Morgunblaðið - 01.06.2002, Síða 54
MINNINGAR
54 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Það var fallegur vor-
morgunn í maí morg-
uninn sem tengdafaðir
minn kvaddi þetta líf.
Þegar ég fór frá líkn-
ardeildinni í Kópavogi og ók til
Reykjavíkur horfði ég eins og svo
oft áður út á hafflötinn. Morgunsól-
in fallega stafaði geislum sínum á
hafflötinn og Esjan var eins og
stoltur útvörður í norðri. Óhaggan-
leg rétt eins og gangur lífsins. Og
þetta fallega útsýni færði mér
ákveðna hugarró og minnti mig á að
þó við söknum og syrgjum þá meg-
um við ekki gleyma að þakka fyrir
gjafir lífsins.
Í Borgarfirði og Reykjavík ól
Klemenz allan sinn aldur. Þegar
hann lést 82 ára átti hann að baki
gott og farsælt líf. Hann ólst upp á
mannmörgu og myndarlegu sveita-
heimili, Klettstíu í Norðurárdal,
umvafinn góðri fjölskyldu. Hann var
svo lánsamur síðar að eignast góða
fjölskyldu sem bar umhyggju fyrir
honum til hinstu stundar. Sjálfur
veitti hann svo mörgum gleði með
hlýlegu viðmóti og góðri lund. Hann
naut þeirrar gæfu að vera við góða
heilsu á lífsleiðinni og var skýr og
fróðleiksfús til hinsta dags. Og það
var svo einkennandi fyrir hann allt
fram í andlátið að taka þétt um
höndina og strjúka, spyrja frétta,
hafa áhyggjur af öðrum og biðja
KLEMENZ
JÓNSSON
✝ Klemenz Jónssonfæddist í Klett-
stíu í Norðurárdal í
Mýrasýslu 29. febr-
úar 1920. Hann and-
aðist á líknardeild
Landspítalans 22.
maí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Seltjarnarnes-
kirkju 30. maí.
fyrir skilaboð. Getur
maður beðið um nokk-
uð betra en að fá að
lifa slíku lífi? Það hefur
verið mér ómetanlegt
að eiga Klemenz að
sem tengdaföður síð-
ustu 25 árin og börnin
okkar Óla að eiga hann
sem umhyggjusaman
og góðan afa. Nú þeg-
ar komið er að kveðju-
stund rifjast upp
myndir frá liðnum dög-
um. Það eru myndir
hversdagsins, myndir
úr lífi og starfi. Það
eru minningar sem við eigum og
getum yljað okkur við nú þegar
Klemenz hefur yfirgefið þetta jarð-
líf. Ég sé hann fyrir mér heima á
Bræðraborgarstíg og síðar Eiðis-
mýri, þar sem hann undi glaður við
sitt. Hann var sífellt eitthvað að
starfa, fróðleiksfús við lestur bóka
eða blaða og sat oft við skriftir. Sem
leikari hafði hann brennandi áhuga
á öllu sem við kom leiklist. Hesta-
mennskan var í mörg ár fastur
punktur í tilverunni. Ég sé hann
fyrir mér í stólnum sínum í stofunni,
við að drekka kaffi saman og
spjalla, blaðið og bókin aldrei langt
undan, og Unnu sem oft sat við eitt-
hvert handverk. Það var svo nota-
legt andrúmsloft hjá þeim.
Fyrir allar ánægjustundirnar,
alla umhyggjuna og velvild í minn
garð, fyrir allar góðu minningarnar
um minn elskulega tengdaföður,
fyrir allt þetta vil ég þakka nú. Eng-
inn kemur í stað Klemenzar en góðu
minningarnar frá hans vegferð
hjálpa okkur að sætta okkur við frá-
fall hans og efst í huga er gleðin yfir
að hafa þekkt hann.
Inga Aðalheiður
Valdimarsdóttir.
Það er mjög undarleg tilfinning
að koma núna að Eiðismýrinni því
stóll ástkærs afa míns er tómur. Afi
er farinn og ég held að núna sé
hann hamingjusamari en síðustu
daga lífs síns.
