Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORMAÐUR Sjávarnytja, Jón Gunnarsson, vinnur að því á eigin vegum að hvalbátar í eigu norskrar útgerðar landi afla sínum hér á landi í sumar og að sögn Jóns kem- ur Seyðisfjörður helst til greina sem löndunarhöfn. Aðrar hafnir á Norð- austurlandi eru einnig inni í mynd- inni. Þá hyggst Jón flytja inn 8 tonn af hvalkjöti sem hann kaupir af sömu útgerð og er beðið eftir leyfi frá landbúnaðarráðherra fyrir þeim innflutningi frá Norður-Noregi. Jón segir að Norðmennirnir fari oft á Jan Mayen-svæðið á hvalveið- ar úr íslenska hrefnustofninum og styttra sé að sigla hingað en til Norður-Noregs til að landa aflan- um. „Norðmenn vinna þetta öðruvísi en þegar við stunduðum hvalveiðar. Þeir skera öll dýrin úti á sjó og ganga þar frá aflanum í kæli- geymslum. Síðan er ætlunin að selja þetta hvalkjöt innanlands ef bátarn- ir munu leggja hér að,“ segir Jón. Embætti yfirdýralæknis hefur óskað eftir frekari gögnum frá Jóni varðandi innflutninginn á hvalkjöt- inu. Af þessum 8 tonnum er helm- ingurinn hvalrengi sem ætlunin er að súrsa. Gögnin sem beðið er eftir eru hefðbundin upprunavottorð norskra yfirvalda og heilbrigðisvott- orð um að kjötið sé laust við salmon- ellu og aðrar sýkingar. Jón vonast til að þessi vottorð komi frá Noregi í næstu viku. Að því loknu eigi gatan að vera greið. Jón segist vera búinn að tryggja kaupendur að hvalkjöt- inu og til standi að selja það í kjöt- borðum matvöruverslana. „Ég sé ekkert sem ætti að banna þennan innflutning. Þetta yrðu fyrstu alþjóðlegu viðskiptin hér með hvalafurðir síðan árið 1989. Ég vil sýna fram á að ekkert vandamál sé að eiga þessi viðskipti ef afurðir og markaðir eru fyrir hendi,“ segir Jón Gunnarsson. Áformað að norskir hvalbátar landi hér í sumar UMTALSVERT tjón varð í Kornhlöðunni í Sundahöfn eftir að eldur kom þar upp í gær- morgun. Það var starfsfólk, sem mætti til vinnu um hálf níu leytið sem varð eldsins vart. Að sögn Friðriks Þorsteins- sonar, varðstjórans sem stjórn- aði aðgerðum á staðnum, kom eldurinn upp í raflögnum á fjórðu hæð í hlöðuturninum og var býsna áhættusamt að eiga við eldinn sem var ekki mikill en hins vegar lagði mikinn reyk frá lögnunum. „Við þurft- um að fara þarna upp þrönga stiga og þetta er í um 40 metra hæð inni í Kornhlöðunni. Við þetta vorum við að fást í allt að þrjá tíma en höfðum tök á þessu allan tímann enda kom- umst við strax að eldinum.“ Sömuleiðis segir Friðrik að erf- itt hafi verið að reykræsta eftir að ráðið hafði verið niðurlögum eldsins. Hann segir að unnið hafi verið í lögnunum deginum áður og beinist grunur að því að eitt- hvað hafi farið úrskeiðis við þá vinnu. Töluverður eldsmatur var í kornsalla sem lá yfir öllu í hlöðunni en það tókst að forða því að hann tæki eld. Umtalsvert tjón varð í eld- inum, bæði í raflögnunum og sömuleiðis í tæknibúnaði sem að sögn Friðriks fór meira og minna úrskeiðis. Fólk var ekki í hættu. „Aðalhættan var gagn- vart okkar eigin mönnum sem voru að starfa við erfiðar að- stæður,“ segir hann en 10–12 manns frá tveimur stöðvum voru á vettvangi. Talsvert tjón í eldi í Korn- hlöðunni ÞAÐ er engu líkara en hópur smá- vaxinna reiðmanna sé þarna á ferð á húsþaki einu í Salahverfi í Kópa- vogi. Gætu menn haldið að þarna sé flokkur álfa og huldufólks í einum af sínum margfrægu útreiðartúrum þótt lítið hafi heyrst af ágæti hús- þaka sem reiðstíga. Ef betur er að gætt sést þó að fákarnir og knapar þeirra eru staddir í brekku fyrir ofan húsið en ekki á þaki þess. Var þarna á ferð um 40 manna hópur kjósenda frá Vatnsenda sem kom ríðandi til kjörstaðar í Salaskóla í gær og vildi með þessu minna tilvonandi bæj- arfulltrúa á að á Vatnsenda búi ekki einungis fólk heldur líka hross. Hvort álfar eigi sér einnig bústað á Vatnsenda skal hins vegar ósagt látið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Álfareið