Morgunblaðið - 01.06.2002, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 01.06.2002, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 67 DAGBÓK HUGLEIÐSLUTÍMAR „Sólskin fyrir hugann“ 4., 11., 18. og 25. júní kl. 20-21.30 með Gen Nyingpo Allir velkomnir Nánari uppl. í s. 554 0937 www.karuna.is – Bankastræti 6, 4. hæð VOR • SUMAR 2002 Rauðagerði 26, sími 588 1259 á vönduðum dömu- og herrafatnaði í Rauðagerði 26 í dag, laugardag, frá kl. 10 til 18 25–70% afsláttur Stærðir 36–48 Útsala • Útsala Verið velkomin  Alúðar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og góðar gjafir á 90 ára afmæli mínu sunnudaginn 5. maí sl. Ég bið Guð að blessa vini og vanda- menn nær og fjær. Hittumst næst fagnandi og glöð 5. maí 2012. Sigurjón Sæmundsson. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ER draumalegan til staðar? Yfirleitt ekki, segir Bob Hamman, og hefur því miður rétt fyrir sér. En þar fyrir er óhætt að láta sig dreyma. Magnús Eiður Magnússon hélt á spilum suðurs hér að neðan og við honum blasti það draumaverkefni að spila sex spaða: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ D75 ♥ Á9 ♦ K952 ♣K942 Suður ♠ KG10964 ♥ 4 ♦ Á1086 ♣ÁG Spilið kom upp á landsliðs- æfingu um helgina. Félagi Magnúsar í norður var Ás- mundur Pálsson, en í AV voru Steinar Jónsson og Stefán Jóhannsson: Vestur Norður Austur Suður Steinar Ásmundur Stefán Magnús -- -- Pass 1 spaði 3 hjörtu 4 hjörtu 5 hjörtu Pass Pass Dobl Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Allir pass Ekki vantar nema tígul- gosann til að gera slemmuna þokkalega, en án hans virðist vörnin eiga líklegan slag á tígul til hliðar við trompás- inn. Magnús fékk út hjarta- drottningu. Hvernig myndi lesandinn spila? Magnús drap á hjartaás og spilaði strax laufi á gosann. Hvað vakti fyrir honum? Norður ♠ D75 ♥ Á9 ♦ K952 ♣K942 Vestur Austur ♠ 8 ♠ Á32 ♥ DG10862 ♥ K753 ♦ D72 ♦ G4 ♣D108 ♣8753 Suður ♠ KG10964 ♥ 4 ♦ Á1086 ♣ÁG Þetta var EKKI legan sem Magnús var að sverma fyrir. Hann var að vonast til að austur ætti drottningu fjórðu í laufi og þrjá tígla. Laufgos- inn verður þá ellefti slagur- inn, en síðan lendir austur í láglitaþvingun í endastöð- unni. Alls ekki ólíkleg lega, en eins og Hamman segir – draumar verða sjaldnast að veruleika. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert glaðvær og átt auð- velt með að geðjast öðrum. Á sama tíma ertu raunsær og lætur ekki leika á þig. Á árinu muntu leggja áherslu á náin sambönd. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú finnur til hlýju og örlætis gagnvart öllum sem verða á vegi þínum í dag, sérstaklega systkinum þínum, ættingjum og nágrönnum. Láttu ekki tækifæri til góðverka fram hjá þér fara. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það hvarflar að þér að þú værir fullnægðari ef starf þitt gagnaðist öðrum. Þú ættir að íhuga að verja fé til líknar- mála. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þig langar til að flýja áhyggj- ur hversdagsins. Þig langar til að fara langt í burtu og gera eitthvað spennandi og örvandi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú verður líklega beðinn um að vinna fyrir aðra í dag. Taktu það að þér því þú munt finna til mikillar fullnægju við að vinna þetta verk. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú sérð vin þinn eða maka í nýju og jákvæðu ljósi í dag. Þú sérð kosti þessa einstak- lings og það gleður þig að þekkja hann. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Íhugaðu hvar þú ert staddur í lífinu og hversu vel þér geng- ur að uppfylla andlegar og veraldlegar þarfir þínar. Hvað þarftu að gera til að auðga líf þitt enn frekar? Vog (23. sept. - 22. okt.)  Rómantískar hugsjónir ríkja í huga þínum í dag. Þetta er indælt því það gerir þig fær- an um að meta fegurðina í kringum þig á nýjan hátt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt auðvelt með að setja þarfir fjölskyldu þinnar í fyr- irrúm í dag. Þú þekkir hring- rás lífsins og veist að hjálp sem þú veitir öðrum í dag á eftir að skila sér til þín síðar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn hentar vel til sam- ræðna. Þú átt óvenju auðvelt með að skilja hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Góðmennska þín hvetur þig til að gera einhverjum í vinnunni greiða í dag. Þú þarft að gæta þess að fólk misnoti ekki velvild þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur sterka löngun til listsköpunar. Láttu það eftir þér að gera eitthvað skapandi því það mun veita þér mikla gleði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er góður dagur fyrir fiskana. Vegna afstöðu sólar við Neptúnus hafa þeir löng- un til að flýja á náðir dag- drauma. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 1. júní, er sjötug Auður Guð- brandsdóttir, Fossvegi 6, Selfossi. Hún tekur á móti gestum í Básnum, Efsta- landi, frá kl. 14–16 á afmæl- isdaginn. 70ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 3. júní, verður sjötugur Haraldur Haraldsson, Vallarbraut 1, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Sigríður Jóhannes- dóttir. Þau taka á móti gest- um í Hraunseli, Flatahrauni 3, milli kl. 15 og 18 á morg- un, sunnudaginn 2. júní. 90ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag, 4. júní, verður níræður Jón Krist- insson, Eystra-Íragerði, Stokkseyri. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í dag, laugardaginn 1. júní, hjá syni sínum og tengda- dóttur á Hásteinsvegi 16 milli kl. 15 og 18. 50ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 3. júní, verður fimmtug Kolbrún Kristinsdóttir. Í tilefni af af- mælinu ætla hún og eigin- maður hennar, Einar Sveinsson, að taka á móti gestum sunnudaginn 2. júní frá kl. 16 á heimili þeirra á Hólagötu 6, Sandgerði. 80ÁRA afmæli. Á morg-un, sunnudaginn 2. júní, verður áttræður Krist- inn G. Magnússon skáld, Keilugranda 2, Reykjavík. Eiginkona hans er Ingi- björg Stefánsdóttir frá Flateyri. Mörg ljóða hans hafa birst í Lesbók Morgun- blaðsins. Hann verður fjar- staddur. 50 og 55 ÁRA afmæli. Nk. mánudag, 3. júní, verðurfimmtug Valborg Davíðsdóttir. Eiginmaður hennar, Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson, er 55 ára í dag, laugardag- inn 1. júní. Af þessu tilefni bjóða þau hjónin ættingjum og vinum til veislu í Oddfellowhúsinu á Sjafnarstíg 1, Akureyri, í dag frá kl. 17. LJÓÐABROT VIÐ SKÁL Brennivín er bezti matur, bragðið góða svíkur eigi. Eins og hundur fell ég flatur fyrir því á hverjum degi. Af tilhlökkun titrar minn barmur, ég trúi að sálinni hlýni, er hátt lyftir hægri armur heilflösku af brennivíni. Þótt ég beri vín að vör, verði stundum þéttur, fæ ég sjaldan á mig ör eða drulluslettur. Undarlega í mig leggst, að illa reynist vinir, en ef gamli Bakkus bregzt, þá bregðast allir hinir. Haraldur er á því enn, þó enginn geti séð það. Það eru frekar fáir menn, sem fara betur með það. Haraldur Hjálmarsson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.