Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 26. maí 1992: „Frá alda öðli hefur söfnunarhneigðin fylgt manninum; viljinn til að varð- veita minjar og vitneskju um liðna tíð; vitneskju um þróun mannkynsins og samfélags- ins. Söfn af ýmsum gerðum, sem geyma margs konar menningarleg verðmæti og minjar um fyrri tíma lífs- og atvinnuhætti, hafa lengi verið eins konar gluggi líðandi stundar til fortíðar; til menn- ingar, lista og lífshátta lið- innar tíðar þar sem rætur samtímans liggja.“ 26. maí 1982: „Fyrir fjór- um árum vann Alþýðuflokk- urinn glæsilegan sigur og þá gengu ýmsir forystumenn hans fram fyrir skjöldu og lýstu því yfir, að nýtt tímabil væri hafið í stjórnmálalífinu á Íslandi, hinn nýi tími myndi meðal annars hafa það í för með sér, að gengið yrði af Sjálfstæðisflokknum dauð- um. Líklega er það fyrir áhrif frá þessum ótímabæru yf- irlýsingum, sem Sigurður E. Guðmundsson lét eins og hann væri að greiða Sjálf- stæðisflokknum náðarhöggið í kosningabaráttunni í Reykjavík. Hann sagðist vera að verja lýðræðið gegn „lýð- ræðisfjandsamlegum alræð- issinnum“ Sjálfstæðisflokks- ins – næðu sjálfstæðismenn meirihluta að nýju. Jafnaðist sá atburður á við innrás Var- sjárbandalagslandanna í Prag 1968 að mati Sigurðar E. Guðmundssonar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. K OSNINGABARÁTTA fer fram í fjölmiðlum að tals- verðu leyti og e.t.v. í meiri mæli en áður, a.m.k. hvað varðar aug- lýsingar framboðslist- anna. Í sveitarstjórnar- kosningunum, sem standa enn þegar sunnudagsblað Morgunblaðsins kemur úr prentun, á þetta a.m.k. áreiðanlega við um baráttuna fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í Reykjavík. Í smærri sveitarfélögum er líklega enn möguleiki á því fyrir flokkana að vera meira og minna í beinum samskiptum við meginhluta kjósenda. Í borgarsamfélagi eins og Reykjavík verða framboðin hins vegar að hluta til að treysta á fjölmiðla til að koma stefnu- málum sínum á framfæri við almenning. Kosningabaráttan hefur þannig skipað stóran sess á síðum Morgunblaðsins undanfarnar vik- ur. Í fyrsta lagi er þar um að ræða umfjöllun ritstjórnar blaðsins um baráttuna í fréttum og greinum. Í öðru lagi eru greinar, sem frambjóð- endur eða stuðningsmenn framboðslistanna skrifa í blaðið. Í þriðja lagi eru svo auglýsingar, sem framboðin kaupa í blaðinu. Hlutlægni í fréttaflutningi Fyrir hverjar kosn- ingar undanfarinn hálfan annan áratug eða svo hafa komið fram staðhæfingar um að Morgunblaðið gæti ekki hlutlægni í fréttaflutningi af kosningabar- áttunni. Framan af komu þessar fullyrðingar fyrst og fremst frá vinstrimönnum, en á seinni árum hafa þær jafnframt heyrst frá sjálfstæð- ismönnum. Þessar fullyrðingar eru oft settar fram í hita leiksins, en þegar betur er að gáð eiga báðir aðilar jafnerfitt með að finna hald- bær rök fyrir því að eitthvað annað en fagleg sjónarmið ráði í fréttaflutningi blaðsins. Auðvit- að ber á það að líta að það er fréttamat rit- stjórnar Morgunblaðsins, sem ræður því hvaða atriði af t.d. kosningafundi eða úr umræðum í borgarstjórn fá mest vægi í blaðinu. Það eru ekki alltaf þau atriði, sem viðkomandi stjórn- málamaður hefði viljað leggja mesta áherslu á. En það er engin leið að halda því fram að með fréttamati sínu eða fréttaflutningi hafi Morg- unblaðið t.d. dregið taum annars hvors stóra framboðsins í borgarstjórnarkosningunum, Reykjavíkurlistans eða Sjálfstæðisflokksins. Raunar hafa leiðtogar beggja framboða fengið tækifæri til að leggja áherslu á meginatriðin í stefnu sinni í ýtarlegum viðtölum í blaðinu, auk þess sem stefnuskrá beggja