Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„DÓMSMÁLARÁÐHERRA sagðist
ætla að láta lögfræðinga fara yfir
málið og nú höfum við verið boðuð á
fund í ráðuneytinu eftir helgina.
Starfsmenn Barnahúss hafa farið yf-
ir málið eftir dóminn og sjá ekki
þessar leiðandi spurningar, sem
Hæstiréttur fann að, en viðurkenna
að ef til vill orki 2–3 spurningar af
200 tvímælis. Það getur nú tæpast
talist ástæða til að sýkna ofbeldis-
manninn. Okkur þykir líka afar sér-
kennilegt að gerðar skuli þær kröfur
að dóttir mín geti tímasett og stað-
sett nákvæmlega atburði sem hófust
þegar hún var aðeins 8 ára og stóðu
næstu sex árin þar á eftir. Sérfræð-
ingar eru sammála um að það sé ekki
hægt að ætlast til slíks af börnum,“
segir Rósa María Salómonsdóttir,
móðir Sigurrósar Maríu Sigur-
björnsdóttur, sem sakaði frænda
sinn um kynferðisofbeldi.
Frændinn var dæmdur í 12 mán-
aða fangelsi af fjölskipuðum Héraðs-
dómi Vesturlands, en Hæstiréttur
sýknaði hann með dómi sínum 24.
apríl sl. Hæstiréttur finnur m.a. að
því í dómi sínum að rannsókn máls-
ins hafi verið ábótavant, til dæmis
hafi ekki verið leitað staðfestingar
hjá hugsanlegum vitnum á ýmsum
atburðum sem stúlkan nefndi, s.s. að
maðurinn hafi oft veitt henni áfengi.
„Þegar kæran kom fram var ekki svo
langt um liðið frá því að atvik þau,
sem ákært er fyrir áttu sér stað, að
tök hefðu verið á að rannsaka málið
betur,“ segir í dóminum. „Úr því að
ákveðið var að ákæra á þessum
grunni var mikilvægt, að ákæruvald-
ið hefði frumkvæði að miklu ítarlegri
og nákvæmari sönnunarfærslu fyrir
dómi en hér hefur orðið raunin. Eins
og meðferð málsins var á hinn bóg-
inn hagað er lítil von til þess að frek-
ari rannsókn beri árangur.“
Í dóminum segir einnig: „Eins og
að framan greinir hefur ákærði stað-
fastlega neitað öllu því, sem á hann
er borið. Skýrsla sú, sem tekin var af
stúlkunni 1. desember 2000, er óljós
um ýmis atriði. Fallast verður á það
með ákærða, að skýrslan sé ekki
nægilega nákvæm um það hvar og
hvenær atburðir eiga að hafa gerst
[...] auk þess sem þeir eru ekki nægi-
lega sundurgreindir. Þá segir stúlk-
an ekki alltaf sjálfstætt frá heldur
leiðir spyrjandinn skýrslugjöf um of,
sérstaklega varðandi ætlaðar at-
hafnir ákærða, sem alvarlegastar
eru [...]“
Ætla að höfða einkamál
Rósa María segir að fjölskylda
hennar ætli að höfða einkamál á
hendur frænda stúlkunnar. „Okkur
hefur gengið illa að fá lögmenn til að
taka þann málarekstur að sér, þótt
þeir hristi hausinn yfir niðurstöð-
unni. Núna erum við að vísu komin í
samband við lögfræðing, sem ætlar
að funda með okkur og skoða málið
betur. Við ætlum að gera allt sem við
getum til að opna málið aftur, enda
erum við ákaflega ósátt við þau skila-
boð sem Hæstiréttur sendir þolend-
um kynferðisofbeldis. Rétturinn
segir að dóttir mín sé trúverðug, en
samt er frændi hennar sýknaður,
bara af því að einhver spurði ekki
réttra spurninga. Við erum ekki ein
um að vera reið yfir þessari niður-
stöðu. Fyrst Hæstarétti fannst rann-
sókninni svona ábótavant, af hverju
vísaði hann þá málinu ekki aftur
heim í hérað og fyrirskipaði nánari
rannsókn? Við fáum auðvitað engar
skýringar frá Hæstarétti, þar þurfa
dómarar víst engar skýringar að
gefa á niðurstöðum sínum.“
Ekki ein í baráttunni
Hálft annað ár er liðið frá því að
Sigurrós María sagði foreldrum sín-
um frá ofbeldinu, sem hún sagði hafa
staðið í sex ár, eða frá því að hún var
8 ára og til 14 ára aldurs. „Hún vegur
salt tilfinningalega, sumir dagar eru
góðir en aðrir verri. Hún hefur hins
vegar fengið mikinn stuðning, bæði
frá fólki hér á Akranesi og annars
staðar, sem hefur hringt og sent
henni bréf. Hún finnur því að hún er
ekki ein í heiminum í þessari bar-
áttu.“
Rósa María segir að á þeim tæpu
tveimur árum, sem liðin eru frá því
að dóttir hennar skýrði frá atburð-
unum, hafi hún lært að lifa í skugga
þeirra, en hræðslan og óttinn sé allt-
af fyrir hendi. Þegar ung börn verði
fyrir ofbeldi af þessu tagi líti þau
gjarnan svo á að þeim sjálfum sé um
að kenna og þær tilfinningar verði
þau einnig að kljást við. „Maðurinn
er alltaf á ferli hérna nærri henni,
enda búum við í litlum bæ. Bæjarbú-
ar hafa stutt hana vel og hún hefur
ekki orðið vör við baktal. Fólk stapp-
ar í hana stálinu, þótt auðvitað sé hér
fólk sem styður hann og trúir því að
hann sé saklaus. Við höfum hins veg-
ar ekki rekist á það fólk beint, þótt
við höfum heyrt af því. Við treystum
þessum manni og okkur hefði aldrei
grunað að hann gæti gert barni slíkt.
