Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 32

Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 32
LISTIR/KVIKMYNDIR 32 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Laugarásbíó og Sambíóin frumsýna 40 Days and 40 Nights með Josh Hartnett, Shannyn Sossamon, Paulo Costanzo, Adam Trese, Emmanuelle Vaugier og Monet Mazur. ÞAÐ er nýstirnið Josh Hartnett, sem leikið hefur m.a. í Pearl Harbor og Blow Dry, sem fer með aðalhlut- verkið í gamanmyndinni 40 Days and 40 Nights sem frumsýnd verður í dag. Myndin fjallar um hin nánu kynlífssamskipti kynjanna sem flestir þekkja af eigin raun í ein- hverri mynd. Leikstjóri er Michael Lehmann, sem leikstýrt hefur meðal annars myndum á borð við Hudson Hawk, Airheads og The Truth About Cats & Dogs. Í helstu hlutverkum eru ungir og upprennandi leikarar eins og Josh Hartnett, Shannyn Sossamon, Paulo Costanzo og Vin- essa Shaw. Matt Sullivan, sem leik- inn er af Josh Hartnett, er alveg miður sín. Nicole kærasta hans hef- ur nefnilega sagt honum upp og þó Matt sé myndarlegur maður og eigi ekki í neinum vandræðum með að kynnast stelpum, vill hann ekkert frekar en Nicole til baka. Páskarnir nálgast og Matt tekur ákvörðun um að fasta á nýstárlegan hátt. Ekkert kynlíf skal hann stunda í 40 daga og 40 nætur. Meðan á „föstunni“ stend- ur, kynnist Matt konu sem hann verður yfir sig ástfanginn af, en til að 40 Days and 40 Nights fjallar um hin nánu kynlífssamskipti kynjanna. Kynlífsfasta í 40 sólarhringa bæta gráu ofan á svart tekur Nicole óvænt upp á því að reyna að tæla Matt aftur til sín sem auðvitað veltir því fyrir sér hvað menn í kynlífsföstu eigi að taka til bragðs í svona stöðu. Handritshöfundurinn Rob Perez byggir söguna lauslega á eigin lífs- reynslu. Myndin hefur hins vegar ekki hlotið náð fyrir augum kaþólska samfélagsins í Bandaríkjunum sem telur myndina á ósmekklegan hátt tengjast föstu Krists, en áður hafa kaþólikkar í Bandaríkjunum mót- mælt Miramax-myndunum Priest, sem út kom 1994, og Dogma, sem út kom 1999. Leikarar: Josh Hartnett, (Black Hawk Down, Here on Earth, Blow Dry); Shann- yn Sossamon (The Rules of Attraction, A Knight’s Tale, The Sin Eater); Paulo Costanzo (Josie and the Pussycats, Road Trip, Gypsy 83); Adam Trese (Crooked Lines, Cowboys and Angels, Camera Obscure); Emmanuelle Vaugier (Suddenly Naked, Mindstorm, Ripper: Letter from Hell); Monet Mazur (Myst- ery Man, The Mod Squad, Angel Eyes). Leikstjóri: Michael Lehmann. Háskólabíó frumsýnir The Curse of the Jade Scorpion með Woody Allen, Helen Hunt, Charlize Theron, Dan Aykroyd, Elizabeth Berkley og Kaili Vernoff. THE CURSE of the Jade Scor- pion er næstnýjasta mynd Woody Al- len, sem er allt í senn handritshöf- undur, leikstjóri og aðalleikari myndarinnar. Framleiðslan var í samvinnu bandarískra og þýskra kvikmyndagerðarfyrirtækja, en myndin á að gerast rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina. Woody Allen leikur CW Briggs, háttskrifaðan rannsóknarmann hjá tryggingafélagi, sem býður sig fram til dáleiðslu hjá skemmtikrafti ásamt nýrri samstarfskonu, Betty Ann Fitzgerald, sem hann á bágt með að þola nálægt sér, en hennar verksvið er að endurskipuleggja vinnustaðinn. Í kjölfar dáleiðslunnar fara ýmsir spaugilegir hlutir að gerast og þarf Briggs virkilega að taka á honum stóra sínum, hvort sem hann er með meðvitund eður ei. Töframaðurinn Voltan hefur sér- deilis ekki hreint mjöl í pokahorninu og ákveður að dáleiða skötuhjúin, sem eru að skemmta sér með vinnu- félögunum, svo hann geti notað þau í ýmis verk fyrir sjálfan sig. Þegar Briggs svo vaknar loks, hefur hann framið sitt fyrsta rán. Og það sem meira er, hann man ekki eftir því að hafa framið neinn glæp. Eins og nærri má geta, fara hlutirnir fyrst að verða flóknir þegar það lendir svo í hans verkahring að rannsaka málið þegar það berst tryggingafélaginu. Í gegnum árin hefur hann verið dug- legur við að hreykja sér af