Morgunblaðið - 01.06.2002, Qupperneq 66
DAGBÓK
66 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Ak-
ureyrin, Þerney, Vigri
og Víðir koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Sissimut kom og fór í
gær, Sléttbakur og
Kleifarberg koma í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Ferð á
Langjökul: Miðvikud.
10. júlí verður ekið um
Kaldadal upp á Geit-
landsjökul á Langjökli
þar sem snæddur verður
hádegisverður, á heim-
leið verður ekið um
Húsafell, Skorradal,
Svínadal og Hvalfjörð.
Farið verður í Grens-
árskirkju miðvikud. 5.
júní, kl 13.30. Prestur sr.
Ólafur Jóhannsson.
Sönghópur leiðir söng
undir stjórn Árna Ar-
inbjarnarsonar org-
anista. Kaffiveitingar í
boði sóknarnefndar.
Miðvikud. 5. júní verður
farið verður í Hagkaup
Skeifunni. Lagt af stað
kl. 10. Kaffiveitingar í
boði Hagkaups. Skrán-
ing í ferðirnar í af-
greiðsu s. 562 2571.
Bólstaðarhlíð 43 Ekið
um borgina þriðjud. 11.
júní og nýju hverfin
skoðuð. Lagt af stað kl.
13. Skráning í s.
568 5052 fyrir kl. 12,
föstud. 10. júní.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Grafarvogi. Korp-
úlfarnir. Heilsdagsferð
verður í Mýrdalinn
fimmtud. 6. júní. Brott-
för frá Miðgarði, kl. 9.
Áætluð heimkoma kl. 19.
Skráning hjá Þráni í
Miðgarði í síðasta lagi
mánud. 3. júní. S.
5454 500.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Morg-
unganga kl. 10. Á mánu-
dag félagsvist kl. 13. 30,
brids á þriðjudag kl.
13.30. Pútt á Hrafn-
istuvelli þriðju- og föstu-
dögum kl 14–16 Dags-
ferð að Skógum
miðvikud. 19. júní. Lagt
af stað frá Hraunseli kl.
10. Uppl. i Hraunseli s.
555 0142.
Vestmanneyjaferð 2. til
4. júlí. Greiða skal far-
miðana í ferðina 10., 11.
eða 12. júní n.k. kl. 13.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Fjöl-
skylduhátíð í Laug-
ardalshöllinni í dag
1.júní skemmtiatriði fyr-
ir unga sem aldna. Sun-
nud: Dansleikur kl. 20,
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánud: Brids kl.
13. Danskennsla fram-
hald kl. 19 og byrjendur
kl. 20.30.
Miðvikud: Göngu-
Hrólfar fara í göngu frá
Ásgarði Glæsibæ kl. 10.
Dagsferð í Krísuvík,
Þorlákshöfn, Eyr-
arbakka, Stokkseyri 6.
júní. Vestmannaeyjar
11.-13.júní 3 dagar nokk-
ur sæti laus, vegna for-
falla. Söguferð í Dali 25.
júní dagsferð, leið-
sögumaður Sigurður
Kristinsson, skráning
hafin. Silfurlínan er opin
á mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10–12
í s. 588 2111. Skrifstofa
félagsins er flutt í Faxa-
fen 12, sama símanúmer
og áður. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Uppl. á skrif-
stofu FEB.
Félagsstarfið Furugerði
1. Handavinnu- og list-
munasýning eldri borg-
ara, verður í Furugerði 1
í dag frá kl. 13.30 til kl.
17. Kaffiveitingar. Allir
velkomnir.
Gerðuberg, félagsstarf,
sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug (úti-
laug) mánu-, miðviku- og
föstudaga kl. 9.30. Um-
sjón Brynjólfur Björns-
son íþróttakennari.
Myndlistasýning Huga
Jóhannessonar opin
virka daga frá kl. 9–17.
Veitingar í Kaffi Berg.
Uppl. um starfssemina á
staðnum og í s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun kl. 9.30. gler-
og postulínsmálun, kl. 11
hæg leikvfimi, kl. 13
lomber og skák. Mánud.
3. júní og þriðjud. 4. júní
frá kl. 10.30 til kl. 12
verður tekið við stað-
festingargjaldi fyrir
ferðalag á Langanes
dagana 1. til 5. júní.
Staðfestið sem fyrst í
Gjábakka, s. 554 3400.
Vesturgata 7. Lands-
banki Íslands verður
með almenna banka-
þjónustu mánud. 3. júní
kl.13.30–14. Mósaik-
námskeið hefst mið-
vikud. 5.júní kl. 9.15–12
leiðbeinandi Hafdís
Benediktsdóttir, skrán-
ing í s. 562 7077.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Púttað verður
á Listatúni í dag, laug-
ardag, kl. 10.30. Mætum
öll og reynum með okk-
ur.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
frá Gjábakka í Kópavogi
laugardagsmorgna.
