Morgunblaðið - 01.06.2002, Side 6

Morgunblaðið - 01.06.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÚÐVÍK Bergvinsson, oddviti Vest- mannaeyjalistans, gagnrýnir full- trúa Framsóknarflokks og óháðra í bænum harðlega og segir að þeir verði að breyta áherslum sínum svo að von sé til þess að nýr meirihluti þessara flokka geti orðið að veru- leika. Framsóknarflokkurinn hefur hafnað formlegum viðræðum við Vestmannaeyjalistann en leitaði eft- ir óformlegum þreifingum. „Í þeim hafa komið fram kröfur sem endurspegla í engu styrkleika- hlutföll flokkanna, þvert á móti. Það er mat fulltrúa Vestmannaeyjalist- ans að gott samstarf byggist á því að allir standi sæmilega sáttir upp frá samningaborðinu,“ segir Lúðvík, sem telur að slíkt hafi ekki átt sér stað í þreifingum listanna. „Fram- sóknarflokkurinn hefur að mínu mati verðlagt sig út af borðinu í bili. Meirihlutaviðræður verða að vera annað en uppboðsmarkaður.“ Í kosningunum um helgina fékk Vestmannaeyjalistinn þrjá bæjar- fulltrúa og Framsóknarflokkur fékk einn. Framsóknarflokkurinn stóð að Vestmannaeyjalistanum með Al- þýðuflokki og Alþýðubandalagi 1998, en þá fékk listinn þrjá fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn fjóra. Sjálf- stæðisflokkur fékk hins vegar þrjá bæjarfulltrúa nú, missti einn og þar með meirihluta sinn. Lúðvík segir að í sínum huga séu bæjarstjórnarkosn- ingar ekki í þágu flokka eða ein- stakra manna heldur sé flokkum skylt að takast á við það verkefni að mynda öflugan meirihluta með hags- muni bæjarbúa að leiðarljósi. „Það er mín skoðun að þau sjónarmið hafi ekki verið í fyrirrúmi af hálfu fram- sóknarmanna. Það hefur einnig komið fram í fjölmiðlum að þing- menn Framsóknarflokksins á Suð- urlandi eru áhrifamiklir í áherslum flokksins í þessum viðræðum.“ Spurður hvort Vestmannaeyjalist- inn hefði slitið viðræðum við Fram- sóknarflokk og óháða sagði Lúðvík að svo væri ekki en að framsóknar- menn yrðu að breyta sínum áherslum ef af frekari viðræðum ætti að geta orðið. „Það hefur aldrei áður gerst í bæjarstjórn Vestmanna- eyja að vinstri- og hægrimenn hafi unnið saman, það er óþekkt. Fram- sóknarmenn meta því oddastöðu sína mjög háu verði, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.“ Spurður hvort Vestmannaeyjalist- inn hefði átt í viðræðum við Sjálf- stæðisflokkinn sagði Lúðvík að eina sem hann gæti sagt væri að bæjar- fulltrúum bæri skylda til þess að finna starfhæfan og traustan meiri- hluta. „Það er ljóst að tíminn frá kosningum hefur ekki verið vel nýtt- ur. Það veit hins vegar enginn hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Lúðvík. D-listi ræðir við fulltrúa V- og B-lista Andrés Sigmundsson, fyrsti mað- ur á lista Framsóknarflokks, vildi ekki tjá sig um mögulega meirihluta- myndun Framsóknarflokks og D- eða V-lista þegar Morgunblaðið leit- aði eftir því í gær. Andrés sagði nauðsynlegt að ná lendingu í málinu en vildi að öðru leyti ekkert gefa upp um gang viðræðnanna. Guðjón Hjörleifsson, fráfarandi bæjarstjóri og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokks, segir ljóst að Sjálfstæðisflokkur muni taka af skarið í ljósi þess að töluvert vanti upp á í