Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla Er þér illt í maganum? Fyrir meltingu og maga með gæðaöryggi FRÁ Breidd 60 sm. Verð frá kr. 29.880,- Breidd 90 sm. Verð frá kr. 44.820,- w w w .d es ig n. is © 20 02 Skeifan 2 • 108 Reykjavík S. 530 5900 • Fax 530 5911 www.poulsen.is Baðinnréttingar Spegill m. ljósi fylgir. Hvítt eða viðarlitt. JARÐVATNSBARKAR Stærðir 50—100 mm Lengd rúllu 50 m Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. Ármúla 21, sími 533 2020 Stærðir 50—80 og 100 mm. Lengd rúllu 50 mtr. Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. „SHALOM“ þýðir friður á hebr- esku. Við Ísraelar heilsumst og kveðjumst með friði. Orðið „shal- om“ kemur ekki sjaldnar en 275 sinnum fyrir í Biblíu Gyðinga. Og íbúar Ísraels hafa ekki átt sér heit- ari ósk allt frá því ríkið var stofnað 1948 en ósk um frið. Ég hefi nýlega dvalist þrjá mán- uði í landi ykkar til að vinna að doktorsritgerð minni um íslenska tungu. Eftir áralöng kynni mín af íslenskri menningu og tungu hefi ég tengt fólkið í ykkar landi við hlýju, örlæti og heiðarleik. Því kom mér á óvart að mæta sterkri samstöðu margra Íslendinga með baráttu Pal- estínumanna, baráttu, sem kemur að mestu leyti fram í hermdarverk- um sem eru framin af ásettu ráði gegn saklausum börnum, konum og mönnum. En eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi hér á landi skildi ég betur ástæður þessa: svo virðist sem bannhelgi hvíli á um- fjöllum um hlutverk Arafats í því að hafa frumkvæði um og viðhalda of- beldi á því svæði sem um ræðir, og eru þó ærnar heimildir sem sýna og sanna hvern hlut hann á þar að máli. Í nær helmingi tilfella bera hersveitir Arafats sjálfs ábyrgð á árásum á ísraelska óbreytta borg- ara og á tíðum eldflaugaárásum á ísraelskar borgir. Enn fremur virð- ast Íslendingar enga hugmynd hafa um að það stríð, sem nú stendur yf- ir og sýnist vera sjálfsprottin upp- reisn þjóðar, er í raun og veru keðja aðgerða, sem Arafat hefur átt frum- kvæði að og skipulagt, og nýtur í því pólítisks og fjárhagslegs stuðn- ings Írans, Íraks, Sýrlands og hermdarverkasamtaka á Sjálf- stjórnarsvæðum Palestínumanna. Associated Press hafði það í fyrra eftir Imad Falouji, samgönguráð- herra Palestínu, að Arafat hefði lagt á ráðin um þessar aðgerðir þegar eftir að samningaviðræðum við Bar- ak, forsætisráðherra Ísraels, lauk sumarið 2000. Þessar viðræður höfðu gefið Palestínumönnum tæki- færi til að ná yfirráðum yfir næst- um því öllu palestínska svæðinu og lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna innan fáeinna mán- aða. Þetta skildu allir aðilar við- ræðnanna vel. Svo fór að Arafat hafnaði þessu tilboði og ástæðan er sú að hann lætur sig og þjóð sína enn dreyma um að hægt sé að út- rýma Ísraelsríki með öllu. Í skóla- bókum, sem notaðar eru á heima- stjórnasvæðum Palestínumanna og á táknmynd PLO, er allt sett undir eina fyrirsögn: Vesturbakkinn, Gasasvæðið og Ísrael eru merkt sem „Palestína“. Við getum og skil- ið afstöðu Arafats til tilveru Ísr- aelsríkis af yfirlýsingum sem hann sjálfur og ráðherrar hans hafa gefið þegar þeir tala til Araba. Eins og til dæmis: „Óslóar-samkomulagið var Trójuhestur. Langtímamarkmiðið er að frelsa Palestínu allt frá ánni (Jórdan) til hafs (Miðjarðarhafs).“ En þetta sagði palestínskur ráð- herra, Feisal Husseini, í viðtali við egypska dagblaðið Al-Arabi í júlí árið 2001. Þegar Arafat og menn hans tala við vesturlenska fjölmiðla ræða þeir samt um frið og sættir. Ég skil vel að meðan Íslendingar þekkja ekki slíkar staðreyndir, þá taka þeir þá afstöðu sem nú ber mest á. Þessar staðreyndir eru mik- ið ræddar í mörgum öðrum löndum en langfæstir virðast hafa minnstu hugmynd um þær í ykkar landi. Það kom mér enn fremur á óvart, að það er engin alvöru umræða á Íslandi um deilur Palestínumanna og Ísr- aela. Miklu heldur virðist vera sam- keppni um það hver getur gengið lengst í því að gagnrýna Ísrael á sem stystum útvarpstíma eða í sem stystum texta. Í umræðu í íslensk- um fjölmiðlum er hina ísraelsku hlið mála venjulega hvergi að finna. En þegar skortur er á frjálsu upplýs- ingastreymi og hlutlægri umræðu þá er það tjáningarfrelsi í hættu í landi ykkar sem vissulega er einn af hornsteinum lýðræðislegs þjóð- félags. Þess í stað hefur staða mála í Austurlöndum nær gefið ýmsum mönnum tækifæri til að veitast að Ísrael með þeim hætti að farið er langt út fyrir hið pólitíska samhengi hlutanna. Andísraelskur áróður, sem hefur flætt eins og hraun yfir Ísland, hefur tekið á sig ískyggilega mynd kynþáttafordóma, menning- arlegra og trúarlegra fordóma eins