Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN
46 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi,
Austurvegi 3, 800 Selfossi,
sími 482 2849 - fax 482 2801- fasteignir@log.is
Í sölu gullfallegur 55 m² sumarbústaður á Kóngsvegi 4 í
Skyggnisskógi, Úthlíð. Bústaðurinn telur 3 svefnherbergi, 1
baðherbergi og stofu. Bústaðurinn er vel innréttaður með panil
og góðri eldhúsinnréttingu. Nýr heitur pottur, góð og stór ver-
önd, frábært útsýni. Verð 8,9 m. Nánari uppl. á skrifstofu.
Sumarbústaður í Úthlíð
Í UNDANGENGINNI kosninga-
baráttu bar Orkuveituna æði oft á
góma, ef hún var ekki þungamiðjan á
stundum. Mér blöskrar hvað mál-
flutningur var á stundum óvandaður,
ófaglegur og misleið-
andi hálfsannleikur.
Aðilar flétta orð sín
þannig að þau mynda
gaffal eins og í skák, og
andmælandinn getur
ekki svarað fyrir sig
nema að girða niður um
sig að hluta. Niðurstað-
an er að mínu mati
skrumskæling á starf-
semi OR og hinn al-
menni borgari er einatt
með ranghugmyndir
um hvað gert er hérna
og hvernig vinnu er
háttað.
Orkuveita Reykja-
víkur er ópólitískur
vinnustaður sem lýtur pólitískri
stjórn. Við starfsmennirnir pössuð-
um okkur á að blanda okkur ekki í
undangengið moldviðri. Kosninga-
barátta er ekki okkar starf heldur
rekstur á stóru veitukerfi. Nokkur
atriði bar hátt í umræðunni, nýja
húsið, Línu.Net, skuldsetningina og
einkavæðinguna. Mig langar til að
viðra mína sýn á þessum málum.
Nýja húsið er bara að hluta til
skrifstofubygging. Að stórum hluta
er það arkitektúr, hönnun, sem valin
var úr nokkrum tillögum. Ein tillag-
an, sem ekki var valin, fól í sér þyrlu-
pall á 5. hæð sem var inndreginn og á
4. hæð var útisundlaug. Ef þeirri til-
lögu hefði verið tekið, þá væri húsið
með þyrlupalli og sundlaug á 4. hæð.
Það hefur orðið hlutskipti opinberra
aðila að passa að umhverfi okkar
verði ekki grátt sovjet. Þetta kostar,
en augað staldrar við hús eins og
Perluna, Þjóðarbókhlöðuna, Seðla-
bankann, Rafmagnsveituhúsið við
Suðurlandsbraut o.fl. Þetta er gömul
saga og ný – Stjórnarráðið og Viðeyj-
arstofa hafa kostað eitthvað á sínum
tíma. Ég er heldur hlynntur þessu.
Lína.Net er ákaflega djörf hug-
mynd að mínu mati. Fyrirtækið var
stofnsett í því augnamiði að nýta raf-
lagnir í húsum sem gagnaflutnings-
leið, menn fá tölvusamband í raf-
magnsinnstungunni í veggnum. OR
greip þessa hugmynd snemma og var
í samvinnu við breskt-kanadískt fyr-
irtæki um þróun þessarar tækni.
Bretarnir gáfust upp af óútskýrðum
ástæðum fyrir um tveimur árum. Það
olli nokkrum vonbrigðum og aftur-
kipp í framvindu málsins. Komið var
vel á veg að leggja ljósleiðarakerfi
sem grunn að þessu gagnaflutnings-
kerfi. Það kerfi er sjálfbært og því
mikilvægt að ljúka því. Það þurfti svo
sem ekki að örvænta, nokkur önnur
fyrirtæki eru að vinna að svipaðri
tækni. OR er nú í samstarfi við sviss-
neska aðila. Þetta lofar góðu og er nú
þegar nettenging í gegnum raf-
magnskerfið á nokkur hundruð heim-
ilum á höfuðborgarsvæðinu. Ég er
heldur hlyntur þessu.
Skuldsetningin er í svo stórum töl-
um að ég get ekki sett þær í sam-
hengi við neitt sem ég skil og þekki.
Ég starfa í verklega geira OR, og hef
takmarkaðan áhuga á bókhaldinu.
Við höfum mjög frambærilegt fólk
sem sinnir því. Ég er þess fullviss að
þau stíga hressilega á bremsuna
löngu áður en borgarstjórn, vinstri –
hægri, setur OR á hausinn. Ársreikn-
ingur Reykjavíkur er uppá 270 bls.
og þar á OR nokkra tugi blaðsíðna.
Mér sýnist hafa farið fyrir fleirum
eins og Skugga-Sveini og meðferð
hans á Biblíunni forðum, „át ég hana
alla í einu, ekki kom að gagni neinu“.
Orkuveitan er talin vera 57 milljarða
virði. Lífeyrisskuldbindingar eru 2,7
milljarðar og langtímaskuldir eru 17
milljarðar. Skuldaaukning síðasta
kjörtímabil var 12,5 milljarðar. Virkj-
unarframkvæmdir á Nesjavöllum og
á Hellisheiði kostuðu tæpa 10 millj-
arða. Þetta er auðskilið – ef gott hús á
veitusvæðinu kostar 25 milljónir, þá
er OR 2.400 húsa virði. Skuldaaukn-
ingin nemur þá 500 húsum. Eruð þið
nokkru nær? Ég hef
enga skoðun á þessu.
Einkavæðing OR er
afar athyglisverð um-
ræða. OR, sem og aðrar
raf-, vatns- og hitaveit-
ur um heim allan eru í
eðli sínu einokunarfyr-
irtæki og verða það í
næstu framtíð. Sam-
keppni verður að vísu,
lögum samkvæmt,
frjáls á þessum mark-
aði innan skamms.
Hitaveitu Suðurnesja
verður heimilt að selja
rafmagn til Reykvík-
inga. Ég sé ekki fyrir
mér að Suðurnesja-
menn eða aðrir leggi mörg hundruð
kílómetra af nýju dreifikerfi um höf-
uðborgarsvæðið. OR verður skylt að
taka við orku frá Suðurnesjum og
dreifa til þeirra sem það vilja gegn
sanngjörnu gjaldi. Sá sem ræður
dreifikerfinu er í raun einokandi. Ég
held að svo verði einnig um RARIK
og Landsvirkjun hvað varðar há-
spennunet þeirra. Einkavæðing á
svona einhæfri opinberri þjónustu
hefur sums staðar farið illa. Efst í
huga er rafkerfið í Kaliforníu, vatns-
veitan og járnbrautirnar í Englandi
og hálfsmánaðar rafmagnsleysi í
Aukland á Nýja Sjálandi 1998 vegna
ónógs viðhalds dreifingaraðilans þar.
Aukland uppákoman olli því að
60.000 manns voru frá vinnu og rík-
isstjórnin setti neyðarlög á svæðinu.
– Við aðstæður í dag er ég á móti
einkavæðingu Orkuveitunnar sökum
fákeppnisaðstæðna.
Einkavæðing OR er líka afar at-
hyglisverð umræða svona í framhaldi
af sölu Landssímans. Mín tilfinning
er sú, að þeirri umræðu stjórni að
stórum hluta menn með hagfræði-
kenningar sem trúarbrögð. Það er
einatt erfitt að koma sanntrúuðum,
hvar svo sem í flokki þeir standa, til
að sjá að hugsanlega séu fleiri leiðir
færar en þeirra ein. Hverjir kaupa
svo orkufyrirtæki upp á 57 milljarða.
Baugur? Bankarnir? Eimskip?
Landssíminn? Tæpast litli maðurinn
og ekki Enron heitinn. Jónas Krist-
jánsson fjallaði um fjármálamarkað-
inn í grein í Fréttablaðinu í vetur.
Hann áleit að menn hefðu glæpst til
að hlusta á kokhraustu stóru strák-
ana í heitapottinum, án þess að gera
sér grein fyrir að strákarnir eru bara
illa upplýst peð, því öllu er stjórnað af
hákörlum í djúpu lauginni. Ekki vil
ég sjá OR eða nokkurt annað orku-
veitufyrirtæki lenda í hákarlskjafti í
djúpu lauginni.
Ég held að ekki skipti máli hverjir
stýra borginni hvað OR varðar, henni
verður ekki svo auðveldlega snar-
beygt til hægri eða vinstri. Lína.Net
eða ekki Lína.Net, það er spurning,
svo og skuldsetningin. Pólitíkusar
mega mín vegna munnhöggvast um
Línu.Net og skuldsetninguna, en
greyin, reynið að halda daglegum
rekstri frá umræðunni. Ég held að
undangengið moldviðri hafi bara
ruglað samborgarana og ergt okkur
starfsmennina.
Orkuveitan
að kosningum
loknum
Benjamín Hansson
Höfundur er vélfræðingur.
OR
Orkuveita Reykjavíkur
er ópólitískur vinnu-
staður, segir Benjamín
Hansson, og lýtur póli-
tískri stjórn.
NÚ AÐ loknum
kosningum er á Sel-
tjarnarnesi í fyrsta sinn
í áratugi komin upp sú
staða að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ekki
öll spil á hendi sinni. Í
fyrsta lagi er munurinn
á Neslista og D-lista að-
eins einn maður í bæj-
arstjórn og í öðru lagi er
komin upp sú staða að
D-listi mun í fyrsta sinn
búa við strangt aðhald
frá Neslistanum og það
ekki vegna aflsmunar
heldur vegna möguleika
í vali á bæjarstjóra.
Fyrir kosningar hafði Sjálfstæðis-
flokkurinn á Seltjarnarnesi ákveðið
að velja júngkæra einn mikinn, Jón-
mund að nafni, til setu í bæjarstjóra-
stól. Ég hitti hann síð-
ast að afliðinni óttu og
kvað honum vísuhelm-
ing. Hann er að mínu
mati á þeirri góðu og
ánægjulegu braut sem
ungir menn verða að
feta til að ná áræði og
einurð sem einkennir
góða leiðtoga. Tel ég að
hann eigi góða mögu-
leika á því að ná þeim
áfanga en að slíkir eig-
inleikar hafi ekki enn
lagst að fullu að hans
bryggju en að þeir muni
koma með vetrarsól-
stöðum í fyllingu tím-
ans. Magálar og pungar bæta geð og
flýta slíkum framförum. Morgun-
stund gefur gull í mund fyrir Jón-
mund!
Ásgerður Halldórsdóttir situr með
téðum Jónmundi í sama flokki. Hefur
hún lagt að velli hrifgjarna menn eins
og mig og sett mig í flokk aðdáenda
rétt eins og tónlistar-Mammon gerir
við unglingsstúlkur. Afrek hennar í
bæjarmálum Seltirninga eru einlæg
og full atorku. Ásgerður er spök að
viti, hávelborin og réttlát. Henni
býðst nú merkilegur kostur: að taka
við bæjarstjóraembætti á Seltjarnar-
nesi fyrir það eitt að kveðja júngkær-
ann og ganga braut hugsjóna sinna í
mörgum veigamiklum málum Seltirn-
inga. Með þessu gæti hún markað
djúp gæfuspor á braut Seltirninga og
tekist á við veigamikið hlutverk sem
blómstra mun í hennar höndum. Er
hér með skorað á hana að taka pálm-
ann og geysast fram með það sem býr
í henni. Þó að silfurspesíum hafi á sín-
um tíma verið kastað úr keltu Valhall-
ar til að tryggja val júngkærans í
prófkjöri má ekki túlka að vera hans í
fyrsta sæti sé einlægur vilji fólksins á
svæðinu. Né að það sé endilega ákjós-
anlegasti kosturinn í stöðunni.
Til voru þeir menn sem þótti sér
ekki fullborguð reisan á kosningastað
nema að þeir sæju keppinauta for-
ingja sinna hýdda. Þess konar örviln-
an getur aðeins uppáfallið hund. Sem
betur fer er sú tíð liðin en kröfur nú-
tímamanna eru að hæfasti maðurinn
skipi hvert sæti. Nægir ekki lengur
að vitna í lýðræðið því menn hafa á
síðustu árum séð dimma dali lýðræð-
isins í litlu þjóðfélagi þar sem mörg
mál hafa verið sett á oddinn án þess
að fyrir þeim sé þjóðarvilji.
Ásgerði í bæjarstjórastól
Sigurður Jónsson
Seltjarnarnes
Kröfur nútímamanna,
segir Sigurður Jónsson,
eru að hæfasti maðurinn
skipi hvert sæti.
Höfundur er verkfræðingur.
AÐ nýafstöðnum
sveitarstjórnakosning-
um er vert að íhuga
hversu langt lýðræði
okkar þjóðfélagsþegn-
anna nær. Síðastu stóru
hindruninni fyrir ræði
lýðsins var rutt úr vegi
árið 1915 þegar konur
fengu kosningarétt.
Nú, árið 2002, ætti því
ekkert að standa í vegi
fyrir að lýðræði ríki að
fullu í stjórnmálum
landsmanna. En er það
svo?
Við búum við svokall-
að fulltrúa(lýð)ræði,
þar sem kjörnum fulltrúum stjórn-
málaflokka er falið að ákvarða fyrir
okkur, frjálsa og fullvalda þegnana,
hvernig samfélaginu skuli stýrt. Ein-
staklingarnir sjálfir hafa nánast ekk-
ert um samfélagsmálin að segja
nema að því marki að fá náðarsam-
legast að setja kross við uppáhalds-
stjórnmálaflokkinn á nokkurra ára
fresti. Bein áhrif einstaklinga á þró-
un samfélagsins verða því að teljast
minniháttar á meðan áhrifavald
stjórnmálaflokka og manna þeirra er
feiknamikið.
Segja má að stjórnmál snúist um
þau margvíslegu málefni heildarinn-
ar sem stýra þarf með lögum og
reglugerðum og/eða peningaútlátum
úr sameiginlegum sjóðum fólksins.
Stjórnmálamenn veljast til forystu af
flokkssystkinum þótt umboð þeirra
til að stjórna komi frá almenningi.
Margir eru kallaðir en fáir útvaldir til
gegna framvarðarstöðum á vegum
flokkanna. Bæði óflokksbundnir og
flokksbundnir einstaklingar myndu
því eflaust fagna aukn-
um tækifærum til að
verða málsmetandi í
mótun samfélagsins.
Hvernig mætti slíkt
verða?
Fulltrúaræðið hefur
á sér forsjárhyggjublæ.
Það má gera því skóna
að með flokkskosning-
um til sveitarstjórna og
Alþingis séu einstak-
lingarnir að afsala sér
frelsi til eigin skoðana
og sannfæringar í
hendur flokkunum og
framvarða þeirra. Í
stað núverandi fyrir-
komulags ætti að fá einstaklingunum
sjálfum ákvörðunarvaldið að stærstu
leyti. Til dæmis með beinum kosn-
ingum (rafrænum, póstrænum eða
staðrænum) um mikilvæg sameigin-
leg málefni. Þannig myndi meirihluti
kosningabærra manna stýra málum
samfélagsins en ekki meirihluti
stjórnmálamanna.
Úrskurður fólksins um stýrimálin í
samfélaginu myndi leiða til þess að
hlutverk stjórnmálamannsins
breyttist úr umboði eða valdi til að
ákvarða fyrir einstaklingana yfir í til-
lögu- upplýsinga- og kynningarhlut-
verk í þágu samfélagsþegnanna.
Hver stjórnmálamaður yrði þá fyrst
og fremst útvalinn til forystu vegna
áhuga, frumkvæðis, hugsjóna og
hæfni til að kynna sér mál frá ólíkum
hliðum en ekki vegna þess hversu
valdamikill og sterkur hann hefði
möguleika á að verða.
Flokkakosningar yrðu eftir sem
áður á fjögurra ára fresti. Vegna
þess að frambjóðendur flokkanna
þyrftu að vinna með borgurunum eft-
ir kosningar ættu allir kosningabær-
ir einstaklingar að fá að velja í opnu
forvali þá einstaklinga sem færu í
framboð fyrir flokkana. Síðan yrði
flokkakjör og hlyti sigursælasti
flokkurinn völd, ekki til að stýra
landsmönnum, heldur til að stjórna
vinnu stjórnmálahópsins sem al-
menningur valdi í prófkjörinu fyrir
kosningarnar.
Sumir talsmenn fulltrúaræðisins
myndu mótmæla þeim breytingum á
lýðræðisfyrirkomulaginu sem ýjað er
að hér að ofan, meðal annars vegna
efasemda um að almenningi væri
treystandi til að taka nógu upplýstar
ákvarðanir. Því er til að svara að hver
einstaklingur í samfélaginu tæki af-
stöðu til málanna að sínu viti eftir
rækilega kynningu frá stjórnmála-
mönnum. Ef meirihluti fólksins
kæmist þrátt fyrir það að miður góðri
niðurstöðu væri það auðvitað hvorki í
fyrsta né síðasta sinn sem slíkt gerð-
ist. Niðurstaðan yrði til marks um
þekkingarstig þjóðarinnar og vís-
bending um hvað hún ætti ólært.
Það er löngu tímabært að huga að
stórfelldum breytingum á þátttöku
lýðsins í stýringu samfélagsins. Með
auknum áhrifum fólksins um einstök
mál, almenningsforvali á frambjóð-
endum flokkanna og vel upplýstum
röksemdum frá hendi hæfra en for-
sjárlausra stjórnmálamanna hefðum
við allt að vinna og engu að tapa í
uppbyggingu samfélagsins á nýrri
öld.
Aukið lýðræði
í stjórnmálum
Guðrún Einarsdóttir
Kosningar
Fulltrúaræðið, segir
Guðrún Einarsdóttir,
hefur á sér forsjár-
hyggjublæ.
Höfundur starfar sem sálfræðingur.