Morgunblaðið - 26.05.2002, Page 8

Morgunblaðið - 26.05.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SMÁRALIND S. 569 1550 KRINGLUNNI S. 569 1590 AKRANESI S. 430 2500 Þú kau pir nún a en bo rgar ek ki fyrst u afborg un fyrr en eft ir 4 mánu ði, vax talaust . Og þá er mög uleiki á allt a ð 32 m ánaða raðgre iðslu. FYRSTA AFBO RGUN Í OKTÓ BER! 0VEXTIR% Kenwood bíltæki KDC-2021 4 x 45 w útgangsafl. Útvarp og geislaspilari. Krafmikið og fallegt tæki sem sómir sér vel í hvaða bíl sem er. 27.995,- KJÓSTU KENWO OD! HÆKKAÐU Í BOTN! Fyrirlestraröð Arkítektafélagsins Áhersla lögð á blandað úrval í fyrirlestrum Arkítektafélag Ís-lands heldur útinokkuð öflugu fræðslustarfi samhliða öðru starfi sem heyrir undir stéttarfélög. Má í því sambandi nefna fyrir- lestraröð sem félagið stendur fyrir og er fyrir nokkru hafin. Nokkrir fyr- irlestrar hafa þegar verið fluttir, en nokkrir eru líka eftir. Í næstu viku er næsti fyrirlestur fyrirhugaður. Sérstök nefnd á vegum fé- lagsins heldur utan um þetta fræðslustarf, sem á sér nokkuð langa forsögu. Í þeirri nefnd er m.a. Örn Baldursson arkítekt hjá teiknistofunni Inni og úti og svaraði hann nokkrum spurningum Morgun- blaðsins um þessa fyrirlestra og starfsemi Arkítektafélagsins. – Hver er tilurð fyrirlestrarað- arinnar og tilgangur hennar? „Fyrirlestraröð Arkítekta- félags Íslands, AÍ, er vettvangur félagsmanna AÍ til þess að fylgj- ast með hvað starfsbræður þeirra hérlendis og erlendis eru að gera. Það má því segja að þetta sé bæði tækifæri til endurmenntunar og umræðna um byggingarlist.“ – Segðu okkur eitthvað um fyr- irlestrana? „Fyrirlestrarnir á vordagskrá AÍ eru sex. Búið er að halda fjóra og tveir eru eftir. Elísabet Gunn- arsdóttir arkítekt frá Ísafirði fjallaði um eigin verk. Síðan kom Fanney Hauksdóttir arkítekt frá Akureyri og fjallaði einnig um eigin verk. Þriðji fyrirlesturinn var helgaður Scmidt, Hammer & Larsen arkítektarstofu í Árósum í Danmörku. Morten Scmidt fjallaði um verk stofunnar, þ.á m. Skuggahverfið í Reykjavík. Á fjórða fyrirlestrinum kom Sig- björn Kjartansson frá Glámu/ Kím arkítektastofu og fjallaði um verk stofunnar. Næstkomandi fimmtudag er síðan fimmti fyrirlesturinn. Þá er fyrirlestur um hollensku arkí- tektastofuna OMA en Dan Wood mun flytja hann. Hann er meðeig- andi Rem Koolhaas sem stofnaði OMA. Stofan er mjög þekkt á heimsmælikvarða og er fengur að því að fá þá til þess að koma hing- að til lands. OMA hefur alla tíð þótt framsækin arkítektastofa hvort sem er á sviði skipulags- mála eða byggingahönnunar. Stærsta heildstæða verk þeirra er endurskipulagning og hönnun hverfa í borginni Lille í Frakk- landi auk fjölda annarra stærri og smærri verkefna á sviði bygging- arlistar. Fimmtudaginn 6. júní er svo sjötti og síðasti fyrirlesturinn að þessu sinni. Jean-Francois Lej- eune, prófessor við háskólann í Miami í Flórída, er belgískur arkítekt og skipulagsfræðingur sem hefur verið mjög virkur í skipulagsfræð- um. Hann hefur komið víða við með fyrirlestra, sýningar og gefið út fjölda bóka um skipu- lag sem byggjast að mestu leyti á „The New Urbanism“ kenningum í skipulagsfræðum.“ – Fyrir hverja eru þessir fyr- irlestrar og hverjir sækja þá helst? „Fyrirlestrarnir eru öllum opn- ir en það eru helst arkítektar sem sækja þá.“ – Hvaða áherslur eru helstar, frá hendi Arkítektafélags Ís- lands, í þessum fyrirlestrum? „Fyrirlestrarnir eru helst um eigin verk þeirra arkítekta eða stofa sem við bjóðum hverju sinni. Í vor höfum við lagt áherslu á að blanda úrvalið þ.e. við höfum verið með þrjár íslenskar stofur sem hafa kynnt sín verk og svo eru þrjár erlendar sem kynna sín verk. Scmidt, Hammer & Larsen kynnti eigin verk og Skugga- hverfið, frægð OMA er svipuð eins og U2 fengist til að halda tón- leika á Íslandi og Jean-Francois Lejeune fjallar um skipulagsmál sem eru í brennidepli hér á landi um þessar mundir. Að loknum fyrirlestrum eru félagsmenn hvattir til þess að spyrja fyrirles- ara spurninga til þess að koma á umræðum um efni fyrirlestranna og byggingarlist almennt.