöfnin fór fram í þýska menning-
arsetrinu Goethe-Zentrum á
Laugavegi 18. Nemendur af öllu
landinu tóku þátt í keppninni.
Hlutu 20 þeirra bestu bækur í verð-
laun og þrír að auki þriggja til fjög-
urra vikna kynnisferð til Þýska-
lands nú í sumar. Eftirtaldir hlutu
verðlaun: Eyvindur Ari Pálsson
MR, Atli Freyr Steinþórsson MR,
Líney Halla Kristinsdóttir MH,
Guðbjörg Benjamínsdóttir VÍ,
Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir MH, El-
ínbjörg Helgadóttir MH, Silvía
Seidenfaden VÍ, Hulda Þorbjörns-
dóttir MR, Edda Lára Lúðvígs-
dóttir VÍ, Óskar Arnórsson Flens-
borg og Magnús Sigurðsson MR.
Morgunblaðið/Kristinn
Afhending
verðlauna
í þýsku
BÚMENN AUGLÝSA ÍBÚÐIR
Lindarsíða á Akureyri
Til sölu er búseturéttur í 8 íbúðum í tveimur raðhúsum
við Lindarsíðu á Akureyri. Íbúðirnar verða 94 fm
og fylgir 32 fm bílskúr 4 íbúðum. Gert ráð fyrir að
íbúðirnar verði til afhendingar í desember 2002.
Fyrirhugað er byggja samtals 16 íbúðir á lóðinni
í tveimur byggingaráföngum.
Umsóknarfrestur er til 4. júní n.k.
Hægt er að fá nánari upplýsingar
á skrifstofu félagsins
í síma 552 5644 milli kl. 9-15.
Réttur til kaupa miðast við
50 ára og eldri.
bumenn@bumenn.is
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
TVÖ fyrirtæki, Norðlenska og
Akva, hafa skrifað undir sam-
starfssamning við knatt-
spyrnudeild KA á Akureyri,
en fyrirtækin munu styðja fé-
lagið í sumar með auglýsing-
um. Við undirritun samnings-
ins í upphafi keppnistíma-
bilsins ræddi Þorvaldur Ör-
lygsson þjálfari um þær
væntingar sem gerðar eru til
liðsins og eins kom fram í máli
hans að mikill munur er á að-
stöðu liða á Akureyri og þeirra
syðra, en hans menn hefðu
nánast eytt öllum helgum eftir
áramót sunnan heiða við æf-
ingar og leiki. Framtíðin væri
hins vegar björt, en nýtt
knattspyrnuhús yrði tekið í
notkun í bænum fyrir áramót.
KA semur
við tvö
fyrirtæki