á hús- þaki? TVEIR voru fluttir á sjúkrahús eftir að stórum sportbíl var ek- ið aftan á kyrrstæða bifreið á Víkurvegi í Grindavík um eitt- leytið í fyrrinótt. Ökumaður sportbílsins var grunaður um ölvun við akstur. Þeir sem slösuðust voru í kyrrstæða bílnum en voru ekki taldir alvarlega meiddir og fengu að fara heim að lokinni skoðun. Ölvaður ók á kyrrstæða bifreið ÞRÖSTUR Ólafsson, stjórnarfor- maður Máls og menningar-Heims- kringlu hf., fagnar því að Björgúlfur Guðmundsson sé orðinn meirihluta- eigandi í Eddu-miðlun og útgáfu hf.. Hinn helsti eigandi fyrirtækisins er Mál og menning-Heimskringla. „Ég fagnaði því mjög þegar í ljós kom að Björgúlfur hafði áhuga á því að koma þarna inn,“ segir Þröstur. Mál og menning-Heimskringla eignaðist meirihluta í Eddu – miðlun og út- gáfu í desember sl. eða 56% hlut, eftir hlutafjáraukningu í félaginu. Þröstur segir að Mál og menning hafi þó aldrei stefnt að því að eiga meirihluta í Eddu nema í skamman tíma. „Þegar Mál og menning eign- aðist meirihluta í Eddu lýsti ég því yfir að það væri ekki markmið okk- ar að eiga meirihluta í félaginu held- ur töldum við okkur þurfa að eign- ast meirihlutann tímabundið til að bregðast við þeim fjárhagserfiðleik- um sem þurfti að leysa.“ Aðspurður segir Þröstur að það sé því ekki mikil eftirsjá að meirihlutanum í Eddu. Þáttaskil Þröstur segir að það séu þó að sjálfsögðu þáttaskil fyrir Mál og menningu-Heimskringlu að eiga ekki lengur meirihluta eða helming í Eddu. Með kaupum Björgúlfs á meirihlutanum í Eddu sé Mál og menning-Heimskringla ekki lengur aðalrekstraraðili Eddu. „Við erum nú í minnihluta og berum þar með ekki sömu ábyrgð á rekstrinum þótt við berum að sjálfsögðu áfram ábyrgð á fyrirtækinu sem eigandi að félaginu.“ Spurður að því hvort Mál og menning-Heimskringla ætli að hasla sér völl með einhverjum öðr- um hætti í framtíðinni eftir þessi umskipti segir Þröstur að engin áform séu uppi um það enn sem komið sé. „Það er hvorki búið að kynna þessa breytingu í stjórn Máls og menningar né í félagsráði. Við eigum því eftir að átta okkur betur á þessari niðurstöðu. Framhaldið verður bara að koma í ljós.“ Að- spurður hvort einhver óánægja sé með þessa nýju útkomu meðal þeirra sem koma að Máli og menn- ingu-Heimskringlu segist Þröstur ekki hafa orðið var við það. „Við vorum að leita að fjárfesti sem vildi eignast stóran og afgerandi hlut í félaginu og koma inn með fé sem fé- lagið þurfti nauðsynlega á að halda. Við sem að þessu höfum staðið höf- um fagnað þessari niðurstöðu enda gerðum við allt sem í okkar valdi stóð til þess að af þessu gæti orðið.“ Þröstur bætti því við að ef um óánægjuraddir væri að ræða væru þær fyrir utan þann hóp sem komið hefði að þessu máli. Þröstur Ólafsson, stjórnarformaður Máls og menningar-Heimskringlu Fagnar nýjum eiganda meirihluta í Eddu ÞAÐ er óþarfi að láta garnirnar góla í hita kosninganna, hvaða flokk sem maður kann að styðja. Þetta veit Gunnar Gunnarsson, bakari í Suðurveri, sem hér heldur á sérútbúnum kosningatertum sem hann bakaði í tilefni dagsins í gær. Líklega hafa terturnar atarna runnið ljúflega ofan í kverkar solt- inna kjósenda í borginni, hvort heldur sem þeir hafa greitt R-lista eða D-lista atkvæði sitt. Góðgæti með skoðun Morgunblaðið/Árni Sæberg EIRÍKUR Tómasson, formaður yf- irkjörstjórnar í Reykjavík, sagði um hádegisbil í gær, laugardag, að ekki hefðu orðið nein teljandi vandræði á kjörstöðum vegna þess að umboðs- menn Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík væru inni í kjördeildum til að fylgjast með framkvæmd kosning- anna. „Það hafa sem betur fer ekki orðið nein teljandi vandræði enn sem komið er,“ sagði hann. „Ég veit þó til þess að einstaka kjósendur hafa gert athugasemdir við þetta. Engin alvar- leg ágreiningsmál hafa þó borist.“ Engin teljandi vand- ræði á kjörstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.