Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni ÍNAFNIGuðs, föð-ur og son-ar og heil-ags anda“ segjum við, um leið og kross- mark er teiknað ósýnilegum lit yfir brjóstið. Þetta er atferli signingarinnar. Með þessum orð- um hafa for- eldrar helgað börn sín almætt- inu um aldir, fal- ið þau Guði, beð- ið hann um vernd í önn hversdagsins og fyrir svefn næt- urinnar. En hvað merkir þetta eig- inlega? Öll þessi orð: föður, sonar, heilags anda? Það fyrsta sem ég hef alltaf borið upp við ungmenni í upphafi fermingarstarfs á haustin er spurningin: Hver er Guð krist- inna manna? Og svörin hafa verið á ýmsa lund: „Gamall skeggjaður karl á himnum“, „andi“, „skap- arinn“, „öll náttúran“, og annað í þeim dúr. Fæstum dettur í hug að tengja orð signingarinnar við þetta. Eða Postullegu trúarjátn- ingarinnar: „Ég trúi á Guð, föður almáttugan ...; ég trúi á Jesú Krist, hans einkason ...; ég trúi á heilagan anda. Hið rétta er, að Guð er þríeinn, sem kallað er. Einn að veru eða eðli til og vilja og mætti, en þrír í verki. „Eining sönn í þrennum greinum,“ eins og Eysteinn Ás- grímsson munkur segir í íslenska 14. aldar helgikvæðinu Lilju, sem allir vildu kveðið hafa. Sumsé ekki 1+1+1, heldur 1x1x1. Í fermingarfræðslunni dreg ég gjarnan upp mynd af jafnhliða þríhyrningi, sem raunar er eitt af táknum guðdómsins, ævafornt, og er þá auga í honum miðjum, alsjá- andi. Þar merkja hliðarnar per- sónurnar þrjár. En þríhyrning- urinn er samt einn. Aðra útfærslu og nákvæmari má sjá hér að ofan, á myndinni, sem fylgir þessum pistli. Í Gamla testamentinu er fað- irinn mest áberandi, skaparinn; í Nýja testamentinu, fram að hvíta- sunnudegi, sonurinn; en eftir það er tími heilags anda. Og hann er enn. Í fyrri sköpunarsögu Biblíunn- ar er faðirinn þó ekki einn að verki; hinar persónurnar tvær eru þar líka, ef grannt er skoðað. „Andi Guðs sveif yfir vötnunum,“ segir þar. Og orð Guðs kemur hlutunum til leiðar: „Og Guð sagði ...“ Í Jóhannesarguðspjalli kemur í ljós, að „orðið“ er sonurinn, Jes- ús Kristur. Og við skírn hans í ánni Jórdan steig heilagur andi niður eins og dúfa og faðirinn heyrðist segja: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef vel- þóknun á.“ Eins er með aðra texta Biblíunnar, allt til síðustu blað- síðu; þar sem ein persónan er í forgrunni, eru hinar jafnan í, með og undir. Heilög þrenning er samt hvergi nefnd berum orðum í ritningunni. En ýmis ummæli, sem þar er að finna, eins og þau sem hér voru nefnd, komu mönnum brátt í skilning um að andinn væri ekki ópersónulegur máttur Guðs, og ekki heldur einfaldlega hið sama og Kristur og faðirinn, og því síð- ur væri þessi andi einhver sem lyti þeim. Því hlyti að vera um að ræða þriðju persónuna, jafna þeim. Og kirkjuþingin í Níkeu (325) og Konstantínópel (381) tóku loks af skarið og færðu þetta í letur. Þrenningarhátíð varð fyrst al- menn hátíð í vesturkirkjunni á 13. og 14. öld, en er ekki að finna í austurkirkjunni.Virðist alþýða fólks á Íslandi lengi hafa borið meiri virðingu fyrir henni en öðr- um sunnudögum og var þetta t.d. einn af helstu fermingardögum á vorin, ásamt með hvítasunnu og uppstigningardegi. Einar Sigurbjörnsson, prófess- or í guðfræði við Háskóla Íslands, kemst svo að orði um heilaga þrenningu, í bók sinni, Ljós í heimi: „Samband föður og sonar, í einingu heilags anda er án samsvörunar í skap- aðri tilveru. Ófullkomin samsvörun er að vísu sú, að allir menn deila sameig- inlegri mennsku hvort sem þeir eru karlar eða konur, sjúkir eða heilbrigðir, hvítir eða svartir, heiðnir eða kristnir. Það er því hægt að tala um eitt mann- legt eðli og það er undirstaða þess að hægt er að tala um jafnan rétt öllum til handa óháð kynferði, stétt, þjóðerni, litarhætti eða trúarbrögðum. Þetta samsvarar að nokkru leyti eðl- iseiningu föður og sonar og heilags anda. En ekki nema að nokkru leyti, því að í mannheimi er hver einstaklingur eins og heimur út af fyrir sig ... Þannig er það ekki í Guði. Samkvæmt því sem Jesús hefur birt okkur um Guð fer saman innan guðdómsins eðli, mátt- ur og vilji. Faðir og sonur og heilagur andi eru því af sama eðli, deila sama mætti og vilja hið sama ... Faðir tjáir fjarlægðina, leyndardóm- inn, hinn hátt upphafna. Faðirinn er skapari okkar og verndari. Af honum er sonurinn fæddur í eilífðinni. Sonur tjáir nánd Guðs. Sonurinn er Orð föðurins, sem gerðist einn af okkur, manneskja. Sonurinn fæddist sem barn, óx, þroskaðist og dó. Hann reis aftur upp frá dauðum til þess að lifa áfram í nánd okkar. Sonurinn birtir, að Guð er kærleikur. Heilagur andi tjáir kraft Guðs, þann sem gerir tengsl Guðs og manna mögu- leg, veitir ávöxtunum af verki Jesú áfram um söguna, þann sem skapar tengsl milli manna, þann sem vill eiga bústað í hjörtum okkar.“ Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upp- hafi, er og verða mun um aldir alda. 1x1x1 sigurdur.aegisson@kirkjan.is Fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu nefnist trinitatis eða þrenningarhátíð og er á alveg sérstakan hátt markaður Guði. Sigurður Ægisson lítur þess vegna í dag til heilagrar þrenningar, undirstöðu og mesta leyndardóms kristinnar trúar. HUGVEKJA TVEIR 19 punda sjóbirtingar veiddust í Tungulæk í Landbroti um síðustu helgi. Það voru erlendir veiðimenn sem drógu fiskana, en taka verður fram að um áætlaða þyngd var að ræða þar sem fisk- unum var sleppt aftur. Mikil veiði var í ánni þessa helgi, en þó er að- eins farið að draga úr veiðiskapn- um, fiskur farinn að tygja sig til sjávar. Einhverra hluta vegna hangir birtingur mun lengur þarna heldur en á öðrum svæðum í Skaftafellssýslum. Þórarinn Kristinsson, eigandi Tungulækjar, sagði í samtali að mikið hefði verið um stórfisk í vor, en á dögunum veiddust m.a. 23 og 17 punda fiskar og allmargir 10 til 12 punda hafa veiðst. Um hið mikla fiskmagn í ánni sagði Þórarinn að það stafaði aðallega af því að skil- yrði væru frábær í ánni og miklu hefði verið sleppt af seiðunum í gegnum árin til að styrkja stofninn. Hreinsun Elliðaánna Í dag er árnefnd SVFR fyrir Elliðaárnar að hreinsa sorp af bökkum og úr hyljum og strengjum Elliðaána. Þetta hefur verið gert á hverju vori og ekki vanþörf á. Segja menn með ólíkindum fjölbreytnina í því sorpi sem sankast þarna saman. Varðandi Elliðaárnar og bágt ástand þeirra þá hefur sú fregn borist, að í sumar muni hefjast framkvæmdir sem munu miða að því að yfirborðsvatn af götum Ár- bæjar og Breiðholts berist eitthvert annað heldur en beint út í árnar. Þetta hefur lengi verið talinn einn helsti mengunarvaldur árinnar. Kominn í Kjósina Áhugamaður einn um stangaveiði sem átti leið um Kjósina á fimmtu- dagskvöldið gat ekki stillt sig um að kíkja í sunnanverðan Kvíslafoss í Laxá í Kjós. Og sjá, þar gat að líta tvo spegilfagra laxa, annar á að giska um 12 pund, hinn 8-9 pund. Þeir lágu um stund í góðu sjónmáli, en lónuðu síðan undir hvítfyss og hurfu. Þegar litið var eftir þeim aft- ur hálftíma síðar sáust þeir hvergi. Vatn í Laxá er líkt og á hásum- arsdegi. Tveir 19 punda úr Tungulæk ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Golli Stefán Kristjánsson búinn að landa fallegri bleikju í Þing- vallavatni. NORÐURLANDARÁÐ veitir í ár nokkra fréttamannastyrki til um- sóknar fyrir fréttamenn á Norð- urlöndunum. Styrkjunum er ætlað að efla áhuga fréttamanna á nor- rænni samvinnu og auka mögu- leika þeirra á að skrifa um málefni annarra Norðurlanda, s.s. með því að gera þeim kleift að fjármagna ferðalög tengd greinaskrifum. Styrkur er veittur í hverju Norðurlandanna og er fjárhæðin 90.000 danskar krónur fyrir Ísland í ár. Styrkurinn er veittur einum eða fleiri fréttamönnum dagblaðs, tímarits, útvarps eða sjónvarps. Sjálfstætt starfandi fréttamönnum er einnig heimilt að sækja um styrkinn. Styrkþegum er ekki heimilt að sækja um styrk næstu þrjú árin. Umsækjandi skal í verkefnislýs- ingu tilgreina til hvers og hvernig hann hyggst nota styrkinn. Einnig skal gerð grein fyrir útgáfuformi og ferðaáætlun. Styrkinn ber að nota innan árs. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Umsækjendum verður tilkynnt skriflega um styrkveitinguna fyrir júnílok, segir m.a. í fréttatilkynningu. Umsóknareyðublöð fást hjá Ís- landsdeild Norðurlandaráðs, Aust- urstræti 14, 5. hæð, 150 Reykjavík, netfang: stigur@althingi.is. Frétta- mannastyrk- ir Norður- landaráðs OPIÐ hús verður í sumarbúðum KFUM og KFUK í Kaldárseli í dag, sunnudaginn 26. maí, kl. 14- 17. Kaldársel eru sumarbúðir rétt fyrir utan Hafnarfjörð fyrir 6-11 ára krakka. Leiðin þangað liggur meðfram kirkjugarðinum í Hafn- arfirði um Kaldárselsveg. Þeir sem vilja kynna sér starfið í Kaldárseli eru velkomnir til að koma og skoða sig um. Kaffi og vöfflur á vægu verði, segir í fréttatilkynn- ingu. Opið hús í sumarbúðun- um í Kaldárseli ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.