Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 4

Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐDEGIS á miðvikudag tók sum- arið loks við sér og var frábær- lega fallegt veður við Mývatn með hita um 20°C. Birkiskógarnir eru að laufgast og tilveran öll hefur tekið stökk inn í sumarið, á einni nóttu. Ferðamönnum fjölgar með hverjum degi og stóra toppfluga dansar um alla sveit og bíður sil- ungi sem og andfuglum ljúffengan málsverð. Við útibú KÞ í Reykjahlíð, sem brátt mun heyra sögunni til, voru þau í kvöldsólinni hjónakornin Ke- vin og Wanda Macpherson frá Ta- os í Nýju Mexíkó. Þau höfðu reist þar trönur sínar og máluðu kvöld- sólina af kappi. Aðspurð sögðust þau á tveggja vikna ferð um Ís- land með hópi myndlistarmanna. Morgunblaðið/BFH Kvöldsólin við Mývatn gaf hjónunum Kevin og Wöndu Macpherson til- efni til að festa augnablikið á striga. Tilveran tók stökk inn í sumarið SALA áskrifta að sjónvarpsstöð- inni Sýn í júnímánuði hefur hefur farið fram úr væntingum, að sögn Hermanns Hermannssonar, for- stöðumanns Sýnar. Stöðin sýnir, ásamt Stöð 2, alla leiki heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu og Hermann sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vera afar ánægður með viðbrögðin til þessa. „Í júní í fyrra seldum við um 18 þúsund áskriftir. Ég þótti bjart- sýnn þegar ég sagðist stefna á 25 þúsund áskriftir í þessum mánuði en nú er þeirri tölu náð og ég er viss um að þær fara nálægt 30 þúsund- um. Við höfum fengið mjög sterk viðbrögð á útsendingar okkar frá HM, enda höfum við endursýnt leikina á daginn og kvöldin, verið með sérstakan þátt um keppnina á kvöldin, 4-4-2, með vinsælum þátta- stjórnendum, sem virðist höfða til fleiri en knattspyrnuáhugamanna, og við höfum sýnt hvað hægt er að gera með því að leggja nánast heila stöð undir svona keppni,“ sagði Hermann. Leikir heimsmeistarakeppninnar hafa til þessa allir verið sýndir á Sýn. Í næstu viku verða átta leikir sýndir á Stöð 2 þar sem þá fara jafnan fram tveir leikir á sama tíma í sama riðli. Opnunarleikur keppn- innar var sýndur í opinni dagskrá, og sama gildir um undanúrslitaleik- ina og úrslitaleik keppninnar, sam- kvæmt reglum Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, en allir hinir leikirnir, 61 talsins, eru sýndir í læstri dagskrá á Sýn og Stöð 2. Yfir 25 þús- und áskriftir að Sýn í júní VIKULEGT áætlunarflug á milli Düsseldorf og Egilsstaða hefst þegar Airbus-farþegaþota þýska flugfélagsins LTU lendir á Egilsstaðaflugvelli í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent flug- félag hefur áætlunarflug til Eg- ilsstaðaflugvallar. Miklar vænt- ingar eru bundnar við að ný leið með flugi til Íslands auki fjöl- breytni ferðaþjónustu og bæti samkeppnisaðstöðu landsins. Áætlunarflug LTU til Egilsstaða er sameiginlegt verkefni Þróunar- stofu Austurlands, Terra Nova-Sólar, sem er umboðsaðili LTU á Íslandi, og Ferðaskrifstofu Austurlands. Það hefur verið þrjú ár í undirbúningi. Í vetur sem leið var undirritaður samn- ingur milli LTU, Ferðamálaráðs, Ferðaskrifstofu Austurlands, Mark- aðsstofu Austurlands, Ferðamála- samtaka Austurlands, Þróunarstofu Austurlands og Terra Nova-Sólar, um að þessir aðilar muni í allt að þrjú ár vinna að því að festa beint flug til Egilsstaða í sessi. 