Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 53
✝ Jófríður Hall-dórsdóttir fædd-
ist í Svarfaðardal 2.
janúar 1915. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Grund 22. maí síðast-
liðinn. Faðir hennar
var Halldór Sigfús-
son múrari á Dalvík,
f. 3. mars 1880, sonur
Sigfúsar Jónssonar
útvegsbónda á Grund
í Svarfaðardal og
Önnu Sigríðar
Björnsdóttur. Móðir
hennar var Guðrún
Júlíusdóttir, f. 25. maí 1885, dóttir
Júlíusar Daníelssonar bónda í
Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal
og Jóhönnu Maríu Björnsdóttur.
Systkini Jófríðar voru Maríanna,
f. 16. nóv. 1909, d. 16. maí 1961,
Júlíus, f. 2. sept. 1911, d. 25. nóv.
1983, Brynhildur, f. 25. okt. 1919,
d. 25. júlí 1920, Sigfús, f. 20. jan.
1922, d. 15. mars 1982, og Björn, f.
2. nóv. 1924, d. 4. ág. 1995. Jófríð-
ur giftist 31. maí 1947 Jóhannesi
Magnússyni skrifstofumanni í
Reykjavík, f. 31. júlí 1921. Hann
var sonur Magnúsar
Kristjánssonar sjó-
manns í Bolungarvík
og Hansínu Jóhannes-
dóttur. Jófríður og Jó-
hannes skildu. Sonur
þeirra er Halldór
Hjaltason flugvirki í
Flórída, f. 12. mars
1938, kvæntur Þórdísi
Sigurðardóttur, f. 2.
maí 1942. Dætur
þeirra eru Hrafnhild-
ur, f. 16. jan. 1962, bú-
sett í Hafnarfirði, hún
á þrjú börn og Sif Ell-
en, f. 6. apríl 1965, búsett á Flór-
ída, hún á þrjú börn. Jófríður nam
við Húsmæðraskólann á Blöndu-
ósi 1933-34. Hún lauk námi frá
HSÍ í sept. 1944. Jófríður var
hjúkrunarkona á Sjúkrahúsinu á
Akureyri, á Landspítalanum,
ýmsum deildum, einkum röntgen-
deild, á St. Bartholomew’s Hosp. í
London 1961-’62, Blóðbankanum í
Reykjavík ’63-’72, Læknastöðinni
í Glæsibæ ’72-’77 og Heilsuvernd-
arstöðinni í Reykjavík ’77-’83. Út-
för Jófríðar fór fram í kyrrþey.
Elskuleg móðursystir mín og vin-
kona, Jófríður Halldórsdóttir, er lát-
in. Hún ólst upp á Dalvík á góðu og
gestrisnu heimili í glöðum systkina-
hópi, einnig dvaldist hún oft á Ak-
ureyri hjá heiðurshjónunum Hólm-
fríði Júlíusdóttur og Jóhannesi
Björnssyni, en hún hét nöfnum
þeirra. Árin liðu við störf að þeirra
tíðar hætti í litlum sjávarþorpum á
Íslandi; uppstokkun og beitning, salt-
fiskvöskun og annað sem til féll. Í
síldarsöltun á Siglufirði var hún eitt
sumar og einn vetur á húsmæðra-
skólanum á Blönduósi.
En rúmlega tvítug hleypir hún
heimdraganum fyrir alvöru og held-
ur á vit ævintýranna, ræðst sem
skipsþerna á es. Lagarfoss, sem þótti
nú heldur upphefð í þá daga.
Þá fljótlega tóku að berast pakkar
frá fjarlægum löndum til okkar
systkina og í þeim ýmis leikföng sem
við höfðum aldrei séð eða heyrt um
áður og kunnum varla skil á; hár-
prúðar dúkkur sem hægt var að
klæða og afklæða, allskonar snyrti-
dót fyrir þær ásamt fleiri gersemum.
