Morgunblaðið - 01.06.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 01.06.2002, Síða 34
ÚR VESTURHEIMI 34 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ CONNIE Benediktson Magnusson frá Gimli í Manitoba er fjallkona ársins, en þetta var opinberað í tengslum við starfsfund Íslend- ingadagsnefndar í Gimli á dög- unum. Fjallkonan hefur komið fram á Íslendingadeginum árlega síðan 1928, en hátíðin, sem fer nú fram í 113. sinn, hefur verið haldin í Gimli síðan 1932 og verður því þar í 70. sinn í sumar. Tim Arnason, forseti Íslend- ingadagsnefndar, greindi frá ákvörðun nefndarinnar, sagði að hún markaði upphaf hátíðarhald- anna í ár og gat þess að fjallkonan væri mikilvægasta ímynd föð- urlandsins – arfleifðarinnar og menningarinnar. „Fjallkonan hefur verið miðpunktur Íslendingadags- ins í meira en 75 ár,“ sagði hann meðal annars við þetta tækifæri. Connie er dóttir Sigríðar og Arn- þórs V. Benediktssonar, en afar hennar og ömmur voru Guðríður Helgadóttir frá Akureyri og Vigfús Sigurður Benediktsson frá Vopna- firði í föðurætt og María Jóhanns- dóttir, sem fæddist á Bolstad í Nýja- Íslandi, og Sigurður Einarsson frá Hrauni í Suður-Þingeyjarsýslu í móðurætt. Connie giftist Ralph Magnusson 1957 og eiga þau fjórar dætur og átta barnabörn. „Þetta er mikill heiður og það eru forréttindi að vera valin,“ sagði Connie en hún hefur mjög látið til sín taka í „íslenska“ samfélaginu vestra. Hún hefur m.a. gegnt stöðu ritara, varaformanns, formanns og fyrrverandi formanns í deild Þjóð- ræknisfélagsins í Gimli, verið stjórnarmaður og gjaldkeri Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi, verið atkvæðamikil í sam- bandi við Íslendingadaginn og er auk þess heiðursfélagi í curl- ingfélagi kvenna í Gimli. Margret Lovísa Wishnowski var fjallkona 2001, en hún lét formlega af embættinu á fundinum og Connie tók við. Næsta verkefni fjallkon- unnar verður við styttu af Jóni Sig- urðssyni í Winnipeg þjóðhátíð- ardaginn 17. júní, en hátíðin í Gimli stendur yfir helgina 2. til 5. ágúst í sumar. Connie Magnus- son fjall- konan í ár Ljósmynd/Lillian Vilborg Tim Arnason, forseti Íslendingadagsnefndar, Connie Magnusson, fjall- kona, og Margret Lovísa Wishnowski, fráfarandi fjallkona. BÆJARSTJÓRN Spanish Fork í Utah í Bandaríkjunum samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að þriðja helgin í júní ár hvert yrði helguð ís- lenskum málefnum og viðkomandi laugardagur og sunnudagur yrðu op- inberlega nefndir íslenskir dagar. Þegar Dale R. Barney, borgar- stjóri, skrifaði undir yfirlýsinguna um íslenska daga hvatti hann alla borgarbúa til að halda íslensku dag- ana hátíðlega og styðja þannig Ís- lendingafélagið í Utah í því að varð- veita íslenska menningu og íslenska menningararfleifð, ekki síst með kynslóðir framtíðarinnar í huga. Í yfirlýsingunni kemur fram að Ís- lendingafélagið í Utah stuðli að varð- veislu íslenskrar menningar og menningararfleifðrar, m.a. með því að stuðla að auknum samskiptum við Íslendinga og halda minningu fyrstu landnemanna í Spanish Fork á lofti, Yfirvöld séu hreykin af því að