Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 47

Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 47 MÉR ER ekki lengur rótt um vísindi þeirra á Hafró. Nú síðast tala menn þar á bæ, um að botninum í stofnstærð sé náð og allt á uppleið. Uppleiðin en mismikil eftir tegundum og að sögn kemur ýsan stjarn- fræðilega vel út og stofn- inn nær tvöfaldar þyngd sína, – gott ef satt væri. Ég sé ekki annað í stöðunni en að leggja af núverandi kerfi í einu vetfangi og koma á kerfi, sem betur væri í takt við náttúruna og getu henn- ar til framleiðslu. Tilraunin með kvóta hefur staðið nógu lengi og nið- urstaðan er skelfileg. Minnkandi ein- staklingar og rýrari, breytingar á hefðbundnu starfsumhverfi sjó- manna, sem leitt hefur til verulegrar kjaraskerðingar, skemmda á lífríki botnsins, hugsanlega óafturkræfra. Það sem formælendur leggja fyrir landsmenn er framleiðniaukning, sem er frekar í sýndarveruleika en í hendi, ekkert virðist hugað að afleið- ingum á lífríki hvað varðar notkun veiðarfæra og ef hjáróma raddir kvaka um það eru þeir vegnir létt- vægir og beðnir að vera hljóðir. Kerfið, sem þarf að taka upp, verð- ur að byggjast á náttúruvernd og ræktun. Náttúruverndarsinnar virð- ast einungis horfa til fjörunnar þegar þeir horfa á veröldina en ég vil benda á, að bæði fána og flóra eru á nokkru dýpi og eru jafn verðug verndar og önnur viðkvæm vistkerfi, hvort held- ur er til heiða eða strandar. Mín tillaga hefur verið þessi um nokkurt árabil: 1. Dregin veiðarfæri verði eingöngu á þeim botni sem óyggjandi sé, að skaðist ekki á beitingu þeirra. 2. Netaveiði verði með öllu bönnuð, það veiðarfæri tekur eingöngu stóra einstaklinga, sem er klókt að setja á, til undaneldis. 3. Öll svæði innan 200 mílna lögsögu okkar verði afmörkuð og veiði leyfð eftir veiða- færargerðum og stærð fiskiskipa. Þetta er auðvelt, ef menn notast við nú- tíma staðsetningar- tækni og setja ,,trans- ponder“ í öll fiskiskip, sem leyfi hafa til veiða. Viðurlög við brotum verða að vera strangar og ganga hratt fyrir sig. 4. Strandstöðvar verði notaðar til að taka við boðum frá þessum tækjum og ekki liðnar neinar undantekningar á notk- un tækjanna, að viðurlögum. 5. Til friðþægingar veiðileyfasinnum má hugsa sér gjald, sem byggðist á reiknaðri ,,veiðigetu“ skips sem margfeldi af dögum á sjó. (Fáviska að miða við landaðan afla þar sem þekkt er, að hafnarvogir eru afar heimsk tæki og hefur það sannast, að veiddur afli er ekki sama og veginn.) 6. Krókaveiðar verði leyfðar á sem flestum miðum, þó þannig, að blý verði ekki leyft í veiðarfærum, það kvað mikill mengunarvaldur. Ekkert hefur breytt þeirri skoðun minni, að menn fari eftir sinni eigin sýn á það sem þeim sjálfum er best til auðgunar og er það mannlegur eiginleiki, sem ég vil ekki líta framhjá. Sérlega þess vegna hlægir mig oft, þegar menn sem njóta sér- réttinda telja það gert sérstaklega hinum minnstu bræðrum til hags- bóta og þeir sem um það efist séu annaðhvort „kverulantar“ eða ill- menni, sem sitji um hag landsmanna allra. Einnig er afar mannlegt, að verja með kjafti og klóm kerfi sem einhverjir hafa komið á og fengið menn til að verja. Þetta hefur að vísu ekkert með vísindi að gera en það er bara svona með mannlega náttúru. Hugumstórir menn hafa, í gegnum söguna, farið í bága við ríkjandi rétt- trúnað og haft erindi. Nægir þar að nefna Lúther kirkjuföður okkar. Ekkert sem hann hélt fram um fyr- irgefninguna og sérlegt vald ein- hverra dauðlegra til útdeilingar hennar féll í góðan jarðveg hjá ríkjandi pótentátum. Þeir valdhafar eru allir og fáir muna nöfn þeirra. Nú hin síðari misseri hefur heyrst úr herbúðum kvótasinna, að vilji þeirra sumra standi til inngöngu í ESB. Forsendurnar eru færðar í búning hagfellis til handa hinna vinn- andi stétta og fjölyrt um vexti og verðtryggingu. Þessir