Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 33 er mikið umhugsunarefni og um leið sorglegt ef nú hefur verið ákveðið að hverfa aftur til hinna fyrri tíma,“ sagði Ingvar Sverrisson. Þessi grein var send blaðinu án þess að kosn- ingastjórinn hefði fyrir því að kynna sér hvern- ig í málinu lá og byggðist þar að auki á furðu- legum misskilningi á því hvernig opinn umræðuvettvangur á borð við greinasíður Morgunblaðsins virkar. Í athugasemd blaðsins við greinina sagði: „Undanfarna daga hefur mun meira borist blaðinu af greinum frá fram- bjóðendum og stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík en frá frambjóðendum og stuðningsmönnum Reykjavíkurlistans. Þegar greinum var raðað í laugardagsblað lágu fyrir tvær greinar frá stuðningsmönnum R-lista en á annan tug frá stuðningsmönnum D-lista. Önnur greinin frá stuðningsmönnum R-lista þurfti að bíða birtingar fram yfir helgi vegna þess að greininni fylgdi ekki mynd og ekki var búið að útvega mynd af greinarhöfundi. Morgunblaðið gætir fyllsta jafnræðis í birt- ingu aðsendra greina, en það þýðir ekki að það seinki birtingu greina frá D-lista ef fáar greinar berast frá stuðningsmönnum R-lista eða öfugt. Það væri í ósamræmi við þá stefnu blaðsins að vera opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti. Þvert á móti fá báðir sömu þjónustu. Morgunblaðið getur heldur ekki sagt grein- arhöfundum fyrir verkum um val á umfjöll- unarefni eða stungið undir stól greinum, sem fjalla um tiltekin málefni í kosningabaráttunni. Engin breyting hefur orðið á þeirri stefnu blaðsins að taka ekki pólitíska afstöðu í frétta- skrifum eða í birtingu aðsendra greina og það er fráleitt af kosningastjóra Reykjavíkurlistans að gefa annað í skyn.“ Að fengnum þessum svörum heyrðist ekki meira af þessari gagnrýni kosningaskrifstofu Reykjavíkurlistans. Hins vegar jókst framboðið af greinum frá frambjóðendum og stuðnings- mönnum R-listans snarlega. Kosninga- greinaflóðið Þar er svo komið að einum helsta vandan- um, sem snýr að þeim opna umræðu- vettvangi, sem Morgunblaðið býður upp á, ekki síst í aðdraganda kosninga. Greinaskrif fram- bjóðenda og stuðningsmanna þeirra eru a.m.k. að hluta til þaulskipulögð. Ekki virðist alltaf lögð mest áhersla á efnisinnihaldið, heldur fyrst og fremst að nógu margar greinar eftir stuðn- ingsmenn viðkomandi framboðs séu í blaðinu dag hvern. Auðvitað má ekki setja alla undir sama hatt í þessu efni. Greinar efstu manna á framboðslistunum eru t.d. oft efnismiklar og með nýjum upplýsingum. Með þeim fara fram raunveruleg skoðanaskipti á milli framboðs- lista. Hins vegar er alltof algengt að greinar stuðningsmanna séu fullar af margtuggnum klisjum og bæti engu við umræðuna. Á síðustu dögum kosningabaráttunnar varð alveg ljóst að fjöldi þessara greina var kominn út í algerar öfgar, eins og varla hefur farið framhjá lesendum. Blaðið heldur fast við þá stefnu að hafna ekki birtingu kosningagreina, svo lengi sem almenns velsæmis er gætt, en varð að auka mjög pláss undir aðsendar grein- ar. Lausleg talning leiðir í ljós að í þessari síð- ustu viku kosningabaráttunnar birtust á fimm dögum 269 aðsendar greinar tengdar kosning- unum á samtals um 79 blaðsíðum. Til fróðleiks má geta þess að af þessum greinum voru 50 skrifaðar til stuðnings Reykjavíkurlistanum og 52 til stuðnings Sjálfstæðisflokknum í Reykja- vík. Samanlagt eru þetta um 154 dálkmetrar í blaðinu. Og þetta er fyrir utan aðsend bréf til blaðsins og Velvakandapistla, sem tengjast kosningunum. Menn hljóta að spyrja sig hvort það þjóni einhverjum tilgangi fyrir framboðin að skrifa þetta gríðarlega textamagn. Það er t.d. ekki sennilegt að margir hafi ráðið við að lesa allt aukablað Morgunblaðsins á föstudag, þar sem birtar voru 115 kosningagreinar á 32 síðum og raunar líklegt að það bitastæða, sem flaut með, hafi týnst í öllum þessum orðaflaumi. Stjórn- málaflokkarnir hljóta að velta því vandlega fyr- ir sér fyrir næstu kosningar hvort önnur vinnu- brögð séu ekki vænlegri til árangurs, vilji menn koma boðskap sínum til skila til kjósenda í að- sendum greinum. Kosningabar- áttan og auglýsingarnar Hin leiðin, sem fram- boðin eiga beint og milliliðalaust að kjós- endum, er í gegnum auglýsingar. Öndvert við aðsendar greinar þurfa framboðin vitaskuld að greiða fyrir aug- lýsingarnar, en á móti kemur að þar hefur aug- lýsandinn fulla stjórn á framsetningu boðskap- arins bæði í orðum og myndum og staðsetningu í viðkomandi fjölmiðli. Auglýsingar framboð- anna í Reykjavík hafa verið mest áberandi í