framboðslista var birt í heild á síðum Morgunblaðsins. Frambjóðendur og stuðningsmenn Reykja- víkurlistans hafa á stundum haldið því fram í kosningabaráttunni að Morgunblaðið væri að elta forystumenn framboðsins með óþægilegum spurningum um mál, sem engu skiptu í kosn- ingabaráttunni. Slíku var til dæmis haldið fram varðandi málefni fyrirhugaðrar líkamsræktar- stöðvar við Laugardalslaug. Þar var spurt mjög eðlilegra spurninga um það verklag, sem hefði verið viðhaft af hálfu borgaryfirvalda við að út- hluta dýrri lóð á eftirsóttum stað og hvernig hefði verið komið fram gagnvart fyrirtækjum, sem sóttust eftir henni. Lesendur Morgun- blaðsins, skattgreiðendur í Reykjavík, áttu að sjálfsögðu fullan rétt á þeim upplýsingum. Hins vegar urðu fréttirnar fleiri en búast hefði mátt við, vegna þess að einatt vakti málflutningur borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans í málinu nýj- ar spurningar, sem eðlilegt þótti að leita svara við. Fleiri dæmi af þessu tagi komu upp í kosn- ingabaráttunni; um mál, sem borgarfulltrúum meirihlutans þótti óþægilegt að þurfa að svara fyrir og þeir skildu ekki hvers vegna væru að koma upp nú. Í sumum tilfellum var auðvitað um það að ræða að Morgunblaðið fékk ábend- ingar frá einstaklingum, sem töldu að á þá hefði verið hallað í samskiptum við borgina og kann- aði þá hvernig í þeim málum lægi. Sem dæmi má nefna söguna af samskiptum foreldra leik- skólabarns við borgarkerfið, en það tók hjónin meira en tvö ár að fá leiðréttingu sinna mála. Að sjálfsögðu eru mál af þessu tagi fréttnæm og eðlilega er leitað til þeirra, sem borið hafa pólitíska ábyrgð á þeim, um svör og skýringar. Myndi það ekki fremur teljast gagnrýni vert ef blaðið lægi á upplýsingum um slík mál fram yf- ir kosningar? Af hálfu stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins hefur verið gagnrýnt að Reykjavíkurlistinn fengi alltof mikið rými í fréttum blaðsins og hafa menn þeirri gagnrýni til stuðnings vitnað í samantektir um það hversu margar fréttir hafi birst í blaðinu, þar sem fjallað er um frambjóð- endur R-listans annars vegar og frambjóðend- ur D-listans hins vegar. Aukinheldur hefur ver- ið vitnað til vísindalegrar talningar á myndum af borgarstjóranum í blaðinu. Nú er það svo að Morgunblaðið hefur gætt þess mjög að í fréttaflutningi af kosningafund- um, vinnustaðaheimsóknum og öðrum viðburð- um í kosningabaráttunni sé fyllsta jafnræðis gætt á milli stóru framboðanna, jafnframt í myndbirtingum frá atburðum sem tengjast kosningabaráttunni beint. Aftur á móti verður ekki litið framhjá því að Reykjavíkurlistinn er við völd í borginni og það þýðir óhjákvæmilega að fleiri fréttir birtast þar sem forystumenn hans koma við sögu. Annars vegar eru t.d. fréttir af skóflustungum, hornsteinalagningum og borðaklippingum, sem alltaf eru tíðar rétt fyrir kosningar, sama hver situr við völd. At- burðir af þessu tagi eru að sjálfsögðu frétt- næmir. Hin hliðin á málinu er sú að rétt fyrir kosningar koma ævinlega upp mál, sem eru erf- ið viðfangs fyrir valdhafana og þeir þurfa að svara fyrir. Þeir, sem fara með völdin á hverjum tíma, hvort heldur er í ríkisstjórn eða borgarstjórn, eru alltaf meira til umfjöllunar í fjölmiðlum en stjórnarandstaðan, hvort sem þeir eru að baða sig í ánægju almennings með nýtt og glæsilegt mannvirki eða svara fyrir mál, þar sem gerð hafa verið mistök eða komið hefur fram óánægja hjá almenningi. Einföld leit í gagna- safni Morgunblaðsins leiðir í ljós að tíðni frétta, þar sem nöfn einstakra stjórnmálamanna koma fyrir, fer algerlega eftir því hvort viðkomandi