“ – Eiga svona fyrirlestrar sér langa hefð hjá Arkítektafélagi Ís- lands? „Já, en það var um það bil 1990 sem þetta komst í fastar skorður með stofnun dagskrárnefndar AÍ. Þá var farið að gefa út sérstakt vor- og haustyfirlit AÍ með helstu viðburðum. Þar á undan hafði skemmtinefnd félags- ins haldið utan um þetta þ.e. hefðin fyrir fyrirlestrum er löng.“ – Eru menn duglegir að mæta á fyrirlestr- ana og hlýða á boðskap þeirra? „Það er misjafnt eftir efni fyr- irlestranna hverju sinni, en þetta rokkar frá 30 til 100 manns. Þess ber að geta að heildarfjöldi fé- lagsmanna AÍ á Íslandi er um það bil 250 þannig að 30 manns er rúmlega 10% félagsmanna svo maður vitni nú í þessa frægu að- sókn miðað við höfðatölu.“ Örn Baldursson  Örn Baldursson fæddist í Reykjavík 8. október 1967. Lauk prófi í arkítektúr frá Tækniskól- anum í Þrándheimi í Noregi árið 1994. Starfaði síðan í Þránd- heimi fram í október árið 1997, en kom þá heim til Íslands og hóf störf á teiknistofunni Úti og inni í Reykjavík þar sem hann vinnur enn í dag. Hann er einn þriggja arkítekta í framkvæmdanefnd Arkítektafélags Íslands sem sér m.a. um fyrirlestraraðirnar sem um ræðir í viðtalinu. Maki Arnar er Bergþóra Njála Guðmunds- dóttir blaðamaður og eiga þau eitt barn, Kolbein Arnarson, fjögurra ára. Hefðin fyrir fyrirlestrum er löng HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á föstudag sjóntækjafræðing í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér vörur fyrir rúma milljón króna af lager gleraugnabúðar Hagkaupa í Skeifunni og tekið 50.000 krónur úr sjóðsvél. Samstarfsmaður mannsins var sýknaður af ákærunni. Vörurnar voru hafðar til sölu í verslun á Laugavegi sem sakborn- ingarnir áttu stóran hlut í. Rannsókn málsins hófst árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt og trygg- ingasvik hjá starfsfólki gleraugna- búðarinnar. Við athugun reyndist óútskýrð vörurýrnun birgða nema rúmlega 6,2 milljónum króna. Þegar grunur vaknaði um brotin merktu starfsmenn Hagkaupa 300 pakka með sjónlinsum á lager gleraugna- búðarinnar með því að stinga með nál í umbúðirnar. Fundust 52 slíkir pakkar við húsleit í versluninni á Laugavegi auk lesgleraugna, sjón- auka og stækkunarglers svo eitt- hvað sé nefnt. Sá sem var dæmdur sagðist hafa fengiðstóran hluta af vörunum frá heildverslun sem einn- ig var í viðskiptum við gleraugna- búðina en mikill losarabragur var á afhendingu á vörum. Þá var bók- haldi fyrirtækisins og birgðaskrá svo ábótavant að ekki var á því byggt fyrir dómi. Ekki var heldur byggt á framburði manna sem báru að þeir hefðu flutt mikið magn af vörum á milli verslananna, vitandi að þær voru illa fengnar, þar sem þeir áttu hlut í versluninni á Lauga- vegi. Annar var því sýknaður en hinn dæmdur fyrir hluta ákæruat- riðanna. Bótakröfu var vísað frá dómi þar sem hún var sett fram af Hagkaup- um en málið var upphaflega kært f.h. Baugs hf. Í dómnum segir að rannsókn lögreglu hafi dregist úr hófi fram og m.a. af þeim sökum var dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Af hálfu lögreglu- stjórans í Reykjavík flutti Guðjón Magnússon málið. Hilmar Magnús- son hdl. varði þann sem sýknaður var en Hilmar Ingimundarson hrl. var hinum til varnar. Dró sér vörur hjá Hagkaup- um og seldi annars staðar Í Nato nafni, amen. HARALDUR ÖRN Ólafsson Ever- est-fari kemur til landsins í dag, sunnudag. Klukkan 17 mun bak- varðasveit hans standa fyrir mót- tökuathöfn í Vetrargarði Smára- lindar. Skemmtiatriði verða í boði. Með Everestgöngunni lauk Sjö- tindaleiðangri Haraldar Arnar sem hófst með uppgöngu á Denali 9. júní í fyrra. Haraldur Örn er fimmti maðurinn í heiminum til að komast á hæsta tind hverrar heimsálfu og suður- og norðurpól- inn. Haraldur setti jafnframt heimsmet í því að komast á pól- ana og Hátindana sjö á sem skemmstum tíma, eða á hálfu fimmta ári. Heimsmet- inu fagnað í Smáralind ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.