íslensk menningararfleifð svífi yfir vötnun- um og sérstakir íslenskir dagar sé vel til þess fallnir að minnast frum- herjanna sem hefðu haft kjark til að byrja nýtt líf í nýju landi. Fyrstu Íslendingarnir komu til Spanish Fork 1855, sama ár og bæj- arfélagið var stofnað, en alls fluttu 410 Íslendingar til Utah á árunum 1855 til 1914. Um 400 manns eru í Ís- lendingafélaginu í Utah og verða ís- lensku dagarnir í ár haldnir hátíðleg- ir 15. og 16. júní. Þá verður nýr forseti Íslendingafélagsins kjörinn en John K. Johnson hefur verið for- seti þess undanfarin tvö ár. Íslenskir dagar í Spanish Fork John K. Johnson, forseti Íslendingafélagsins í Utah, Dale Barney, borg- arstjóri í Spanish Fork, og David A. Ashby, upplýsingafulltrúi. SUNNUKÓRINN frá Ísafirði fer í söngför til Vesturheims um næstu helgi og kemur átta sinnum fram í Bandaríkjunum og Kanada á tveim- ur vikum. Sigurveig Gunnarsdóttir, stjórn- arformaður kórsins, segir að tilgang- ur fararinnar sé að heiðra minningu hjónanna Ragnars H. Ragnar og Sigríðar Jónsdóttur. Ragnar, sem stjórnaði kórnum til fjölda ára, hafi lengi átt sér þann draum að fara með kórinn til Vesturheims þar sem hann bjó í 27 ár áður en hann fluttist til Ísafjarðar en fyrst nú verði draum- urinn að veruleika. Dætur þeirra, Sigríður, sem er undirleikari kórsins, og Anna Áslaug verða með í för en flogið verður til Minneapolis 7. júní. Rúmlega 50 manns eru í hópnum, þar af 34 í kórnum. Margrét Geirsdóttir er stjórnandi hans, Ingunn Ósk Sturlu- dóttir einsöngvari, Baldur Geir- mundsson spilar á harmonikku og Samúel Einarsson á bassa. Kórinn kemur til með að syngja við ýmsar uppákomur á átta stöðum í Minnesota, Norður-Dakota og Manitoba, m.a. við styttu af Jóni Sig- urðssyni í Winnipeg 17. júní. Far- arstjóri verður Kent Björnsson, sem er Kanadamaður af íslenskum ætt- um. Sunnukórinn til Vesturheims Heiðra minningu Ragnars og Sigríðar LANDNÁMSSÝNINGIN Scand- inavian Roots – American Lives, var opnuð í Þjóðskjalasafninu í Ottawa í Kanada fyrir helgi að viðstöddum um 500 manns, en sýningin verður opin fram í miðjan október í haust. Ian Wilson þjóðskjalavörður greindi frá tilurð sýningarinnar og síðan flutti Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, ræðu fyrir hönd norrænu sendiherranna og norrænu ráðherranefndarinnar. 6. apríl árið 2000 afhenti Davíð Odds- son, forsætisráðherra, Jean Crétien, forsætisráðherra Kanada, styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur og Snorra Þorfinnssyni sem gjöf frá íslensku þjóðinni til þeirrar kanadísku í tilefni þess að þá voru 1000 ár frá því þau komu til Kanada. Samfara opnun sýningarinnar, sem átti sér stað ári eftir að sendiráð Íslands var form- lega opnað í Ottawa, var þessi stytta flutt í Þjóðskjalasafnið og notaði Hjálmar tækifærið og greindi frá mikilvægi Guðríðar og Snorra í sögu Kanada. Hann benti m.a. á, að sagt hefði verið um Guðríði að hún hefði verið sérstaklega fögur, hugrökk og sjálfstæð, og norrænar konur hefðu erft þessa eiginleika í ríkum mæli, en þessi ummæli féllu í góðan jarðveg enda flestir viðstaddra