Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 32
NEYTENDUR
32 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HEILSA
Þ
ögnin er eitt af birtingarformum
fordómanna og getur haft mjög
alvarlegar afleiðingar í för með
sér. Fáir hafa bitrari reynslu af
þögninni en samkynhneigðir,
lesbíur og hommar, og þekkja betur afleið-
ingar hennar. Þegar fjallað er um fordóma er
því afar mikilvægt að beina athyglinni að
samræðunni. Hvernig tölum við saman og
um hvað? Veitum því ekki síður athygli um
hvað ekki er rætt og spyrjum okkur sjálf af
hverju ekki er talað um viðkomandi málefni.
Um samkynhneigða hefur ríkt mikil þögn og gerir enn. Þrátt fyrir mikils-
verðar tilraunir til einlægrar umræðu um samkynhneigð nú á dögum glímum
við engu að síður við þögnina. Þar sem skiptir hvað mestu máli að um sam-
kynhneigða sé rætt ríkir skerandi þögn sem hefur alvarleg áhrif á þá ein-
staklinga sem fyrir henni verða. Þegar ekki er rætt um tilvist samkyn-
hneigðra skynja þeir sjálfir, svo og þeir sem næst þeim standa, höfnun og
fyrirlitningu í sinn garð. Slík höfnun er afar sár reynsla og erfið, mannfólkið
allt þarfnast ákveðinnar viðurkenningar á sjálfu sér. Með umræðunni opnast
leið til þess að sýna viðurkenningu og á því er mikil þörf. Skerandi þögnin
skekkir sjálfsmynd hvers einstaklings sem fyrir henni verður og gerir hann
vanhæfari til að takast á við lífið, en góð líðan hvers og eins er afar mikilvæg
til þess að hann fái notið sín í víðasta skilningi. Að lifa við þögn um eiginleika
sinn til ásta er ógnvænlegt, í þögninni felast skýr skilaboð um útilokun, að líf
viðkomandi sé einskis virði.
Ef þögnin er ekki rofin með vitrænum samræðum verður okkur ekki mikið
ágengt í að fræða og upplýsa hvert annað um fjölbreytileika lífsins, hvers
hann er megnugur og hversu mikils virði hann er.
Skiptumst á skoðunum, verum ábyrgir samfélagsþegnar og látum okkur
varða hvert um annars tilvist – hver sem við erum.
Sara Dögg Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna 7́8
– félags lesbía og homma á Íslandi
Vitundarvakning Landlæknisembættisins og Geðræktar um fordóma
í samstarfi við: Alþjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustuna í Reykjavík,
Heilsueflingu í skólum, Hitt Húsið, Jafnréttisnefnd og Stúdentaráð Háskóla Íslands,
Miðborgarstarf KFUM og K og Þjóðkirkjunnaar, Rauða kross Íslands,
Samtökin 7́8 og Öryrkjabandalag Íslands
Heilsan í brennidepli
Í viðjum
þagnarinnar
Að lifa við þögn um
eiginleika sinn til ásta
er ógnvænlegt
HEILINN er tvímælalaust eitt mik-
ilvægasta líffærið. Þrátt fyrir það
hefur reynst erfitt að fylgjast náið
með starfsemi hans og virkni. Ís-
lenska fyrirtækið Taugagreining hf.
hefur sérhæft sig á sviði stafrænna
heilarita sem leysa af hólmi sams
konar tæki sem verið hafa á mark-
aðnum undanfarna áratugi. Í tilefni
þings norrænna taugalækna og
hjúkrunarfræðinga í Háskólabíói
dagana 29. maí til 1. júní hefur fyr-
irtækið kynnt starfsemi sína og tæki,
en til ráðstefnunnar komu færustu
sérfræðingar Norðurlanda á þessu
sviði. Þar á meðal er dr. Ingmar Ros-
én, prófessor í taugalækningum við
háskólasjúkrahúsið í Lundi. Hann
hélt fyrirlestur á ráðstefnunni í gær,
föstudag, þar sem hann skýrði frá
byltingarkenndu tæki sem Tauga-
greining hf. hefur kynnt, heilasíritan-
um Nervus monitor, sem er sérstak-
lega hannaður til notkunar á
gjörgæsludeildum sjúkrahúsa.
Áralangt starf skilar
miklum árangri
Dr. Rosén hefur unnið mikið með
starfsmönnum Taugagreiningar hf.
„Ég hef verið í sambandi við starfs-
menn Taugagreiningar mörg undan-
farin ár,“ segir dr. Rosén, „og það
undirbúnings- og þróunarstarf sem
við höfum unnið í sameiningu hefur
skilað mjög góðum árangri.“ Nýi
heilasíritinn fyrir gjörgæsludeildir
hefur hlotið mjög góðar viðtökur, að
sögn dr. Roséns. „Þar kom mjög að
gagni að vera í góðu sambandi við
verðandi notendur tækisins, og gera
góða þarfagreiningu áður en hafist
var handa við hönnunina.“
Bylting í þjónustu á gjörgæslu
Eldri tækni á sviði heilarita gerði
um 20 mínútna skrásetningu á heila-
sveiflum. Einnig var hægt að láta
sjúklinga bera á sér skrásetjara í
lengri tíma, sem síðar tók tíma að lesa
úr. Heilasíritinn, sem er sérstaklega
hannaður fyrir gjörgæslu, safnar
stöðugt upplýsingum um sjúklinginn
sem eru sjáanlegar á auðlæsilegum
skjá. „Þetta er algjör bylting á sviði
gjörgæslustarfsins,“ segir dr. Rosén.
„Í lengri tíma höfum við getað fylgst
náið með hjarta sjúklings, öndun og
blóðþrýstingi á gjörgæslu. Hins veg-
ar hafa ekki verið til tæki sem fylgj-
ast með heila sjúklings við þessar að-
stæður. Upplýsingar sem nýi síritinn
veitir eru mjög mikilvægar, til dæmis
eftir heilablóðfall, heilablæðingu og
hjá fyrirburum á fæðingardeild, þar
sem starf heilans gefur til kynna
batahorfur sjúklingsins.“ Hér er því
um nýja upplýsingaveitu að ræða fyr-
ir lækna og hjúkrunarfræðinga, sem
auðveldar meðhöndlun sjúklinga og
eftirlit með þeim.
Aukið öruggi fyrir sjúklinga
„Starfsfólk sjúkrahússins getur
fylgst nákvæmlega með heila sjúk-
linga og byggt ákvarðanir sínar á
traustari grunni,“ segir dr. Rosén.
„Síritinn hefur reynst mjög vel á
Líðan heilans
kortlögð
Morgunblaðið/Sverrir
Dr. Ingmar Rosén, prófessor við
háskólasjúkrahúsið í Lundi.
LEIÐBEININGA- og kvörtunar-
þjónusta Neytendasamtakanna
fjallaði um 515 kvörtunarmál árið
2001, nokkru fleiri en árið á undan.
Auk þess svöruðu starfsmenn 3.515
fyrirspurnum. Langflest kvörtunar-
mál tengdust kaupum á fatnaði og
skartgripum en fjölmargar kvartan-
ir bárust einnig vegna viðskipta við
efnalaugar og þvottahús og vegna
þjónustu iðnaðarmanna. Sex kvört-
unar- og úrskurðarnefndir sem
samtökin eiga aðild að fjölluðu um
281 mál en þar af bárust úrskurð-
arnefnd í vátryggingamálum 250 er-
indi.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu
Neytendasamtakanna fyrir árið
2001.
Í skýrslunni kemur fram að fyr-
irspurnir neytenda til leiðbeininga-
og kvörtunarþjónustunnar beindust
í fyrra einkum að fjórum tegundum
varnings, þ.e. bifreiðum, fatnaði,
raftækjum og tölvum. Yfir 300 fyr-
irspurnir bárust vegna hvers þess-
ara málaflokka um sig. Starfsmenn
þjónustunnar afgreiða fyrirspurnir í
gegnum síma án frekari milligöngu.
Þegar um er að ræða kvörtunar-
mál hefur starfsfólkið hins vegar
milligöngu í því skyni að ná sann-
gjarnri lausn, segir í frétt frá sam-
tökunum vegna ársskýrslunnar.
„Sum kvörtunarmál reynist unnt að
leysa í gegnum síma en önnur kalla
á bréfaskriftir og aðra málafylgju.“
Kvörtunar- og
úrskurðarnefndir
Neytendasamtökin eiga aðild að
sex kvörtunar- og úrskurðarnefnd-
um um ýmis málefni í samvinnu við
aðra. Fjallað var um níu mál í nefnd
Neytendasamtakanna og Félags
efnalaugaeigenda. Fimm mál komu
til meðferðar hjá kvörtunarnefnd
samtakanna og Félags íslenskra
ferðaskrifstofa. Langflest mál komu
hins vegar til kasta úrskurðarnefnd-
ar í vátryggingamálum eða 250.
Annir úrskurðarnefndar um við-
skipti við fjármálafyrirtæki hafa
aukist gríðarlega á síðustu árum.
Nefndin fjallaði um sautján mál í
fyrra, þrefalt fleiri en árið 2000 og
nær sexfalt fleiri en árið 1999.
Þjónusta leiðbeininga- og kvört-
unarþjónustunnar er félagsmönnum
Neytendasamna að kostnaðarlausu
en aðrir greiða 3.500 króna mál-
skotsgjald þegar starfsmenn þurfa
að hafa milligöngu í ágreiningsmál-
um. Kostnaður við rekstur þjónust-
unnar er að mestu leyti greiddur
með árgjöldum félagsmanna. Við-
skiptaráðuneytið greiðir hluta af
kostnaðinum samkvæmt þjónustu-
samningi en í nágrannalöndunum er
kostnaður við þjónustu af þessu tagi
yfirleitt greiddur að fullu af ríkis-
valdinu, segir í fréttatilkynningu.
