Morgunblaðið - 01.06.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.06.2002, Qupperneq 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ PRÓFANIR á búnaði sem Stjörnu- Oddi hefur hannað til neðansjávar- merkinga á karfa, er lauk í síðustu viku, sýna að aðferðin er bæði fram- kvæmanleg og áreiðanleg. Næsta skref Stjörnu-Odda er að semja við Hafrannsóknastofnun um kaup á búnaðinum. Þetta kom fram í máli Sigmars Guðbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra Stjörnu-Odda, á blaðamannafundi þar sem kynntur var árangur af leiðangri hafrann- sóknaskipsins Árna Friðrikssonar RE með búnaðinn. Sigmar sagðist ekki vita til þess að gerðar hefðu verið tilraunir með merkingar á fiski neðansjávar í lík- ingu við það sem Stjörnu-Oddi er að gera í samvinnu við Hafrannsókna- stofnun og Granda, og að í raun væri um vísindalegt afrek að ræða. Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræð- ingur og verkefnisstjóri Hafrann- sóknastofnunar, sagði að árangurinn af prófununum á búnaði Stjörnu- Odda væri ákaflega mikilvægur fyr- ir fiskirannsóknir. Mjög lítið sé vitað um hegðun karfans í sjónum þar sem þær mælingaraðferðir sem reyndar hafi verið til þessa hafi ekki gengið. Hann sagði að búnaðurinn frá Stjörnu-Odda gæfi tækifæri til að hægt yrði að vita meira um samsetn- ingu karfastofna sem Íslendingar hafa aðgang að. Það sé mikið hags- munamál til að hægt verði að átta sig betur á vexti karfa, farleiðum og hvernig hann dreifir sér í sjónum. Þá verði hægt að veita betri ráðgjöf í þessum efnum. Hugmyndin kviknaði 1997 Á annan tug fiska voru merktir með búnaði Stjörnu-Odda í leiðangri Árna Friðrikssonar dagana 21.–24. maí síðastliðinn. Að merkingu lok- inni voru fiskarnir veiddir og krufð- ir. Niðurstaðan sýndi að sögn Sig- mars að fiskarnir hefðu ekki orðið fyrir skakkaföllum af völdum merk- ingarinnar. Í framhaldi af því voru nærri 50 fiskar merktir og þeim síð- an sleppt. Hugmyndin að neðansjávarmerki- búnaði Stjörnu-Odda á karfa kvikn- aði á árinu 1997. Á árinu 1999 veitti Rannís styrk til verkefnisins og hófst þá þróun á búnaðinum. Árið eftir var fyrsti karfinn merktur neð- ansjávar. Prófanir og þróun á bún- aðinum héldu svo áfram á árinu 2001 og sagði Sigmar að í ljós hefði komið að nauðsynlegt var að gera ákveðnar tæknilegar breytingar á búnaðinum. Afnot fengust af Árna Friðrikssyni á árinu 2001 sem gaf fjölmargar upp- lýsingar til að vinna úr og var grunn- urinn að því að hægt var að hitta á réttar breytingar á búnaðinum. Sig- mar sagði að í leiðangri dagana 11.– 15. maí síðastliðinn hefði komið í ljós að verkefnið væri langleiðina komið í höfn og það hefði síðan verið klárað í leiðangrinum 21.–24. maí. Þróunarkostnaður hátt í 100 milljónir Sigmar sagði það skipta miklu máli fyrir Stjörnu-Odda að neðan- sjávarmerkingarbúnaðurinn yrði tekinn í notkun hér á landi. Það auð- veldaði að koma búnaðinum á fram- færi annars staðar. Hann sagði að þróunarkostnaður búnaðarins til þessa væri kominn hátt í 100 millj- ónir króna. Þorsteinn sagði að tilraunir, sem gerðar hefðu verið með merkingar á karfa til þessa, hefðu ekki tekist. Það hefði ekki verið fyrr en Sigmar hefði komið með þá hugmynd að merkja karfann ofan í sjónum þar sem hann lifir, að menn sáu að mögulegt gæti verið að ná fram meiri vitneskju um hegðun karfans. Það sé ekki fram- kvæmanlegt að draga fiskinn upp, merkja hann og sleppa síðan. Hann drepist við það. Þó fyrsta markmiðið með búnaði Stjörnu-Odda sé merkingar á karfa þá sagði Þorsteinn að vel væri hugs- anlegt að hægt yrði að nota búnað- inn til merkingar á öðrum fiskteg- undum. Þá verði væntanlega hægt að spara mikið fé í merkingum því þær gangi mun hraðar fyrir sig en hefðbundnar merkingar. Þorsteinn sagðist vilja koma því á framfæri til þeirra sem hugsanlega fá merkta karfa í veiðarfæri eða á fiskvinnsluborð að hafa samband og láta vita. Morgunblaðið/Kristinn Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda, með teikningu af neðansjávarmerkingarbúnaði fyrirtækisins, og Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Prófunum á neðansjávarmerkingarbúnaði Stjörnu-Odda er nú lokið Framkvæman- leg aðferð og áreiðanleg LÁNSHÆFISMAT Búnaðar-banka Íslands og LandsbankaÍslands er óbreytt samkvæmt nýju mati fyrirtækisins Mood- y’s. Bankarnir eru með sömu einkunn í öllum þeim þremur flokkum sem einkunn er gefin fyrir. Þeir fá A3 fyrir skuldbind- ingar til langs tíma, P2 fyrir skuldbindingar til skamms tíma og C fyrir fjárhagslegan styrk- leika. Horfur eru metnar já- kvæðar hjá báðum bönkunum. Búnaðarbanki og Landsbanki Óbreytt lánshæf- ismat AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.