Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 19/5 –25/5 ERLENT INNLENT  KOSNINGAR til bæjar- og sveitarstjórna fóru fram í gær. Á kjörskrá voru 204 þúsund kjós- endur í 105 sveit- arfélögum.  SAUTJÁN manns, sennilega frá Rúmeníu eða Albaníu leituðu hælis hér á föstudag sem póli- tískir flóttamenn. Hafði hópurinn komið til lands- ins með Norrænu daginn áður. Er þetta stærsti hópur sem leitað hefur hælis hér á landi í einu lagi.  HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag Guðmund Inga Þóroddsson í fimm ára fangelsi fyrir e-töflusmygl sem hann skipulagði frá Litla-Hrauni þar sem hann beið dóms Hæsta- réttar vegna innflutnings á 3850 e-töflum.  GREINT var frá því í vikunni að hræ af búfén- aði lægju óurðuð í landi Vatnsness í Grímsnesi til að egna fyrir tófur að sögn ábúandans þar á bæ. Hollustuvernd ríkisins segir um brot á reglugerð landbúnaðarráðuneytisins að ræða.  ÍSLENSKA karlalands- liðið í handknattleik vann Svía 31:23 í landsleik á móti í Belgíu á föstudag. Er þetta fyrsti sigur Ís- lendinga á Svíum í hand- bolta í 14 ár.  ÍSLENSKUR maður á fertugsaldri var fram- seldur frá Hollandi til Ís- lands í vikunni í tengslum við hvarf Valgeirs Víð- issonar árið 1994. Gengu út af fundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins ÍSLENSKA sendinefndin á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem haldinn var í Japan í vikunni, gekk út af fundi ráðsins á þriðjudag eftir að hafa mót- mælt vinnubrögðum sem viðhöfð voru deginum áður þegar nýju aðildarskjali Íslendinga að ráðinu var hafnað. Þá var tillaga formanns ráðsins um að ekki bæri að líta á aðildarskjal Íslend- inga, sem Ísland lagði fram í vikunni á undan, sem nýtt aðildarskjal, sam- þykkt með 25 atkvæðum gegn 20. Stefán Ásmundsson, formaður ís- lensku sendinefndarinnar á ársfundin- um sagði að með þessu hefði verið brotið gróflega gegn þjóðréttarlegum reglum, stofnsáttmála og fundarsköp- um ráðsins. Í aðildarskjali Íslands var því lýst yfir að landið skuldbyndi sig til að hefja ekki atvinnuveiðar fyrr en lokið væri vinnu við endurskoðaðar veiði- reglur sem unnið hefur verið að um árabil. Viðræðum haldið áfram til 18. júlí vegna álvers í Reyðarfirði SAMKOMULAG um að halda viðræð- um áfram vegna mögulegrar þátttöku bandaríska álfyrirtækisins Alcoa í byggingu álvers í Reyðarfirði var und- irritað á fimmtudag milli Fjárfesting- arstofunnar – orkusviðs og forstjóra Alcoa. Hefur fyrirtækið áform um að byggja 320 þúsund tonna álver í einum áfanga og fjármagna það alfarið sjálft. Samkomulagið gildir til 18. júlí næstkomandi en þá verður tekin ákvörðun um hvort haldið verði áfram með verkefnið og viljayfirlýsing und- irrituð. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hefur Alcoa mikinn áhuga á að kaupa Reyðarál, sem er í eigu Norsk- Hydro og íslenskra fjárfesta í Hæfi og undirbúið hefur álver í Reyðarfirði. Pakistanar segjast vera búnir undir stríð PAKISTANAR vilja frið en eru „við- búnir átökum“ ef ráðist verður á þá, að sögn talsmanns pakistanska utanrík- isráðuneytisins á miðvikudag þegar stjórn landsins brást í fyrsta sinn við hótun forsætisráðherra Indlands, Atals Beharis Vajpayees, um stríð vegna deilna ríkjanna um Kasmír. Vajpayee sagði í heimsókn til Kasmír að tími væri kominn til „afgerandi átaka“. Vajpayee sagði á fimmtudag að ekki kæmi til greina að ræða við Pakistana fyrr en forseti þeirra, Pervez Mushar- raf, fylgdi í verki þeim orðum sínum að stemma stigu við aðgerðum herskárra skæruliða í indverska hluta Kasmír. Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, varaði við því að blóðug átök milli Indverja og Pakistana við landa- mærin síðustu daga gætu orðið að kjarnorkustríði. Átökin hófust eftir blóðugt tilræði skæruliða í Kasmír 14. maí sem kost- uðu 35 manns lífið. Óþekktir menn myrtu Abdul Ghani Lone, leiðtoga helstu hreyfingar aðskilnaðarsinnaðra múslíma í Kasmír, á þriðjudag. Hann hafði beitt sér fyrir friðarviðræðum við Indverja. Bush og Pútín undirrita afvopn- unarsamning GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirrituðu á föstudag samning sem skuldbindur ríkin til að fækka kjarna- vopnum sínum um tvo þriðju næstu tíu árin. Er þetta mesta fækkun kjarna- vopna sem ríkin hafa samið um. Sam- kvæmt samningnum, sem var undirrit- aður í Kreml, mun hvort ríki ráða yfir 1.700–2.200 kjarnaoddum í lok samn- ingstímans. Hvort ríki er nú með 6.000 kjarnaodda í vopnabúrum sínum.  TILLÖGUR stjórnar Ariels Sharons, forsætis- ráðherra Ísraels, um að- haldsráðstafanir í efna- hagsmálum voru samþykktar á þingi landsins á miðvikudag með 65 atkvæðum gegn 26. Við fyrri atkvæða- greiðslu á mánudag voru tillögurnar felldar og Sharon rak ráðherra tveggja flokka strangtrú- aðra gyðinga úr stjórn- inni eftir að þeir neituðu að styðja tillögurnar. Stjórnin hefur nú aðeins tryggan stuðning 60 þingmanna af 120. Talið er að Sharon reyni að fá miðflokkinn Shinui í stjórnina til að fá aftur þingmeirihluta.  DICK Cheney, vara- forseti Bandaríkjanna, segir að „næsta öruggt“ sé að önnur hryðjuverka- árás verði gerð í Banda- ríkjunum, og geti það orðið „á morgun, í næstu viku eða á næsta ári“. Bandaríska alrík- islögreglan, FBI, varaði yfirvöld í New York-borg við því á þriðjudag að hryðjuverkamenn kynnu að gera árásir á Frels- isstyttuna og ýmis þekkt mannvirki í borginni.  ALI Khamenei erki- klerkur, trúarleiðtogi Ír- ans, hafnaði á miðviku- dag hugmyndinni um viðræður við Bandaríkin, lýsti henni sem „land- ráðum“ og „heimsku“, og reyndi að kveða niður orðróm um að ríkin hefðu hafið leynilegar við- ræður. HÆSTIRÉTTUR Íslands hefur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að skilyrði hafi verið fyrir því að setja lögbann á sýningu kvikmyndarinnar Í skóm drekans, sem fjallar um fegurðar- samkeppnina Ungfrú Ísland.is. Þá staðfesti Hæstiréttur einnig úrskurð héraðsdóms um að hafna beiðni aðstandenda myndarinnar að teknar yrðu skýrslur fyrir dómi af fjórum nafngreindum vitnum í tengslum við lögbannsmálið. Aðstandendur fegurðarsam- keppninnar og keppendur kröfðust þess að lagt yrði lögbann við því að kvikmyndin yrði sýnd opinberlega. Hrönn Sveinsdóttir, sem gerði myndina, var meðal keppenda og tók hún og aðrir sem hún fékk til liðs við sig upp á myndband talsvert efni frá undirbúningi og fram- kvæmd keppninnar, sem sneri bæði að henni sjálfri og öðrum keppend- um. Virtu grundvallarreglu einka- málaréttarfars að vettugi Við meðferð málsins fyrir Hæsta- rétti lögðu aðstandendur kvikmynd- arinnar fram eintak af myndinni. Í dómi Hæstaréttar segir að aðstand- endur myndarinnar hafi þrátt fyrir þetta lítið sem ekkert vísað til þessa eintaks af myndinni í málatilbúnaði sínum fyrir réttinum. ,,Liggur þannig ekki nægilega fyrir hvað sóknaraðilar telja sannað með þessu gagni í einstökum atrið- um. Til þess verður einnig að líta að í greinargerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti er tekið fram að þetta eintak af kvikmyndinni sé aðeins til afnota fyrir dómendur, en um helm- ingur varnaraðila hafi ásamt lög- manni horft á þessa gerð hennar 11. maí sl. og geti á þeim grunni tjáð sig um verkið ef efni eru talin til þess. Með þessu háttalagi við gagnaöflun hafa sóknaraðilar virt að vettugi þá grundvallarreglu einkamálaréttarfars að jafnræðis beri að gæta um rétt málsaðila til að kynna sér og tjá sig um sönn- unargögn gagnaðila síns. Auk þessa hafa sóknaraðilar