250 af 500 sætum seld LTU og Markaðsráð ferðaþjónust- unnar hafa varið um 20 milljónum króna til markaðssetningar á Íslandi í Þýskalandi í tengslum við verkefnið. Kynningin hófst á síðasta ári og á nú eftir að meta árangurinn. Fyrstu við- brögð gefa vísbendingu um að minni- hluti ferðamanna vilji þó fara til Eg- ilsstaða, en einnig er millilent í Keflavík. Þá hefur flugið verið kynnt vel á heimamarkaði og athyglinni einkum beint að Austur- og Norðurlandi. Ferðaskrifstofa Austurlands ábyrgðist að selja 500 sæti út og er búin að selja 250 þeirra. Menn vonast þó til að eftirspurnin taki við sér þegar fyrsta ferðin hefur verið farin. Ef ekki tekst að selja í ferðirnar, gæti flugið hugsanlega lagst af eftir sumarið. Flogið verður alla föstudaga í sumar, fram til 30. ágúst. Með í för nú er m.a. hópur þýskra blaðamanna sem mun kynna sér Eg- ilsstaði og nágrenni. Í kvöld verður móttökuathöfn í flugstöðinni á Egilsstöðum. Þar verða m.a. viðstaddir ráðherrar samgöngu- og utanríkismála, sendiherra Þýska- lands á Íslandi og fulltrúar LTU, auk íslenskra aðila sem tengjast verkefn- inu með einum eða öðrum hætti, svo sem frá Ferðamálaráði og Flugmála- stjórn. Vikulegt áætlunarflug milli Egilsstaða og Düsseldorf Ný leið með flugi til Íslands Morgunblaðið/LTU FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Landsvirkj- un muni ekki á síðari stigum hækka Norðlingaöldustíflu umfram það sem gert er ráð fyrir í núverandi hönnun mannvirkisins. Því var haldið fram á fundi Landverndar um fyrirhugaða Norðlingaölduveitu í vikunni að óhjá- kvæmilegt væri að til þess kæmi síð- ar að lónið yrði hækkað og ráðist í framkvæmdir við 6. áfanga Kvísla- veitu. Friðrik vísar þessu á bug og segir þetta alrangt. Haldið fram staðlausum stöfum ,,Það hefur fylgt þessu máli í nokk- urn tíma, að haldið er fram staðlaus- um stöfum. Í fyrsta lagi að það sé ver- ið að sökkva Þjórsárverum þegar það liggur fyrir að það er aðeins mjög lítill hluti [lónsins] sem fer inn fyrir frið- lýsingarmörkin. Í öðru lagi er því haldið fram að þarna sé Landsvirkjun aðeins að stinga niður fæti til að byrja með og ætli á síðari stigum að hækka stífluna. Það er algerlega út í bláinn. Stíflan er miðuð við tiltekna hæð og það er ákvörðun Landsvirkjunar að fara ekki hærra. Landvirkjun hef- ur hafnað því að fara hærra vegna umhverfisáhrifanna. Það liggur fyrir að stíflan verður ekki hækkuð,“ segir Friðrik. Þá segir Friðrik um 6. áfanga Kvíslaveitu að engin ákvörðun hafi verið tekin um Kvíslaveitu. ,,Mér finnst ólíklegt að það verði gert ef þetta lón, sem nú er búið að hanna og er miklu minna en þau sem áður hafði verið talað um, verður að veruleika,“ segir Friðrik. Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, um Norðlingaöldulón Stíflan verður ekki hækkuð á síðari stigum HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða manni 100 þúsund krónur í bætur fyrir tjón, sem hann varð fyrir þegar ferða- skrifstofan Ístravel, sem hann hafði keypt ferð hjá, skilaði inn starfsleyfi sínu og lýsti því yfir að grundvöllur fyrir rekstrinum væri ekki lengur fyrir hendi. Atvik málsins eru þau að maður- inn keypti 8. ágúst 1996 ferð til Amsterdam fyrir