því að finna lykt af tryggingasvindlurum langar leiðir, en spurningin er hvort hann sé fær um að fletta ofan af sjálf- um sér þegar á hólminn er komið. Leikarar: Woody Allen (Hollywood End- ing, Small Time Crooks, Husbands and Wifes); Helen Hunt (What Women Want, Pay It Forward, Dr. T. & the Women); Charlize Theron (Trapped, Sweet Nov- ember, The Yards); Dan Aykroyd (Cross- roads, Evolution, Pearl Harbor); Eliza- beth Berkley (Africa, Any Given Sunday); Kaili Vernoff (Jump Tomorrow, No Look- ing Banck). Leikstjóri: Woody Allen. Woody Allen leikur rannsóknarmann hjá tryggingafélagi. Dáleiddur í rán Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna Panic Room með Jodie Foster, Kristen Stewart, Forest Whitaker, Jared Leto og Dwight Yoakam. DAVID Fincher leikstýrir spennu- tryllinum Panic Room, sem frum- sýndur verður í dag, en hann leik- stýrði m.a. Alien 3, The Game, Seven og Fight Club. Panic Room fjallar um þrjá innbrotsþjófa, sem leita að týnd- um auðæfum í stóru íbúðarhúsi í New York. Í húsinu býr Meg Altman, ein- stæð nýfráskilin móðir á fertugsaldri sem leikin er af Jodie Foster, ásamt dóttur sinni, Sarah, sem leikinn er af hinni 12 ára gömlu Kirsten Stewart. Þær mæðgur lenda í kröppum dansi við innbrotsþjófana, sem eru á höttunum eftir tösku fullri af pening- um. Í hlutverkum innbrjótsþjófanna þriggja, þeirra Raoul, Burnham og Junior, eru Dwight Yoakam, Forest Whitaker og Jared Leto. Mæðgurnar eru nýfluttar inn í húsið, en svo óheppilega vill til að fyrri eigandi hef- ur skilið þar eftir mikið af auðæfum, sem óprúttnir náungar svífast einskis til að komast yfir. Mæðgurnar fela sig í „neyðarher- berginu“, sem er eins konar leyniher- bergi í húsinu, hannað í þeim tilgangi að dyljast. Það reynist þó tvísýnt um hvort sé fýsilegra í stöðunni, her- bergið eða þjófarnir, því mæðgurnar þurfa svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu þegar í herbergið er komið. Handritshöfundur er David Ko- epp, sem þekktur er fyrir handrits- gerð margra annarra kvikmynda, til dæmis Mission: Impossible, Snake Eyes, Jurassic Park og Lost World. Leikkonan Nicole Kidman átti upphaflega að vera í hlutverki hinnar nýfráskildu Meg Altman, en þurfti frá að hverfa eftir átján daga vegna hnémeiðsla, sem hún hlaut við tökur á myndinni Moulin Rouge. Og þar sem Jodie Foster var ófrísk af sínu öðru barni á meðan tökur Panic Room fóru fram, þurfti að endurtaka nokkrar senur haustið 2001 eftir að barn hennar var komið í heiminn. Endan- legri útgáfu myndarinnar seinkaði því nokkuð af þessum sökum. Leikarar: Jodie Foster (The Silence of the Lambs, Maverick, Contact); Kristen Stewart (The Safety of Objects); Forest Whitaker (The Crying Game, The Twilight Zone, Phone Booth); Jared Leto (Fight Club, American Psycho, Highway); Dwight Yoakam (The Minus Man, Paint- ed Hero, The Newton Boys). Leikstjóri: David Fincher. Jodie Foster lendir í kröppum dansi í Panic Room. Mæðgur í neyð Sambíóin frumsýna Soul Survivors með Casey Affleck, Wes Bentley, Eliza Dushku, Angela Featherstone, Melissa Sagemiller og Luke Wilson. Í HROLLVEKJUNNI Soul Survivors lendir nýneminn Cassie (Melissa Sagemiller) í hörkuárekstri þar sem Sean kærasti hennar lætur lífið og tveir bestu vinir hennar slas- ast mikið. Eftir dauðsfallið virðist Cassie hins vegar sjá Sean á ólíkleg- ustu stöðum og upplifir í kjölfarið martraðir í tíma og ótíma. Líkt og í klassískum sálfræðitryllum á borð við mynd Ken Russell „Altered Sta- tes“ og mynd Nicholas Roeg „Don’t Look Now“ rennur raunveruleikinn saman við tilbúning í huga aðalper- sónunnar, jafnt í svefni sem vöku. Eina vonin fyrir Cassie er að fá að standa andspænis hinum látna kær- asta sínum og fyrrum sálufélaga Sean, sem leikinn er af Casey Af- fleck, og þiggja aðstoð frá Föður Jude, leyndardómsfullum presti, sem leikinn er af Luke Wilson. Á meðan andi Sean vísar Cassie áfram veginn í átt að þeirri ást sem hún þarf á að