Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Stor- nes kemur í dag. Mána- foss og Marchenland fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Málmey kom og fór í gær, Ljósafoss kom í gær, Örvar kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 14 bingó, kl. 12.45 dans. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Bingó er 2 og 4 hvern föstudag. Púttvöllurinn er opin alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Verslunarferð annan hvern föstudag kl. 10– 11.30. Farið verður á Hólmavík fimmtud. 20. júní kl. 8. Ekið um borgina þriðjudaginn 11. júní. Lagt af stað kl. 13. Skráning í s. 568 5052. Allir velkomn- ir. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Farið verður til Vest- mannaeyja mánud. 24. júní með Herjólfi og komið til baka miðvi- kud. 26. júní. Ferða- tilhögun: 1. dagur: Far- ið frá Þorlákshöfn kl 12, skoðunarferð um eyjar. Kvöldverður. 2. dagur: skoðunarferðir á landi og sjó. Kvöldverð- ur. 3. dagur: Brottför frá eyjum kl. 15.30. Vinsamlega tilkynnið þátttöku sem fyrst. Rútuferð frá Gjábakka kl. 10.15 og Gullsmára kl. 10.30. Þátttökugjald greiðist til Boga Þóris Guðjónssonar fyrir 14. júni. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13.30 og pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Á morgun morgungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl 9.50. Dagsferð að Skóg- um miðvikud. 19. júní lagt af stað frá Hraun- seli kl. 10, súpa og brauð á Hvolseli, ekið að Skógum og umhverf- ið skoðað. Kaffi drukkið í Fossbúanum. Ekið til baka um Fljótshlíð og merkir staðir skoðaðir. Allar upplýsingar í Hraunseli s. 555 0142. Vestmanneyjaferð 2. til 4. júlí, greiða þarf far- miðana á mánudag til miðvikudags 10., 11. eða 12. júní nk. kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Vest- mannaeyjar 11.–13.júní 3 dagar, þátttakendur eru beðnir að sækja farmiðann fyrir helgi. Söguferð í Dali 25.júní dagsferð, leið- sögumaður Sigurður Kristinsson, skráning hafin. Silfurlínan er op- in á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa mynd- list og rósamálun á tré, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Félag eldri borgara á Suðurnesjum og tóm- stundastarf eldri borg- ara fara í sameiginlega óvissuferð. Dagsferð verður farin miðviku- daginn 19. júní, farið verður frá SBK kl. 9.30. Farin verður 4 daga ferð á Vestfirði, Suð- urfirðina, 22., 23., 24. og 25. júlí, nánar aug- lýst í Suðurnesja- fréttum og dagbók Morgunblaðsins. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 9 létt ganga, kl. 9.30 sund og leikfimæfingar í Breið- holtslaug. Veitingar í Kaffi Berg. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 13.15 brids. Hraunbær 105. Kl. 9– 12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað, bingó kl. 14, allir vel- komnir. Kaffiveitingar. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaað- gerð, hársnyrting. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 10 kántrý- dans, kl. 11 stepp, kl. 13.30 sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Heils- dagsferð verður farin 19. júní. Byggðasafnið á Skógum skoðað og fl. Nánar auglýst síðar. Uppl. í s. 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt Húsið býður ungum foreldrum (ca. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2 (gengið inn Vesturgötu- megin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vestmanna- braut 23, s. 481-1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúð- vangi 6, s.487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Íris, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á sjúkra- húsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Ár- vegi, s. 482-1300. Í Þor- lákshöfn: hjá Huldu I. Guðmundsdóttur, Odda- braut 20, s. 483-3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Vík- urbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422- 