sig og þrjá aðra hjá Ístravel. Hann greiddi fyrir það með tékka að fjárhæð 100 þúsund krónur, en afganginn með færslu á reikning sinn hjá greiðslukortafyrirtæki. Ferðaskrifstofan skilaði starfsleyfi sínu til samgönguráðuneytis 12. sama mánaðar og lýsti yfir í frétta- tilkynningu sama dag að grundvöllur fyrir rekstri hennar væri ekki lengur fyrir hendi. Af þessum sökum átti maðurinn þess ekki kost að nýta ferðina, sem hann hafði greitt fyrir. Honum tókst að fá færslu á reikningi sínum hjá greiðslukortafyrirtækinu dregna til baka þannig en tapaði andvirði tékkans. Maðurinn krafðist þess með bréfi til samgönguráðuneytis að fá um- rædda fjárhæð greidda úr sérstakri tryggingu, sem ferðaskrifstofum bar að setja vegna starfsemi sinnar og var ætlað að endurgreiða kostnað við ferð, sem maður ætti ekki kost á að nýta vegna gjaldþrots eða rekstrar- stöðvunar ferðaskrifstofu, og standa undir útgjöldum við heimflutning ferðalanga væri ferð ekki lokið þegar slík staða kæmi upp. Ráðuneytið hafnaði kröfunni og sagði að trygg- ingafé ferðaskrifstofunnar hefði ein- ungis hrokkið fyrir heimflutningi viðskiptamanna hennar. Í dómi Hæstiréttar segir, að þrátt fyrir skýr fyrirmæli reglugerðar um að lágmarkstrygging skyldi vera 10 milljónir króna hefði samgönguráðu- neytið ekki krafið ferðaskrifstofuna um hækkun 6 milljóna króna trygg- ingar sem félagið hafði sett fyrir gildistöku reglugerðarinnar. Kröfur vegna innborgana á ferðir með Ístravel sem ekki nýttust, og kostnaður við heimflutning farþega rúmuðust innan þeirrar tryggingar sem ráðuneytinu bar að sjá til að fé- lagið setti. Féllst Hæstiréttur á að vanræksla ráðuneytisins hefði valdið manninum tjóni og var krafa hans samkvæmt því tekin til greina og ríkinu gert að greiða honum 100 þús- und krónur, auk málskostnaðar, sem nam 350 þúsund krónum. Ríkið greiði tjón vegna rekstrarþrots ferðaskrifstofu AUKIN umferð fólks á far- artækjum á borð við línuskauta og hjólabretti á göngustígum Reykja- víkur hefur orðið til þess að kvört- unum til lögreglu vegna árekstra á stígunum hefur fjölgað nokkuð. Að sögn Þorgríms Guðmundssonar hjá Umferðarlögreglunni í Reykja- vík er um að ræða fólk sem verður fyrir smáhnjaski á göngustígum vegna umferðar hjólabretta, línu- skauta og annarra slíkra far- artækja og kvartanir vegna sam- býlis gangandi vegfarenda og þeirra sem nota hin ýmsu far- artæki á göngustígunum. „Menn virða því miður ekki rétt annarra á þessum stígum, til dæm- is í Nauthólsvíkinni þar sem búið er að merkja stíga sérstaklega fyr- ir gangandi fólk annars vegar og fólk á skautum, brettum og hjólum hins vegar, segir Þorgrímur.“ Þorgrímur segir að alltaf sé eitt- hvað um að gangandi vegfarendur verði fyrir ónæði vélknúinna far- artækja á göngustígum, en slík umferð er bönnuð samkvæmt um- ferðarlögum. Nýlega fótbrotnaði kona þegar vespa ók hana á göngustíg í í Fossvogi. Lögreglan sinni þessum málum en oft geti verið erfitt að ná til stjórnenda ökutækjanna þar sem þeir eru gjarnan á bak og burt þeg- ar lögregla kemur á staðinn. Hins vegar geti fólk sem verður fyrir þessu leitað réttar síns með því að kæra verknaðinn til lögreglu. Nokkuð um árekstra á göngustígum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.