Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FALKIRK-hjólið er miðpunktur Þús-aldarhlekksins svo nefnda, eða Mill-enium Link eins og hann nefnist áenskri tungu. Þúsaldarhlekkurinn er,líkt og nafnið gefur til kynna, eitt hinna fjölmörgu mannvirkja sem reist hafa ver- ið í Bretlandi í tilefni árþúsundamótanna. Að þessu sinni er um að ræða endurgerð og lagfær- ingar á röð skipaskurða, sem sumir eru um 200 ára gamlir, og tengja austur- og vesturströnd Skotlands svo unnt er að sigla þvert í gegnum landið. Merkasti og jafnframt kostnaðarsamasti lið- ur þessara framkvæmda, sem metnar eru á um 84,5 milljónir punda eða rúma 11 milljarða króna, er Falkirk-hjólið sem leysir af hólmi 11 hliða skipastiga er fyllt hafði verið uppí fyrir 40 árum. Hjólið rís á eftirminnilegan hátt upp úr sveitum héraðsins sem það dregur nafn sitt af líkt og tíðkaðist um brúarmannvirki á tímum iðnbyltingarinnar, og ber tæknihugviti höfunda sinna ekki síður vitni en mannvirki Viktoríutím- ans. Falkirk-hjólið er fyrsta skipalyfta sinnar tegundar þótt hugmyndin sé reyndar um hundrað ára gömul. En höfundur hennar er þýskur verkfræðingur, sem um aldamótin 1900 lagði til að hannaðar yrðu skipalyftur sem byggðust á hreyfingu hjólsins. Tæp öld átti þó eftir að líða áður en reynt var að hleypa slíkri hugmynd í framkvæmd. Eitt af kennileitum Skotlands Falkirk-hjólið er um 35 metrar að hæð og vegur 1.800 tonn þegar lyftuhólfin, eða gondól- arnir svo nefndu, hafa verið fyllt af vatni. Arm- arnir tveir sem gondólana bera vega 300 tonn hver, og hvor gondól fyrir sig vegur 80 tonn til viðbótar og rúmar um 250.000 lítra af vatni. Alls rúmast fjórir fljótaprammar, í einum gondól og tekur ferðin milli hæða um fimmtán mínútur. En við rætur hjólsins er manngerð tjörn á með- an vatnsveitustokkur tekur á móti umferð ofan frá. Um fjögurra ára undirbúningsvinna liggur að baki smíði hjólsins, þótt framkvæmdirnar sjálfar hafi ekki hafist fyrr en síðla árs 1999. Undirbúningurinn fólst ekki hvað síst í náinni samvinnu skoskra arkitekta og verkfræðinga, en Skotar eru þess nú þegar fullvissir að Fal- kirk-hjólið eigi eftir að vinna sér fastan sess sem eitt af kennileitum landsins. Hönnun þess hefur enda verið mjög svo lofuð af konunglegu skosku menningarstofuninni, Royal Fine Art Commission, sem kýs að líkja hjólinu við skúlp- túr: „Það hefur greinilega verið leitast við að hanna hjólið fyrir 21. öldina og er þessi hönnun í ætt við nútímaskúlptúr. Samtvinnun menning- arlegra- og tæknilegra þátta eykur umtalsvert á heildaráhrif hugtaksins sem leiðir til verulega spennandi lausnar,“ segir í umfjöllun stofnun- arinnar. Einn helsti hugmyndasmiður hjólsins, Tony Kettle, er á sama máli og segir það ekki síður listmun en hagnýtan grip og líkir hann hönnun þess við beinagrind þar sem vatnsveit- ustokkurinn er hryggjarsúlan og brjóstkassinn, en hjólið hauskúpan. Að hans mati er hönnunin líka táknræn. „Í Skotlandi höfum við austur- og vesturströnd sem talast varla við; hryggjarsúl- an tjáir hugmyndina um að strandirnar séu nú tengdar,“ segir Kettle. Milljónir punda í ferðamannatekjur Skotar eru vongóðir um að ferðamanna- straumur til Falkirk aukist verulega með til- komu skipalyftunnar. Upplýsingamiðstöð hefur þess vegna verið haganlega komið fyrir við ræt- ur hjólsins með það í huga að útsýni yfir Fal- kirk-hjólið verði eins og best sé á kosið, en búist er við að ferðamannastraumurinn