7000. Í Keflavík: í Bókabúð Keflavíkur Pennanum, Sólvallagötu 2, s. 421-1102 og hjá Ís- landspósti, Hafnargötu 89, s. 421-5000. Í Vog- um: hjá Íslandspósti b/t Ásu Árnadóttur, Tjarn- argötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, s. 565-1630 og hjá Pennanum – Ey- mundsson, Strandgötu 31, s. 555-0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu L.H.S. Suð- urgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552- 4045, hjá Hirti, Bón- ushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561-4256. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akranesi: í Bóka- skemmunni, Stillholti 18, s. 431-2840, Dalbrún ehf., Brákarhrauni 3, Borgarnesi og hjá Elínu Frímannsd., Höfðagrund 18, s. 431- 4081. Í Grundarfirði: í Hrannarbúðinni, Hrannarstíg 5, s. 438- 6725. Í Ólafsvík hjá Ingibjörgu Pétursd., Hjarðartúni 1, s. 436- 1177. Í dag er föstudagur 7. júní, 158. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Lát rétt minn út ganga frá augliti þínu, augu þín sjá hvað rétt er. (Sálm. 2, 17.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 banani, 8 drekkur, 9 sól, 10 beita, 11 eldstæði, 13 hagnaður, 15 gljálauss, 18 klettaveggur, 21 spil, 22 kind, 23 mögli, 24 taugatitringur. LÓÐRÉTT: 2 bíll, 3 smáaldan, 4 sleppa, 5 atvinnugrein, 6 tjóns, 7 skordýr, 12 gagn- leg, 14 sefa, 15 lofa, 16 lokkaði, 17 stólpi, 18 álk- an, 19 krömdu, 20 ill. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 herfa, 4 bútur, 7 kofan, 8 liðug, 9 ans, 11 röng, 13 smyr, 14 orsök, 15 stóð, 17 ýsur, 20 bak, 22 rýmka, 23 öldum, 24 tunga, 25 glata. Lóðrétt: 1 hokur, 2 rófan, 3 asna, 4 báls, 5 tíðum, 6 ragir, 10 níska, 12 goð, 13 ský, 15 strút, 16 ólman, 18 sadda, 19 remma, 20 bala, 21 körg. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VEGGJAKROT er úti um allt íReykjavík og Víkverja finnst það alveg óskaplega hvimleitt. Veggjakrotarar eru sumir hverjir með listræna hæfileika, en oft eiga listaverk bara alls ekki heima á hús- veggjum, grindverkum, rafmagns- kössum og ljósastaurum. Svo eru það þeir, sem krota en hafa enga listræna hæfileika og eru bara krotarar. Það er meira af þeim en hinum. x x x SJÁLFSAGT hefur veggjakrotalltaf verið til, en tilkoma máln- ingarúðabrúsans hefur mjög aukið framleiðni hjá kroturum og að sama skapi gert fórnarlömbum þeirra erf- iðara fyrir að verja sig. Bæði opin- berir aðilar, t.d. Reykjavíkurborg, og einstaklingar þurfa að verja háum fjárhæðum til að hreinsa veggjakrot- ið eða mála yfir það, sem er oft það eina sem dugar. Nýlega styrkti Harpa Sjöfn Reykjavíkurborg með 2.000 lítrum af málningu, sem á að nota til að mála yfir veggjakrot. Vík- verja er til efs að það dugi til að bæta þau eignaspjöll, sem veggjakrotarar hafa valdið. Sömuleiðis er sjaldgæft að það náist til krotaranna, en þegar það tekst finnst Víkverja sjálfsagt að skikka þá í málningarvinnu við að laga til eftir sig. x x x EFLAUST er þó vænlegra til ár-angurs að ráðast að rótum veggjakrotsins en að glíma við afleið- ingarnar með málningarvinnu. Það verður sjálfsagt bezt gert með íhaldssömum uppeldisaðferðum, s.s. með því að innprenta börnum og ungmennum að bera virðingu fyrir eignum annarra og biðja um leyfi áð- ur en þau nota húsveggi til að fá útrás fyrir listsköpun, ásamt því að banna þeim að vera úti á nóttunni. Einhvern veginn efast Víkverji þó um að hann fái alla foreldra landsins til liðs við sig í uppeldisátaki af þessu tagi. x x x FREMUR en að einblína á afleið-ingarnar og hvernig megi lag- færa þær – og á meðan beðið er eftir að aðhaldssamt uppeldi komist aftur í tízku – vill Víkverji beina athyglinni að tækinu, sem notað er til að fremja afbrotið, þ.e. úðabrúsanum. Máln- ingu á brúsum má kaupa í alls konar búðum án nokkurra skilyrða. Hún er ein af þessum vörum, svona