Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 26. MAÍ 2002 TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 ferðalögSagnadagar í ReykholtibílarHraðskreiður flutningabíllbörnMexíkóbíóCannes Kronos-kvartettinn Safna tónlistarlegri upplifun múm gefur út nýja plötu og heldur í hljóm leikaferðalag. Sunnudagur 26.maí 2002 Síðustu dagarnir fyrir kosningar voru anna- samir hjá oddvitum stærstu framboðanna í Reykjavík. Í nokkra daga fylgdust ljósmyndarar Morgunblaðsins með ferðum Björns Bjarnason- ar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um borgina, þar sem þau heimsóttu vinnustaði, sóttu hvers- kyns fundi og kynntu stefnumál sín.  14–15 / 16–17 Í framboði Frambjóðendur í Morgunblaðinu Á vinnustaðafundi las starfsmaður greinarnar í blaðinu og spurði svo frambjóðandann spjörunum úr Prentsmiðja Morgunblaðsins BTíu mál til Barnahúss í hverjum mánuði 10 Fyrstu skrefin til að losna við fordóma 25 Tónlistin ofar eigin snilld 16 JÓHANNES Páll páfi heimsótti í gær klaustur heilags Jóhannesar af Rila í Búlgaríu og fór lofsam- legum orðum um klaustur rétt- trúnaðarkirkjunnar, lýsti þeim sem „mikilli gjöf“ til allra krist- inna manna í heiminum. „Hvað hefði Búlgaría gert án klausturs- ins í Rila sem á myrkustu tím- unum í sögu landsins hélt ljósi trúarinnar logandi?“ Páfi er í fjögurra daga heim- sókn í Búlgaríu og er hún liður í viðleitni hans til að bæta sam- skipti kaþólsku kirkjunnar og rétttrúnaðarkirkjunnar í Austur- Evrópu. Páfi fylgist hér með búlgörsk- um dönsurum í Þjóðmenning- arhöllinni í Sofíu. Reuters Klaustur rétttrúnaðar- kirkjunnar vegsömuð FARÞEGAÞOTA af gerðinni Boeing 747-200 í eigu taívanska flugfélagsins China Airlines hrapaði í sjóinn undan strönd Taívans í gær. 225 manns voru í þotunni og ekki var vitað hvort ein- hverjir þeirra hefðu komist lífs af. Taívanskir fjölmiðlar sögðu að björgunarmenn hefðu fundið meira en hundrað lík í sjónum. Forsætisráð- herra Taívans, Yu Shyikun, staðfesti að þotan hefði hrapað í sjóinn nálægt eyjunni Penghu, um 50 km vestan við Taívan. „Björgunarmenn hafa fundið nokkur björgunarvesti um 25 sjómíl- ur norðaustan við Penghu,“ sagði hann. Ekki vitað um orsök slyssins Sex þyrlur og tíu her- og varðskip voru á svæðinu til að leita að fólki sem kann að hafa lifað slysið af. Enginn hafði fundist á lífi í gær, að sögn sam- gönguráðherra Taívans. Hann sagði að ekki væri vitað hvað olli slysinu og veðrið hefði verið gott á þessum slóð- um. Þotan hvarf af ratsjárskjám klukk- an 3.28 að staðartíma, 7.28 að íslensk- um, 50 mínútum eftir flugtak frá Tai- pei. Þotan sendi ekki frá sér neyðarkall. Þotan var á leiðinni til Hong Kong með 206 farþega og 19 voru í áhöfn- inni. 190 farþeganna voru frá Taívan, 14 frá Hong Kong og Macau, einn frá Singapúr og einn frá Evrópu. Ekki var greint frá þjóðerni Evrópubúans. Smíðuð fyrir 22 árum Þotan var smíðuð 1979 og sú síð- asta af gerðinni Boeing 747-200 í flug- flota China Airlines, stærsta flug- félags Taívans. Níu flugslys, sem leitt hafa til dauða, hafa orðið í sögu China Airlines frá 1970. Mannskæðasta slysið fram að þessu varð þegar þota flugfélagsins af gerðinni Airbus 300- 600 flaug á hús þegar hún reyndi að lenda á flugvellinum í Taipei í febrúar 1998. 202 fórust og var það mann- skæðasta flugslys í sögu Taívans. China Airlines var álitið eitt af hættulegustu flugfélögum heims á síðasta áratug en hefur lagt meiri áherslu á öryggi flugvéla sinna á síð- ustu árum. Taívönsk þota hrapar í sjóinn með 225 manns Taipei. AFP, AP. PAKISTANAR skutu eldflaug, sem getur borið kjarnaodd, í tilrauna- skyni í gær og sögðu að þótt þeir vildu ekki stríð vegna deilunnar við Indverja um Kasmír væru þeir undir það búnir að verja sig. „Við viljum frið en hræðumst ekki stríð. Við erum undir það búnir að heyja stríð,“ sagði Pervez Mushar- raf, forseti Pakistans, eftir að her landsins hóf kjarnorkutilraunir sem á að ljúka á þriðjudag. Skotið var eldflaug sem dregur 1.500–2.000 km. Musharraf sagði að eldflaugin hefði hæft skotmarkið ná- kvæmlega. „Við getum verið stolt af þessu afreki.“ Her Pakistans sagði í yfirlýsingu að markmiðið með eldflaugatilraun- unum væri að sýna að Pakistanar væru „staðráðnir í að verja sig, efla varnir sínar og tryggja hernaðarlegt jafnvægi í þessum heimshluta“. Þetta eru fyrstu eldflaugatilraunir Pakistana frá því í apríl 1999. Ind- verjar og Pakistanar segjast ráða yf- ir kjarnavopnum en ekki er vitað hversu mörg þau eru. Leiðtogunum boðið á friðarfund Vladímír Pútín Rússlandsforseti skýrði frá því í gær að leiðtogum Indlands og Pakistans hefði verið boðið að hefja viðræður í Kasakstan í byrjun júní til að reyna að afstýra því að átökin í Kasmír hörðnuðu og leiddu til styrjaldar. George W. Bush Bandaríkjafor- seti, sem var í heimsókn í Rússlandi, kvaðst telja að Pervez Musharraf og Atal Behari Vajpayee, forsætisráð- herra Indlands, myndu báðir sitja fundinn. Pakistan- ar hefja eldflauga- tilraunir Íslamabad, Moskvu. AP, AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.