formælendur eru aftur á móti þöglir sem gröfin um, að ef við gengjum þann veg væri snöggt um kvótayfirráð þjóðarinnar. Ekki orð um, að ESB banni hömlur á verslun með félög og hluta þeirra innan bandalagsins. Líklega er verð á aflaheimildum orðið svo hátt, að ekki er á færi innlendra að kaupa, heldur munu spænskir, sem vantar verkefni fyrir úthafsveiðiflota sinn, kaupa með styrkjum sínum og nýta til veiða, eins og annars staðar í bandalagslöndum. Kvótahafar munu selja, það sér hver sjálfan sig í þeim efnum. Sérleg þjóðhollusta þeirra hefur áður verið prófuð. Höfði barið í grjót Bjarni Kjartansson Fiskveiðar Ég sé ekki annað í stöð- unni, segir Bjarni Kjart- ansson, en að leggja af núverandi kerfi í einu vetfangi og koma á kerfi, sem betur væri í takt við náttúruna og getu henn- ar til framleiðslu. Höfundur er verkefnisstjóri. FASTEIGNIR Á COSTA BLANCA Á SPÁNI Verð frá kr. 10.000.000 Parhús, 2-3 svefnherb., garður, þakverönd. Bílastæði inni á lóðinni. Íslenskir sölumenn á Spáni og hér heima bjóða ykkur velkomin á kynningarfund laugardag 1. júní og sunnudag 2. júní á Hótel Loftleiðum milli kl.13-17. Kaffi á könnunni. Símar á Íslandi: 699 0044, 696 1450. Sími á Spáni 00 34 65990 6690 Kr. 5.000.000 Íbúðir í blokk í Torrevieja, allt í göngufæri. Kr. 8.000.000 Raðhús, 2 svefnherb., garður eða þakverönd nálægt miðbæ Torrevieja. Á EUROFORMA S.L. OG FOLD FASTEIGNASALA KYNNA UM HELGINA Vandaðar og fallegar eignir - Allt að 80% kaupverðs lánað til 20 ára NÚ FER sá tími í hönd að menn fara að úða garða með skor- dýraeitri. Í þessari grein er ætlunin að fjalla um hefðbundna úðun gegn ýmsum skordýrum í gróðri í görðum á vorin, eink- um hér á höfuðborgar- svæðinu. Ekki verður hér fjallað um úðun gegn sitkalús, enda er ekki ástæða til að úða gegn henni nema á haustin, né heldur er hér fjallað um sveppa- og veiru- sýkingar í gróðri. Úðunarefnið Varnarefnið (skordýraeitrið) sem notað er við úðun garða heitir „permetrin“ og er það til með nokkr- um verslunarheitum (t.d. perma- sect). Það er lítið eitrað fyrir menn og spendýr, en er banvænt fyrir flest skordýr (t.d. fiðrildalirfur, blaðlýs) og áttfætlur (t.d. spunamaur, köngu- lær). Efnið getur valdið ofnæmi hjá fólki og það er hættulegt fiskum. Permetrin er óstöðugt eftir blöndun með vatni og úðun, það brotnar hratt niður í umhverfinu og hverfur á nokkrum dögum. Það virkar því að- eins gegn lirfum og blaðlúsum með- an úðað er og stuttan tíma á eftir. Úðun getur raskað jafnvægi lífríkisins í garðinum Permetrin drepur jafnt gagnlegar sem skaðlegar pöddur. Garðeigend- ur njóta því ekki aðstoðar ránskor- dýra eins og sveifflugulirfa og sníkjuvespa við að halda lirfum og blaðlúsum í skefjum. Eitrun er því inngrip í náttúruna sem menn ættu ekki að grípa til nema nauðsyn krefji. Hætt er við að jafnvægið í garðinum milli gagnlegra skordýra og hinna skaðlegu raskist og meiri þörf verði á endurteknum úðunum. Rétt plöntuval og umhirða Fyrsta vörnin gegn skordýrum er að hafa réttar plöntur í garðinum. Plöntur sem eru þokkalega vel að- lagaðar íslenskum aðstæðum og eru þekktar fyrir að vera ekki viðkvæm- ar fyrir lirfum og blaðlúsum. Í öðru lagi ætti að búa vel að plöntunum, ath. staðsetningu þeirra í garðinum og skjól, gefa þeim hæfilegan áburð og tryggja nægilegt vatn og grisja ef þéttleiki er of mikill. Plöntum sem standa hátt í þurrum jarðvegi og næringarsnauðum er venjulega talið hættast við skaða af skordýrum. Ekki á að úða nema þörf sé á Oftast er engin þörf á að úða gegn blaðlús í görðum nema á einstaka plöntutegundum og sjaldnast á hverju ári. Fiðrildalirfur eru þau kvikindi sem oftast er þörf á að úða gegn í görðum enda eiga þær það til í sumum árum að éta allt lauf af lauf- trjám eins og birki, sumum víðiteg- undum og fáeinum lauftrjám öðrum. Slík ósköp eru ekki óþekkt í nátt- úrunni