Peysur prjónaði hún af miklu dugn-
aði í frístundum sínum og sendi okk-
ur. Var það furða þótt við héldum upp
á þessa gjafmildu frænku okkar? En
nokkrum árum síðar hættir hún sigl-
ingum og innritast í Hjúkrunarskóla
Íslands og útskrifaðist þaðan 1944.
Líf hennar einkenndist alltaf af
mikilli vinnu, en hún ferðaðist líka
mikið utanlands og innan og kom oft
norður í heimsókn til foreldra sinna
sem hún tók svo til sín þegar þau
gátu ekki lengur verið ein heima á
Dalvík aldurs vegna og létust þau
bæði í Reykjavík.
Jófríður lét sig miklu varða bæði
systkini sín og systkinabörn og
reyndist þeim frábærlega vel, var
alltaf boðin og búin ef leitað var til
hennar með nánast hvað sem var.
Hún var gjafmild og gamansöm,
prýðilega greind og vel menntuð í
sínu fagi og lét sér fátt mannlegt
óviðkomandi. Alltaf var kallað í hana
þegar fjölskyldan gerði sé dagamun,
það þótti sjálfsagt að hún væri með ef
eitthvað var um að vera. Eiginlega
hefði mátt kalla hana ættmóður, svo
annt var henni um fólkið sitt. Vera
má að það hafi líka verið vegna þess
að Halldór sonur hennar og flestir í
hans fjölskyldu hafa lengst af búið í
Bandaríkjunum.
Í tugi ára var hún í laufa-
brauðsgerð með okkur systkinunum
og munaði nú aldeilis um hana þar
sem og annars staðar og liðtæk var
hún með okkur í slátrunum á haustin.
Jófríður var einstaklega heilsu-
hraust lengst af. Útivistarmanneskja
var hún í besta lagi, iðkaði sund næst-
um daglega eftir að hún hætti störf-
um og stundaði skíðagöngur af mikl-
um móð, en um áttræðisaldurinn
varð snögg breyting þar á, þá fór
verulega að halla undan fæti með
heilsufarið. Hún ákvað sjálf að sækja
um vistun á Grund og þar dvaldist
hún uns yfir lauk, eða í hálft fjórða ár.
Þessi ár reyndust henni afar erfið, þó
tók hún öllu sem á hana var lagt með
óskýranlegu jafnaðargeði og hug-
arró. Þá birtist styrkur hennar sem
aldrei fyrr, aldrei var kvartað, aldrei
æðruorð af vörum. Vil ég nú færa
starfsfólki deildanna sem hún dvaldi
á sérstakar þakkir fyrir alla þá hjálp-
semi og góðvild sem það veitti henni
og var henni svo mikils virði. Nú er
öllum þjáningum loksins lokið. Jó-
fríður er lögð af stað í sína hinstu
ferð.
Blessuð sé minning hennar.
Stirðnuð er haga höndin þín,
gjörð til að laga allt úr öllu,
eins létt og draga hvítt á völlu
smámeyjar fagurspunnið lín.
(Höf. ók.)
Edda.
Látin er föðursystir mín og nafna,
Jófríður Halldórsdóttir hjúkrunar-
kona eftir stranga baráttu við sjúk-
dóm sinn. Síðustu árin var hún á elli-
heimilinu Grund í Reykjavík. Áður
en hún fór á Grund bjó hún í Hátúni 8
í Reykjavík, fyrst með foreldrum sín-
um, en eftir lát þeirra bjó hún þar ein.
Það var alltaf sérstakt að heim-
sækja nöfnu í Hátúnið þegar ég var
lítil stelpa, því hún átti yfirleitt skrít-
ið og gott nammi sem gaman var að
smakka. Ég sótti mikið til hennar
sem barn og unglingur og milli okkar
var ekkert kynslóðabil. Það var mikill
samgangur á milli okkar og eftir að
ég varð eldri og stofnaði mína fjöl-
skyldu í Borgarnesi, kom nafna oft í
heimsókn og gisti hjá okkur. Þá var
sko heldur betur tekið til hendinni á
heimilinu, búnar til fiskibollur í haug-
um og steiktur fiskur til að setja í
frystikistuna, steiktar kleinur og
þegar sérlega vel lá á okkur voru líka
gerðir partar. Á haustin kom hún oft
og hjálpaði til við sláturgerðina.
