Morgunblaðið - 26.05.2002, Page 40

Morgunblaðið - 26.05.2002, Page 40
FRÉTTIR 40 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ YFIRMAÐUR samninganefndar á vegum sænsku leigjendasamtak- anna, Anders Mattson, var staddur hér á landi nýverið í boði Leigj- endasamtakanna, ASÍ, BSRB, Fé- lagsþjónustunnar og Reykjavík- urborgar. Mattson kemur hingað til lands í kjölfar skipunar starfs- hóps sem ætlað er að móta nýja húsnæðisstefnu með sérstaka áherslu á leigumarkaðinn. Mattson kynnti starfshópnum hvernig sænski leigumarkaðurinn hefur starfað á umliðnum áratugum með hliðsjón af sænskri húsaleigulög- gjöf sem á sér ekki hliðstæðu í ver- öldinni, að hans sögn. Alexander Gíslason, sem starfar hjá Leigjendasamtökunum, segir starfsemi samtakanna hafa legið niðri um nokkra hríð. Til standi að endurreisa þau og meðal annars sé horft til „sænska kerfisins“ í þeim efnum. Brýnt sé að knýja fram breytingar á húsaleigulögunum sem eru úreld, að hans mati, og setja meðal annars ekkert þak á húsaleigu. Leigjendasamtökin urðu nýlega fullgildur aðili að Alþjóðlegu leigj- endasamtökunum, IUT, sem hafa höfuðstöðvar í Stokkhólmi og er Mattson einnig hér á vegum þeirra. Að sögn Mattson á leigumark- aðurinn sér ríka hefð í Svíþjóð. Um ein og hálf milljón leiguíbúða eru í landinu sem bæði eru í eigu sveit- arfélaga og í einkaeign. Sænsku leigjendasamtökin sjá alfarið um samningagerð vegna verðlagningar á leiguhúsnæði, bæði fyrir félagsmenn sína en einn- ig þá sem standa utan þess, að sögn Mattsons. Þessi réttur er tryggður með sænsku húseig- endalögunum. Mattson bendir á að um mála- miðlunartillögu sé að ræða sem brúi bilið milli félagslegra íbúða og hins frjálsa markaðar þar sem eft- irspurnin ræður verði. Verðlagningin byggir á „cost- pricing“ sem felur í sér að leigu- sala er óheimilt að hækka leiguna umfram það sem kostar að reka hana. Að auki er haft til viðmið- unar ástand íbúðarinnar. Þannig er leigusala á almenna markaðnum óheimilt að hækka leigu fyrir íbúð umfram það sem sveitarfélagið rukkar í leigu fyrir samskonar eign. Hlutverk Leigjendasamtak- anna er, að sögn Mattsons, að meta þann leigukostnað sem lagður er til viðmiðunar. Hann ítrekar að kerfið bitni ekki á leiguseljendum á almenna markaðnum sem með hagræðingu í rekstri fái umtals- verðan ágóða úr rekstri sínum. „Það er mjög mikilvægt fyrir leigjendur að sett sé þak á leigu- greiðslur. Að öðrum kosti gætu leigusalar krafist miklu hærri leigugreiðslna sem gæti orðið til þess að leigjendur þyrftu að flytja. Við erum fyrst og fremst að tryggja rétt leigjenda til að dvelja á heimilum sínum.“ Mattson undirstrikar að leigu- íbúðir í eigu sveitarfélaganna séu ekki félagslegt húsnæði í þeim skilningi að þangað leiti aðeins þeir efnaminni. Engar kvaðir séu til dæmis um hámarkstekjur ein- staklinga sem rétt hafa á leigu- húsnæði. Aðspurður um ókosti húsa- leigukerfisins segir Mattson að töluverð aukning hafi orðið í ónýttu leiguhúsnæði í Norður- Svíþjóð. Að auki sé meira um að sveitar- og bæjarfélög selji hlutafé sitt í leiguhúsnæði. Hann bendir á að borgaryfirvöld í Stokkhólmi hafi selt um 10 þúsund leiguíbúðir síðastliðin 2–3 ár. Þessar íbúðir hafi að mestu lent í höndum fyr- irtækja sem selja leiguréttinn til einstaklinga. Íbúinn hefur þá öðl- ast „réttinn“ til að búa í íbúðinni en greiðir mánaðarlegt gjald fyrir afnotin. Um 650 þúsund slíkar íbúðir eru nú í Svíþjóð og hefur fjölgað nokkuð á síðustu árum. „Vandamálið við þetta fyr- irkomulag er að fyrirtækin hagn- ast á því að leigurétturinn gengur kaupum og sölum á almennum markaði á verðlagi sem er miklu hærra en það sem sett var á í fyrstu,“ segir Mattson. Hann segir ástæðuna fyrir minnkun á leiguhúsnæði í eigu sveitarfélaga fyrst og fremst vera pólitíska stefnubreytingu. „Það hafa ýmsir orðið til þess að gagnrýna kerfið í mörg ár. Það kann að hafa ókosti en við hefðum ekki notast við það í allan þennan tíma ef það hefði