eins og bílar, skotvopn og áfengi, sem geta aukið ánægju og hagsæld ef þær eru notaðar rétt, en verið til mikils tjóns ef þær eru notaðar rangt. Um slíkar vörur, kaup þeirra og notkun, gilda því gjarnan sérstakar reglur. Í ljósi þess hvað veggjakrot er orðið út- breitt og dýrt vandamál leggur Vík- verji til að enginn megi kaupa máln- ingarúðabrúsa nema hann geti framvísað skilríkjum um að hann sé orðinn fullra átján ára. Jafnframt muni menn undirrita yfirlýsingu er þeir kaupa úðabrúsa, um að hann verði eingöngu notaður í löglegum tilgangi og alls ekki til að reyna að búa til listaverk í óþökk eigenda hús- veggja og girðinga. Haldin verði mið- læg skrá um kaupendur úðabrúsa, þannig að auðveldara verði að rekja slóð skemmdarvarga. Víkverji hefur ekki komizt að niðurstöðu um hvort fella ætti þessar nýju reglur undir vopnalögin eða eiturefnalögin eða hvort Alþingi ætti að samþykkja sér- lög um meðferð úðabrúsa. Svo mikið er þó víst að aðgerða er þörf. Sóðaskapur við JL-húsið ÉG vil koma á framfæri kvörtun á yfirgengilegum sóðaskap sem er við JL- húsið. Þar eru m.a. mat- sölustaður, matvöruversl- un og apótek. Sígrarettu- stubbar, umbúðir og fleira eru meðfram allri húsa- lengjunni og hið sama á við um portið á bak við Nóatún. Vonandi verður gerð brag- arbót þar á því þetta er til skammar. Helgi Magnússon. Konan og fiskasnaginn ÉG er með bás í Kolaporti og seldi konu nýlega fiska- snaga. Er hún beðin að hafa samband við Gulla í síma 567 9600 á daginn og 561 2187 á kvöldin. Fyrirspurn HVER getur gefið upplýs- ingar um hver urðu afdrif Gólfefnabúðarinnar? Vin- samlega hafið samband við Drífu í síma 899 8454 eða 551 4169. Tapað/fundið Úr í óskilum KARLMANNSÚR fannst við vatnsbrunninn við göngustíginn við Ægisíðu. Upplýsingar í síma 860 4344. eða 691 2583. Fótboltaskór týndust GLÆNÝIR fótboltaskór týndust miðvikudaginn 29. maí í nágrenni 10-11 og Fróða (hjá Loftkastalan- um). Skilvís finnandi hafi samband í síma 822 9933. Gleraugu týndust Kvenmannsgleraugu týndust laugardaginn 25. maí, að öllum líkindum í miðbæ Reykjavíkur. Um- gjörðin er dökkfjólublá og kassalöguð og eru þau í svörtu gleraugnahulstri. Skilvís finnandi hafi sam- band við Ernu í síma 562 6277. Dýrahald Hersir er týndur HERSIR er 8 mánaða gamall norskur skógarkött- ur, brúngulur að lit, loðinn með stóra rófu sem hring- ast. Hersir týndist frá Hverfisgötu 23c, Hafnar- firði. Þeir sem geta gefið upplýsingar um Hersi hafi VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG vil koma á framfæri ábendingu til foreldra sem eiga börn á þeim aldri sem þau ganga frjáls um garða ná- grannanna að brýna fyr- ir þeim að blóm eru lif- andi og til yndis fyrir þá sem hlúa að þeim. Um síðustu helgi naut ég þess að sita úti á ver- öndinni minni við húsið mitt og njóta góða veð- ursins og dást að fal- legum blómareitum í garðinum. Blómstrandi páskaliljur og túlipanar breiddu úr sér, burnirót- in var óvenjulega falleg og það var nýbúið að slá blettinn og allur gróður klæddist sínu fegursta. En svo brá skugga yf- ir. Á mánudagskvöldinu komu óboðnir gestir inn í garðinn sem óðir væru og gengu berserksgang í blómabeðinu, slógu um sig og tættu þessi fal- legu blóm sem þar voru. En burnirótin fékk verstu útreiðina og lá sem sært dýr í mold- arbeðinu. Hvað berst um í huga þessara barna sem æða þannig um og sjá ekki fegurðina sem nú er að vakna til lífs- ins? Bergþóra. Ábending til foreldra samband í síma 565 2043. Fundarlaun. Mikki er týndur MIKKI (Michael Schumac- her) er 6 mánaða gamall högni sem vantar nýtt heimili. Hann er blíður og góður inniköttur, kassavan- ur. Upplýsingar í síma 561 6838 eða 698 3838. Kettlingar fást gefins MARGLIT læða og 2 svart- ir og hvítir fressar fást gef- ins í Hveragerði. Upplýs- ingar í síma 483 4906.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.