Fyrstu minningar mínar um afa
eru af reglulegum föstudags-búðar-
ferðum með ömmu og góðvinum
þeirra Helgu og Hilmari. Skemmti-
legast fannst mér að fá að sitja hjá
afa í körfunni hans. Afi var alla tíð
mikið í hestamennskunni og leyfði
mér oft að fara með sér í útreiðar-
túra. Ég man vel eftir að hafa farið í
hesthúsin með honum og þá mund-
um við taka með okkur nesti og
heilsa svo upp á hestana, Blésa og
Krumma.
Þar sem afi var leikstjóri og leik-
ari varð það að hann tók okkur
krakkana oft með sér á leiksýningar
og keypti gotterí í hléinu. Það voru
góðir tímar.
Síðustu vikur og daga var afi
mjög veikur og reyndi ég á milli
prófa að fara í heimsókn til hans.
Afi var alltaf jafn ánægður að sjá
mig og hélt fast um hendi mína. Síð-
usta heimsókn mín er mér minn-
isstæð því þá var líkt og hann vildi
ekki sleppa af mér hendinni. Þetta
var kannski hans aðferð að kveðja
mig.
Ég veit að afi á eftir að horfa nið-
ur til mín og halda yfir mér vernd-
arhendi þegar ég tek við stúdents-
húfunni næstkomandi föstudag.
Guð blessi minningu þína.
Guðrún Ólafsdóttir
(Krúsa).
Það er skrítin tilfinning að sitja
og skrifa mín síðustu orð til þín afi
minn. Jafnvel þótt ég hafi átt von á
því að þurfa þess.
Fyrst þegar mamma sagði mér
að þú værir með krabbamein var
það mjög erfitt að meðtaka. Afi
Klemenz? Að fara burt? Líðanin var
undarleg, vægast sagt. En þegar
svona maður eins og þú er allt í einu
farinn getur maður ekki annað en
fundið fyrir þessu mikla tómi sem
einkennir ástvinamissi.
Mamma sagði að þetta væri bara
gangur lífsins og að við ættum að
nýta hinstu samverustundir með
þér. Þessi tími var líka góður því að
í raun fékk ég lengri tíma til að
sætta mig við þetta. Að svona gangi
lífið.
Í samræmdu prófunum dvaldi ég
í raun alltaf hjá ykkur ömmu. En þú
varst farinn, farinn á líknardeildina.
Þegar ég var ein þar reikaði hug-
urinn oft eitthvað annað en í náms-
bækurnar. Ég fór að hugsa, meðan
ég sat í stólnum þinum, við skrif-
borðið þitt, hvort þú myndir sitja
hér aftur. Eða lesa Laxnessbæk-
urnar þínar í stólnum þínum í stof-
unni. Alltaf þegar ég kom í heim-
sókn sastu þarna og þegar ég kom
og kyssti þig, greipstu þétt um
höndina mína, svona eins og þú vild-
ir ekki sleppa. Ég sakna þess, og ég
sakna þín afi minn. Ég á svo margar
góðar minningar tengdar þér. Þeg-
ar við fórum á hestbak á Blesa og
Krumma, þegar við negldum í spýt-
ur niðri í bílskúr hjá þér, þegar ég
gat notað gömlu stafina þína sem
hækjur, og þegar þú kenndir mér
að brjóta saman íslenska fánann.
Þú varst orðinn svo veikur síðast
þegar ég heimsótti þig. Þú gast
varla talað, þó þú vildir það. Þessi
sjúkdómur er svo grimmur og ég er
fegin að þú fékkst inni á líknardeild-
inni þar sem allar ,,drottningarnar“
eins og þú kallaðir þær voru svo
góðar við þig, og að þú þjáðist ekk-
ert í lokin.
Nú er þinni hetjulegu baráttu
lokið og nú getur þú sofið. Ég hefði
viljað sýna þér einkunnirnar mínar,
hafa þig við útskrift mína, við brúð-
kaupið mitt. Svona er maður eig-
ingjarn. Þú verður bara að horfa á
mig ofan frá héðan í frá. Ég elska
þig elsku besti afi Klemenz.
Valdís Ólafsdóttir.
Þegar vornóttin er að verða al-
björt, og það er söngur í lofti og
angan úr moldu, þá kveður þessa
jarðvist maður hvers nafns mun
getið að góðu þegar minningar og
listasaga tuttugustu aldarinnar
verður skráð. Ég er að tala um
Klemenz Jónsson, leikara og leik-
stjóra, – stjórnanda merkra sýninga
á íslenskum leiksviðum – skrásetj-
ara örlagaríkra þátta úr sögu þjóð-
arinnar frá liðnum árum og áratug-
um, og tilreiðslu þeirra í
leikritsformi fyrir útvarp á þann
hátt að eftir var tekið.