af norrænum uppruna. Ljósmynd/Gerry Einarsson Lennart Alvin, sendiherra Svíþjóðar, Ola Brevik, staðgengill sendi- herra Noregs, Ian Wilson, þjóðskjalavörður Kanada, Hjálmar W. Hann- esson, sendiherra Íslands, Erik Lundberg, staðgengill sendiherra Finn- lands, og Svend Roed Nielsen, sendiherra Danmerkur. Landnámssýningin opnuð í Ottawa ÍSLENSKA kaffihúsið Wevel Cafe var formlega opnað í menningar- miðstöðinni The Waterfront Centre í Gimli í Kanada fyrir stuttu. Safn íslenskrar menningar- arfleifðar í Nýja-Íslandi, sem er í menningarmiðstöðinni í Gimli, sér um reksturinn, en kaffihús með þessu nafni var samastaður Kan- adamanna af íslenskum ættum í vesturbæ Winnipeg fram á rúm- lega miðja nýliðna öld. Bill Barlow, bæjarstjóri í Gimli, og Neil Bardal, kjörræðismaður Íslands í Gimli, fluttu stutt ávörp við athöfnina áður en þeir aðstoð- uðu Mettu Johnson, fyrrverandi þjónustustúlku á Wevel Cafe í Winnipeg, við að klippa á borðann til merkis um að staðurinn væri formlega opnaður. Neil Bardal gat þess að hann hefði oft farið með afa sínum á Wevel Cafe á Sargent Avenue, þegar gatan var miðstöð Íslend- inga í borginni, og hitt þar menn eins og skáldin Guttorm Guttorms- son og KN. Wevel Cafe hafi verið helsti staðurinn þar sem Íslend- ingar hafi hist og þar hafi Charlie Thorson orðið ástfanginn af hinni tvítugu Kristínu Sölvadóttur þjón- ustustúlku sem hafi reyndar ekki endurgoldið honum ástina. Margir eldri menn hafi leitað ýmissa ráða hjá Kristínu og hún hafi leyst úr hvers manns vanda. Charlie hafi tekið eftir þessu og þar með hafi kviknað hugmyndin að Mjallhvíti og dvergunum sjö, sem hann teiknaði með eftirminnilegum hætti fyrir Walt Disney. Brent Johnson, sonur Mettu, færði kaffihúsinu innrammaðan handskrifaðan matseðil frá Wevel Cafe í Winnipeg frá 1939 að gjöf og síðan var öllum viðstöddum boðið upp á kaffi, vínartertu og annað góðgæti, en á matseðlinum er t.d. skyr, brauð með rúllupylsu, pönnukökur og fleira íslenskt. Á veggjum hanga íslenskar myndir og til stendur að vera þar með sýningar. Tammy Axelsson, fram- kvæmdastjóri safnsins, segir að kaffihúsið hafi notið mikilla vin- sælda, en um sé að ræða eina „ís- lenska“ kaffihúsið í Kanada. Hún hefur hug á að bjóða upp á ís- lenskar vörur eins og t.d. vatn, harðfisk, sælgæti, reyktan lax og síld auk minjagripa. „Með þessum hætti get ég boðið öllum gestum safnsins og í raun öllum gestum Gimli upp á eitthvað frá Íslandi og tengt þá betur Íslandi,“ segir Tammy, sem verður væntanlega á Íslandi um miðjan júní, m.a. með vörukaup í huga. „Íslenskt“ kaffihús endurvakið í Gimli Ljósmynd/Loren Gudbjartsson Metta Johnson klippir á borðann til merkis um opnun „íslenska“ kaffi- hússins Wevel Cafe í Gimli. Til vinstri er Bill Barlow, bæjarstjóri í Gimli, og til hægri Neil Bardal, kjörræðismaður Íslands í Gimli. Ljósmynd/Loren Gudbjartsson Fjölmenni var við opnunina en standandi lengst til vinstri er Tammy Ax- elsson, framkvæmdastjóri Safns íslenskrar menningararfleifðar í Nýja- Íslandi, sem rekur kaffihúsið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.