er í stjórn eða stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Þótt fréttaflutningur Morgunblaðsins af kosningabaráttunni hafi þannig eingöngu byggst á eðlilegu fréttamati og faglegum sjón- armiðum heldur blaðið áfram að lýsa í ritstjórn- argreinum afstöðu sinni til manna og málefna og hefur gert það í kosningabaráttunni. Hins vegar tekur blaðið afstöðu til hvers máls fyrir sig og hefur ekki, frekar en í undanförnum sveitarstjórnar- og þingkosningum, lýst stuðn- ingi við neinn stjórnmálaflokk. Opinn vett- vangur fyrir skoðanaskipti Morgunblaðið er löngu orðið opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti þeirra, sem láta sig þjóðmál- in einhverju varða, hvar í flokki sem þeir standa. Með því að dag- blöðum hefur á undanförnum árum fækkað, ber blaðið enn meiri ábyrgð en fyrr á því að gera þar öllum jafnhátt undir höfði. Í aðsendum greinum geta frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra komið stefnu sinni og boðskap á fram- færi við kjósendur milliliðalaust og dregið fram þau atriði, sem þeir sjálfir kjósa. Morgun- blaðinu berst gífurlegur fjöldi aðsendra greina af öllu tagi og þar sem pláss í blaðinu er eðli- lega takmarkað þurfa greinarhöfundar stund- um að bíða dögum saman eftir birtingu, stund- um jafnvel vikum saman. Blaðið hefur hins vegar á undanförnum vikum lagt mikla áherslu á að þeir, sem skrifa greinar tengdar kosninga- baráttunni, fái góða þjónustu og skjóta birt- ingu, helst innan nokkurra daga frá því að greinin berst blaðinu. Reyndar brá svo sérkennilega við að í þessari kosningabaráttu komu í fyrsta sinn um árabil fram ásakanir um að Morgunblaðið mismunaði fólki eftir stjórnmálaskoðunum við birtingu að- sendra greina. Ingvar Sverrisson, kosninga- stjóri Reykjavíkurlistans, hélt því fram í grein sem birtist hér í blaðinu sunnudaginn 5. maí sl. að ritstjórn Morgunblaðsins hefði með „vali“ sínu á greinum orðið til þess að í blaðinu dag- inn áður birtust sex greinar eftir nafnkunna sjálfstæðismenn, en aðeins ein grein, þar sem mál voru reifuð út frá sjónarhóli Reykjavík- urlistans. Jafnframt gagnrýndi Ingvar að af þessum sex greinum sjálfstæðismanna hefðu fimm fjallað um fjármál Reykjavíkurborgar, þótt komið hefði fram í skoðanakönnun að kjós- endur settu önnur mál á oddinn, til að mynda skóla- og leikskólamál og skipulagsþróun borg- arinnar. „Morgunblaðið er gríðarlega öflugur fjölmið- ill og því hljótum við að gera til hans ríkar kröf- ur um fagmennsku og óhlutdrægni, ekki síst í aðdraganda kosninga. Hér fyrr á árum þótti ekkert tiltökumál þótt Morgunblaðið beinlínis gengi erinda Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og í sveitarstjórnarmálum, en á seinni árum hefur það markað pólitískri afstöðu bás í leið- urum og öðrum ritstjórnargreinum. Þessi þró- un hefur verið í takt við kröfur tímans og hefur styrkt mjög stöðu blaðsins sem fjölmiðils. Það VERÐSKULDAÐAR VIÐURKENNINGAR Þau tíðindi sem bárust fráBandaríkjunum á föstudag, umað íslenski dansarinn, danshöf- undurinn og listræni stjórnandinn, Helgi Tómasson, hefði verið sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Juilliard- listaháskólann í New York, koma ekki á óvart. Helgi hefur á rúmlega fjög- urra áratuga dansferli sínum í Banda- ríkjunum skapað sér sess sem einn mesti og mikilvirkasti listamaður á sviði listdans þar vestra. Íslendingar þekkja Helga öðru fremur fyrir það seinni tíma afrek hans að koma San Fransisco ballett- flokknum í fremstu röð bandarískra dansflokka á örfáum árum. Hann gjörbreytti þar með ímynd elsta ball- ettflokks Bandaríkjanna sem um ára- bil