og þegar fólkið í Ísrael er kallað „krabbamein Mið-Austurlanda“ (Fréttablaðið 14. mars 2002) og samband Gyðinga við Guð sinn er haft í flimtingum. Menn sem taka sér annað eins í munn eru hvorki sérlega frumlegir né skapandi í sín- um viðhorfum. Þeir gera ekki annað en viðhalda aldagamalli hefð gyð- ingafjandskapar í Evrópu. Kynslóð- um saman hefur sjálf kirkjan staðið að því að halda uppi fordómum gegn Gyðingum, sem síðar hafa ver- ið notaðir til að réttlæta ofsóknir og morð á fólki af minni þjóð. Í þeirri bylgju gyðingahaturs, sem nú fer um Frakkland, hefur verið ráðist á Gyðinga tugum saman og mörg samkunduhús hafa verið vanhelguð. Sem betur fer eru engin sam- kunduhús á Íslandi til að vanhelga og þeir örfáu Gyðingar sem búsettir eru í landi ykkar stilla sig yfirleitt um að hafa hátt um sín viðhorf. „Við óttumst um öryggi okkar og barna okkar,“ sögðu sumir þeirra við mig meðan ég dvaldist á Íslandi. Því miður eru sögulegar falsanir og beinar lygar ósjaldan notaðar í þessum áróðri öllum, ekki síst af oddvitum félagsins Ísland-Palest- ína. Í sjónvarpsviðtali heyrði ég segja einn þeirra á dögunum: „Pal- estínumenn eru vopnalaus þjóð.“ Spurningu um það hvort víga- mannasveitir Al Aqsa væru tengdar Arafat svaraði hann með orðunum: „Þetta er lygi.“ En í viðtali við CNN 12. maí sl. viðurkenndi Arafat það sjálfur að hann veitti fé til þess- ara vopnuðu sveita. Reyndar til- heyrir þessi hreyfing Fatah-sam- tökunum og Arafat er enginn annar en yfirmnaður þeirra! Annar for- ystumaður félagsins Ísland-Palest- ína sagði mér á persónulegum fundi fyrir nokkrum mánuðum að Gyð- ingar væru ekki þjóð og ættu því engan rétt til sjálfstæðs ríkis. Í þessu efni voru skoðanir hans í engu frábrugðnar viðhorfum Ara- fats og stjórnar hans. Spurður um skilgreiningu hans á því hvað „þjóð“ væri, kvaðst hann enga hafa til- tæka. Félagið Ísland-Palestína hef- ur vafalaust unnið almenningsálitið á Íslandi á sitt band eins og augljóst er af þeim fjölda fólks sem kemur til funda þeirra. En þegar stuðst er við sögufalsanir og aðeins ein hlið málsins fær að koma fram, þá sýn- ist mér sigur þeirra helst líkjast sigri íþróttamanna sem vinna keppni með því að nota örvandi lyf. Ég er stoltur af landi mínu þar sem meirihluti manna viðurkennir rétt Palestínumanna til sjálfstæðs ríkis. Í Ísrael er ein milljón manna Arabar af sex milljónum þegna landsins. Þeir hafa fullan ísraelskan ríkisborgararétt og sína eigin póli- tísku flokka. Í Ísrael er arabíska op- inbert tungumál við hlið hebresku. Mér hefur verið kennt frá því ég fæddist árið 1971 að allir menn væru jafnir. Ég er stoltur af því að hvað sem líður viðleitni grannríkja til að einangra Ísrael og gera því sem mest til miska, þá hefur mér verið kennt og ég lært að taka mark á því að Arabar og Palestínumenn séu rétt eins og við og þið. Í sjón- varpsþáttum þar sem ísraelskum börnum er kennd arabíska er brugðið upp jákvæðri og hlýlegri mynd af arabískri menningu. Ísr- aelar hafa ávallt vonast til þess að í framtíðinni mundi friður og gagn- kvæmur skilningur ríkja á þessu svæði. Sum Arabaríki hafa reyndar gert friðarsamninga við Ísrael nú þegar. Ég trúi því að Palestínu- menn muni á eftir koma. En meðan líf okkar og barna okkar er í hættu munum við halda áfram að nota réttindi hverrar þjóðar til þess að verja okkur og reyna um leið að komast sem mest við megum hjá því að óbreyttir borgarar falli í átökunum. Ef Íslendingum sýnist svo, getið þið vissulega rofið stjórnmálasam- band og menningartengsl við land mitt. Það væri að mínu áliti mjög sorglegt. Samt munum við Ísr- aelsmenn engu að síður halda áfram að verja líf okkar og öryggi. Að því er mig sjálfan varðar mun ég, eins og hingað til, halda áfram að kynna íslenska tungu og menningu erlend- is og reyna að rekja yfirleitt já- kvæðu áhrifin frá íslenska sam- félaginu og menningu sem ég hef fengið. Ein ástæða þess að ég skrifa þessa grein eru þær áhyggjur sem ég hefi af málfrelsi á Íslandi árið 2002. Deilan á milli Palestínumanna og Ísraela skiptir nefnilega einnig máli í framvindu innanríkisstjórn- málaumræðu á Íslandi. Fordómar og lýðskrum munu þoka Íslandi aft- ur á bak til myrkari tíma. En upp- lýsingaflæði og siðuð umræða munu greiða götu til betri framtíðar fyrir land ykkar. Friður sé með ykkur! Shalom, Ísland! SHALOM, ÍSLAND! Ísraelar hafa ávallt von- ast til þess, segir Yair Sapir, að í framtíðinni muni friður og gagn- kvæmur skilningur ríkja á þessu svæði. Höfundur er Ísraelsmaður sem stundar nám í norrænum málum í Uppsölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.