Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 43

Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 43
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 43 TIL hinna svipmiklu náttúruskapa Borgarfjarðar eystra, hafa nokkrir drjúgir málarar sótt eitt og annað gullkornið í sinn mal, þar á meðal Kjarval. Þá er Elías B. Halldórsson fæddur þar og uppalinn, en sótti menntun sína í Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands á árunum 1956–58, og var þar helst uppnuminn af leið- sögn Sigurðar Sigurðssonar, er hann alla tíð mat einna mest íslenzkra mál- ara. Framhaldsnám stundaði hann svo meira og minna í Stuttgart og Kaupmannahöfn. Listamaðurinn bjó í áratugi á Sauðárkróki, æskuslóðum lærimeistarans, og var um skeið einn af fáum málurum í dreifbýlinu sem fylgst var með á höfuðborgarsvæðinu. Elías hélt sína fyrstu sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1960, og hefur síðan verið iðinn við kolann, einkum eftir að hann helgaði sig alfar- ið myndlistinni 1974. Hefur jöfnum höndum unnið í olíu og grafík, jafn- framt myndskreytt bækur, en sonur hans Gyrðir er eitt nafnkenndasta og jarðtengdasta núlifandi skáld Íslend- inga. Að vissu marki ónauðsynlegur for- máli varðandi sýningu manns sem hefur haldið jafnmargar og stórar sýningar og sá er hér um ræðir, öðr- um þræði alls ekki. Einfaldlega vegna þess að maðurinn kominn nokkuð á áttræðisaldur, hefur aldrei verið kynntur í listsögulegu samhengi á listasöfnum okkar né notið fræðilegr- ar úttektar, er raunar svo um fleiri jafnaldra hans og enn eldri málara. Er líkast sem þeir séu ekki til á landa- kortinu enda hafa íslenzkir listsögu- fræðingar sótt alla menntun sína til útlanda, svona líkt og arkitektar, vizka þeirra og yfirsýn þannig af framandi toga. Yfir þessu skal ekki þagað, enda tími kominn til að hér verði nokkur umskipti. Fræðin þann- ig flutt inn í landið eins og húsagerð- arlistin, sem heldur loks innreið sína í Listaháskólann á hausti komanda, níu áratugum eftir æskilegan þróunar- tíma. Það liggur nærri að myndir Elíasar B. Halldórssonar á sýningunni í Hafnarborg fylli hálft hundraðið, og af þeim helmingur yfir meðalstærð, málarinn ekkert að tvínóna við hlut- ina er hann vill hugsa í stórum flötum og ábúðarmiklum formum. Íslenzkur veruleiki er honum hugstæður, þó ekki helst þær kunnuglegu útlínur landsins er að auganu snúa, heldur þeim sem hræra við kenndum hans og ýfa gárur í kviku sálarkirnunnar Um er að ræða afrakstur tveggja síðustu ára og í heildina litið verða menn ekki varir við teljandi breyting- ar á myndstíl listamannsins, sem hann hefur verið að þróa með sér í fjölda ára. Nema það felist í dýpri lit- brigðum og þá helst bjartari hliðum litrófsins. Þannig eru það tvímæla- laust gulu málverkin sem draga at- hyglina til sín; Sólskin ókunnra landa, Dómsdagur fiðrildanna, Heitir storm- ar og Naddaslóð í Sverrissal, svo og Liðinn dagur á endavegg í gangi. Þetta eru myndheildir gagnsærra og sértækra formana, í þeim mikil hreyf- ing og áleitin innri kvika. Hér engin flottheit á ferð né vinsæll leikur með áhrif, effekta, eins og það heitir á fag- máli, heldur hrein og ósvikin hughrif frá umhverfinu. Í kaffistofu er mikill fjöldi hlutvakinna málverka af smærri gerðinni og sum þeirra svo sem; Hús fagna morgunsól, Í nýju ljósi, Sumarhús og Vornótt með því formhreinasta á sýningunni. Það er einhver fágætur yndisþokki sem streymir frá þeim og heldur athygl- inni fastri. Eins og sambland af ein- hverju úr löngu liðinni fortíð og andrá augnabliksins er birtingarmynd þeirra formaðist, að auk yfir þeim meiri léttleiki og hamingja yfir ver- und núsins. Segja má að stóru mynd- irnar í Apotekinu sæki að nokkru skyldleika til þeirra en yfir þeim eru einhver óupplifuð vanavinnubrögð, kunna þó að vera vísir að einhverju í gerjun. Sumar bláu myndirnar höfða til mín eins og; Óþekkt angan, Sam- hljómur og Út í bláinn. Eru afar vel málaðar, en hinar þungu umgerðir ut- an um þær eins og takmarka frelsi þeirra og hin opnu tjámögn.. „Heitir stormar“ Bragi Ásgeirsson MYNDLIST Hafnarborg/Sverrissalur/ Apotek/Kaffistofa/ gangur Opið alla daga frá 11–17. Lokað þriðjudaga. Til 3. júní. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Aldraðir og öryrkjar 200 krónur. MÁLVERK ELÍAS B. HALLDÓRSSON Eitt bláu verka Elíasar B. Halldórssonar í Hafnarborg. SAGNAÞING og sagnanámskeið verður haldið í Héraðsskólan- um í Reykholti nú um helgina, að auki verða tvö sagnakvöld sem hefjst kl. 20, laugar- dags- og sunnudags- kvöld. Á morgun stíga sagnamenn af Vestur- landi á svið og auk þess munu þeir Hákon Aðalsteinsson frá Eg- ilsstöðum og David Campbell sagnamaður frá Skotlandi skemmta gestum. Sagnastjóri verður Flosi Ólafsson, leikari. Á sunnu- dagskvöld skemmta íslenskir og skoskir sagnamenn. Sagnastjóri verður Jósef H. Þorgeirsson frá Akranesi. Sagnaþingið hefst kl. 15 á sunnudag og verður fjallað um mikilvægi sagnaarfsins í nútíð og framtíð. Aðalfyrirlesari Donald Smith, frá Sagnamiðstöð Skot- lands í Edinborg. Nefnir hann er- indi sitt „Only Connect: Storytell- ing in the 21st century“. Þá halda erindi: Rósa Þorsteinsdóttir, Árna- stofnun, Baldur Hafstað, Kenn- araháskóla Íslands, Bjarni Harðarson, Sel- fossi, Hrefna Bryndís Jónsdóttir, Samtökum sveitarfélaga á Vestur- landi, Bergur Þor- geirsson, Snorrastofu, Guðrún Halldórsdótt- ir, grunnskólanum í Búðardal, Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði, Páll Guðbjartsson, Borgarnesi og Rögn- valdur Guðmundsson, Hafnarfirði. Þingstjóri verður Jónína Eiríks- dóttir Kleppjárns- reykjum. Sagnanámskeiðið verður haldið á sunnudag kl. 9.30 og mánudag kl. 10. Markmiðið er að vekja athygli á sögum og þjálfa fólk í að nota sögur í ferðaþjónustu, skólum og víðar. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða David Camp- bell og Claire Mulholland frá Skot- landi og Baldur Hafstað frá Kenn- araháskóla Íslands. Sagnadagarnir er samvinnu- verkefni Snorrastofu, Rannsókna og ráðgjafar ferðaþjónustunnar, Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands auk stuðningsaðila. Sagnadagar í Reykholti Hákon Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.