Krummakaffi kl. 9. Allir
velkomnir.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konnakoti
Hverfisgötu 105. Nýir
félagar velkomnir. Mun-
ið gönguna mánu- og
fimmtudaga.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA Síðumúla 3-5
og í Kirkju Óháða safn-
aðarins við Háteigsveg á
laugardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Kvenfélag Óháða safn-
aðarins. Vorferðalagið
verður mánudagskvöldið
3. júní kl. 20. Farið frá
Kirkjubæ og ekið á Sel-
foss. Þátttaka tilkynnist
til Esterar í s. 557 7409
eða Halldóru í s.
566 6549.
Bandalag kvenna í
Reykjavík. Þann 30. maí
varð Bandalagið 85 ára.
Af því tilefni verður opn-
uð sýning í Ráðhúsi
Reykjavíkur, á ljós-
myndum og munum er
varpa ljósi á þróun og
sögu aðildarfélaga
Bandalagsins. Sýningin
verður opnuð í Ráðhúsi
Reykjavíkur, í dag kl. 14
og verður opin frá 2. til
6. júní kl. 10–19.
Kvenfélag Bústað-
arkirkju. Sumarferðin
verður farin laugardag-
inn 15. júní. Miðar seldir
í kirkjunni mánudaginn
3. júní kl. 17–18. Uppl. í
s. 861 6049 Sigurlín eða
568 0075 Sigríður.
Aglow Reykjavík, fund-
ur verður mánud 3. júní
kl. 20 í Templarasalnum
að Stangarhyl 4. Krist-
jana Sigmundsdóttir tal-
ar um föðurhjarta Guðs
og Edda Swan segir frá
ferð sinni til Ísrael.
Mirjam Óskarsdóttir sér
um lofgjörðina. Allar
konur velkomnar.
Orlofsnefnd húsmæðra í
Kópavogi. Á vegum
nefndarinnar verða
farnar tvær ferðir á
þessu sumri: að Kirkju-
bæjarklaustri 13.-15.
júní, eitt sæti laust í
Skagafjörð 22.-24. ágúst,
hvíldar- og hressing-
ardvöl að Laugarvatni
24.-30. júní. örfá sæti
laus. Skráning í s.
554 0388, Ólöf, s.
554 2199, Birna.
Ellimálaráð Reykjavík-
urprófastsdæma. Boðið
er upp á orlofsdvöl í
Skálholti í sumar. Í boði
eru þrír hópar sem rað-
ast þannig: 10. - 14. júní,
18. - 21. júní og 1.-5. júlí.
Skráning á skrifstofu
f.h. virka daga í s.
557 1666.
Minningarkort
Samúðar- og heilla-
óskakort Gídeonfélags-
ins er að finna í anddyr-
um eða safnaðar-
heimilum flestra kirkna
á landinu, í Kirkjuhús-
inu, á skrifstofu
KFUM&K og víðar. Þau
eru einnig afgreidd á
skrifstofu Gídeonfélags-
ins, Vesturgötu 40, alla
virka daga frá kl. 14–16
eða í síma 562 1870. All-
ur ágóði fer til kaupa á
Nýja testamentum sem
gefin verða 10 ára skóla-
börnum eða komið fyrir
á sjúkrahúsum, hjúkr-
unarheimilum, hótelum,
fangelsum og víðar.
Minningarspjöld
Kristniboðssambands-
ins frást á skrifstofunni,
Holtavegi 28 (hús
KFUM og K gegnt
Langholtsskóla) sími
588-8899.
Í dag er laugardagur 1. júní, 152.
dagur ársins 2002. Orð dagsins: Svo
miskunnar hann þá þeim, sem hann
vill, en forherðir þann, sem hann vill.
(Rómv. 9, 18.)
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 greftra, 4 margnugga,
7 fetill, 8 heilsufar, 9 tók,
11 sleit, 13 brumhnappur,
14 rýma, 15 sögn, 17 eyja,
20 herbergi, 22 búa til, 23
raka, 24 sér eftir, 25
standa gegn.
LÓÐRÉTT:
1 hittir, 2 náði í, 3 lengd-
areining, 4 vers, 5 rugla,
6 hófdýr, 10 örlög, 12
hugsvölun, 13 hryggur,
15 skartgripur, 16 fugl,
18 rödd, 19 bik, 20 skítur,
21 lestarop.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 fjölmenni, 8 túlki, 9 mýkja, 10 tíu, 11 losti, 13
reiða, 15 stóll, 18 saggi, 21 auk, 22 flagg, 23 ósinn, 24
maurapúki.