Þetta voru skemmtilegir tímar sem
við höfðum öll gaman af. Það var allt-
af tilhlökkun hjá börnunum þegar
von var á Billu, eins og hún var köll-
uð, í raun má segja að börnin mín hafi
kallað hana ömmu, því hún reyndist
þeim hin besta amma. Hún var alltaf
tilbúin með leiðbeiningar, hvort held-
ur var til mín eða þeirra og þær voru
ætíð settar fram á gamansaman hátt
þannig að enginn móðgaðist. Alltaf
skyldi hún finna farsælustu leiðina á
öllum vanda. Hún hafði góðan húmor
reyndar svolítið gráglettinn stundum
og sagði skemmtilega frá hlutunum.
Að leiðarlokum vil ég þakka henni
nöfnu minni samfylgdina. Ég var nú
ekkert sátt fyrst í stað að heita þessu
nafni, fannst það þungt og óþjált, en í
dag er ég stolt af því að hafa fengið að
bera nafnið hennar. Farðu í friði og
hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð
geymi þig.
Jófríður Hanna Sigfúsdóttir
og fjölskylda.
JÓFRÍÐUR
HALLDÓRSDÓTTIR
✝ Kristlaug Krist-jánsdóttir fæddist
á Nýpá í Köldukinn í
S.-Þingeyjarsýslu
hinn 28. ágúst 1904.
Hún lést 19. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Sesselja
Kristjánsdóttir og
Kristján Jónsson. Al-
systur Kristlaugar
eru Kristbjörg Hall-
dóra og Guðlaug Sig-
urveig. Fyrri kona
Kristjáns, Guðrún
Jónsdóttir, dó úr
berklum. Þeirra börn
voru Jón, Guðný, Helgi, Anna og
Kristín. Eftir lát seinni konu sinn-
ar flutti Kristján 1913 til Ameríku
með sex börn sín en Jón og Krist-
laug urðu eftir.
Árið 1928 giftist Kristlaug Sig-
urði Baldvinssyni útgerðarmanni,
Árgerði, Ólafsfirði. Þau eignuðust
tvær dætur. Þær eru: Gerður, f.
11.9. 1929, d. 18.8. 1999, og Brynja,
f. 25.11. 1939. Gerður giftist Svav-
ari Guðna Gunnarssyni. Þeirra
börn eru: 1) Sigurður, kvæntur
Peggy Lynn Berry, sonur þeirra
er Jóhann Már. 2) Gunnar Þór,
kvæntur Steinunni Ástu Zobitz,
barn þeirra er Kolbrún Þórhildur.
3) Kristlaug Þórhildur, gift Hjör-
leifi Hjálmarssyni,
dætur Kristlaugar
eru Gerður, sam-
býlismaður hennar
er Sigurður Karl Jó-
hannesson, og Katrín
Björg. 4) Ari, kvænt-
ur Ágústu Gullý
Malmquist, dætur
Ara eru Birna Ósk og
Hera Björt. Brynja
Sigurðardóttir er
gift Gunnari Þór
Magnússyni, þeirra
synir eru 1) Sigurð-
ur, kvæntur Hólm-
fríði Jónsdóttur,
börn Björgvin Karl, Brynja og
Davíð Fannar. 2) Magnús, hans
kona er Jana Sigfúsdóttir, börn
Kristófer Þór og Karen Sif. 3) Sig-
urpáll Þór, hans kona er Signý
Hreiðarsdóttir, börn Kristlaug
Inga og Erla Marý.
Kristlaug og Sigurður bjuggu í
Árgerði til 1972 þegar þau fluttu
að mestu til Brynju dóttur sinnar í
Ólafsfirði. Sigurður lést 1975. Eft-
ir það var Kristlaug hjá Brynju og
Gunnari Þór á neðri hæðinni þar
til hún fór á dvalarheimilið Horn-
brekku.