að- draganda kosninganna nú. Sjálfstæðisflokkur- inn fór fyrr af stað en Reykjavíkurlistinn og hefur verið mun ötulli við að koma boðskap sín- um á framfæri í auglýsingum. Eftir því sem lið- ið hefur á kosningabaráttuna hefur R-listinn þó gert sér far um að svara D-listanum um hæl og hafa auglýsingarnar því að nokkru leyti verið eins og kappræða. Til vitnis um hið mikla auglýsingaflóð fyrir kosningarnar má nefna að í dag, laugardag, hefur Sjálfstæðisflokkurinn keypt auglýsingar á samtals 34,65 blaðsíðum eða 67,5 dálkmetra í blaðinu. Fyrsta auglýsingin birtist í lok mars og sú síðasta á kjördag. Auglýsingaherferðin fór rólega af stað, en náði hámarki á lokasprett- inum. Frá sunnudegi til laugardags birtust aug- lýsingar flokksins á 14,09 síðum og náðu því yf- ir 27,4 dálkmetra. Reykjavíkurlistinn hefur farið hægar í sak- irnar í auglýsingamálum á síðum Morgunblaðs- ins. Í kosningabaráttunni nú birti R-listinn aug- lýsingar samanlagt á 22,43 síðum eða 43,7 dálkmetrum frá því sú fyrsta birtist 13. apríl og fram á kjördag. Á sama tímabili birtust auglýs- ingar D-lista á 31,09 blaðsíðum og námu 60,6 dálkmetrum. Auglýsingaherferð R-listans í blaðinu hófst fyrir alvöru síðustu vikuna fyrir kosningar og frá sunnudegi til laugardags birt- ist rétt tæpur helmingur þeirra auglýsinga, sem framboðið birti í blaðinu, eða samtals ell- efu síður, sem samsvarar 21,4 dálkmetrum. Á lokasprettinum var því mun meira jafnræði með stóru framboðunum í Reykjavík, hvað aug- lýsingar í Morgunblaðinu snertir, en hafði verið vikurnar á undan. Í kosningunum 1998 var mun minni munur á framboðunum en nú. Þá birtust auglýsingar frá Sjálfstæðisflokknum samanlagt á 18,45 blaðsíð- um, sem er um þriðjungi minna en í síðustu vikunni fyrir kosningarnar nú einni saman. Fyrir fjórum árum birti R-listinn auglýsingar samanlagt á 15,2 blaðsíðum. Í þessum útreikningum eru vitaskuld ótaldar auglýsingar í öðrum fjölmiðlum, enda hefur Morgunblaðið ekki upplýsingar handbærar um birtingar annars staðar. Því er erfitt að segja til um það með vissu hvort áherslur og tíðni birtinga hafi verið með sama hætti í öllum fjöl- miðlum, þótt það sé sennilegt. Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmál- um hamra iðulega á mætti auglýsinganna rétt eins og hægt sé að tryggja niðurstöðu í kosn- ingum bara með því að auglýsa nógu mikið. Í Bandaríkjunum er því haldið fram að eigi að veðja á sigurvegara sé einfaldast að reikna út hver hafi mest fé á milli handanna til að leggja í kosningabaráttuna. Vitaskuld er ekki hægt að afskrifa þátt peninganna og áhrif auglýsing- anna í kosningabaráttu. Ef hins vegar auglýs- ingar einar og sér væru það eina, sem máli skipti til að sigra í kosningum, mætti ætla að skoðanakannanir hefðu sýnt aðra skiptingu á fylgi í Reykjavík en reyndin hefur verið. Ef lit- ið er á þróun fylgis samkvæmt skoðanakönn- unum hefur það verið sveiflukennt, en þó sóttu sjálfstæðismenn á þar til viku fyrir kosningar þegar fór að draga í sundur með framboðunum á ný. Það væri ákveðin gengisfelling á lýðræðinu að segja að auglýsingar réðu úrslitum í kosn- ingum rétt eins og enginn munur væri á því að selja pólitíska stefnu og tannkrem. Málefnin hljóta að vega þungt hvað sem umbúðunum líð- ur og framsetningunni. Án trúverðugs mál- staðar og málefna, sem varða hagsmuni kjós- enda, væri auglýsingin lítils virði. Auglýsingar eru hins vegar leið til þess að vekja athygli á málefnum með mjög afgerandi hætti. Í kosn- ingabaráttunni að þessu sinni tókst Sjálfstæð- isflokknum að setja ákveðin mál á oddinn og stjórna að miklu leyti umræðunni í kosninga- baráttunni. R-listinn var iðulega í því hlutverki að bregðast við, svara og taka afstöðu til þeirra mála, sem D-listinn lagði áherslu á, í stað þess að hrifsa frumkvæðið í umræðunni. Í kjörklefanum þagna auglýsingarnar og málflutningur frambjóðendanna hljóðnar. Þá er það kjósandans að vinna úr öllum þeim upplýs- ingum og fullyrðingum, sem á honum hafa dun- ið undanfarnar vikur, og gera upp hug sinn. Niðurstaðan liggur fyrir þegar talið er upp úr kjörkössunum. Morgunblaðið/Þorkell Snæfellsjökull. „Þeir, sem fara með völdin á hverjum tíma, hvort heldur er í ríkisstjórn eða borgarstjórn, eru alltaf meira til um- fjöllunar í fjöl- miðlum en stjórn- arandstaðan, hvort sem þeir eru að baða sig í ánægju al- mennings með nýtt og glæsilegt mann- virki eða svara fyrir mál, þar sem gerð hafa verið mistök eða komið hefur fram óánægja hjá almenningi.“ Laugardagur 25. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.