Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hrefna Karls-dóttir fæddist í Reykjavík 18. októ- ber 1914. Hún lést á Landspítalanum 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, f. 29.8. 1874, d. 7.8. 1959, frá Brekkukoti í Reykholtsdal, og Karl Guðmundur Ólafsson, skipstjóri, f. 10.8. 1872, d. 18.7. 1925, frá Bygggarði á Seltjarnarnesi. Hrefna var yngst átta systkina og eru nú tvær systur á lífi. Systkini Hrefnu eru: Karólína, f. 3.6. 1900, d. 5.2. 1988; Guðjón, f. 27.11. 1901, d. 15.5. 1966; Þorbjörg, f. 3.12. 1903, d. 25.2. 1994; Inga Jóna, f. 29.11. 1905, d. 22.6. 1999; Guðrún, f. 20.8. 1907; Ólafía, f. 9.5. 1909; og Bjarni, f. 8.9. 1911, d. 6.12. 1999. Hrefna giftist 4. desember 1937 15.7. 1966, í sambúð með Bryndísi Loftsdóttur, verslunarstjóra, b) Einar Örn, verkfræðingur, f. 23.2. 1973, kvæntur Áslaugu Einars- dóttur, lögfræðingi. 3) Óskar, læknir í Bandaríkjunum, f. 2.10. 1949, kvæntur Karen Kleindienst, meinatækni. Óskar var áður kvæntur Ólöfu Helgu Guðmunds- dóttur og er sonur þeirra Gunnar, hljómlistamaður, f. 26.7. 1975, í sambúð með Maríu Stefaníu Dal- berg, háskólanema. Hrefna varð gagnfræðingur frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði þar sem hún bjó sem barn og ung- lingur. Hún vann m.a. á Landspít- alanum en fór síðan í ritaraskóla til Englands og gerðist eftir heim- komuna ritari hjá bæjarfógetan- um í Vestmannaeyjum. Hún var ritari hjá rannsóknastofnun há- skólans 1937–42 en sinnti húsmóð- urstarfinu eftir það. Þau hjónin bjuggu alla tíð í Reykjavík. Fljót- lega eftir stríð byggðu þau ásamt öðrum hús á Hagamel 10, þar sem þau bjuggu fram til 1971, en eftir það bjuggu þau í Gnitanesi 10 í Skerjafirði, þar sem hún bjó allt til dauðadags. Útför Hrefnu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Arnbirni Óskarssyni, kaupmanni í Reykja- vík, f. 30.11. 1914, d. 15.10. 1998. Foreldr- ar hans voru hjónin Anna Sigurjónsdóttir, f. 1892, d. 1975, og Óskar Lárusson, skó- kaupmaður, f. 1889, d. 1954. Börn Hrefnu og Arnbjarnar eru: 1) Sigríður, mennta- skólakennari, f. 14.4. 1943, gift Ingimundi Sveinssyni, arkitekt. Börn þeirra eru: a) Sveinn, auglýsingahönnuður, f. 9.11. 1974, í sambúð með Alex- öndru Redorta Gascon, fatahönn- uði, b) Arnbjörn, hagfræðingur, f. 11.6. 1976, kvæntur Elínu Knud- sen, lyfjafræðingi, c) Anna Hrefna, menntaskólanemi, f. 2.5. 1983. 2) Anna, menntaskólakenn- ari, f. 8.9. 1945, gift Ólafi Erlings- syni, verkfræðingi. Börn þeirra eru: a) Arnbjörn, aðalbókari, f. Látin er á 88. aldursári tengda- móðir mín Hrefna Karlsdóttir. Þótt mér sé kunnugt um að hún var frábitin öllu umstangi og um- fjöllun um eigin persónu langar mig að minnast hennar nokkrum orðum. Hrefna var yngst í hópi sex systra og tveggja bræðra, en for- eldrar hennar voru Sigríður Jóns- dóttir frá Brekkukoti í Reykholts- dal og Karl Guðmundur Ólafsson skipstjóri frá Bygggarði á Sel- tjarnarnesi. Bjó fjölskyldan ýmist í Reykjavík eða Hafnarfirði og varð á þeim árum fyrir því að hús þeirra eyðilagðist í eldsvoða. Hrefna missir föður sinn aðeins tíu ára að aldri. Elstu systkinin voru þá farin að vinna fyrir sér og Sig- ríði móður hennar tókst með dugn- aði og útsjónarsemi að halda heim- ili með aðstoð eldri barnanna. Hrefna varð gagnfræðingur úr Flensborgarskóla. Ég hef það fyr- ir satt að þær systur hafi þótt hver annarri glæsilegri og ljósmyndar- ar þess tíma hafi sóst eftir að fá þær sem fyrirsætur. Ung að árum fer Hrefna til Englands og sækir þar ritara- skóla. Þar í landi hittir hún í fyrsta sinn Arnbjörn Óskarsson, sem síðar verður eiginmaður henn- ar. Heimkomin gerist hún ritari hjá bæjarfógetanum í Vestmanna- eyjum og síðar hjá rannsóknar- stofnun