m.a. þekkjast faraldrar fiðr- ildalirfa í íslensku kjarrlendi og skógum og í birkiskógum norðarlega í Skandinavíu. Slíkir faraldrar eru samt langt frá því að vera árviss við- burður í náttúrunni. Flestar tegund- ir lauftrjáa eru ávallt lausar við slíka óáran og öll barrtré að lerki með- töldu einnig. Garðurinn og trjágróðurinn skoðaður Áður en ákveðið er að úða skal fara út í garðinn og skoða lauf og brum og leita að lirfum og blaðlús- um. Ávallt eru einhver kvikindi í trjágróðri og það er alls ekki ástæða til að úða nema þegar fjöldi þeirra sem getur valdið tjóni er orðinn óhóflegur. Ef aðeins eru fáar fiðrildalirfur er engin þörf á að úða. Lirfurnar vaxa þá úr grasi og hætta beitinni þegar þær eru fullvaxnar, oftast fyrripart sumars, og láta sig síga niður í grasið og púpa sig. Plant- an vex áfram og engin ummerki eru sjáanleg þegar líður á sumarið. Að- eins skal úða gegn fiðr- ildalirfum ef fjöldi þeirra er það mikill að hætt sé við að þær valdi áberandi tjóni á gróðr- inum. Aðeins skal úða gegn blaðlúsum ef fjöldi þeirra er mikill. Oft og tíðum valda blaðlýs litlu sjáanlegu tjóni en áhrifin koma fyrst og fremst fram í minni vexti trjágróður- ins. Ef um runna er að ræða getur oft komið til greina að klippa hann þegar svo er komið, því blaðlýsnar leggjast fyrst og fremst á nýsprottnar grein- ar. Garðaúðun hefur ekkert forvarnargildi Sem fyrr segir hefur permetrin mjög skamma eiturvirkni. Því hefur það ekkert að segja að úða garðinn í forvarnarskyni. Úðunin virkar ein- göngu gegn þeim skordýrum sem eru komin í trjágróðurinn og eru byrjuð að éta. Egg í greinum og brumum og púpur og skordýr í jarð- vegi drepast ekki. Þess vegna er það til einskis að úða of snemma á vorin og peningum kastað á glæ. Segja má að það að úða garð að ástæðulausu sé eins og að aka um á vetrardekkjum yfir sumarið, í forvarnarskyni fyrir veturinn. Allir mega úða eigin garð Permethrin er í svokölluðum C- flokki efna til nota við útrýmingu skaðvalda í garðyrkju og landbúnaði og hafa allir heimild til að kaupa og nýta þau efni til eigin nota. Blanda skal efnið nákvæmlega skv. leiðbein- ingum. Það virkar ekki betur þótt blandan sé of sterk. Úðun í atvinnuskyni Til að stunda úðun í atvinnuskyni þarf sérstakt leyfi Hollustuverndar ríkisins skv. reglum nr. 238/1994 um garðaúðun (reglurnar fást hjá Holl- ustuvernd ríkisins og á heimasíðu stofnunarinnar, www.hollver.is og á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjós- arsvæðis undir lagasafni, www.eftir- lit.is. Til athugunar fyrir þá sem vilja kaupa þjónustu þeirra aðila sem bjóða upp á garðaúðun skal eftirfar- andi tekið fram: Viðkomandi skal geta framvísað gildu skírteini frá Hollustuvernd. Hann skal ganga úr skugga um að úðunar sé þörf með því að skoða garð og trjágróður. Ekki skal úða ef þess gerist ekki þörf og þá skal bara úða einstök tré eða runna ef þess þarf. Áður en úðun hefst skulu settir upp varnaðarmiðar. Þar skal standa „Varúð – garðaúðun“, verslunarheiti úðunarefnis og virkt efni, takmörkun við umferð um garðinn, dagsetning og tímasetning úðunar, varað við neyslu matjurta og nafn, heimilis- fang og sími garðaúðarans. Þegar þjónustuaðili býður úðun ætti garðeigandinn að ganga með honum um garðinn og skoða trjá- gróðurinn og meta þörfina fyrir úð- un áður en þessi þjónusta er keypt. Til fróðleiks má benda á bókina: Heilbrigði trjágróðurs, skaðvaldar á trjágróðri og varnir gegn þeim, eftir Guðmund Halldórsson og Halldór Sverrisson. Á heimasíðunni www.eftirlit.is er stutt umfjöllun um hvaða trjá- og runnategundir eru viðkvæmar fyrir skordýrum. Um garðaúðun Árni Davíðsson Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Garðaúðun Fyrsta vörnin gegn skordýrum, segir Árni Davíðsson, er að hafa réttar plöntur í garðinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.