Útför Kristlaugar fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 16.
Elsku mamma, mig langar að
minnast þín og systkina þinna því
þú ert síðust þeirra sem kveður.
Það var ætíð mikill kærleikur með
ykkur Jóni bróður þínum og þrátt
fyrir mikla fjarlægð hafðir þú alltaf
samband við pabba þinn og systk-
inin sem fóru til Ameríku. Þegar
móðir þín dó og þú varst sex ára
gömul fórst þú í fóstur til föðursyst-
ur þinnar á Öxará og varst þar fram
yfir tvítugt. Það hlýtur að hafa verið
erfitt fyrir þig sem litla stúlku að
missa móður þína og sjá svo á eftir
systkinum þínum og föður til fjar-
lægs lands. Þú eignaðist góða fóst-
urforeldra og fóstursystkini og hélst
sú vinátta alla tíð . Ég man þegar
þú sagðir mér frá sleðaferðinni ykk-
ar systkinanna sem endaði í fljótinu
og þið björguðust naumlega. Þegar
þú fluttir frá Nýpá sex ára með
kommóðuna sem mamma þín gaf
þér og þú gafst mér, einnig frá
fyrsta jólakjólnum sem þú eignaðist.
Þegar þú komst í Öxará fannst þér
þú vera komin í höll, því húsakynnin
voru svo stór. Ekki má gleyma
draumunum þínum því þú varst svo
berdreymin og hvað mér fannst
skrítið að þig skyldi dreyma pabba
löngu áður en þú kynntist honum og
þekkja hann með sömu húfuna og
hann birtist með í draumnum. Þú
hafðir gaman af að lesa í bolla og
gerðir það óspart fyrir Kleifakon-
urnar og skildi ég ekki hvernig þú
gast lesið svona mikið úr hverjum
bolla. Ferðirnar okkar til Akureyrar
þegar þú varst að heimsækja Jón
bróður þinn og fóstursystkini og all-
ar veislurnar Jóns til að halda fjöl-
skyldunni saman. Þú varst mikil
húsmóðir og vildir hafa allt fínt í
kring um þig, það var alltaf mikil
gleði í kring um þig og gestkvæmt í
Árgerði. Ekki má gleyma sauma-
skapnum því þú saumaðir mikið
jafnt á fjölskylduna sem aðra. Það
voru góðir dagar hjá ykkur Jóni
þegar systur ykkar komu frá Am-
eríku eftir 70 ára aðskilnað og
ferðalögin austur í Kinn og Bárð-
ardal voru ógleymanleg hjá okkur
Þór. Það var svo skemmtilegt að
hlusta og vera með ykkur þar.
Hjónaband ykkar pabba var alltaf
gott og á ég góðar minningar frá
mínum æskuárum.
Elsku mamma, ég gæti haldið
áfram að minnast þín lengi lengi.
En hjartahlý og góð mamma gleym-
ist aldrei og kveð ég þig með þakk-
læti og söknuði.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín dóttir
Brynja.
Að morgni hvítasunnudags 19.
maí bárust mér þau sorglegu tíðindi
að Kristlaug amma mín hefði látist
þá um nóttina. Hún var 97 ára að
aldri. Í síðustu heimsókn minni til
hennar gerði hún að gamni sínu og
spurði mig m.a. hvort ég héldi ekki
að hún yrði örugglega 100 ára. Ég
jánkaði því hugsunarlaust. Ef til vill
mest af því að mér fannst það
óhugsandi að amma mín væri eitt-
hvað á förum. Hún hafði alltaf verið
til staðar þegar ég var að alast upp í
Ólafsfirðinum. Hún var stór hluti af
mínum veruleika þegar ég var barn
og tengd órjúfanlegum böndum við
Ólafsfjörðinn í mínum huga. Það
verður skrýtið og tómlegt að fara
þangað án þess að hitta ömmu.