ekki kosti í för með sér,“ segir Anders Mattson. Sænsku leigjendasamtökin bjóða félagsmönnum sínum upp á ýmiss konar ráðgjafarþjónustu samhliða því að setja viðmið um verðlagn- ingu. Anders Mattson og Alexander Gíslason. Brýnt að endurskoða húsaleigulög MIKLAR vonir eru bundnar við rannsóknir á auknu þoli líffæraþega sem gætu skipt sköpum í líffæraíg- ræðssluaðgerðum þegar fram í sæk- ir. Þetta var meðal þess sem fram kom á þingi Norræna líffæraíg- ræðslufélagsins sem lauk í gær í Há- skólabíói. Á þriðja hundrað þátttak- endur frá Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum, Austurríki og Bretlandi sóttu þingið. Að sögn Páls Ásmundssonar læknis kom fram á þinginu að kynn- ingarstarf sem Svíar hafa staðið fyr- ir á líffæraígræðslum og skráning á líffæragjöfum hefur skilað neikvæð- um árangri. „Þetta hefur verið reyndin annars staðar. Því meira sem talað er um þessi mál í fjölmiðlum eða meðal al- mennings því neikvæðari geta áhrif- in orðið.“ Dr. Hrefna Guðmundsdóttir hélt erindi um þol sjúklinga við líffæraíg- ræðslum. Hrefna hefur rannsakað hvernig unnt sé að fá mannslíkam- ann til að venjast líffæri úr annarri manneskju án þess að nota þurfi sterka lyfjagjöf við meðhöndlunina. Að sögn Páls standa vonir til að rannsóknirnar muni valda byltingu í líffæraígræðslum. Á þinginu flutti einnig erindi dr. Blanca Miranda frá Spáni sem veitir forstöðu stofnun sem annast öflun líffæra til ígræðslu þar í landi og þykir hafa náð undraverðum ár- angri. Páll Ásmundsson hélt erindi um árangur nýrnaígræðslu í íslenska sjúklinga 1970–2000. „Við höfum lagt meiri áherslu á það á síðustu árum að fá nýru úr lif- andi gjöfum. Um 70% af öllum nýrnaígræðslum á Íslendingum eru úr lifandi gjöfum sem er hærra hlut- fall en annars staðar í heiminum,“ segir Páll. Um 5–6 nýrnaígræðslur eru gerð- ar erlendis á Íslendingum á ári. Hjarta- lifra- og lungnaígræðslur eru sjaldgæfari. Páll segir að nokkuð hafi verið um það rætt fyrir 4–5 árum að gera mætti nýrnaígræðsluaðgerðir hér- lendis þegar um lifandi gjafa væri að ræða. „Menn hafa rætt um að fá vanan ígræðsluskurðlækni í fáein skipti á ári og gera ígræðslur sem kunna að bíða eftir honum. Þannig held ég að mætti gera þetta. Þetta hefur hins vegar legið í láginni um nokkurn tíma,“ segir Páll Ásmundsson. Þing Norræna líffæraígræðslu- félagsins Rannsóknir á auknu þoli líffæraþega gætu skipt sköpum BJÖRN Axelsson, umhverfisstjóri hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar, segir stofnunina hafa staðið í þeirri meiningu að Stangaveiðifélag Reykjavíkur hafi verið fullkunnugt um breytingar á deiliskipulagi í Elliðaárdal. Fram kom í frétt blaðsins á fimmtudag að nefndarmönnum skipulagsnefndar hafi ekki verið kunnugt um afstöðu SVFR sem er ósátt við að beiðni um lóð við Rafstöðvarveg hafi verið tek- in fyrirvaralaust út af skipulaginu án þeirra vitundar. Björn segir upplýsingarnar að lík- indum koma frá starfshópi á vegum Orkuveitunnar sem skipaður var um þjónustu- og fræðslumiðstöðvar og orkuminjasafn í Elliðaárdal. Eftir sé að kanna hvernig þessi misskilningur getur hafa átt sér stað. „Skilaboðin koma frá þessum starfshópi til skipulagshöfunda, skipulagshöfundar tilkynna okkur um að þetta sé í lagi sem síðan er greinilega ekki í lagi.“ Guðjón Magnússon, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, seg- ist ekki hafa komið á framfæri nein- um upplýsingum við skipulagsnefnd í tengslum við auglýsta tillögu að deiliskipulagi í Elliðaárdal sem nú hefur verið afturkölluð. Skipulagstillagan var samþykkt í apríl síðastliðnum en fyrr í þessum mánuði átti Guðjón viðræður við for- svarsmenn SVFR þar sem hann bauð þeim að koma til viðræðna vegna áformaðrar stækkunar á orkuminjasafni. SVFR hafi sýnt áhuga en jafnframt haldið fast í kröfu um að fá umrædda lóð. „Við erum bara að vinna að þessu safni,“ segir Guðjón. Hann ítrekar að hann hafi ekki með umrædda lóð að gera. Búið hafi verið að ýta þeim til- lögum út af skipulaginu áður. Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, segist hafa staðið í þeirri trú að sátt væri um deiliskipulagið. Hann segir að unnið verði með SVFR að lausn málsins og að ekkert sé því til fyr- irstöðu að þeir fái félagsaðstöðu við veiðihúsið. „Ef menn hefðu andað því út úr sér að það væri það sem þeir væru að fara fram á hefðum við að sjálfsögðu skoðað það.“ Inga Jóna Þórðardóttir borgar- fulltrúi hefur óskað eftir því að nefndarmönnum verði gerð grein fyrir því hvernig standi á þessum misskilningi. „Það er grafaralvarlegt mál að einhverjir geti sent einhver skilaboð sem kerfið tekur mark á og enginn er ábyrgur.“ Starfsmenn skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar Töldu upplýsingarnar koma frá starfshópi OR VÍSITALA lyfjaverðs hækkaði enn í apríl. Í byrjun maí stóð hún í 102,5 stigum, samanborið við 100,2 stig í byrjun apríl. Hækkun lyfjaverðs nemur 18,2% síðasta ár, samanborið við 5,9% hækkun neysluverðsvísitölu á sama tíma. Vísitalan er miðuð við hlut sjúklinga í lyfjaverði. Halldór Árnason, formaður lyfja- verðsnefndar, segist halda að skýr- ingar sé að leita í lækkun á afslætti apóteka. „Varla er hægt að skýra þessa hækkun alfarið með gengis- breytingum, þar sem þær voru að stórum hluta komnar fram í maí 2001,“ segir hann. Hann segist telja að hækkunin sé tilkomin af þessum tveimur ástæðum; gengisbreyting- um og lækkun á afslætti. „Án þess að vera búinn að skoða það nákvæm- lega myndi ég halda að lægri afslátt- ur vegi þyngra, þar sem gengið hef- ur verið að styrkjast frá áramótum,“ segir hann. Kemur ekki til greina að hækka leyfilega álagningu Um áramótin var gerð reglugerð- arbreyting, sem minnkaði þátttöku ríkisins í kaupum á tilteknum lyfjum. Halldór segir að líklega hafi sú breyting haft eitthvað að segja. „Það er mjög sennilegt. Reyndar er það svo að heilbrigðisráðuneytið hefur smátt og smátt á undanförnum árum verið að minnka hlut Trygginga- stofnunar í lyfjakostnaði. Fram til þessa hefur það leitt til tiltölulega lít- illar hækkunar á lyfjaverði til al- mennings, vegna þess að apótekin hafa tekið lækkunina á sig. Ætla má þó að áhrif reglugerðarbreytingar- innar um síðustu áramót hafi lent á sjúklingum að stærstum hluta,“ seg- ir hann. Í gildi eru sérstakar álagningar- reglur, sem kveða á um hversu há álagning apótekanna má vera á ein- stökum lyfjum. Aðspurður hvort þær reglur minnki ekki svigrúm þeirra til að lækka verð til sjúklinga telur hann ekki svo vera. „Reglurnar gera ráð fyrir ákveðinni prósentu- tölu í álagningu, að viðbættri fastri krónutölu. Bæði prósentan og krónutalan eru háð verði lyfjanna,“ segir Halldór, „þessum reglum var örlítið breytt 1. apríl, en sú breyting á ekki að hafa nein áhrif, þar sem fyrst og fremst var um að ræða dýr- ari lyf og óverulega breytingu,“ segir hann. Að sögn Halldórs kemur ekki til greina að auka svigrúm apóteka til álagningar, en Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju, hefur sagt að reglurnar dragi úr svigrúmi þeirra til að veita afslætti. Þær hafi ekki breyst í takt við verðlag síðustu 4-5 ár og álagning hafi því lækkað um 9-11% á því tímabili. „Með breyt- ingunni um áramótin lækkaði leyfi- leg álagning á dýrustu flokkunum. Við teljum að svigrúm apótekanna sé algjörlega nægjanlegt. Þeir afslættir sem þau hafa verið að veita sýna það,“ segir hann. Hann segist draga í efa útreikn- inga Inga, „vegna þess að álagningin er ekki eingöngu bundin krónutölu, heldur einnig hlutfallslega. Lyfin hafa einnig færst yfir í dýrari flokka; ný lyf eru dýrari en áður og velta lyf- sala hefur vaxið um 10-15% á ári undanfarin ár. Sú veltuaukning eyk- ur svigrúm þeirra verulega. Að okk- ar mati hefur sú veltuaukning fylli- lega vegið upp verðbreytingarnar,“ segir Halldór.                                                Lyfjaverð hækkaði í apríl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.