Um þetta munu sjálfsagt fjalla
þartilbært fólk. Það er höfundur
þessara fáu kveðjuorða ekki. Þau
eru aðeins sett á blað til að þakka
samfylgd á síðari hluta ævinnar.
Fyrir leiðsögn og ljúfa samveru víða
um lönd, – skemmtilegar stundir í
leikhúsum, óperum, söguslóðum,
sólarströndum og vínkrám margra
landa. Fyrir sameiginlegar ferðir á
íslenskum reiðleiðum og litríka
nærveru hans þar. Hann reið hvat-
lega hvort heldur hann sat Dofra,
Krumma eða Blesa.
Fetreið var honum ekki töm, þó
kom knapinn löngum þreyttari að
kvöldi í áfangastað en gæðingar
hans. Lengi man samferðafólk hans
gistinætur að Búrfelli í Grímsnesi
þar sem heimiluð voru afnot að
kirkju staðarins.
Klemenz skipulagði kvöldvöku,
las sjálfur valda texta og að lokum
söng Jón Sigurbjörnsson stórsöngv-
ari Bjórkjallarann, við frábæran
undirleik Braga V. Björnssonar.
En nú hefur Klemenz Jónsson
dregið tjaldhæla sína úr jörðu. Við
Hulda þökkum honum samfylgdina
og óskum honum blessunar á
ókomnum leiðum. Guðrún, hans
elskulegi lífsförunautur, og fjöl-
skylda hans öll eiga samúð okkar
óskipta.
Vera kann að við Klemenz eigum
enn eftir að ferðast saman um fram-
andi reiðgötur. Hann verður spöl-
korn á undan, – trúlega á Dofra, og
fer ekki bláfetið.
Kristján Benjamínsson.
Fallinn er nú frá sá
mikli öðlingsmaður Ei-
ríkur Pálsson lögfræð-
ingur. Hann fæddist
22. apríl 1911 á Öldu-
hrygg í Svarfaðardal.
Ungur fékk hann áhuga á þjóð-
félagsmálum og helgaði þeim meg-
inhluta starfsævi sinnar. Hann
gegndi mörgum trúnaðarstörfum
fyrir sveitarfélög og Alþingi.
Eiríkur var bæjarstjóri í Hafn-
arfirði 1945-1948. Hann sagði upp
því starfi til að taka að sér starf hjá
nýjum samtökum sveitarfélaga er
stofnuð voru 1948. Hann átti mikinn
þátt í því að byggja þau samtök upp
sem starfsmaður og ritstjóri tíma-
ritsins Sveitarstjórnarmála. Vann
hann þar til ársins 1952 og náði að
koma samtökunum á legg þrátt fyr-
ir bágan fjárhag samtakanna í byrj-
un. Hann vann í félagsmálaráðu-
neytinu sem fulltrúi í tvö ár, en
varð skattstjóri í Hafnarfirði árið
1954. Vann síðan við skattstjóra-
embættið allt þar til 1967 er hann
var ráðinn forstjóri elli- og hjúkr-
unarheimilisins Sólvangs í Hafnar-
firði. Þar starfaði hann til 70 ára
aldurs.
Það var á fundi í Noregi, er Ei-
ríkur sótti fyrir hönd Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga árið 1948, að
hann gerði sér grein fyrir samtaka-
mætti norrænnar samvinnu. Hann
byggði upp sterk tengsl við syst-
ursamtök sambandsins á Norður-
löndunum. Hann var eindreginn
EIRÍKUR
PÁLSSON
✝ Eiríkur Pálssonfæddist á Öldu-
hrygg í Svarfaðardal
við Eyjafjörð 22. apr-
íl 1911. Hann lést á
heimili sínu í Hafnar-
firði 16. maí síðast-
liðinn og fór útför
hans fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
talsmaður samvinnu
milli Norðurlandanna
á öllum sviðum. Hann
var afar góður liðs-
maður Norræna fé-
lagsins og átti stóran
þátt í stofnun Nor-
ræna félagsins í Hafn-
arfirði árið 1958. Hann
sat í stjórn þess frá
árinu 1964, lengst af
sem ritari. Hann sinnti
félagsmálum af alúð og
áhuga, enda var hann
eftirsóttur til slíkra
starfa. Of langt mál er
að fara yfir störf hans
í þágu hinna ýmsu félagasamtaka í
gegnum tíðina, en hann tók þátt í
stofnun margra félagasamtaka er
starfa enn í dag. Eiríkur var einn af
stofnendum Framsóknarfélags
ungra manna, eins og það hét þá,
árið 1930 á Akureyri. Var hann alla
tíð traustur stuðningsmaður Fram-
sóknarflokksins. Einnig naut
íþróttahreyfingin góðs af störfum
hans og hlaut hann heiðursmerki
FRÍ og FH.
