Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 36

Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LOKATÓNLEIKAR Listahátíð- ar 2002 voru samstarfsverkefni ítalskra og íslenskra listamanna, þar sem flutt var „nútímatónlist“ en þetta hugtak hefur nú orðið nokkuð óljósa merkingu og á frekar við tónlist sem samin var aðallega á fyrri hluta nýliðinnar aldar, en ekki þá tónlist sem samin er í dag. Þessi þversögn kom vel fram í þeim verk- um sem flutt voru í Háskólabíói í gærkveldi en þar var elsta verkið, samið 1921, af meistara Stravinskij, í raun eina „nútímaverkið“, sem flutt var á þessum tónleikum, eða réttara sagt nýtískulegast. Fyrsta viðfangsefni tónleikanna voru sex sakleysisleg smálög, fyrir „fjórar hendur“ eftir Germaine Tailleferre. Dískantröddin var sér- lega lagræn en undirleikurinn átti víst að vera nútímalegur. Þessi samsetningur var fallega leikinn af Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og Eddu Erlendsdóttur. Litla unaðs- lestin heitir verk eftir Azio Corghi, sem fer í gang með tilheyrandi flauti og lestarhljóðum. Efni verks- ins er sótt í tónlist Rossinis og er að mestu samleikur á píanó með millispilum á slagverk (lestin) og verður að segja að verkið er í raun þvaður, sem þó var ágætlega flutt. Sama má segja um þriðja verkið eftir Tailleferre og um hin tvö fyrri verkin, að þetta er óttalega þunn tónlist og langt frá því að vera frumleg. Dauði harðstjóra eftir Milhaud er kraftmikið verk og er efni verks- ins viðbrögð rómverskrar alþýðu gegn miskunnarlausum harðstjóra. Kór Langholtskirkju söng þetta sérkennilega verk á sannfærandi máta, með tilheyrandi ópum og köllum. Lokaverk tónleikanna var kant- atan Brúðkaupið eftir Stravinskij. Fyrsta gerð verksins er samin 1914 og er greinilegt að Orff (Carmina Burana, 1936), hefur lært mikið af Stravinskij, en heyra mátti ýmis- legar tóntiltektir sem Orff hefur notfært sér. Fyrir utan að vera ný- stárlegt árið 1923, þegar það var frumflutt, heldur það enn fersk- leika sínum og er sannkallað „nú- tímaverk“. Stjórnandinn Maurizio Dini Ciacci lagði áherslu á hryn- skerpuna en hefði mátt halda að- eins aftur af hljóðfæraleikurunum í styrk. Bældur hljómur, ef hann er hrynskarpur, getur verið mun áhrifameiri en ef „spilað er út í styrk“, sem verður þreytandi til lengdar. Kór Langholtskirkju (kórstjóri Jón Stefánsson) söng mjög vel þetta verk, sem er ekki sérlega að- gengilegt og töluvert flókið í hryn. Einsöngvararnir voru Sonia Vis- entin, sem söng brúðina af glæsi- brag, Elisabetta Lombardi, Garðar Thor Cortes og Bergþór Pálsson sungu öll af öryggi en áttu oft þungt fyrir að sækja sér hljóm- rými, nema þá helst Bergþór, sem endaði verkið með fallega sunginni lokastrófu, nánast „accappella“. Eins og fyrr segir lagði stjórnand- inn áherslu á hrynskerpuna og hljóðfæraleikarar og söngvarar svöruðu kalli með eftirminnilegum hætti, svo að flutningurinn í heild var kraftmikill en svolítið keyrður áfram, án þess að slakað væri nokkurs staðar á í hraða eða styrk, svo að búið var að „taka allt út“, þegar veislugleðin hófst. Hávaðasamt Brúðkaup TÓNLIST Háskólabíó Íslenskir og ítalskir flytjendur. Undir stjórn Maurizio Dini Ciacci. Föstu- dagurinn 31. maí, 2002. Tailleferre, Corghi, Milhaud og Stravinskij. Jón Ásgeirsson Flytjendum Brúðkaupsins var fagnað innilega í lok tónleikanna. Morgunblaðið/Kristinn LISTDANSSKÓLI Íslands fagn- ar hálfrar aldar afmæli sínu í ár. Af því tilefni standa Tónskáldafélag Ís- lands og Listdansskólinn að sameig- inlegri hátíðarsýningu í Þjóðleikhús- inu. Á sýningunni, sem er í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík, eru frum- flutt þrjú dansverk við þrjú frumflutt tónverk. Dansverkin eru sérstaklega samin fyrir elstu nemendur List- dansskólans en þeir eru á öðru ári í framhaldsnámi í skólanum sem jafn- gildir öðru ári í menntaskóla. Ann ég, dýrust drósa er byggt á fjórum vikivakakvæðum úr handrit- um frá 17. og 18. öld. Lárus H. Grímsson, stjórnandi lúðrasveitar Reykjavíkur, og Steindór Andersen kvæðamaður, röðuðu kvæðunum saman og kölluðu þannig fram mynd af manni sem er tryggur og trúr sinni heittelskuðu þrátt fyrir ýmis- konar hremmingar á ástarsviðinu. Í verkinu spilaði hart nær fimmtíu manna lúðrasveit Reykjavíkur undir kvæðasöng Steindórs Andersen. Fjórir dansarar, tvær stúlkur og tveir drengir, dönsuðu í verkinu. Gleði og glens er það sem verkið snýst um. Sirkushugmyndum var blandað saman við fornkveðinn vikivakann. Þetta var léttur gleðidans, áreynslu- lítill og látlaus. Búningarnir litaglað- ir og skrautlegir ýttu undir gleði- stemninguna. Ekki hélst innihald kveðskaparins og túlkun í dansi í hendur og var dansinn mun fremur myndskreyting við tónlistina og kveðskapinn en sjálfstætt dansverk. Það reyndi því ekki mikið á dans- hæfni dansaranna í látlausum hreyf- ingunum og pósunum. Nýútskrifað- ur leikari úr leiklistarskóla Íslands stal senunni ítrekað og naut sín vel á sviðinu með dönsurunum. Dansar- arnir sem eru komnir vel á veg á dansbrautinni stóðu sig með ágæt- um. Það verður spennandi að fylgj- ast með þeim þroskast enn meir næstu árin. Verkið Saga gerist inni í skóla- stofu þar sem strangur agi ríkir. Nemendur í skólabúningum sitja stífir við skrifborð sín og láta stjórn- ast af taktföstum ritma. Þeir fara að ókyrrast, hreyfa sig úr stað og áður en langt um líður taka draumar þeirra og þrár völdin. Verkið er sam- ið við kórsöng félaganna í Hljómeyki. Kórnum var jafnframt komið fyrir efst á sviðinu. Því er skemmst frá að segja að hér var á ferð ákaflega vel unnið dansverk. Öll vinnubrögð voru höfundi til mikils sóma. Dansgerðin var af dramatískum toga. Höfundur notar hreyfingar sem helst mætti líkja við að toga og teygja en sleppa síðan og láta hreyfinguna fara sína leið. Í verkinu reynir mjög á dans- arana og í því fá áhorfendur að sjá hvað í þeim býr. Þessar fjórar stúlk- ur og eini drengur stóðu sig feikilega vel. Þetta eru mjög efnilegir dans- arar sem fá gott tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og nota það til hins ýtrasta. Hrífandi kórsöngurinn, dansinn og túlkunin urðu eitt í þessu verki Sveinbjargar. Nýting á sviðsrýminu var vel til fundin, uppröðun borðanna, hvar dansað var og hvert dansarinn sneri í dansinum. Lýsingin var látlaus og fylgdi vel eftir því sem átti sér stað á sviðinu. Meiri sjáanlegur agi í hreyf- ingum í upphafi og enda verksins hefði gert skilin milli aga, drauma og þrár ennþá skarpari. Engu að síður þá er þetta dansverk Sveinbjargar Þórhallsdóttur vandað og minnistætt og einstaklega vel dansað af nemend- um sem þó eiga enn eftir tvö ár í út- skrift. Alfa gerist á mörkum draums og veruleika, jafnvel í landi eilífðar. Fimm kvendansarar og einn karl- dansari líða um sviðið dágóða stund í reykmettuðu dulúðlegu andrúms- lofti. Ævintýraleg, jafnvel englaleg tón- list hljómaði undir. Dansararnir svifu um sviðið með hárið laust, ber- fættir í hvítum tjullpilsum. Hreyfing- arnar í verkinu voru óformaðar og það var verkið einnig. Í því var ekki að finna neina uppbyggingu, það leið einfaldlega hjá í blárri og hvítri lýs- ingunni. Tónlistin var hrífandi á köflum en dansinn var af öðrum heimi og skipti sér lítið af því. Það leit helst út fyrir að verkið hefði verið hrist fram úr erminni í flýti. Það átti sér ekkert upphaf og engan endi og hafði lítinn tilgang. Óhætt er að segja að dans- ararnir hafi gert það úr verkinu sem hægt var, en það er að ljá hreyfing- unum tilfinningar sínar. Það á við þá eins og aðra dansara í sýningunni að með þeim verður gaman að fylgjast í framtíðinni. Næsta sýning er laugardaginn 1. júní kl. 14. Ljúfur dans og lif- andi tónlist LISTDANS Þjóðleikhúsið Listahátíð í Reykjavík fimmtudagur 30. maí 2002. Höfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Dans- arar: Hákon A. Halldórsson, Ívar Ö. Sverr- isson, Tanja M. Friðjónsdóttir, Tinna Ágústsdóttir. Tónlist: Lárus H. Grímsson. Söngvari: Steindór Andersen. Hljóðfæra- leikur: Lúðrasveit Reykjavíkur. Höfundur: Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Tón- list: Hildigunnur Rúnarsdóttir. Flytjendur: Hljómeyki. Dansarar: Emelía B. Gísla- dóttir, Guðrún I. Torfadóttir. Hannes Þor- valdsson, Hjördís L. Örnólfsdóttir, Saga Sigurðardóttir. ANN ÉG, DÝRUST DRÓSA SAGA Höfundur: Lára Stefánsdóttir. Tónlist: Kjartan Ólafsson. Dansarar: Andri Ö. Jónsson, Emelía B. Gísladóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís L. Örnólfsdóttir, Katrín D. Jónsdóttir, María L. Ámunda- dóttir. ALFA Lilja Ívarsdóttir Jómfrúin, Lækjargötu Tríó gít- arleikarans Jóns Páls Bjarnasonar leikur kl. 16.Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Árbæjarkirkja Sumartónleikar Landsvirkjunarkórsins verða kl. 16. Einsöngvarar með kórnum eru þau Þuríður G. Sigurðardóttir sópran og Þor- geir J. Andrésson tenór. Undirleikarar eru Kolbrún Sæ- mundsdóttir á pí- anó og Guðni A. Þorsteinsson á harmoniku. Stjórnandi kórsins er Páll Helgason. Domus Vox, Skúlagötu 30 sýn- ingin SírnÝr verður opnuð kl. 12. Á sýningunni eru verk eftir Ýr og Sírni og er á sýningunni myndir sem þau hafa unnið á síðustu mánuðum. Sýningin er opin alla daga til 14 júní, frá kl 17-20 og kl. 15-19 um helgar. Matstofa Kópavogs, Smiðjuvegi 6 María Svandís myndlistarkona opnar sýningu á verkum sínum. María hefur málað með olíulitum, vatnslitum, pastellitum og gert ýms- ar tilraunir til að mála með ýmsum óhefðbundnum efnum og litum. Maríu Svandís hefur áður haldið einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Sýningin er opin frá kl. 9–15 og stendur til 30. júní. Listhúsið Laugardal María Kristín Steinsson opnar sýningu á olíu- málverkum sem hún hefur unnið á þessu ári og því síðasta. Sýningin stendur til 29. júní. Lóuhreiður, Laugavegi 59 Ólafur Sigurðsson opnar myndlistarsýn- ingu kl. 13 og er þetta hans önnur sýning. Ólafur vinnur bæði með olíu og pastelliti. Gallerí Hlemmur „Allt sem glitrar er ekki illt“ er yfirskrift fyrstu einkasýningar Heimis Björgúlfs- sonar en hún verður opnuð í Gall- eri@hlemmur.is, Þverholti 5, í dag, laugardag, kl. 17. Sýningin stendur til 23. júní. Gallerí Sævars KarlsOlga S. Berg- mann opnar myndlistarsýningu kl. 14.Sýningin kallast Án ábyrgðar og er sú þriðja í röð sýninga sem fjalla um Doktor B. og þá starfsemi sem fram fer á rannsóknarstofu hans. Nýlistasafnið. Liutauras Psibilskis heldurfyrirlestur um listamenn og listumhverfi Vilníusborgar kl. 17 og er fyrirlesturinn á vegum Lista- mannaspjalls {ndash} Artists’ Talk {ndash} samræða um listir sem er samstarfsverkefni á vegum NIFCA (Nordic Institute for Contemporary Art) Safnahúsið, Vestmannaeyjum Ingibjörg Heiðarsdóttir (Íbba) opn- ar sýningu á leirmyndum og skálum í anddyri bókasafnsins. Mörg verk- anna eru úr Eyjum fyrir gos, og þá sérstaklega tengt sjómennsku.Sýn- ingin er opin í dag og sunnudag frá 11-18. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Þorgeir J. Andrésson TVÖ tónverk eftir Charles Ross verða frumflutt á tónleikum að Skriðuklaustri í dag kl. 14.30 og eru þeir endurteknir á morgun á sunnudag á sama tíma. Flytjendur eru tónlistarhóp- urinn Stelkurinn, sem skipaður er Charles Ross, Jóni Guðmunds- syni, Suncönu Slamnig, Páli Ív- an og Annegret Unger. Verkin eru hluti af masters- námi Charles í tónsmíðum, en hann er tónlistarkennari við Tónlistarskóla Austur-Héraðs. Fyrra verkið ber nafnið Lost in sveit og er um 30 mínútna langt, sam- ið undir áhrifum sveitalífsmynda Jóns Guðmundssonar á Hallorms- stað. Eru það 18 vatnslitamyndir sem mynda 9 syrpur. Þegar Charles Ross var inntur eftir nafni verksins, sagði hann það í raun hafa sömu grunn- merkingu og Lost in Space. „Mynd- irnar sem ég valdi eftir Jón eru mjög sérstæðar,“ segir Charles, „Í þessum myndum býr einhver truflandi gáski og jákvæð satíra. Ég reyndi að setja þetta í tónlistarform.“ Síðara verkið á dagskránni heitir Sjálfsmynd með Stelki og var samið í Zagreb sl. sumar. Það skiptist í þrjá þætti; Barking at the Bird, Dolphins og Metz Ventilator. „Ég skrifaði þetta verk án þess að hafa sérstaka hugmynd eða áætlun um framvindu þess, en slíkt er óal- gengt í músíksmíðum þótt það þekk- ist vel í öðrum listformum. Útkoman er verk sem er fullkomlega huglægt og byggt á innsæi. Við munum bjóða fólki að ganga um og skoða myndir Jóns meðan Sjálfsmyndin verður flutt, þar sem við teljum væntanlega gesti okkar ef til vill ekki hafa þol- inmæði til að sitja undir því til við- bótar hinu. Þessi músík á hins vegar vel heima á Myrkum músíkdögum þar sem við vonumst til að flytja það,“ sagði Charles að lokum. Tónlist hins truflandi gáska Charles Ross Egilsstöðum. Morgunblaðið. HUGINN Þór Arason opnar sýn- ingu í rými undir stiganum í i8 kl. 16 í dag, laug- ardag. Huginn Þór, f. 1976, útskrifað- ist í vor frá Listaháskóla Ís- lands. Útskrift- arverk hans heitir „Sjálfs- mynd“ en verkið sem hann sýnir undir stiganum ber heitið „Njósnari“.i8 er opið þriðjudaga til laugardaga 13-17 og stendur sýningin til 22. júní. „Njósnari“ und- ir stiganum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.