Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 38
38 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VIÐ erum ljósárum á eftiröðrum landshlutum ívegasamgöngum og þaðskiptir sköpum fyrir
byggðarlögin hér, atvinnulífið og
búsetu, að fyrirtækin geti komið af-
urðum sínum á markað og fengið að
búa við almennilegar samgöngur.
Þetta er meðal þess sem fram kem-
ur í spjalli blaðamanns Morgun-
blaðsins við Þórólf Halldórsson,
sýslumann á Patreksfirði. Þórólfur
kveðst bæði sem íbúi á svæðinu og
sýslumaður hafa áhuga á sam-
göngumálum og segir að góðar
samgöngur séu í dag spurning um
mannréttindi.
Þórólfur var formaður starfshóps
um samgöngumál sem settur var á
fót af sveitarfélögum í Dalasýslu og
Barðastrandarsýslum, þ.e. Dala-
byggð og Saurbæjarhreppi og
Reykhólahreppi, Vesturbyggð og
Tálknafirði. Hann segir hópinn hafa
sett fram tillögur um áherslur í
vegagerð fyrir þetta svæði sem hafi
það markmið að tengja sveitar-
félögin á sunnanverðum Vestfjörð-
um við hringveginn í Dalsmynni um
Bröttubrekku. Þórólfur segir að
Vestfjarðavegur nr. 60, milli Dala-
sýslu og Ísafjarðar, hljóti að vera sú
framtíðarleið sem allir Vestfirðing-
ar geti sætt sig við. Bendir hann
jafnframt á að leiðin milli sunnan-
vikið,“ segir hann enn-
fremur. Nefnir hann
sem dæmi að fjögurra
manna fjölskylda sem
fer akandi frá Patreks-
firði þarf að greiða um
8 þúsund krónur ef
börnin eru eldri en 11
ára en ekkert gjald er
greitt fyrir börn undir
11. Útlagður kostnað-
ur sé minni þegar ekið
er. „Vegatollur er rétt-
lættur með því að
menn hafa annan val-
kost eins og bent var á
í sambandi við Hval-
fjarðargöngin. Þeir sem ek
fara um göngin geta ekið fyr
fjörð. Hér höfum við ekker
vetrinum og þetta er það s
kostar okkur að vera í samb
aðra landshluta.“
Vesturleiðin styttri en
um Ísafjarðardjúp
Segja má að íbúar á sunn
um Vestfjörðum telji margir
að flest mæli með því að vest
verði framtíðarleið sem ten
aðra landshluta fremur en le
sveitir í Ísafjarðardjúpi
Strandir eða Þorskafjarð
Þórólfur bendir á að vest
milli Ísafjarðar og Reykjav
dag styttri en leiðin um Dj
megi stytta hana enn. Þar
m.a. við göng milli Dýrafja
Arnarfjarðar sem þýðir a
losna við snjóþunga Hrafn
heiði og styttist leiðin um 26
það. Jarðgöng úr Dynjand
og norðanverðra Vestfjarða, um
Dynjandisheiði og Hrafnseyrar-
heiði, lokist um margra mánaða
skeið yfir veturinn. Því sé erfitt að
sjá Ísafjörð sem þjónustukjarna
fyrir Vestfirði nema með verulegum
samgöngubótum milli suður- og
norðurhlutans. Þórólfur telur það
skyssu að hafa lagt áherslu á að
byggja upp veg um Ísafjarðardjúp
og yfir Steingrímsfjarðarheiði. Nær
hefði verið að leggja áherslu á teng-
inguna til suðurs þar sem byggð
væri mun meiri. Þórólfi finnst hafa
vantað heildaryfirsýn varðandi
vegamál á Vestfjörðum og má segja
að starfshópurinn sem minnst var á
í upphafi hafi sett fram slíkar hug-
myndir.
Vilja frambærilegan veg með
bundnu slitlagi
„Meginóskin er sú að við fáum
sem allra fyrst frambærilegan veg
með fullum burði og bundnu slitlagi
sem tengir okkur við þjóðvegakerfi
landsins,“ segir Þórólfur. „Vegna
þess að landleiðin um Barðaströnd
og Reykhólahrepp lokast að vetr-
inum er Baldur eina samgönguleið
okkar íbúa á þessu svæði við aðra
landshluta mikinn hluta ársins.
