Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 31
VORTÓNLEIKAR Kammerkórs
Hafnarfjarðar verða í kvöld kl. 20 í
Hásölum.
Að þessu sinni er mestu leyti
leitað fanga í íslensk þjóðlög. Kór-
inn syngur útsetningar eftir Árna
Harðarson, Hafliða Hallgrímsson,
Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ás-
geirsson, Jórunni Viðar og fleiri.
Við þjóðlögin bætast svo nokkrar
frumsamdar íslenskar perlur. Sér-
stakir gestir á tónleikunum verða
þau Ástríður Alda Sigurðardóttir
píanóleikari og Eyjólfur Eyjólfs-
son tenór. Bæði eru þau í tónlist-
arnámi.
Stjórnandi Kammerkórs Hafn-
arfjarðar er Helgi Bragason.
Morgunblaðið/Ásdís
Kammerkór Hafnarfjarðar á æfingu.
Kammerkór Hafnar-
fjarðar í Hásölum
Bjarnarborg, Suðureyri
Vortónleikar tónlistarnema á Suð-
ureyri verða kl. 20. Á efnisskránni
er m.a. söngur, einleikur og sam-
leikur af ýmsu tagi og koma fram
bæði nemendur og kennarar skól-
ans.
Leikið verður á píanó, gítar, flaut-
ur, harmónikku og fiðlu, m.a. kemur
fram fiðluleikarinn ungi, Maksymili-
an Haraldur Frach.
Mánudagur
Listaklúbbur Leikhúskjallarans
Leiklestur á Fótboltasögum El-
ísabetar Jökulsdóttur í leikgerð El-
ísabetar Ó. Ronaldsdóttur verður
fluttur í annað sinn kl. 20.30.
Flytjendur eru leikararnir Björn
Jörundur Friðbjörnsson, Hilmar
Jónsson, Stefán Jónsson og Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir. Leik-
stjóri er Helga E. Jónsdóttir.
Í DAG
Maksymilian Haraldur Frach í
þjóðbúningnum sínum frá heima-
borg foreldra sinna í Kraká.
PÚSLUSVING heitir sýningin á
verkum sex finnskra listamanna í
kjallara Norræna hússins. Sýningar-
stjórinn er listamaðurinn fjölhæfi
Seppo Renvall, sem orðinn er kunn-
ur af Kúlusýningu – The Ball Show –
sinni og bróður síns, Markus Ren-
vall, en hann er einnig á sýningunni í
Norræna húsinu. Auk þeirra taka
Maria Duncker, Gun Holmström,
Simo Rouhiainen og Alli Savolainen
þátt í sýningunni.
Á opnuninni tóku nemendur á
fyrsta ári í myndlist, í Listaháskóla
Íslands, drjúgan þátt í sýningunni,
en þau höfðu verið á myndbands-
námskeiði hjá Brad Gray, banda-
rískum kvikmyndagerðarmanni,
sem á sínum tíma var skiptinemi við
Myndlista- og handíðaskólann. Auk
Liviu Gnos, frá Sviss, komu þau
Bjarni Hafsteinsson, Halldóra Ólafs-
dóttir, Helga Sif Guðmundsdóttir,
Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Malin
Ståhl, Ragnar Jónasson og Þórunn
Maggý Kristjánsdóttir að opnunar-
dagskrá sýningarinnar, auk plötu-
snúðanna Péturs Eyvindarsonar og
Darra Lorenzen, sem héldu uppi
fjöri í svokölluðum Húlabbalú-
klúbbi.
Af þessu má ráða að Púslusving er
ekki listsýning á hefðbundnu nótun-
um þar sem gestir færa sig í halarófu
frá einu verki til hins næsta, heldur
viðverustaður og umhverfi þar sem
allt blandast og hvert verkið rekur
sig á annars horn. Vegna fjölda
mynd- og ljósvarpsverka ríkir lokk-
andi rökkurstemmning í kjallara
Norræna hússins, ekki ósvipuð and-
rúmsloftinu á fjörugu diskóteki.
Kúlusýning þeirra Renvall-bræðra
sómir sér afbragðsvel í slíkri birtu,
enda setur hún sterkan svip á innri
salinn með margbrotnu spegilflökti
sínu.
