Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
GUNNARI Þorsteinssyni í Krossin-
um var mikið niðri fyrir í grein sem
hann ritaði í Morgunblaðinun fyrir
skömmu. Greinin var athugasemd
við aðra sem ég hafði skrifað í þetta
blað nokkru áður. Þar hafði ég m.a.
gagnrýnt þau viðhorf sem mér
fannst koma fram hjá Gunnari í út-
varpsþætti. Gunnar segir mig fara
með rangindi „nánast lygi“ þegar ég
haldi því fram að hann hafi réttlætt
framferði Ísraelsmanna gagnvart
Palestínumönnum með því að þeir
séu guðs útvalin þjóð og þar sem þeir
fari um sé guð að verki.
Það væri vissulega ljótt að
skrökva svona málflutningi upp á
saklaust fólk og heift Gunnars skilj-
anleg ef sú væri raunin. Orðin sem
Gunnar lét falla við þáttarstjórnend-
urna, þegar rætt var um framferði
Ísraelsmanna í Palestínu og þau
grimmdarverk sem þar var augljós-
lega verið að vinna voru: „Við verð-
um að gera okkur grein fyrir því að
þarna er fingur guðs að verki.“
Þarna er fingur guðs að verki! Öllu
skýrar verður ekki að orði kveðið.
Það sem ég skrifa í grein minni er út
frá þessum orðum og á fullan rétt á
sér. Þar sem fingur guðs er að verki
hlýtur guð allur að hafast að, eða
hvað? Ef Gunnar Þorsteinsson situr
í fjöruborði og rótar í sandinum með
fingrinum um leið og hann dáist að
fegurð náttúrunnar, þá er hann allur
þar að verki. Sama gildir um guð, ef
við hugsum okkur hann í manns-
mynd, eins og Gunnar gerir.
Fyrir nokkrum misserum sá ég í
Kringlunni sýningu á ljósmyndum
sem teknar höfðu verið í Ísrael og á
hernumdu svæðunum. Ein myndin
er mér sérstaklega minnisstæð. Hún
sýndi amerískan gyðing sem bjó í
einni af fjölmörgum ólöglegu land-
nemabyggðum á palestínsku landi.
Hann stóð og horfði út um gluggann
með vélbyssu í hendi. Glugginn var
fylltur til hálfs af litlum sandpokum
til að verjast hugsanlegri skothríð
frá þeim sem áttu landið sem hann
hafði byggt húsið sitt á. „Ég er hér
vegna þess að Abraham var hér fyrir
2000 árum,“ var haft eftir þessum
státna landnema í myndatexta. Þessi
fáranlega réttlæting er sú sama sem
Gunnar í Krossinum og aðrir slíkir
nota til að réttlæta yfirgang Ísraels.
Þar er þrástaglast á því að Ísr-
aelsmenn séu guðs útvalin þjóð, sem
eigi rétt á því landi sem Palestínu-
menn hafa byggt í árþúsundir vegna
þess að guð hafi gefið þeim það.
Svona stagl er í eðli sínu réttlæt-
ing á framferði Ísraelshers og þeim
skelfilegu hryðjuverkum sem hann
hefur unnið á palestínsku þjóðinni, –
ekki aðeins nú um nokkurra mánaða
skeið heldur í áratugi. Og allt hjal
Gunnars um að hann hafi sagt að það
sé ljótt að drepa saklausan almenn-
ing í Palestínu verður yfirklór eitt
meðan hann hnýtir í sífellu við þess-
ari réttlætingu sinni.
Ef Gunnar Þorsteinsson ætlast til
þess að vera tekinn alvarlega verður
hann að tala afdráttarlaust. Eigi að
leggja trúnað á samúð hans með
þjáðum almenningi Palestínu ber
honum að stíga á stokk og fordæma
hersetu Ísraels á landi Palestínu-
manna, þá grimmd sem þar hefur
tíðkast og þann langvarandi yfir-
gang sem hefur fætt af sér þá ör-
birgð, örvæntingu og það vonleysi
sem brýst t.d. út í hryllilegum sjálfs-
morðárásum á ísraelskan almenn-
ing. Það er ekki til neins að hrópa í
sífellu fordæmingu á hryðjuverkum
Palestínumanna meðan hlúð er að
þeim meiði sem þau vaxa af. Það er
rótin sem ráðast þarf að, ekki aðeins
það sem af henni vex.
HAUKUR MÁR
HARALDSSON,
framhaldsskólakennari.
Fingur guðs
að verki!
Frá Hauki Má Haraldssyni:
VÍGVÆÐING merkir hreint ekki
það sama og hervæðing; hvað þá
vélvæðing iðnvæðing. Tölvuvæðing-
in er engu að síður angi af hvoru-
tveggja. En hugtökin alþjóðavæð-
ing og hnattvæðing hafa sömu
merkingu í vitund manna, segja
óljósa sögu um flæði fjármagns og
vöru, flæði, sem vitaskuld skolar á
fjörur hjá lánadrottnum og skuld-
urum í bönkum þeirra, sem nokk-
urs mega sín, og þykjast stórum af.
Hverjir mega sín meira, fátækir og
hverjir minna, ríkir, hverjir einsk-
is? Hver var Mammon? Hver erum
við, hver eru þið? Hvorum fjölgar
meir, hvers vegna og stórum meir?
Hvað með vinnuaflið, fjárfestingar,
vexti? Hversu hratt er bossum dill-
að og sumum vel í þriðja heiminum?
Fólk, sem flytur nauðugt búferl-
um sakir óstands og örbirgðar á
fyrst og fremst rétt á leiðréttingu
mála í eigin ranni. Aðrir sem ein-
hvers mega sín sýni því einhvern
sóma. Hópar fólks á Vesturlöndum,
sem lifir sjálfsagt í skýjunum, í
heimi menningar og lista, telur það
einhvern ágætastan kost nú um
stundir að allir sem erfiði og þunga
eru hlaðnir í hrjáðum byggðum
heims flykkist til okkar að sprella
með skuldlausir, skuldugir. Ætt-
land okkar allra sé eitt og öllum
lærist bæði fljótt og vel að gera
góðan róm að öllu því sem vert er.
„Ég á öllum gott að gjalda,“ kvað
skáldið, „gleði mín er djúp og rík.“
Blessi ykkur.
JÓN BERGSTEINSSON,
Snorrabraut 30, Reykjavík.
Hnattvæðing
og vextir
Frá Jóni Bergsteinssyni: