Morgunblaðið - 01.06.2002, Qupperneq 33
vökudeild fæðingardeildar og í
umönnun sjúklinga með hvers kyns
höfuðáverka, heilablóðfall eða heila-
skaða.“ Aðspurður segir dr. Rosén að
síritinn veiti sjúklingum aukið öryggi
vegna þess að hann geri ástand
þeirra sjáanlegra fyrir lækna og
hjúkrunarfólk. Tæknin er svo full-
komin að starfsmaður á gjörgæslu
getur sent sérfræðingi í heilariti
tölvupóst ef ástand sjúklings virðist
óeðlilegt. Með póstinum er línuritið
sent og sérfræðingurinn fær allar
upplýsingar um sjúklinginn á auga-
bragði. „Þannig geta minni sjúkra-
hús, sem ekki hafa sérfræðing á
þessu sviði innanhúss, auðveldlega
veitt sjúklingum sínum fullkomna
þjónustu með hjálp nútíma tækni,“
segir dr. Rosén, og efast ekki um að
til þessa megi meðal annars rekja
vinsældir búnaðarins meðal sjúkra-
húsa á Norðurlöndum.
Forskot á önnur fyrirtæki
Taugagreining hf. hefur kynnt
tækið vel og hefur nú um 80–90%
markaðshlutdeild á Norðurlöndum.
„Það kemur mér ekki á óvart,“ segir
dr. Rosén, „enda var Taugagreining í
nánu samstarfi við fjölda lækna á
Norðurlöndum meðan á hönnun stóð,
og hefur náð forskoti á þessu sviði.“
Framtíðin virðist björt, enda er ávallt
kostur að vera fyrstur á ferð með
tækninýjungar, segir hann. „Einnig
er mjög mikilvægt hvað tækin henta
notendunum vel. Starfsmenn Tauga-
greiningar hafa lagt áherslu á gott
notendaviðmót sem skilar sér í vin-
sældum tækjanna. Skilaboðin eru
skýr, línuritið bæði faglegt og auð-
læsilegt og fjöldi stillinga fyrir mis-
munandi ástand sjúklings.“ Að lokum
bendir dr. Ingmar Rosén á hve góður
vettvangur ráðstefnan hér á landi er
fyrir nýjungar af þessu tagi. „Hér eru
læknar og hjúkrunarfræðingar af
Norðurlöndum samankomnir til þess
að ræða það nýjasta á sviði tauga-
lækninga og eftirlits með taugastarf-
semi. Verðandi notendur heilasírit-
ans fá því að kynnast tækinu vel hér á
vettvangi.“
bjarniben@mbl.is
TENGLAR
..............................................
Heimasíða Taugagreiningar hf:
www.nervus.is
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 33
Nýskr. 9.1999, 4.200 cc, 5 dyra,
sjálfskiptur, grár, ekinn 81 þús.
Álfelgur. Leður. Loftkæling o.m.fl.
Toyota Land
Cruiser 100VX
Grjóthálsi 1
Sími 575 1230/00
bíla
land
notaðir bílar
bilaland.is
B&L
Verð 4.990 þ.
Steingrímur Hermannsson,
Garðabæ:
Undanfarna mánuði hef ég daglega
tekið teskeið af Angelicu. Fyrsta
mánuðinn fann ég lítil áhrif, en síðan
hafa mér þótt áhrifin veruleg og
vaxandi bæði á heilsu og þrótt. Pestir
eða kvilla hef ég enga fengið og þróttur
og úthald hefur aukist, ekki síst í
vetrargolfinu.
www.sagamedica.com
eykur orku, þrek og
vellíðan
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
N
M
0
6
1
3
4
/s
ia
.i
s
Angelica
Angelica fæst í apótekum,
heilsuvörubúðum
og heilsuhornum matvöruverslana.
Rafmagnssláttuvél
1100W rafmótor
27 ltr grashirðupoki
Silent 33
tilbo›: 16.900
Silent 45 Combi
Bensínsláttuvél
4 hestafla B&S mótor
55 ltr grashirðupoki
tilbo›: 44.900
Euro 45
tilbo›: 32.900
Bensínsláttuvél
4 hestöfl B&S mótor
55 ltr grashirðupoki
Garden Combi
tilbo›: 215.000
Bensínsláttuvél 12,5 hestöfl B&S mótor
170 ltr grashirðupoki fáanlegur
Estate President
tilbo›: 354.000
Bensínsláttuvél 13,5 hestöfl B&S mótor
250 ltr grashirðupoki
Park Comfort
tilbo›: 490.000
Bensínsláttuvél 15,5 hestöfl B&S mótor
Sláttubúnaður að framan
Vetrarsól • Askalind 4 • Kópavogi • Sími: 564 1864
Hágæða sláttuvélar
Spurning: Svo virðist sem faraldur
hafi gengið í skólanum þar sem
dóttir mín er af veiki sem kallast
einkirningasótt. Hvaða veiki er
þetta og hvernig smitast hún? Er
þessi veiki hættuleg eða getur
hún verið langvarandi?
Svar: Einkirningasótt (eitlasótt,
kossasótt, mononucleosis) er smit-
sjúkdómur sem stafar af veiru
sem nefnist Epstein-Barr-veira og
er skyld herpesveirum sem valda
m.a. áblæstri. Nafnið kemur til af
því að mikil fjölgun verður á ein-
kjarna frumum í blóðinu, s.k.
einkirningum. Þetta er mjög al-
geng veira og flestir smitast af
henni sem börn eða unglingar;
rannsóknir á Vesturlöndum hafa
sýnt að um 50% 5 ára barna og
95% fólks á aldrinum 35–40 ára
hafa smitast. Börn smitast iðulega
án þess að veikjast en talið er að
35–50% þeirra sem smitast sem
unglingar eða fullorðnir veikist.
Þegar einhver hefur smitast,
hvort sem hann fær sjúkdóms-
einkenni eða ekki, myndar hann
mótefni gegn veirunni og ber
hana í sér til æviloka. Veiran er til
staðar í munnvatni þeirra sem eru
veikir eða nýlega smitaðir og get-
ur fundist í munnvatni stöku sinn-
um síðar á ævinni. Einkirninga-
sótt smitast ekki eins auðveldlega
og kvef og talið er að hún smitist
oftast með kossum en hún getur
borist milli einstaklinga ef sá
smitaði hóstar eða hnerrar. Sjúk-
dómseinkenni koma venjulega
fram 30–50 dögum eftir smit ef
þau koma fram á annað borð. Al-
gengustu sjúkdómseinkenni eru
sótthiti, særindi í hálsi, höf-
uðverkur, hvítar skellur á slímhúð
í koki, eitlastækkanir, lystarleysi,
útbrot og þreyta. Sjúkdómsgrein-
ing byggir á þessum einkennum
og þar að auki er hægt að gera
blóðrannsókn til að staðfesta
greininguna. Í flestum tilfellum
hverfa sjúkdómseinkennin á 2–4
vikum en stundum er sjúkling-
urinn þreyttur og slappur í 3–4
mánuði og einstaka sinnum leng-
ur. Til er kenning um að Epstein-
Barr-veiran tengist síþreytu sem
getur staðið mánuðum og jafnvel
árum saman en ekki hefur tekist
að sýna fram á slíkt samband með
sannfærandi hætti. Ekki er til
nein meðferð sem læknar einkirn-
ingasótt og sýklalyf gera ekkert
gagn en sum þeirra geta valdið
slæmum útbrotum hjá þeim sem
eru með þessa veiki. Eina með-
ferðin er við einkennum og það
sem hægt er að ráðleggja er að
hvíla sig, drekka mikinn vökva,
nota eitthvað mýkjandi í hálsinn
og hugsanlega taka mild verkjalyf
en þó ætti að forðast þau sem
innihalda acetýlsalisýlsýru. Miltað
er staðsett efst í kviðarholi
vinstra megin og stækkar stund-
um mikið í einkirningasótt, þess
vegna ætti að forðast allt sem
gæti valdið þrýstingi eða höggum
á kviðarholið vegna þess að miltað
getur sprungið þó að það sé ákaf-
lega sjaldgæft. Stækkað milta er
viðkvæmt fyrir höggum og ef það
springur verður innvortis blæðing
sem er hættuleg og krefst skurð-
aðgerðar án tafar. Einnig getur
lifrin stækkað en hún er hægra
megin í kviðarholi.
Einkirningasótt er algengur
smitsjúkdómur sem einungis er
hægt að veikjast af einu sinni á
ævinni. Sjúkdómurinn er oftast
vægur og gengur fljótt yfir en
samt er ástæða til að fá sjúkdóms-
greiningu og ráðleggingar hjá
lækni til að forðast aukakvilla.
Hvað er einkirningasótt?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Algeng veira en
engin meðferð
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100
og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok.
Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang
Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot-
mail.com.
alltaf á sunnudögumFERÐALÖG