Mest kvartað
vegna fatnaðar
og skartgripa
1
2 1
&
34 5
! 1 1 2
6
7
4
58
* 2
(/
+01023 4
9:
;
;
<
<
=
=
9
36 1
>
24 Kvörtunarmálum til Neytenda-
samtakanna fjölgar milli ára
MEÐ hækkandi sól lengist af-
greiðslutími safna og annarra
staða sem miða þjónustu sína að-
allega við straum ferðamanna yfir
hásumarið. Margvísleg tilboð eru í
gangi í söfnum á Norðurlandi eins
og kemur fram í könnun sem Neyt-
endasamtökin gerðu í nokkrum
þeirra.
Í flestum safnanna er veittur
hópafsláttur og er þá miðað við tíu
manns eða fleiri. Í einhverjum til-
fellum er afsláttur þó aðeins veitt-
ur gegn staðgreiðslu. Börn upp að
6 ára aldri fá ókeypis inn í öll söfn-
in sem könnunin náði til en í sum-
um söfnum fá börn allt að 16 ára
aldri ókeypis inn.
Afgreiðslutími safnanna miðast
við háannatímann, oftast frá júní-
byrjun til ágústloka. Þó ber að
nefna að í mörgum tilvikum eru
söfn opnuð fyrir gesti utan hefð-
bundins afgreiðslutíma í samráði
við viðkomandi safnvörð. Þá fá
skólahópar í flestum tilfellum
ókeypis inn í söfn.
Í umfjöllun Neytendasamtak-
anna um könnunina er tekið fram
að hún náði aðeins til hluta safna
sem finna má á Norðurlandi. „Þess-
ar upplýsingar gefa þó vonandi
menningarsinnuðum neytendum
einhverja hugmynd um verð og af-
greiðslutíma safna yfirleitt,“ segir í
umfjöllun samtakanna.
/
? >
'
(2 7>
@ ( @ , @ 78 @
6 $ 7;9
$
7
;A
> $
!! 8 !
$
"
/ $
(2 !
9
: 8
$ 7:
$
7=
< ;"<;
=9> ,+.
? 5 !
?%
$ 7;
$
7=
< ;"<=9>
; ,+.
4
42
!8 9 9
$ 7:
=:
79
B #
9%
/>
/
!
8
@
$ 7;
A
7
A ;8
9%"
5
B
+..
?
C
= >
! 9
$ 7
$
7=
:<
> #
9%
4
% 42
5
>
$ 7;
=9
7
;< #
9%
C
(..
$ 5
/ 262
B
! 8
$ 7:
$
7
:A
'
"<
!
">
$ 7:
$
7=
A D%
$
"
Könnun Neytendasamtakanna á söfnum á Norðurlandi
Margvísleg tilboð í gangi
BRAGÐBÆTT
léttsúrmjólk með
eplum og perum
er nýjung frá MS.
Bragðbætta súr-
mjólkin nýtur sí-
aukinna vinsælda
og til að koma enn
frekar til móts við
neytendur er nú
boðið upp á bragðbætta léttsúrmjólk,
segir í fréttatilkynningu. Hún inni-
heldur 42 hitaeiningar í 100 g og er án
viðbætts sykurs. Þar að auki hafa yfir
80% mjólkursykursins verið klofin
niður og hentar léttsúrmjólkin því
flestum þeim sem haldnir eru mjólk-
uróþoli, segir ennfremur í fréttatil-
kynningunni.
Með þessari nýjung eru súrmjólk-
urtegundir frá MS orðnar sex talsins.
Létt bragð-
bætt súrmjólk
Í SÍÐASTA mán-
uði tók Austur-
bakki við umboði
fyrir Silicol frá
fyrirtækinu Sag-
una, en vörurnar
er hægt að nálg-
ast í lyfjaverslun-
um.
Silicol-vörurn-
ar skiptast í þrjá flokka; Silicol, gegn
maga- og ristilvandamálum, Silicol
Dental, gegn vandamálum í munni
og gómi, og Silicol Skin, gegn húð-
vandamálum. Í fréttatilkynningu
segir að Silicol komi jafnvægi á melt-
ingarveginn, dragi úr nábít og
brjóstsviða og styrki allan bandvef
líkamans. Silicol Dental er kísilsýra
og með vísindalegri aðferð er kísil-
sýran gerð mjög virk, segir í frétta-
tilkynningu. Silicol Dental bindur
blóðagnir og myndar sefandi himnu í
munni. Silicol Skin ver húðina fyrir
óhreinindum, myndi kælandi himnu
sem vegna sterkra bindieiginleika
dragi til sín óhreinindi úr húðinni.
NÝTT
Austurbakki
tekur við um-
boði Silicol