með því að leggja fyrst fram á þessu stigi eintak af kvikmyndinni raskað í öllum meg- inatriðum þeim grundvelli, sem þau kusu sjálf að reisa málatilbúnað sinn á fyrir héraðsdómi. Þegar alls þessa er gætt eru ekki skilyrði til að taka tillit til þessa sönnunar- gagns við úrlausn málsins fyrir Hæstarétti. Samkvæmt framansögðu verður dómur felldur á mál þetta á þeim grunni, sem það kom til úrlausnar fyrir héraðsdómi. Með vísan til for- sendna hins kærða úrskurðar verð- ur hann staðfestur,“ segir í dómi Hæstaréttar, þar sem hinn kærði úrskurður héraðsdóms er staðfest- ur. Var sóknaraðilum gert í samein- ingu að greiða varnaraðilum 15 þús- und kr. hverjum fyrir sig í kæru- málskostnað. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Markús Sigurbjörns- son, Árni Kolbeinsson og Gunnlaug- ur Claessen. Hæstiréttur stað- festir lögbann á sýningu myndar MAÐUR brenndist alvarlega í eldsvoða í risíbúð við Laugaveg í býtið í gærmorgun og er talinn í lífshættu. Að sögn slökkviliðs er ekki vitað um eldsupptök en mest- ur var eldurinn í eldhúsi í kringum eldavél. Slökkviliði barst tilkynning um eld í húsi á mótum Laugavegar og Klapparstígs laust fyrir klukkan sex í gærmorgun en um er að ræða timburhús á þremur hæðum. Þeg- ar slökkviliðið kom á staðinn stóð mikill eldur og reykur út um glugga á rishæðinni og undan þak- kanti. Voru lögregla og starfsmenn Securitas þá þegar búin að bjarga manninum út úr húsinu og var hann fluttur á spítala. Mestur eldur reyndist vera við eldavélina Þá fóru reykkafarar frá slökkvi- liðinu inn í íbúðina og leituðu frek- ar í henni. Fljótlega náði slökkvilið tökum á eldinum en hann var mestur í eldavél í eldhúsi. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er þó ekki hægt að staðfesta eldsupp- tökin þar sem málið fer nú í rann- sókn. Var slökkvistarfi að mestu lokið um sjöleytið en alls voru slökkviliðsmenn frá þremur stöðv- um á höfuðborgarsvæðinu á vett- vangi. Að sögn yfirlæknis á gjörgæslu- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss við Hringbraut þar sem mað- urinn, sem bjargað var út, liggur, er hann alvarlega brenndur og í lífshættu. Ekki er vitað hversu mikið tjón varð á húsinu en í því er einnig veitingastaður, gullsmíðaverkstæði og antikverslun. Kanna átti að- stæður í húsinu í gær. Í lífshættu eftir bruna í risíbúð Morgunblaðið/Júlíus Greiðlega gekk að slökkva eldinn í húsinu við Laugaveg en Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi lið frá þremur stöðvum á eldstað. BÚIST er við að um 30 þúsund farþegar komi til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í sumar. 27 þúsund farþegar komu í fyrra og er búist við 27 til 30 þúsund farþegum í sumar. Koma skemmtiferðaskipa er þegar hafin, en tvö skip hafa komið til Reykjavíkur í maí- mánuði. Fleiri skip eru vænt- anleg á næstu dögum og vikum. Alls er búist við 48 skipum frá maí til september og flest koma í júli, eða 22 skip. Flest skipanna hafa komið áður til landsins og er fjöldi þeirra svip- aður og undanfarin tvö sumur. Hættu við vegna atburðanna í New York Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurhöfn hættu 7-8 skip við að koma í sumar vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjun- um 11. september og því stend- ur fjöldinn nánast í stað frá í fyrra. Raunar fækkar um tvö skip því 50 skip komu í fyrra. Eitt stærsta skipið sem kem- ur í sumar, A’Rosa Blue frá Líberíu, kemur 8. júlí, en um er að ræða rúmlega 70 þúsund brúttótonna skip sem jafnast á við 35 stóra frystitogara. Von er á fleiri stórum skipum en ekki jafn stórum og þessu. Búist við 30 þúsund farþegum Stærsta skipið 70 þúsund tonn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.