Byggðin hér er að því leyti eins og
eyja og við búum við þau skilyrði að
þurfa að greiða háan vegatoll fyrir
Þórólfur Halldórsson sýslumaður segir góðar sa
Erum langt
á eftir öðr-
um lands-
hlutum
Vegaframkvæmdir á Vestfjörðum eru
dýrar og samgöngur á landi víða erfiðar.
Vestfirðingar knýja á um möguleika á
heilsárssamgöngum um fjórðunginn og
tengingu við aðra þjóðvegi. Jóhannes
Tómasson skoðaði nokkrar hliðar á sam-
göngum á Vestfjörðum.
>
0
>
#
%
/ >
4
#
%
/ >
&
#
%
.
> #
%
7
5
#
%
D2
;8
I
G>
F
H
!
BALDUR, ferjan milli Stykk-
ishólms og Brjánslækjar á Barða-
strönd, flutti á síðasta ári um 32
þúsund farþega. Pétur Ágústsson,
framkvæmdastjóri Sæferða sem
sjá um reksturinn á Baldri, telur
orðið brýnt að fá stærri og hrað-
skreiðari ferju til siglinganna.
Sæferðir tóku við rekstri Bald-
urs í byrjun ársins 2001 en fyr-
irtækið gerir einnig út Brimrúnu
og Særúnu sem notaðar eru til
skemmtisiglinga og hvalaskoð-
unarferða út frá Stykkishólmi og
Ólafsvík á sumrin. Sæferðir leigja
Baldur til þriggja ára með mögu-
leika á tveggja ára framlengingu
ef báðir aðilar vilja. Farin er ein
ferð alla daga en tvær í júní, júlí
og ágúst. Pétur segir ferðir sjald-
an falla niður en það hafi þó komið
fyrir ef sjólag er slæmt, sem gerist
helst í hörðum vestanáttum.
Nýtt skip þyrfti
að taka um 40 bíla
Baldur tekur 19 fólksbíla í ferð
en ef vöruflutningabílar eru með í
för, sem er yfirleitt að vetrarlagi,
er aðeins pláss fyrir 10–12 fólks-
bíla í mesta lagi. Pétur segir alla
þungaflutninga fara með Baldri
enda ekki fært landleiðina um
Barðastrandarsýslu. Verða vöru-
verði orðnir staðreynd. Han
ur einnig að Baldur verði e
sem áður í siglingum þótt v
samgöngur batni – hann sé
ráðandi í atvinnulífi og ferð
ustu.
Baldur nauðsynlegur m
ekki er heilsársvegu
Vöruafgreiðslan á Patre
er í eigu Helga Auðunssona
segir hann Baldur nauðsyn
enn um sinn meðan ekki ko
heilsársvegir sem hann telu
raunhæft næstu árin. Hann
Baldur þó ekki duga í dag þ
stundum verði að skilja efti
t.d. ef mikill fiskur berst sk
lega á land sem koma þurfi
veg fyrir flug en Vöruafgre
á fasta pöntun fyrir einn bíl
hverri ferð Baldurs. Flutnin
hafi líka verið að aukast sm
saman. Hann segir fyrirtæk
greiða um 10 milljónir krón
flutningabílar raunar einnig að
fara með Baldri langt fram eftir
vori þótt fært sé orðið landleiðina
vegna þungatakmarkana á veg-
unum.
Pétur segir brýnt að fá nýja
ferju af tveimur ástæðum. Bílarn-
ir fari alltaf stækkandi, flutn-
ingabílar sem jeppar, og fyrir
komi að vísa þurfi fólki frá. Þá
segir hann uppi sífellt meiri kröfu
um styttri ferðatíma en Baldur er
um þrjá tíma yfir fjörðinn. Nýtt
skip segir hann að þurfi að taka
um 40 bíla. Skip sem færi þessa 33
mílna leið á um tveimur tímum
væri æskilegt og væri þá grund-
völlur fyrir tveimur ferðum á dag
meira og minna allt árið. Segir
hann samgönguráðherra hafa tjáð
vilja sinn til að endurnýja ferjuna.