viðræðum Framsóknarflokks og Vestmannaeyjalista. D-listi ætlar að ræða bæði við V- og B-lista um mögulegt samstarf. „Þó að við höfum sagt að við ætl- uðum að leggja meirihlutann undir þarf að reyna að mynda starfhæfan meirihluta. Ég á von á því að áður en laugardagur er að kveldi kominn verði búið að ræða við báða aðila,“ segir Guðjón. Oddviti Vestmannaeyjalistans Gagnrýnir fram- sóknarmenn ÞRÍR karlmenn voru í gær dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik, en þeir reyndu að innleysa 36 fölsuð húsbréf, samtals að söluandvirði rúmar 44 milljónir króna. Hafði þeim tekist að fá rúmlega 24,5 millj- ónir króna lagðar inn á banka- reikninga sína þegar þeir voru handteknir. Samtals höfðu þeir falsað 116 húsbréf, öll að nafn- virði 1 milljón króna. Þeir Atli Örn Sævarsson, Brynjar Tómasson og Davíð Örn Vignisson játuðu allir brot sín hreinskilnislega og var það virt þeim til refsilækkunar. Þá hafði enginn þeirra áður gerst brotlegur við almenn hegning- arlög. Í niðurstöðu dómsins segir Guðjón Marteinsson héraðs- dómari að skipulagning og framkvæmd brota mannanna beri vott um styrkan brotavilja þeirra og að þeir frömdu brot sín í sameiningu. Brotin hafi beinst að húsnæðislánakerfi landsmanna og þannig varðað mjög mikilvæga hagsmuni. Allt er það virt til refsiþyngingar og þóttu ekki efni til að skilorðs- binda dómana. Guðjón Magn- ússon flutti málið f.h. lögreglu- stjórans í Reykjavík. Hilmar Ingimundarson hrl., Smári Hilmarsson hdl. og Jón Hösk- uldsson hdl. voru til varnar. Húsbréfa- falsarar í tveggja ára fangelsi KJÓLAR frá ítalska tískuframleið- andanum La Perla verða notaðir á hárgreiðslusýningu sem fram fer á Broadway á sunnudag í tengslum við norræna ráðstefnu Intercoiffure sem haldin er í Reykjavík um helgina. Kjólarnir eru fimmtán talsins og koma hing- að með sérstakri hraðsendingu en þeir eru allir hannaðir af Stein- unni Sigurðardóttur, aðalhönnuði hjá La Perla á Ítalíu. Steinunn hefur starfað sem að- alhönnuður fatalínu La Perla í Bologna undanfarið ár en fyr- irtækið, sem er rúmlega fimmtíu ára gamalt og einn af stærstu nærfataframleiðendum í heim- inum, er nú í fyrsta sinn að brjóta sér leið inn á fatamarkaðinn með línu sem Steinunn hannar. Steinunn á langan feril að baki sem fatahönnuður í Bandaríkj- unum og á Ítalíu og hefur starfað fyrir tískuhús á borð við Calvin Klein, Ralph Lauren, Gucci og nú síðast La Perla. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki og mjög ólíkt stórum samsteypufyr- irtækjum. Hér er mjög vinalegt umhverfi,“ segir Steinunn um starf sitt hjá La Perla. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyld- unnar frá upphafi en eigandi þess er hinn 66 ára gamli dr. Alberto Mazotti. Að sögn Steinunnar er fatalína La Perla fyrst og fremst á sviði kvenfatnaðar en verið er að gera prófanir með karlmannsföt einnig. Fötin sem hingað koma eru úr vorlínu 2002 og eru unnin út frá sömu hugmynd og korselett, að sögn Steinunnar. „Saumarnir, uppbyggingin og smáatriðin byggist allt á korselett- um. Kjólarnir eru til dæmis korse- lettkjólar jafnvel þótt sumir séu úr hálfgerðu gallaefni,“ segir hún. Steinunn lánar fötin hingað til lands