hafði verið lítið áberandi og ekki talinn líklegur til stórræða á sviði danslistarinnar. Það er líklega óhætt að segja að Ís- lendingar hafi á sínum tíma ekki skynjað með jafn sterkum hætti hlut- verk Helga og mikilvægi hans sem eins fremsta karldansara Bandaríkj- anna. Joseph W. Polisi, rektor Juill- iard-háskólans minnti hins vegar á það hlutverk Helga þegar hann sæmdi hann heiðursdoktorsnafnbót- inni á föstudag: „Sem einn örfárra dansara er sköruðu fram úr bæði í ballettum Jeromes Robbins og Georges Balanchines varðst þú þess heiðurs aðnjótandi að báðir sköpuðu dansverk sérstaklega fyrir þig. Fág- un hreyfinga þinna og útfærsla þeirra, tvinnuð saman við meðfædda sköpunargáfu og tæran stíl, komu þér á stall sem einum stórkostlegasta listamanni þinnar kynslóðar. Og það er einmitt fyrir tilstuðlan þessara list- rænu gilda, og staðfestu þinnar við að virða þau, sem ferill þinn sem stjórn- anda og danshöfundar hefur einnig verið jafn fullkominn og raun ber vitni,“ sagði Polisi. Þótt fréttaflutningur af fádæma góðri frammistöðu Helga sem dans- ara á sjöunda og áttunda áratug síð- ustu aldar hafi ekki borist okkur Ís- lendingum jafn skjótt og oft og tilefni gaf til, barst hann almenningi í Bandaríkjunum fljótt og örugglega. Ein manneskja hefur öðrum fremur átt sérstakan þátt í að koma frammi- stöðu hans til skila til almennings. Framlag hennar fékkst viðurkennt í vikunni þegar Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands sæmdi hana ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Anna Kisselgoff, aðaldansgagnrýn- andi stórblaðsins The New York Tim- es hefur fylgst með dansferli Helga Tómassonar í Bandaríkjunum nánast frá upphafi og telur hann einn fjög- urra bestu karldansara 20. aldarinn- ar. Í samtali við Morgunblaðið fyrir tveimur árum sagði Anna frá því þeg- ar hún sá Helga dansa fyrst í New York árið 1964: „Ég tók strax eftir honum í hópi dansaranna. Hreyfingar hans voru svo stílhreinar og sterkar að hann gat ekki farið fram hjá mér.“ Upp frá þessu fylgdist hún grannt með frammistöðu þessa unga Íslend- ings sem hlotið hafði þjálfun í Kaup- mannahöfn og „dansaði ávallt af ör- yggi og fullkomnun,“ eins og hún orðar það sjálf. Forseti Íslands þakkaði Önnu Kiss- elgoff fyrir framlag hennar til ís- lenskrar danslistar við orðuveit- inguna, en framlag hennar við að koma frammistöðu Helga til skila til almennings verður seint ofmetið. Auk þess er velgengni Helga ómetanleg hvatning til íslenskra listamanna sem hafa hug á að feta sömu braut. Forset- inn fór fögrum orðum um frammi- stöðu Helga og sagðist meðal annars telja að hann væri, ásamt Halldóri Laxness, mesti listamaður sem Ísland hefði fætt af sér á tuttugustu öldinni. Þetta eru stór orð, eins og forsetinn benti sjálfur á, en engu að síður er ánægjulegt að heyra forseta lýðveld- isins tala með þessum hætti um lista- mann í listgrein sem í gegnum tíðina hefur mætt hvað minnstum skilningi hér á landi. Listdans hefur aldrei náð þeim verðskuldaða stalli og hylli al- mennings hérlendis sem hann hefur beggja vegna Atlantshafsins. Flestir af okkar færustu listdönsurum hafa dansað meirihluta ferils síns erlendis og fjárframlög ríkisins til greinarinn- ar voru lengi vel lítil sem engin. Á síð- ustu árum hefur þó rofað til á þessu sviði hérlendis og danslistin sækir sí- fellt í sig veðrið. Það er vonandi að viðurkenningar þær sem fulltrúum listdansins, þeim Helga og Önnu, voru veittar í vikunni verði hvatning til þess að enn betur verði stutt við bakið á þessari göfugu listgrein hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.