En í 99% tilvika er ofbeldismaðurinn
einhver sem barnið þekkir og treyst-
ir.“
Rósa María segir að hún hafi velt
því mikið fyrir sér, eftir að málið
kom upp, hvers vegna ekkert sé
fjallað um kynferðislega áreitni og
ofbeldi í skólum. „Börnin eru frædd
um skaðsemi áfengis og vímuefna,
en enginn varar þau við þessu og
kennir þeim hvernig eigi að bregðast
við eða fullvissar þau um að þeim sé
ekki um að kenna ef slíkt gerist.
Þetta snýr ekki bara að stúlkum, því
drengir eru líka þolendur kynferðis-
ofbeldis, auk þess sem þeir þurfa að
læra hvaða hegðun gagnvart stúlk-
um er óviðunandi og niðurlægjandi.
Þeir þekkja oft ekki mörkin.“
Brosið náði ekki til augnanna
Rósa María sá breytinguna sem
varð á dóttur hennar þegar hún var á
níunda ári. „Hún varð allt í einu
mjög viðkvæm, til dæmis fór hún
mjög hjá sér þegar horft var á hana.
Skýrasta merkið var líklega að bros-
ið hætti að ná til augnanna. Og þegar
hún kom úr sveitinni fór hún alltaf í
langt bað, eins og hún væri alltaf svo
óhrein. Ástæða þess að mig grunaði
að eitthvað hefði komið fyrir var að
ég varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi í
bernsku og viðbrögð mín voru eins.
En einmitt þess vegna hélt ég
kannski að þetta væri bara móður-
sýki í mér, enda vildi hún ekkert um
þetta tala þegar ég gekk á hana. Ég
hefði betur hlustað á þessa rödd
innra með mér, en það er alltaf auð-
velt að vera vitur eftir á.“
Rósa María segist hafa verið mjög
ánægð með viðbrögðin þegar málið
var kært upphaflega. „Mér sýndist
allt mjög fagmannlega og vel unnið
og allir sem komu að málinu nær-
gætnir og athugulir. Hún fékk strax
hjálp frá sálfræðingi í Barnahúsi.
Hérna heima í héraði fannst okkur
líka vel að málinu staðið, enda sögð-
ust dómarar vilja hnýta alla lausa
enda áður en málið færi frá þeim. Við
vorum sátt við þann 12 mánaða dóm
sem maðurinn fékk í héraði, því
þrátt fyrir að okkur hafi þótt það
mildur dómur var hann þó viður-
kenning á því sem gerst hafði. Við
vissum, eins og allir aðrir, að svona
ofbeldismenn slyppu gjarnan við
dóm og vorum því ánægð með nið-
urstöðuna. Þegar hann áfrýjaði mál-
inu til Hæstaréttar voru allir sem við
töluðum við sammála um að hann
yrði aldrei sýknaður eftir slíkan dóm
frá þremur héraðsdómurum.“
Þrátt fyrir sýknudóm Hæstarétt-
ar ætlar fjölskyldan ekki að gefast
upp. „Þetta er ekki bara spurning
um dóttur mína, heldur alla sem eiga
eftir að standa í sömu sporum. Dóttir
mín er ákveðin í að berjast áfram,
enda myndum við ekki gera þetta
annars. Kerfið brást henni alfarið og
einhver þarf að svara til saka.“
Morgunblaðið/Golli
„Dóttir mín er ákveðin í að berjast áfram, enda myndum við ekki gera þetta annars.“ Rósa María Salómonsdóttir og
Sigurrós María Sigurbjörnsdóttir.