Pétur er á því að Baldur muni
enn um sinn þjóna sem að-
alsamgönguæðin á þessu svæði
enda verði langt í að heilsársvegir
Framtíðarskipan samgöngumála um sunnanverða
Vilja stærri og
hraðskreiðari
KOSTNAÐUR VIÐ
UMHVERFISRANNSÓKNIR
Umhverfisvernd hefur vaxiðfiskur um hrygg undanfarinár og áratugi. Almenningur
kann nú betur að meta verðmæti um-
hverfisins og náttúrunnar, enda
stækkar stöðugt sá hluti heimsins
sem er umbreyttur af mannavöldum.
Íslendingar hafa tekið þátt í þess-
ari þróun. Eitt stærsta skrefið sem
tekið hefur verið hér á landi hvað um-
hverfisvernd varðar á síðustu árum
er samþykkt laga um mat á umhverf-
isáhrifum, en þau voru lögfest hér-
lendis samkvæmt tilskipun Evrópu-
sambandsins árið 1993.
Á ársfundi Rafmagnsveitna ríkisins
á Akureyri fyrir skömmu benti Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
réttilega á að nýjar virkjanir verði
ekki reistar nema að undangengnu
mati á umhverfisáhrifum. Síðan sagði
ráðherrann: „Kröfur sem gerðar eru
til rannsókna vegna matsvinnunnar
hafa stóraukist og þessi rannsókn-
arkostnaður er orðinn verulega
íþyngjandi fyrir framkvæmdaraðila
þar eð sú óvissa er alltaf fyrir hendi
að ekki verði fallist á viðkomandi
framkvæmd í úrskurði stjórnvalda
um niðurstöður matsins. Breyta verð-
ur lögum og reglum þannig að orku-
fyrirtæki þurfi ekki að eyða tugum
eða hundruðum milljóna króna í mis-
munandi gagnlegar rannsóknir vegna
mats á umhverfisrannsóknum sem
hugsanlega skipta engu máli um það
hvort ráðist verður í framkvæmd eða
ekki. Í raun eru þessar rannsóknir
komnar langt umfram eðlilegar kröf-
ur sem gera verður til að komast að
raun um hvort viðkomandi mannvirki
hafi óásættanleg áhrif á umhverfi
sitt. Við endurskoðun laga um mat á
umhverfisáhrifum er nauðsynlegt að
setja einhverjar skorður á kröfugerð
um rannsóknir“.
Þessi ummæli ráðherrans hafa vak-
ið athygli. Hvað á ráðherrann við
þegar sagt er að breyta verði „lögum
og reglum þannig að orkufyrirtæki
þurfi ekki að eyða tugum eða hundr-
uðum milljóna króna í mismunandi
gagnlegar rannsóknir“? Er ráð-
herrann að leggja til að stigin verði
skref aftur til fortíðar í þessum efn-
um? Eða vill ráðherrann með þessu
móti stuðla að því að virkjanir verði
hagkvæmari en þær eru nú, með því
að lækka kostnað við umhverfisrann-
sóknir? Það er nauðsynlegt að iðn-
aðarráðherra útskýri betur hvað við
er átt.
Í þessu samhengi er vert að benda
á að ríkisstjórnin lét fyrir þremur ár-
um hefja vinnu við svokallaða ramma-
áætlun um nýtingu vatnsafls og jarð-
varma. Iðnaðarráðuneytið óskaði
sérstaklega eftir því árið 2000 að
flýtt yrði mati og samanburði á virkj-
unarkostum í jökulám sem bera
mætti saman við Kárahnjúkavirkjun.
Bráðabirgðaniðurstöður þess áfanga
áætlunarinnar voru kynntar í vikunni
og koma þar í ljós gagnlegar upplýs-
ingar um hagkvæmni og umhverfis-
áhrif virkjana. Iðnaðarráðherra sagði
á áðurnefndum ársfundi RARIK að
þess væri vænst að rammaáætlunin
leiddi til þess að aukin sátt næðist
um skynsamlega nýtingu orkulinda í
framtíðinni. Í samræmi við þessi um-
mæli hefði farið betur á því, að nið-
urstöður rammaáætlunarinnar hefðu
legið fyrir áður en Alþingi samþykkti
lögin um Kárahnjúkavirkjun.