Eiríkur er af þeirri kynslóð er
byggði upp lýðveldið á fyrstu árum
þess. Kynslóð sem taldi ekki eftir
sér að sinna ólaunuðum störfum Ís-
lendingum og hinu unga lýðveldi til
heilla. Hann var starfsmaður Al-
þingis frá 1941-1945 og var því í
hringiðu umræðna og aðgerða er
leiddu til stofnunar íslenska lýð-
veldisins árið 1944. Hann var ein-
dreginn í stuðningi sínum við að
byggja upp félagslegt réttlæti borg-
urum til handa og sýndi það í verki
með okkur framsóknarmönnum.
Þegar ég kynntist Eiríki fyrst á
vettvangi Norræna félagsins kom
hann mér fyrir sjónir sem roskinn
maður, en þó fullur af eldmóði sem
einkennir yngri menn. Hann tók
virkan þátt í umræðunni á sam-
bandsþingum Norræna félagsins og
lagði fram góðar hugmyndir varð-
andi eflingu norræns samstarfs.
Síðar lágu leiðir okkar Eiríks sam-
an í flokksstarfi okkar framsókn-
armanna í Hafnarfirði, sem Eiríkur
var alla tíð áhugasamur um og
hvatti okkur yngra fólkið áfram.
Fyrir það erum við framsóknar-
menn þakklátir.
Börnum Eiríks og öðrum að-
standendum votta ég samúð mína.
Með Eiríki er fallinn drengur góð-
ur.
Siv Friðleifsdóttir.
Kveðja frá Rótarýklúbbi
Hafnarfjarðar
Sjónarsviptir er að horfnum heið-
ursmanni, Eiríki Pálssyni frá Öldu-
hrygg í Svarfaðardal, sem hlaut
hægt andlát á heimili sínu 16. maí
2002 níutíu og eins árs að aldri.
Eiríkur setti svip á umhverfi sitt
hvar sem hann fór. Það var svipmót
atorku, baráttugleði, festu og hrein-
skilni, en jafnframt hlýju, hógværð-
ar og kímni. Þetta duldist engum í
fasi Eiríks sem mætti honum á
röskri göngu á götum Hafnarfjarð-
ar. Aldrei sá ég Eirík aka bíl.
Hafnfirðingar munu minnast Ei-
ríks fyrir það að ungur lögfræð-
ingur varð hann bæjarstjóri í Hafn-
arfirði á pólitískum sviptingatímum.
Hann sat í fjölmörgum nefndum og
ráðum, bæjarins, bauð sig eitt sinn
fram til alþingis fyrir Framsókn-
arflokkinn, var um árabil Skatt-
stjóri Reykjanessumdæmis og for-
stjóri elli- og hjúkrunarheimilisins
Sólvangs.
Eiríkur var félagsvera af lífi og
sál. Hann var formaður málfunda-
félagsins Magna sem lét sig mjög
varða menningar- og ræktunarstarf
í bænum, var í stjórn Norræna fé-
lagsins, stofnfélagi Styrktarfélags
aldraðra og í fyrstu stjórn þess og í
stjórn Sálarrannsóknarfélagsins í
Hafnarfirði.
Sjálfum sér hampaði Eiríkur
ekki. Hins vegar var samkennd
hans með öðrum mönnum rík og
beindist einkum að því að styðja þá
sem honum fannst settir hjá. Eitt
sinn þurfti ég að leita til hans um
upplýsingar. Þá sýndi hann mér
bunka af bréfum til opinberrar
nefndar þar sem hann vildi rétta
hlut nágranna síns sem honum þótti
sniðgenginn af hinu opinbera. Eftir
þrjú bréf og jafn mörg ár virtust
bréfin enn liggja ólesin einhvers
staðar í opinberum hæðum. Þá fauk
í minn mann. Hann skrifaði hvasst
og vægðarlaust bréf og var það
sýnu lengst. Þar var sleppt öllu
settlegu sunnudagshjali en svipan
látin ganga á hinni opinberu nefnd.