Ósátt við skilaboð
Hæstaréttar til
þolenda
„Í ÞESSUM málum verður seint
nóg að gert, en auðvitað er full
ástæða til að fagna þeim áföngum
sem bæta réttarstöðu fórnarlamb-
anna. Löggjafinn hefur sýnt vilja til
að bæta stöðu barna sem verða fyr-
ir kynferðisofbeldi,“ segir Þórhild-
ur Líndal, umboðsmaður barna, í
samtali við Morgunblaðið.
Í kjölfar skýrslu sem umboðs-
maður barna gaf út árið 1997 um
kynferðisbrot gegn börnum og ung-
mennum sendi umboðsmaður bréf
til dómsmálaráðherra og félags-
málaráðherra, með tillögum um
ýmsar réttarbætur. Í sumum til-
vikum hefur lögum verið breytt til
samræmis við þessar tillögur, en í
öðrum hefur réttarbótin látið á sér
standa.
Umboðsmaður lagði m.a. til
breytingar á almennum hegning-
arlögum og benti á að í 1. mgr. 202.
gr. laganna er að finna almennt
ákvæði þar sem lögð er refsing við
samræði eða öðrum kynferð-
ismökum við barn, yngra en 14 ára.
Í 2. mgr. sömu greinar er lögð refs-
ing við að blekkja eða tæla ung-
menni á aldrinum 14–16 ára til sam-
ræðis eða annarra kynferðismaka.
„Ástæðulaust er að mínu áliti að
gera þennan greinarmun á börnum
og ungmennum sem ekki hafa náð
16 ára aldri,“ segir Þórhildur, en
ekki hafa verið lagðar til breyt-
ingar af hálfu dómsmálaráðherra
eða ríkisstjórnar til samræmis við
þessa tillögu.
Önnur tillaga umboðsmanns laut
að því, að tekið yrði upp sérstakt
refsihækkunarákvæði í þeim til-
vikum þegar um mjög gróft eða sí-
endurtekið brot er að ræða. Það
hefur heldur ekki gengið eftir.
Þá lagði umboðsmaður barna til
að mælt yrði fyrir um eins árs lág-
marksrefsingu vegna kynferð-
isbrota gegn börnum og ungmenn-
um. Það hefur ekki gengið eftir.
Fjórða tillaga umboðsmanns um
breytingu á hegningarlögum laut
að ákvæðum um fyrningu brots.
Fyrningarfrestur gat lengstur orð-
ið 15 ár, en þar sem börn skýra oft
ekki frá atvikum fyrr en löngu eftir
að þau gerast gat ákvæðið hindrað
að lögum væri komið yfir brota-
menn, að mati umboðsmanns. Þór-
hildur lagði til að brotin fyrntust
ekki, fremur en alvarleg brot á
borð við manndráp, eða þá að mið-
að yrði við 25 ár. Niðurstaðan varð
sú, að ári eftir tillögu umboðsmanns
var lögunum breytt á þann veg, að
nú byrjar fyrningarfrestur, sem er
á bilinu 5–15 ár eftir eðli brots, ekki
að líða fyrr en við 14 ára aldur
barnsins, sem Þórhildur segir vera
skref í rétta átt.
Lög um meðferð opinberra mála
Tillaga umboðsmanns um að
dómari taki skýrslu af barni utan
réttar, svo það þurfi ekki að koma
fyrir dóm við aðalmeðferð máls,
varð að lögum árið 1999 og reglu-
gerð kveður nánar á um hvernig
staðið skuli að skýrslutökunni. Þá
var lögum einnig breytt til sam-
ræmis við ábendingar umboðs-
manns á þann veg, að þolandi kyn-
ferðisbrots á nú rétt á löglærðum
réttargæslumanni, sem aðstoðar
barnið á öllum stigum málsins og
gætir hagsmuna þess, m.a. með því
að setja fram bótakröfur.
Skaðabætur
Þolendur kynferðisbrota eiga
rétt á skaðabótum á grundvelli 26.
greinar skaðabótalaga. Umboðs-
maður beindi því til dóms-
málaráðherra að nauðsynlegt væri
að breyta greininni á þann hátt, að
tíundað væri hvaða atriði skyldu
hafa sérstök áhrif við ákvörðun
bótafjárhæða í kynferðisbrota-
málum, s.s. eðli verknaðarins,
hversu lengi ofbeldið hefði varað og
hvort um misnotkun ættartengsla
eða trúnaðartengsla væri að ræða.
Þórhildur Líndal segir að kveikj-
an að tillögunni hafi verið dómur,
þar sem faðir var dæmdur til að
greiða dóttur sinni lægri bætur en
ella, á þeirri forsendu að hann hefði
framfærsluskyldu að gegna gagn-
vart henni. „Greininni var breytt og
í greinargerð með lagafrumvarp-
inu segir meðal annars, að fjöl-
skyldu- eða trúnaðartengsl þolanda
og geranda ofbeldis eigi ekki að
leiða til lækkunar bóta. Þótt þetta
hafi ekki náð inn í lagatextann sjálf-
an er greinargerðin að sjálfsögðu
lögskýringargagn sem litið er til
við túlkun greinarinnar.“
Af tillögum þeim, sem umboðs-
maður sendi dómsmálaráðherra,
skal loks nefna að mælt var með því
að lögum um greiðslu ríkissjóðs á
bótum til þolenda afbrota yrði
breytt, á þann veg að þau næðu
einnig til þolenda kynferðisbrota.
Lögin höfðu m.a. tiltekið að brotið
þyrfti að kæra án ástæðulauss
dráttar og að tjónþoli hefði gert
kröfu um greiðslu skaðabóta úr
hendi brotamanns, auk þess sem
umsókn um bætur þyrfti að berast
innan tveggja ára frá því að brot
var framið. Nýrri málsgrein hefur
nú verið bætt við lögin, þar sem
segir að þegar veigamikil rök mæli
með því megi víkja frá þessum skil-
yrðum, og í greinargerð er sér-
staklega tíundað að þetta eigi við ef
brotið sé gegn barni.
Ný barnaverndarlög
Í kjölfar skýrslu sinnar um kyn-
ferðisbrot gegn börnum og ung-
mennum sendi umboðsmaður barna
einnig bréf til félagsmálaráðherra,
þar sem bent var á að bæta þyrfti
meðferðarúrræði fyrir börn sem
þolendur kynferðisofbeldis.
„Barnahúsið, sem sett var á lagg-
irnar 1998, hefur bætt ástandið
verulega,“ segir Þórhildur Líndal.
„Ég hef hins vegar enn nokkrar
áhyggjur af stöðu mála á lands-
byggðinni. Barnaverndarnefndir
þar leita vissulega til sérfræðinga
Barnahúss, en við þurfum að búa
svo um hnútana að þær geti líka
sinnt þessum málum. Ný barna-
verndarlög, sem taka gildi 1. júní
nk., miðast m.a. að því að styrkja
barnavernd á sveitarstjórnarstig-
inu, svo vonandi stendur þetta til
bóta.“
Seint nóg að gert,
en góðir áfangar náðst
rsv@mbl.is
HVAÐA skýringar gefa kyn-
ferðisofbeldismenn á hegðun
sinni?
Slíkar skýringar eru fátíðar, því
flestir gerendur neita allri sök.
Stundum játa þeir að vísu minna
brot, t.d. að hafa snert stúlku á
óviðurkvæmilegan hátt, en neita
öllum alvarlegri ásökunum.
Þá sjaldan að ofbeldismenn
gefa skýringar eru þær oftast á
þá leið að „eitt hafi leitt af öðru“
eða að börnin hafi verið ýtin og
leitað á þá. Nýjasta dæmi um
slíkt var í dómi yfir manni, sem í
byrjun apríl fékk 18 mánaða
fangelsi fyrir brot gegn 7 ára
stjúpdóttur sinni. Stúlkan var
smituð af tveimur kyn-
sjúkdómum og því lágu lækn-
isfræðilegar sannanir fyrir í mál-
inu. Maðurinn sagði m.a. að
umrædd kynferðismök hefðu
verið að frumkvæði barnsins.
Þeirri skýringu hafnaði dóm-
urinn.
Barnaverndaryfirvöld sjá til
þess að yngri gerendur fái með-
ferð hjá sérfræðingum, en eldri
gerendur leita sér sjaldnast
meðferðar, enda felst í staðfastri
neitun þeirra að þeir hafna þörf
fyrir slíka meðferð. Dæmi eru um
að gerendum sé gert með dómi
að leita sér meðferðar. Fæstir
dómarar setja þó slík ákvæði í
dómsorð.
Skýringar gerenda