Þessa síðustu daga hef ég oft set-
ið og rifjað upp minningar tengdar
barnæsku minni. Ég man hvað mér
fannst amma alltaf fín. Hún var allt-
af svo vel til höfð og hafði mjög
gaman af að punta sig. Ég man
hversu gaman var að heimsækja
ömmu og Sigurð afa út á Kleifar.
Skemmtilega eldhúsið, þar sem
mesta undrið var kaffikvörn sem
hékk við búrhurðina. Ég man að
amma mín var mér alltaf svo væn
og góð.
Elsku Kristlaug amma mín, inni-
legar þakkir fyrir allt og Guð blessi
minningu þína.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Kristlaug Þórhildur
Svavarsdóttir.
Amma mín, nú er þitt viðburða-
ríka lífshlaup á enda runnið. Það er
margs að minnast þegar hugurinn
reikar til bernskuáranna. Við strák-
arnir viljum minnast þín með
nokkrum orðum. Þegar við hugsum
til baka er við vorum litlir þá varst
þú alltaf nálæg og við gátum alltaf
stólað á þig ef á þurfti að halda.
Okkur er fyrst minnisstætt þegar
við heimsóttum ykkur afa út á Kleif-
ar og ekki síður þegar við fengum
að gista. Það var alltaf jafn spenn-
andi því þá fengum við að gera svo
margt skemmtilegt, t.d. að mála
klemmukassann. Eftir að þið afi
fluttuð í bæinn og bjugguð á neðri
hæðinni hjá okkur þá urðu sam-
skiptin meiri. Við munum svo vel
eftir sögunum sem þú sagðir okkur.
Þær voru óþrjótandi og margar
hverjar voru framhaldssögur sem
þú gast spunnið upp á staðnum. Það
var alltaf jafn gaman að hlusta á
þær og ef við vorum ekki ánægðir
með endinn þá breyttir þú honum
þannig að við urðum sáttir. Það sem
við vildum síst heyra voru orðin
„köttur úti í mýri setti upp á sér
stýri…“ því þá vissum við að þú
varst búin að fá nóg af sögum í bili.
Við munum einnig vel eftir sól-
arlummunum sem þú steiktir alltaf
meðan þú hafðir heilsu til þegar
fyrstu geislar sólarinnar skinu á
Kleifarnar. Einnig munum við vel
eftir heimsins bestu pönnukökum
sem þú bakaðir og ekki síst þegar
við komum kaldir og svangir heim
eftir að hafa verið úti. Þú varst allt-
af ung í anda og mikil gleði í kring-
um þig fram á síðasta dag, sem sjá
mátti meðal annars þegar þú varst
að spila við vistmenn frammi á
Hornbrekku. Það lýsir þér vel sem
þú sagðir við okkur: „Það er mesta
furða hvað þetta gamla fólk getur
spilað.“ Þó varst þú langelst.
Elsku amma, við viljum að lokum
þakka þér fyrir þær stundir sem við
áttum saman og allt sem þú hefur
gert fyrir okkur. Það er stórt skarð
sem þú skilur eftir þig í hugum okk-
ar og minning um góða ömmu og
langömmu mun alltaf lifa.
Sigurður, Magnús og Sigurpáll.
KRISTLAUG
KRISTJÁNSDÓTTIR
Elsku Guðrún mín,
nú hefur þú kvatt þetta
líf og ég vil þakka þér
fyrir það sem þú gafst
mér. Stundirnar sem
við áttum saman eru mér dýrmætar
og ógleymanlegar og þær geymi ég í
minningunni.
Með þessu ljóði kveð ég þig, elsku
vinkona mín.
GUÐRÚN LILJA
GÍSLADÓTTIR
✝ Guðrún LiljaGísladóttir var
fædd á Hellissandi á
Snæfellsnesi 23. júlí
1909. Hún lést á líkn-
ardeild Landakots-
spítala 20. maí síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Grafarvogskirkju
28. maí.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin
mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Hjartans þakkir fyrir allt.
Guð blessi þig og hvíl í friði.
Ingibjörg Guðmannsdóttir.