Ég sagði við Eirík að þarna hefði
honum tekist best upp því að þetta
hefði augljóslega komið beint frá
hjartanu. „Já“, sagði Eiríkur, „ég
held bara að þú hafir rétt fyrir þér
en ég sendi aldrei þetta bréf heldur
kurteislegan efnisútdrátt úr því og
viti menn, loksins bar það árangur.“
Eiríki var boðið að ganga í Rót-
arýklúbb Hafnarfjarðar árið 1959
og varð fljótt ein af styrkustu stoð-
um klúbbsins. Hann var kjörinn rit-
ari starfsárið1963-64 og forseti
1965-66.
Eitt af hugðarefnum Eiríks var
ættfræði. Uppistaðan í vikulegum
fundum Rótarý eru erindi um hin
fjölbreytilegustu mál. Áður en
framsögumaður hæfi upp raust
sína, krafði Eiríkur hann jafnan
svara um ætt og uppruna, sagðist
ekki geta hent reiður á efninu nema
hann vissi deili á ræðumanni.
Eftir að Eiríkur lét af störfum
kom hann sjaldnar klúbbfundi.
Þeim mun meira glöddust félagar
yfir að sjá hann.Venjulega flutti
hann okkur þá eitthvert frumsamið
efni, oftar en ekki í bundnu máli því
að þannig var honum tamt að tjá
sig. Enn helst sá siður í Rótarý-
klúbbi Hafnarfjarðar sem Eiríkur
stofnaði til, að gestir eru beðnir að
gera grein fyrir ættum sínum þegar
þeir stíga í pontu.
Eiríkur var kjörinn heiðursfélagi
Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar 1986.
Nálægt Jónsmessu í fyrra kom
hann á fund í Rótarýklúbbnum og
fór þá með frumort ljóð sem hann
hafði, á 90 ára afmælisdegi sínum
tveim mánuðum fyrr, flutt efst á
bæjarfjalli Hafnarfjarðar, Ásfjalli.
Dóttursonur Eiríks, ungur maður,
gekk með honum á fjallið og var
eini áheyrandinn þar:
„Upp á Ásfjall enn mín liggur leið,
að líta í skuggsjá gamla og nýja daga.
Oft er sólin silfurbjört og heið.
Nú sígur að viði ára minna saga.
Mér þakka ber víst það sem liðið er.
Þitt líf er draumur, sem kemur og fer.
Hér áður kom ég léttari í lund
og lífið virtist brosa gegn um tárin.
Nú er orðið hljóðara um stað og stund.
Þau stilla fjörið 90 árin.
Styrkurinn er þorrinn því er verr.
Þrjóskan ein hún gaf mér tóm að vera hér.
En útsýnið er hérna einkar fagurglæst
og undur gaman slíkt að fá að líta.
Fjallasveigur furðu vekur stærst.
Og fagurlega ber hann hettu hvíta.
Hafið blátt það heillar enn sem fyrr
og hagsæld veitir inn um margar dyr.
Af Ásfjallinu okkur gefur sýn
er ár og daga vaka mun í sinni.
Í vestri Snæfellsjökull virðulegur skín
og vekur fögnuð ríkan, líka í framtíðinni.
Þetta fagra land, sem gæfan okkur gaf,
er gimsteinn kostamikill við nyrsta haf.
Á þessum stað og á þessari
stundu bið ég góða forsjón að far-
sæla og blessa þetta land og þá,
sem það byggja, um alla framtíð.“
E.P.
Við sjáum Eirík lyftast á vængj-
uðum skáldfáknum yfir fjallsbrún
og hverfa í náttlaust ómælið.
Sigurþór Aðalsteinsson,
forseti R.H.
Heiðurs maður horfinn er
til ævintýra heima
megi ljósið lýsa þér
á leið um himingeima.
Mér er ljúft að þakka þér
þín ráð mér brugðust eigi.
Kveðju stundin komin er
í guðs friði ég segi.
Vilfríður Þórðardóttir.