Lóðrétt: 2 jálks, 3 leiti, 4 eimur, 5 nakti, 6 stál, 7 fata, 12
tel, 14 efa, 15 sefa, 16 óraga, 17 lagar, 18 skólp, 19 grikk,
20 inni.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI fylgist með Formúl-unni. Eitt sunnudagshádegið,
er bíll Häkkinen brunaði í gegnum
sjónarflötinn hjá honum í – að hon-
um fannst – þúsundasta skipti, þá
kveikti hann á íþróttinni. Hann er
meira að segja búinn að koma á
litlum og meðfærilegum klúbbi sem
hittist aðra hverja viku yfir kaffi,
bakkelsi og drynjandi vélargný.
Skrifari viðurkennir fúslega að
hann hefur ekkert vit á bílum og inn-
viðum þeirra. Bein innspýting? Hvað
er það? Er það kannski í Formúlubíl-
unum? Heddpakkning, bremsu-
klossar, drifsköft. Víkverji hefur
ekki grænan grun.
Aukinheldur er Víkverji það
brenglaður íþróttaáhugamaður að
hann hefur ekki enn tengst ein-
hverju einu liði tilfinningaböndum
fremur en öðru. Látum okkur sjá.
Það er auðvitað alveg glatað að
styðja liðið sem vinnur alltaf, það er
Ferrari með þá Schumacher og
Barrichello innanborðs. Þá er það
annað hvort McLaren (með Skotann
Coulthard og Finnan Räikkönen inn-
anborðs) eða Williams (sem skipað
er yngri bróður Michaels Schu-
macher, Ralf og hinum blóðheita
Kólumbíumanni Juan Pablo Mont-
oya). Hér er erfitt að gera upp á
milli. Kannski bara Arrows eða
Jaguar? Nei, fjandakornið.
x x x
ÁSTÆÐAN fyrir þessum skrif-um er ákveðið atvik sem átti
sér stað í þarsíðustu keppni sem
fram fór í Austurríki, nánar tiltekið á
A1 Ring brautinni. Þar kom upp sú
staða að þegar nokkur hundruð
metrar voru eftir í mark var Barric-
hello í forystu en Schumacher var
rétt á eftir honum, í öðru sæti. Þá
kom tilskipun frá Ferrari-liðinu til
Barrichello um að víkja fyrir Schu-
macher, því með því móti myndi liðið
sem slíkt standa betur að vígi í stiga-
keppni Formúlunnar. Við þetta urðu
áhorfendur, á staðnum sem heima í
stofu, æfir. Skipti engu þó að Schu-
macher ýtti raunverulegum sigur-
vegara, þ.e. Barrichello, upp á efsta
þrep vinningspallsins. Víkverji styð-
ur hins vegar þessa ákvörðun liðsins
heils hugar og furðar sig um leið á
þessum sterku viðbrögðum. Athug-
um að það eru lið sem keppa í Form-
úlunni og tefla fram bílum sínum í
þeim tilgangi. Síðan ráða þau til sín
ökumenn. Ákvörðun Ferrari-liðsins
var ísköld, útreiknuð en fullkomlega
skynsamleg. Líkt og í skákinni verð-
ur að fórna mönnum til að ná loka-
takmarkinu.
x x x
EINHVER mótmælir þessu lík-lega með því að ökumenn séu
ekki líflausir trékarlar heldur mann-
eskjur af holdi og blóði með öllu sem
því fylgir; tilfinningum, metnaði og
sigurvilja. Þegar Liverpool var að
gera allt vitlaust hér í upphafi níunda
áratugarins var var Víkverji fremur
maður Dalglish en Rush. En hann
var fullkomlega sáttur ef Dalglish
gaf tuðruna frá sér til Rush ef sá
sami var í betra markfæri (sem var
nú venjulegast raunin). Hollusta
Víkverja var við Liverpool fyrst, síð-
an leyfði hann sér að hylla einstaka
leikmenn.
Og líkt er farið með Formúluna.
Annað hvort standa menn með sínu
liði eða ekki. Eða eins og Kaninn
segir: Ef það er of heitt í eldhúsinu,
farðu þá út úr því!
Laugardalslaugin
vanrækt
LAUGARDALSLAUGIN
er farin að láta á sjá. Þess-
ari stærstu laug landsins
sem er ein okkar mesta
landkynning er lítið sinnt
því miður. Fastagestur
sem hér skrifar ætlar ekki
að lýsa þreyttum baðklef-
um eða öðru því sem þarna
blasir við. Hér skulu bara
nefnd þrjú dæmi um það
hirðuleysi og væntanlega
fjársvelti sem Laugardals-
laugin býr við.
