Morgunblaðið - 01.06.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 01.06.2002, Síða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 35 Rose Bruford College LEIKLISTARNÁM Rose Bruford College, sem var stofnaður árið 1950, er einn helsti leiklistarskóli Evrópu og býður upp á nám á öllum sviðum leiklistar og skyldra listgreina. Hæfnispróf og viðtöl fara fram í Reykjavík 11.-12. júní vegna eftirfarandi greina, en kennsla hefst í september 2002: Einnig munum við veita viðtöl vegna meistara- og doktorsnáms, sumarskóla og eins árs alþjóðlegs undirstöðunáms. Komið og ræðið við okkur um starfsferil í leikhúsi. Nánari upplýsingar veitir: Ms. Terri Minto, Admissions Officer, Rose Bruford College, Lamorbey Park, Sidcup, Kent, DA15 9DF. Sími: +44 (0) 20 8308 2611 Fax: +44 (0) 20 8308 0542, netfang: admiss@bruford.ac.uk Skoðið heimasíðu okkar: www.bruford.ac.uk Tónlist leikara Evrópsk leiklist Hönnun lýsingar Leiklist Búningar Leikmynd Tónlistartækni Sviðstjórnun Leikstjórn Bandarísk leikhúslist Hljóð- og myndhönnun Bresk háskólastofnun Skólastjóri: Prof. Alastair Pearce SINFÓNÍAN var eitt sinn lýst dauð og grafin. Það er orðið all- langt síðan, og enn þá skröltir hún þó. Hvort strengjakvartettinn hafi hlotið sömu hrakspá veit ég ekki, en vel má það vera, um þessa val- inkunnustu tóngrein klassískrar kammermúsíkur sem lengst af þótti einkum fyrir fáa útvalda. Engu að síður eru enn samin reið- innar býsn fyrir tvær fiðlur, víólu og selló. Og þegar og ef leitað verður orsaka, verður ugglaust staldrað við framlag Kronos kvart- ettsins sem hélt seinni tónleika sína á yfirstandandi Listahátíð (með öðru prógrammi en kvöldið áður) fyrir velsetnu Borgarleik- húsi s.l. miðvikudagskvöld. Aðrir strengjakvartettar kunna að vera betri, frægari, hafa leikið inn á fleiri plötur eða jafnvel teygt verkefnavalið víðar (hið síðasttalda virðist þó sízt hugsanlegt), en þeg- ar allt fernt er lagt saman, hlýtur Kronos að hafa býsna góða vinn- ingsmöguleika. Ekki þar fyrir að undirritaður hafi fylgzt náið með fjölskrúðugum ferli bandarísku gestanna frá San Francisco, alræmdu jarðskjálfta- svæði sem fyrir myrruborna bog- fimi umræddra borgarbarna á barmi Andreasarsprungu Kyrra- hafsstrandar hefur getið af sér margan hastarlegan eftirhnykk í hlustum og hugum sómakærra tónkera undanfarinn aldarfjórðung með bæði viðfangsefnum og með- ferð. Öðru nær. Burtséð frá um- fjöllun í Sígildum diskum 30.11. 1996 um Winter was hard, einn af yfir 30 hljómdiskum hópsins að svo komnu með verkum eftir m.a. Sallinen, Riley, Pärt, Webern, Piazzolla, Schnittke og Barber – einskorðast kynnin við tónleika hópsins í Austurbæjarbíói árið 1977. Kvartettinn var skipaður sömu mönnum og nú, nema hvað þá sat í knéfiðlusæti Joan Jeanre- naud, klædd síðum hvítum blún- dukjól líkt og hefðardama í Tsé- kovleikriti. Hins vegar mótaði þegar fyrir „eklektískri“ stefnu kvartettsins í verkefnavali sem átti eftir að ágerast: Sjostakovitsj, Webern, Beethoven og Purple Haze eftir Jimi Hendrix. Það er kannski tímanna tákn ef samstarf kvartettsins við há- menntuð framsækin tónskáld á við George Crumb og Morton Feld- man hefur horfið í skugga útsetn- inga á m.a. heimstónlist, djassi og rokki, eins og nýjast gerðist á tón- leikum hópsins kvöldið áður með flutningi tveggja laga eftir Sigur Rós. Að vísu skyldi maður halda að nýjabrumið af slíkum uppákom- um í hvínandi andstöðu við upp- hafna ímynd miðilsins væri loks tekið að dofna, eftir meira en 20 ára feril á fjölskrúðugu jaðar- svæði. En það gildir eflaust síður um reynsluminni hlustendur, enda var meðalaldur tónleikagesta áber- andi yngri en á dæmigerðum klassískum kammertónleikum. Orðið var við kröfum tímans um eitthvað fyrir augað með breyti- legum ljóskastaralitum, baldýruð- um mexíkóskum baktjaldsdúk, andlitsgrímum (í einum þætti eftir hlé), þeytislöngu, ökklaskröltbönd- um o.fl., þótt minna væri og hóf- stilltara en maður átti von á. Sömuleiðis var virkjuð nýjasta uppmögnunartækni, eins og heyra mátti strax í fyrsta númeri þar sem dúndrandi kontrabassi bættist áttund neðar við sellóleik Jennifer Culps í dunandi sveitadansi Bris- eñosar, El Sinaloense. Síðar á dag- skrá mátti m.a. greina harmónik- kublæ og ýmis bakgrunnshljóðfæri allt frá dúnmjúkri marimbu upp í stóra strengjasveit, fyrir utan alls konar umhverfishljóð af bandi, og við mismikinn enduróm. Saknaði maður eiginlega aðeins flaðrandi „wah-wah“ fetilsins frá árdögum þungarokksins, sem hentar ekki síður fiðlu en gítar, eins og Svend Asmussen hefur sýnt fram á. Við tók hefðbundin klassísk fág- un í lagi eftir Agustín Lara, og síð- an fylgdu sjö styttri lög í léttari kanti, misgömul og með mismun- andi áferð og útfærslu, við lág- stemmdar kynningar Davids Harr- ington. Áhrifin voru að vonum missterk (og mispoppuð), en þó mætti nefna „Vorblót Mexíkós“, Sensemayá e. Revueltas/Prutsman við tiplandi þrábassa í sjöskiptum takti. Leiddi sá hugfengi viðhafn- ardans hugann að glæstri forn- menningu Maya, sveipaðri dulúð- ugum Hollywood-exótískum rómönzustíl eftirstríðsára, svo maður beið þess á hverri stundu að Yma Sumac brytist út í söng of- an af ósýnilegri sólarpýramídu. Eða – þrem lögum eftir hið sí- græna lag Domínguez’, Perfidia – Chavos-svítu Bolañosar, þar sem m.a. var vitnað í Tyrkjamarsinn úr Rústum Aþenuborgar eftir Beethoven. Eftir hlé var leikið fjórþætt verk eftir Gabrielu Ortiz (f. 1964), Altar de Muertos (Altari hinna dauðu) frá 1997. Tónleikagestir voru leiddir í rétta stemmningu með dimmri sviðslýsingu og fjölda sprittkerta í ímynduðum kirkju- garði þar sem spilararnir vitjuðu hver af öðrum leiða látinna við inngöngu áður en þeir settust í sæti sín og slógu löturhægan dauf- an trommutakt þessa lífs og ann- ars. Reykvél var virkjuð til gervi- þokugerðar og fór römm stækjan ábyggilega illa ofan í suma úti í sal. Verkið var nokkuð fjölbreytt og kunnáttusamlega skrifað í blöndu af nýimpressjónisma, mínímalisma og ekki sízt Bartók (m.a.s. spratt upp balkönskulegur „alla Bulg- arese“ þjóðdans í IV. þætti). Þrátt fyrir falleg augnablik og fjöruga spretti virtist heildarblærinn þó frekar sundurlaus, og hefði lang- dregnasta púlshjakkið í II. og IV. þætti vel mátt þola drjúgan nið- urskurð, eða a.m.k. meiri andstæð- ur í styrk. Kronos lék að vanda af ósérhlífinni innlifun og egghvassri nákvæmni og uppskar afbragðs- góðar undirtektir áheyrenda „á fæti“. Þær minnkuðu ekki við ónefnt aukalag eftir Sigur Rós (kynningin heyrðist illa), og var augljóst að þessi dreymandi „ambíent“ hliðstæða nútímans við Kanon Pachelbels félli dável í kramið á yngri hlustendakynslóð landsins í markvissri meðferð þessa í hæsta máta óhefðbundna strengjakvartetts. Kvartett unga fólksins TÓNLIST Listahátíð Borgarleikhúsið Mexíkósk verk eftir Golijov, Ortiz og aðra höfunda, þ. á m. í útsetningum Golijovs og Prutsmans. Kronos strengjakvartett- inn: David Harrington & Hank Dutt, fiðlur; John Sherba, víóla; Jennifer Culp, selló. Miðvikudaginn 29. maí kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson EKKI hefur farið hátt um sýningu Kristins Ingvarssonar ljósmyndara á veitingastaðnum Energia í Smára- lind, enda ekki beinlínis venjulegt gallerí. Það er þó vissulega ástæða til að staldra þar við og skoða andlits- myndirnar sem Kristinn sýnir á veggjum. Til skamms tíma hafa ljós- myndasýningar átt fremur þröngu fylgi að fagna ef ekki er um hreinar sögulegar lýsingar að ræða. Eflaust má halda því fram með nokkrum rétti að ljósmyndarar hafi á stundum verið sjálfum sér verstir. Með því að hafna liststimplinum hefur þeim ekki tekist sem skyldi að vekja almenning til vitundar um listrænt gildi fagsins. Það vantar enn töluvert upp á það að við Íslendingar kunnum að meta ljósmyndir að verðleikum, til jafns við aðrar vestrænar þjóðir. Ef til vill ímyndum við okkur að þetta sé allt svo auðvelt að ekki taki því að ræða um það. Það þarf ekki annað en styðja á takka og þá kemur myndin af sjálfu sér. En eins og sannast á sýningu Krist- ins þarf annað og meira til að taka góðar ljósmyndir en eintómar æfing- ar fyrir bendifingur. Það þarf næmt auga, ekki aðeins fyrir myndskipan, formbyggingu og óvanalegu sjónar- horni, heldur einnig fyrir myndefn- inu. Í tilviki Kristins eru það persón- urnar bakvið andlitin í myndunum. Segja má að erfitt sé að taka ljós- mynd af manneskju án þess að hún líkist fyrirmyndinni. Hitt er þrautin þyngri að kafa undir yfirborðið og bregða birtu á lunderni fyrirsætunn- ar, en í þeim efnum tekst Kristni með afbrigðum vel upp. Með lýsingu sem er ískyggileg, eins og veðrabrigði væru í nánd, dregur hann fram ábúð- armikinn svip þeirra manna sem sitja fyrir hjá honum. Það er einnig eft- irtektarvert hversu vel hann ræður við mýkt og skerpu í skuggabrigðum. Stundum nýtir Kristinn sér um- gjörðina með dramatískum hætti, svo sem þegar hann nær mönnum gegn- um glugga, þar sem þeir standa góm- aðir frá lágu sjónarhorni, jafnvel um- vafðir merkingarþrungnum munum eins og gömlum bókum. Í þessum til- vikum nær leikræn áhersla hámarki svo manni gæti virst sem ljósmyndin væri sprottin úr forðabúri kvik- myndasögunnar. Sem ljósmyndari leikur Kristinn ekki ósvipaðan leik og franski mynd- höggvarinn Rodin þegar hann dýpk- aði mótun andlitsfallsins svo skugg- arnir sem um það léku gáfu því aukinn þunga. Þessar og aðrar hug- myndaríkar áherslur benda til þess að Kristinn Ingvarsson búi yfir óvenjulegum hæfileikum sem port- rettmyndsmiður. Portrett- myndir MYNDLIST Energia, Smáralind Til 2. júní. Opið samkvæmt afgreiðslu- tíma veitingahúsa. LJÓSMYNDIR – KRISTINN INGVARSSON Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Kristinn Ein af myndum Kristins Ingvarssonar á sýningunni. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Tveimur sýningum í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum lýk- ur á sunnudag. Það eru sýning- arnar Kínversk samtímalist og ljósmyndasýningin American Odyssey eftir Mary Ellen Mark. Einar Falur Ingólfsson verður með leiðsögn um þá sýningu á sunnu- dag kl. 15. Sumarsýning Kjarvalsstaða Maður og borg verður opnuð föstu- daginn 7. júní kl. 20. Sýningalok og leiðsögn Morgunblaðið/Golli „Ósérhlífin innlifun og egghvöss nákvæmni,“ segir um leik Kronos. REKTOR Listaháskóla Íslands hefur ráðið Hall- dór Björn Runólfsson list- fræðing í starf lektors í listfræðum við myndlist- ardeild skólans. Fimm umsækjendur voru um starfið og voru þrír þeirra dæmdir hæfir til þess að gegna því að mati sér- skipaðrar dómnefndar. Halldór Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1969, stundaði listnám við Escuela Massana í Barcelona (1970-71), Myndlista- og handíðaskóla Íslands (l971-73), École des Beaux-Arts í Toulouse (l973-75) og við École des Beaux- Arts í París (1978-79). Hann lauk licence-prófi í listasögu (l976) og í sagnfræði (l978) frá Há- skólanum í Toulouse og maitrise-prófi í listasögu (1979) frá sama skóla. Ár- ið 1992 hóf Halldór Björn doktorsnám við Parísarhá- skóla og lauk þaðan D.E.A.-prófi 1995. Árið 1999 innritaðist hann í rit- gerðarhluta doktorsnáms- ins. Halldór Björn hefur einkum skrifað um íslenska og norræna samtímalist og hafa greinar eftir hann birst í ýmsum bókum og sýningarskrám. Rann- sóknir hans beinast einkum að áætluðu doktorsverkefni hans um takmörk og takmarkaleysi listar- innar í tengslum við vídeólistkon- una Steinu Vasulka, einkum að því er lýtur að svokallaðri „úr- vinnslu í rauntíma“. Um tveggja áratuga skeið hefur Halldór Björn starfað sem listgagnrýnandi við íslensk blöð og fjölmiðla, nú síðast við Morgunblaðið. Hann hefur langa reynslu sem listasögukenn- ari, bæði á framhalds- og háskóla- stigi, og hefur ennfremur sinnt þáttagerð fyrir sjónvarp um myndlist og myndlistarmenn og haft stjórn á fjölmörgum listsýn- ingum bæði hér heima og erlend- is. Á árunum 1989-1992 var hann aðalsýningarstjóri Norrænu lista- miðstöðvarinnar í Sveaborg. Hall- dór Björn hefur kennt við mynd- listardeild Listaháskólans frá stofnun hennar 1999, en hefur störf sem lektor við skólann 1. ágúst næstkomandi. Ráðinn lektor í listfræðum Halldór Björn Runólfsson SENN er komið að lokum leikársins í Borgarleikhúsinu og um leið lýkur sumum sýningum, sem þar hafa ver- ið á fjölunum í vetur. Annað kvöld, sunnudagskvöld, verður síðasta sýn- ing á leikriti Ólafs HauksSímonar- sonar, Boðorðunum 9, á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þá eru tvær sýn- ingar eftir hjá Nemendaleikhúsi leiklistardeildar Listaháskóla Ís- lands á leikritinu Sumargesti. Sýn- ingin er í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur og er á Nýja sviði Borg- arleikhússins. Sýningar verða í dag, laugardag og á sunnudag, kl. 15. Tvö leikrit af fjölunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.