Önnur verk á sýningunni, svo sem
myndbönd og hljóðverk, taka mið af
ryþmísku flöktinu, sem eykur mjög á
stórborgarlegan hreyfanleik. Sunnu-
dagsmyndbönd Gun Holmström og
vítamíntöfluteppi eru til marks um
symmetrísk áhrif rokktónlistar á
myndlist Finnanna – endurtekning
hljóma og stefja verður mynstur
þegar hún er þýdd úr tónlist í mynd-
list – og meistaralegir kjólar Maríu
Duncker, saumaðir úr plastinn-
kaupapokum hafa óneitanlega yfir
sér ákveðinn Kolaportsblæ. Út-
stimplaðir flutningakassarnir undir
græjum Renvall-bræðra áminna
okkur um að engu er tjaldað til eilífð-
ar.
Inn í óreiðuna þrengir Simo
Rouhiainen sér með sjónrænt rapp
sem gestir geta stjórnað úr tölvu, en
smiðshöggið á sýninguna setur Alli
Savolainen með ljósmyndaverkum
sem hljóma sem nútímaleg útgáfa af
Metropólís-ofurborgarlýsingum
þýskra listamanna frá þriðja tug ald-
arinnar sem leið. Þannig er Púslu-
sving finnsku listamannanna óvenju-
fersk tilraun til að keyra upp
samtímalegar áherslur í myndlist.
Enginn ætti að láta slíkt framhjá sér
fara.
MYNDLIST
Kjallari Norræna hússins
Til 26. maí. Opið þriðjudaga til sunnu-
daga frá kl. 12–17.
BLÖNDUÐ TÆKNI
SEX FINNSKIR LISTAMENN
Finnskar
víddir
Halldór Björn Runólfsson
Frá sýningunni Púslusving í kjallara Norræna hússins.
Félagsþjónustan í Reykjavík veitir í samvinnu við
Félagsráðgjöf Háskóla Íslands námsstyrki fyrir skólaárið
2002–2003. Styrkirnir eru eingöngu veittir karlmönnum
sem stefna að löggiltu starfsréttindanámi í félagsráðgjöf
og sem hafa lokið a.m.k. eins árs námi á háskólastigi.
Styrkurinn er kenndur við Þóri Kr. Þórðarson,
prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var
brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík.
Markmið styrkveitingarinnar er að fá fleiri karla
til ráðgjafarstarfa hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík
og stuðla að jafnrétti undir formerkjum jákvæðrar
mismununar, sem felur í sér að ef hallað er á annað
kynið sé réttlætanlegt að grípa til tímabundinna
aðgerða til að jafna kynjahlutfall í ákveðnum stéttum
og atvinnugreinum.
Styrkveitingin er jafnframt hluti samstarfs
Félagsþjónustunnar við Félagsráðgjöf Háskóla
Íslands, en það samstarf felur m.a. í sér starfsþjálfun
félagsráðgjafarnema, rannsóknarsamstarf og kostun
tímabundinnar lektorsstöðu í félagsráðgjöf.
Umsækjendur þurfa að leggja fram skriflega umsókn
þar sem eftirfarandi atriði koma fram:
Nafn, kennitala, heimilisfang og fjölskylduaðstæður.
Upplýsingar um starfs- og námsferil.
Stutt ritgerð með hugmyndum umsækjanda um
félagsráðgjöf og mikilvægi þess að karlmenn
laðist að greininni.
Það skilyrði fylgir úthlutun styrksins að styrkþegi
skuldbindi sig til starfa hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík
í a.m.k. eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur.
Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Umsóknum skal
skila til skrifstofu félagsmálastjóra, Síðumúla 39, 108
Reykjavík (tölvupóstfang: felags@fel.rvk.is). Sérstök
úthlutunarnefnd, skipuð fulltrúum Félagsþjónustunnar
í Reykjavík og Félagráðgjafar Háskóla Íslands, velur
væntanlega styrkþega úr hópi umsækjenda.
Styrkir til háskólanáms fyrir karla
Félagsmálastjórinn í Reykjavík.