halda á þessari stundu þarf hún að sama skapi að varast þá sem hún hefur hingað til talið vini sína: Matt, Annabel og hina skap- styggu Raven, vinkonu Annabel, enda hefur Cassie ekkert nema illt upp úr þessum félagsskap. Artisan Entertainment sendir frá sér þessa mynd, en framleiðendurn- ir, þeir Neal H. Moritz og Stokely Chaffin, eru hinir sömu og stóðu að baki I Know What You Did Last Summer og Urban Legend. Leik- stjóri og handritshöfundur er Steph- en Carpenter, sem skrifaði einnig handrit gamanmyndarinnar Blue Streak fyrir framleiðandann Neal Moritz, sem einnig stendur að fram- leiðslu Soul Survivors. Carpenter leikstýrði og skrifaði í samvinnu við annan handrit The Kindred með Óskarsverðlaunahöfunum Rod Stei- ger og Kim Hunter, sem fjallaði um skelfilegar afleiðingar genatilrauna. Að afloknu námi í kvikmyndaskóla UCLA hóf hann að starfa með hinum þekkta kvikmyndagerðarmanni Ro- ger Corman, en skrifaði handrit og leikstýrði sinni fyrstu bíómynd á námsárunum. Sú fjallaði um rað- morðingja og hét The Dorm That Dripped Blood. Leikarar: Casey Affleck (Good Will Hunting, 200 Cigarettes, Desert Blue); Wes Bentley (American Beauty, Belo- ved, Four Feathers); Eliza Dushku (True Lies, This Boy’s Life, Race the Sun); Angela Featherstone (The Wedding Sin- ger, Zero Effect, The Guilty); Melissa Sagemiller (Law & Order, Get Over It, Li- berty Heights); Luke Wilson (Rushmore, Blue Streak, Charlie’s Angels). Leik- stjóri: Stephen Carpenter. Martraðir í öðrum heimi Wes Bentley og Melissa Sagemiller í Soul Survivors. Háskólabíó og Sambíóin frumsýna teiknimyndina Hjálp ég er fiskur með íslenskri talsetningu. BÖRN eru alls staðar eins og gera sjaldnast það sem foreldrar þeirra vilja að þau geri. Í þetta skiptið gerist svolítið stórkostlegt. Þrjú börn brjóta settar reglur, fara í veiðiferð og upplifa mesta ævintýri lífs síns. Danska teikni- myndin Hjálp ég er fiskur fjallar um systkinin Fly og Stellu og frænda þeirra Chuck, sem ákveða að fara í veiðiferð en lenda í vand- ræðum þegar þau komast inn á rannsóknarstofu prófessors Mac Krills. Prófessorinn hefur þróað sérstakt lyf sem gerir manninum kleift að anda og þrífast neðan- sjávar og jafnvel getur undralyf þetta breytt manni í fisk. Stella tekur gúlsopa af lyfinu og breytist í lítinn fisk, sem hverfur í djúpið. Nú reynir á félagana Chuck og Fly sem verða að bjarga henni og þar með hefst ævintýraleg at- burðarás. Þeir hafa nákvæmlega 48 klukkutíma til að finna móteitur fyrir Stellu. Leikstjórar eru Michael Hegner og Stefan Fjeldmark, sem segir að hugmyndin að myndinni hafi án nokkurs vafa vaknað í huga sínum á æskuárunum þegar hann hafi legið í sólinni á bryggjusporðinum og dreymt um að geta synt eins og fiskur um undirdjúpin innan um krabbadýr, krækling og smáfiska. „Lífið hélt áfram og með tímanum bættist við annars konar reynslu- heimur sem felur m.a. í sér árekstra og átök, vináttu og ást, fjölskyldu og börn, en í starfi mínu hefur eigin reynsla og reynsla vina minna verið mér óþrjótandi inn- blástur.“ Myndin er talsett á íslensku. Með hlutverk krakkanna Freys, Karls og Stellu fara Grímur Helgi Gíslason, Árni Egill Örnólfsson og Íris Gunn- arsdóttir. Prófessorinn leikur Þórhall- ur „Laddi“ Sigurðsson. Aðrar raddir eiga: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, María Ellingsen, Jakob Þór Ein- arsson, Stefán Karl Stefánsson, Steinn Ármann Magnússon, Stefán Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason, Guðfinna Rúnarsdóttir, Bragi Þór Hinriksson og Friðrik Erl- ingsson. Leikstjóri íslensku talsetningarinnar er Jakob Þór Einarsson og tónlistar- stjóri er Magnús Kjartansson. Söngur er í höndum Birgittu Haukdal og Þór- unnar Magnússonar. Í kór eru Fanny R. Tryggvadóttir, Helga V. Sigurjóns- dóttir, Hrönn Svansdóttir og Þóra G. Þórisdóttir. Rappari er Andri Ottós- son. Undralyf breytir fólki í fisk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.