færi hér- aðinu milljónir punda í tekjur ár hvert. Til að gera heimsóknina svo enn eftirsóknarverðari geta ferðalangar þá einnig fengið sér ferð með lyftunni, en til stendur að bjóða uppá útsýn- isferðir þar sem ekið verður um nálægar sveitir og Antoníusar-veggurinn – sem reistur var á tímum rómverska keisarans Antoníusar Píusar (142 e.kr.) m.a. skoðaður og því næst siglt eftir skipaskurðinum í átt að lyftunni sem flytur far- þegana aftur niður í upplýsingamiðstöðina. Falkirk-hjólið hefur jafnvel fundið sér leið inn í námskrá skoskra skólabarna, sem ætti að gera sitt til að festa hjólið í sessi, og takast börnin í eðlisfræðitímum nú á við sum þeirra vandamála sem skipaskurðasmiðir fortíðar og hönnuðir Falkirk-hjólsins þurftu að sigrast á. Tilkoma Falkirk-hjólsins hefur þá ekki hvað síst bætt siglingaleiðina milli Glasgow og Ed- inborgar til muna, en siglingaleiðin milli borg- anna lá lengi vel um 11 hólfa skipastiga sem tengdi Forth & Clyde- og Union-skipaskurðina, þótt sú 200 ára gamla samgönguæð hafi nú ver- ið lokuð sl. 40 ár. Endurgerð þessarar sam- gönguleiðar hefur hins vegar haft mjög svo já- kvæð áhrif á mannlífið meðfram skipaskurðunum. Union-skurðurinn rann til að mynda í gegnum Wester Hailes, fátæklegt út- hverfi þar sem atvinnuleysi er mikið, og með tímanum hafði hann orðið lítið annað en rusla- haugur. Eftir gagngerar endurbætur í fyrra er hann hins vegar orðinn vinsælasta útivistar- svæði hverfisins og hafa svanir jafnvel snúið þangað aftur til hreiðurgerðar. Til þessa hefur hæðótt landslag verið versta martröð sem skipaskurðasmiðir hafa þurft að takast á við. Samkvæmt hinni hefðbundnu að- ferð eru smíðaðir skipastigar, þar sem vatni er hleypt á milli hólfa og yfirborð hækkað og lækkað í samræmi við för skipsins upp eða nið- ur hæðina. Slík för hefur reynst mjög tímafrek og má nefna sem dæmi að ferðalag í gegnum skipastigana, sem Falkirk-hjólið leysir af hólmi og áður tengdu Glasgow og Edinborg, tók eina dagstund í staðinn fyrir mínúturnar 15 sem fara í ferð með hjólinu. Framkvæmd gömlu skipastiganna var jafn- framt flókin, bæði fyrir ferðalanga sem fram- kvæmdaaðila og vonast menn til að þessi ferða- máti hafi tekið varanlegum breytingum með Falkirk-hjólinu. Tilkoma skipalyftunnar er um leið talin líkleg til að auka atvinnulíf skosku inn- sveitanna og benda hagfræðirannsóknir til að árið 2006 hafi um 4.000 ný störf skapast þar í kjölfar Þúsaldarhlekksins. Hönnun Falkirk-hjólsins minnir á beinagrind að sögn aðalhönnuðarins sem segir vatnsveitustokkinn sem hér er horft eftir líkjast hryggjarsúlu. Ljósmynd/John Martin Hjóla- og vélabúnaður allur er stór í sniðum, enda hjólið í heild sinni ein 1.800 tonn að þyngd. Falkirk-hjólið sker sig óneitanlega úr hæðunum í kring og vona Skotar að það verði þekkt kennileiti. Siglt er inn í gondólana svonefndu sem síðan bera fljótapramma og aðra farkosti milli hæða. Upplýsingamiðstöð hefur verið reist við rætur skipalyftunnar til að draga að ferðamenn. Hjólið fundið upp Skotar vígðu nú í vikulokin allframúrstefnulega skipalyftu sem fengið hefur nafnið Falkirk-hjólið og er fyrsta skipalyftan sem hringsnýst. Anna Sigríður Einarsdóttir skoðaði þetta nýja kennileiti Skota, en hafi einhvern tímann mátt segja í bókstaflegum skilningi hafi hjólið verið fundið upp að nýju eigi það við um þetta verkfræðiundur. annaei@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.