Við stærsta pott laugar-
innar var fremur lítil
klukka sem nýttist afar vel
pottverjum. Um nokkurt
skeið hefur þar blasað við
klukkustæðið eitt. Ekkert
gert í málinu. Handhár-
þurrka hefur blásið köldu
lofti að undanförnu. Ekk-
ert gert í málinu. Nýverið
hækkuðu vörur í verslun-
arhorni laugarinnar um
10% sem er önnur hækkun
á þessu ári.
Er ekki kominn tími til
að láta verkin tala og hefja
þessa stærstu laug lands-
ins til vegs og virðingar?
Svona sinnuleysi er til
vansa.
Fastagestur.
Ef Gísli Marteinn…
ÉG VIL koma eftirfarandi
á framfæri vegna borgar-
stjórnarkosninganna: Ég
tel að sjálfstæðismenn
hefðu unnið borgina í
kosningunum ef Gísli Mar-
teinn hefði verið í 1. sæti
listans sem borgarstjóra-
efni. Hann hefur slíka per-
sónutöfra og glaðlegt yfir-
bragð og slíka útgeislun
sem ég tel að mundi nýtast
honum mjög vel í starfi.
Guðrún.
Orkuveitan
til fyrirmyndar?
ÞETTA fyrirmyndar-
súperfyrirtæki lætur sig
samt hafa það að betla af
ellilífeyrisþegum um auka-
gjald fyrir að fá að greiða
rukkunarseðilinn, ja, hví-
lík fyrirmynd. Samkeppn-
isstofnun var með þetta
mál á dagskrá á sl. ári en
þeir hefðu nú mátt gera at-
hugasemd við sitthvað
fleira t.d. það að í síma-
skránni hjá Orkuveitunni
eru 56 karlmenn skráðir
með síma á móti 5 konum.
Ef þarna er ekki sjúkleg
karlremba þá veit ég ekki
hvar hún er. Rukkun er
virk og ábatasöm í þjóð-
félaginu en er hún ef til vill
að verða keimlík hand-
rukkun?
Margrét Hansen,
240222-3029.
Tapað/fundið
Jakki tekinn
í misgripum
FÖSTUDAGINN 17. maí
tók ég fyrir slysni jakka í
misgripum fyrir minn.
Þetta átti sér stað í Kiw-
anis-húsinu við Engjateig
þar sem verkfræðinemar
komu saman. Jakkinn er
úr svörtu leðurlíki og af
stærðinni 10. Upplýsingar
gefur Berglind í síma
849 7009.
Kvenúr
týndist
KVENÚR, kringlótt með
gylltum stöfum og svartri
ól, týndist í húsdýragarð-
inum eða í nágrenni. Úrið
hefur mikið tilfinningagildi
fyrir eiganda. Skilvís finn-
andi hafi samband við
Kristínu í síma 552 0184.
Dýrahald
Snúlli er
týndur
SNÚLLI týndist frá Eski-
hlíð. Hann er með
fjólubláa ól og er eyrnar-
merktur: R1H023. Ef ein-
hver hefur orðið hans var
þá vinsamlegast hafið
samband í síma 867 3201
eða 865 6405.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4.
Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3
Rbd7 7. c5 c6 8. b4 b6 9. Bd3
a5 10. a3 Ba6 11. Bxa6 Hxa6
Staðan kom upp á fyrsta
bikarmóti FIDE sem haldið
var í Dubai. Gamla brýnið
Anatoly Karpov (2693)
hafði hvítt gegn Kiril
Georgiev (2655) . 12. b5!
cxb5 13. c6 Dc8 14. c7 b4 15.
Rb5 Re4 16. O-O bxa3 17.
Da4 Jafnvel þótt hvítur sé
tveim peðum undir þá vegur
frípeðið á c-línunni þyngra á
metunum og reyndist það
svörtum ofviða í framhald-
inu. 17...g5 18. Bg3 g4 19.
Re1 Rd2 20. Dd1 Rxf1 21.
Dxg4+ Kh8 22. Kxf1 Ha8
23. Rc2 Da6 24. De2 Hg8 25.
Rcxa3 Hac8 26. Bf4 f6 27.
Hc1 Rc5 28. dxc5 bxc5 29.
e4 dxe4 30. Rd6 Dxe2+ 31.
Kxe2 Hxc7 32. Rf7+ Kg7
33. Bxc7 Kxf7 34. g3 a4 35.
Rc4 Hc8 36. Ba5 h5 37. Ha1
h4 38. Hxa4 hxg3 39. hxg3
Ha8 40. Ha1 Bd8 41. Bc3
Hxa1 42. Bxa1 f5 43. Be5
Ke8 44. Bd6 Be7 45. Bxe7
Kxe7 46. Ke3 Kf7 47. Kf4
Kf6 48. Re5 Ke7 49. g4 Kd6
50. Rc4+ og svartur gafst
upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.