Það skiptir miklu, að öll meðferð
þeirra stóru mála, sem varða virkj-
anir og umhverfi sé óaðfinnanleg. Það
er augljóst að Landsvirkjun hefur
lagt mikla áherslu á það undanfarin
misseri að ekki væri hægt að finna að
málsmeðferð. Í þessu sambandi er
líka ástæða til að minna á, að deil-
urnar um Fljótsdalsvirkjun snerust
fyrst og fremst um málsmeðferð en
miklu minna um efni máls.
LOKUN LESTRARMIÐSTÖÐVAR
Lestrarmiðstöð Kennaraháskóla Ís-lands verður lokað frá og með
deginum í dag. Ástæðan fyrir þessari
lokun er sú að stöðin er ekki lengur á
fjárlögum og telur menntamálaráðu-
neytið að sveitarfélögin beri ábyrgð á
greiningu grunnskólanemenda með
lestrarörðugleika.
Ekki verður séð að nokkur fagleg
rök hafi verið færð fyrir því að leggja
niður starfsemi Lestrarmiðstöðvar-
innar, sem í tíu ár hefur meðal annars
haft það hlutverk með höndum að
greina nemendur með lesblindu og
veita foreldrum og skólafólki ráðgjöf
um úrræði.
Rannveig G. Lund, fyrrverandi for-
stöðumaður Lestrarmiðstöðvarinnar,
segir í Morgunblaðinu í gær að lokunin
sé alvarleg mistök og muni ekki aðeins
bitna á grunnskólanemendum heldur
einnig nemum á framhalds- og há-
skólastigi. Ingibjörg Ingadóttir, verk-
efnisstjóri hjá samtökunum Heimili og
skóli, segir í Morgunblaðinu í dag að
hún óttist að biðlistar eftir úrræðum
muni lengjast og þekkingin, sem hafi
safnast með starfsemi Lestrarmið-
stöðvarinnar, muni fara forgörðum.
Lesblinda getur hamlað nemendum
verulega ef hún er ekki greind. Nem-
andi, sem á við lesblindu að stríða, sit-
ur ekki við sama borð og aðrir nem-
endur. Mörg dæmi eru um það að
nemendum, sem áttu í mesta basli við
námið, hafi farið að ganga mun betur
eftir að vandinn greindist og gripið var
til viðeigandi aðgerða. Í Morgun-
blaðinu í dag kemur fram að víða séu
grunnskólar í stakk búnir til þess að
taka á sig það starf, sem Lestrarmið-
stöðin hefur innt af hendi. Það á hins
vegar síður en svo við um alla skóla.
Það er skylda ríkisins að tryggja öllum
jafnan rétt til náms og sömuleiðis
jafna stöðu. Það kunna að vera rök að
sveitarfélögin eigi að reka grunnskóla,
en framhalds- og háskólar eru ekki á
ábyrgð þeirra. Það verður ekki séð að
nein hagkvæmnisrök mæli með því að
leggja stöðina niður og þessi gerning-
ur getur tæplega flokkast undir þá
hugmyndafræði að dreifa valdinu og
færa til sveitarfélaganna. Fé til að
reka Lestrarmiðstöðina kom úr vösum
skattborgara og það sama mun eiga við
um önnur úrræði, sem gripið verður
til. Af svörum menntamálaráðuneytis-
ins í Morgunblaðinu í dag má meira að
segja ráða að jafnvel verði stofnuð ein-
hvers konar ráðgjafarmiðstöð ef það
verður metið svo að framhaldsskólarn-
ir geti ekki séð um þessi mál sjálfir. 98
bréf voru nýlega send þeim, sem biðu
greiningar hjá Lestrarmiðstöðinni, um
að hætta ætti rekstrinum. Með því að
loka miðstöðinni er ekki verið að leysa
vandamál heldur búa það til.