meðan á ráðstefnu Int- ercoiffure stendur. Sýndur verður dagkæðnaður, veislu- og kvöld- klæðnaður. Að sögn Steinunnar er und- irbúningur í fullum gangi fyrir haustsýningu La Perla í Mílanó í september þar sem sýnd verða föt úr sumarlínu 2003. Steinunn Sigurðardóttir, aðalhönnuður hjá ítalska fyrirtækinu La Perla Lánar kjóla á hártískusýningu hingað til lands Morgunblaðið/Ásdís Steinunn Sigurðardóttir, aðal- hönnuður hjá La Perla. First view Rússneska fyrirsætan Karolina Kurkova í korselett-kjól. First view Kvöldkjóll frá La Perla. Kjóllinn kostar 220 þúsund krónur. ÚTHAFSKARFAVEIÐIN á Reykjaneshrygg hefur gengið mjög vel það sem af er, en íslensku skipin hófu þar veiðar í lok síðasta mánaðar. Að sögn Eiríks Ragn- arssonar, skipstjóra á frystitogar- anum Helgu Maríu AK, hafa afla- brögðin daprast töluvert á allra síðustu dögum. Íslenskum skipum er heimilt að veiða samtals 45 þús- und tonn af úthafskarfa á þessu ári. „Við erum að fá um eitt tonn og upp í eitt og hálft tonn á togtímann að jafnaði ,“ sagði Eiríkur í samtali við Morgunblaðið. Hann var þá að veiðum um 25 sjómílur innan land- helginnar, en sagði mikinn flota er- lendra skipa á veiðum við land- helgislínuna, sennilega um 50 skip. „Annars hefur úthafskarfavertíðin verið mjög góð fram til þessa og ég gæti trúað að margir væru þegar komnir langt með þann kvóta sem þeim var úthlutað. Þó að afla- brögðin séu dræm í augnablikinu er enginn farinn að örvænta. Á síð- asta ári hófust úthafskarfaveiðarn- ar ekki fyrr en að loknu sjómanna- verkfallinu um miðjan maí og varla hægt að tala um fiskirí fyrr en kom að sjómannadegi. Þegar skipin síð- an komu aftur út eftir sjómanna- dag í fyrra var hörkuveiði allan júnímánuð og fram í júlí. Vertíð- inni er því langt í frá lokið. Senni- lega tekur karfinn sér bara frí á sjómannadaginn eins og við sjó- mennirnir.“ Náum að veiða kvótann Skipunum hafði fækkað nokkuð á úthafskarfamiðunum í gær, enda mörg þeirra þegar komin í land vegna sjómannadagsins á sunnu- dag. Talið er að tvo ólíka karfa- stofna sé að finna á Reykjanes- hrygg og eru veiðarnar svæðis- bundnar til að aðskilja veiðar úr stofnunum og er veiðunum þannig skipt milli tveggja svæða. Annað tekur einkum mið af fiskveiðilög- sögunni, en karfi sem veiðist á því svæði telst til þess stofns sem áður var kallaður neðri stofninn og veiðist að jafnaði neðan 500 metra dýpis. „Við höfum fengið mjög fal- legan og góðan karfa, en okkur þykir verðið á honum heldur lágt á þessari vertíð. Þessi karfi er mjög svipaður karfanum sem við fáum í djúpköntunum á heimamiðum, enda eru menn ekki á einu máli um hvort hér sé um sama stofninn að ræða eða ekki. Við erum langt komnir með kvóta okkar á þessu tiltekna svæði, en förum síðan inn í grænlensku lögsöguna og klárum vertíðina þar. Ég hef engar áhyggjur af öðru, en að við náum að veiða allan okkar kvóta,“ sagði Eiríkur. Karfinn tekur sér frí eins og sjómenn Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Úthafskarfaveiðin hefur gengið mjög vel í vor, þótt dregið hafi úr síð- ustu daga. Hér er búið að taka vænt karfahal um borð í Sléttbak EA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.