háskólans í meinafræði þar sem hún var m.a. ritari Niels- ar Dungal prófessors. Hrefna og Arnbjörn gengu í hjónaband 1937. Arnbjörn byrjaði snemma á atvinnurekstri sem varð brátt umsvifamikill á sviði versl- unar, fata- og skóframleiðslu. Þessu fylgdu mikil ferðalög og var Hrefna oftar en ekki í för með manni sínum. Bæði höfðu þau reyndar yndi af ferðalögum og hef ég oft undrast hve víðförul þau voru. Sóttu þau iðulega heim staði sem sjaldgæft var að Íslendingar færu til á þeim árum. Sjá mátti þess merki í lífsháttum þeirra að þau höfðu kynnst ýmsum straum- um alþjóðlegrar menningar löngu áður en þeir bárust almennt hing- að til lands. Þrátt fyrir ferðalög um víða ver- öld höfðu þau hjón ekki síður ánægju af kynnum við fósturjörð- ina. Hrefna var mikill náttúruunn- andi og naut útivistar. Þau stund- uðu mikið veiðiskap á árum áður og höfðu m.a. ána Hrófá í Stein- grímsfirði á leigu á annan áratug ásamt vinafólki. Eftir að Arnbjörn hætti atvinnurekstri áttu þau það til að leggja af stað með tjaldvagn og gista þar sem veðráttan var best þann daginn. Er þá ótalinn sumarbústaður þeirra hjóna ná- lægt Álftavatni en þar dvöldu þau löngum og stunduðu þar umfangs- mikla skógrækt. Vafðist ekki fyrir Hrefnu að taka af miklum mynd- arskap á móti gestafjöld sem óvænt gat borið að garði. Rúmur aldarþriðjungur er síðan ég kom fyrst á heimili þeirra Hrefnu og Arnbjarnar. Mér er minnisstætt hvað húsmóðirin bar af sér góðan þokka. Hún var höfð- ingleg en þó látlaus í framgöngu. Síðar átti ég eftir að kynnast því hve frábær gestgjafi hún var á sínu glæsilega heimili. Hrefnu tengdamóður minni varð varla misdægurt þar til hún var komin yfir áttrætt, kvik í hreyf- ingum og bein í baki. Arnbjörn maður hennar veiktist fyrir tíu ár- um og lést fyrir hálfu fjórða ári. Annaðist Hrefna hann af mikilli umhyggjusemi. Sjálf fór hún að kenna sér meins fyrir fimm árum. Fór hún til Bandaríkjanna og var þar um sinn í umsjá Óskars sonar síns, sem þar starfar sem læknir. Lifði hún í framhaldi af því við góða heilsu þar til fyrir nokkrum mánuðum að sjúkdómur gerði vart við sig sem ekki fékkst við ráðið. Hrefna kom mér oft á óvart og jafnvel síðustu árin sýndi hún af sér skemmtilegar hliðar sem ég þekkti ekki svo vel áður. Hún var ljóðelsk og las mikið, bæði inn- lendar og erlendar bækur. Dóttir okkar sem er í menntaskóla kom ekki að tómum kofanum hjá ömmu sinni þegar hún ræddi við hana um sígildar íslenskar bókmenntir. Mér hefur þótt vænt um að fá að kynnast Hrefnu og reyndar öllu hennar fólki. Blessuð sé minning Hrefnu Karlsdóttur. Ingimundur Sveinsson. HREFNA KARLSDÓTTIR ✝ Sigurjón Hall-grímsson fædd- ist á Knappstöðum í Fljótum í Skaga- firði 8. mars 1932. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 1. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hallgrímur Boga- son, f. 17. ágúst 1898, d. 12. júní 1985, og Kristrún Jónasdóttir, f. 17. júní 1903, d. 28. mars 1989. Hall- grímur og Kristrún bjuggu lengst af sínum búskap á Knapp- stöðum í Stíflu og eignuðust þau sjö börn og komust fimm þeirra til fullorðinsára, Guðný, f. 2.6. Hallgrímur Pétur, f. 7.1. 1965, sambýliskona Kristín Vilborg Helgadóttir, f. 6.9. 1959, dóttir þeirra er Íris Ósk, f. 1997. Stjúp- börn hans eru: a) Ólafía Helga Arnardóttir, f. 1978, sambýlis- maður Ármann Harðarson, dótt- ir þeirra er Katrín Lilja, f. 2002, b) Guðbrandur Þór Bjarnason, f. 1981, og c) Helgi Freyr Bjarna- son, f. 1986. 3) Rúnar Sigurður, f. 14.8. 1969, kvæntur Ragnheiði Þóru Ólafsdóttur, f. 24.4. 1973, börn þeirra eru Anton Ingi, f. 1996, og Sigurjón, f. 2000. Sigurjón og Þórkatla hófu bú- skap hjá foreldrum hennar í Skerjafirði. Árið 1965 fluttu þau í eigin íbúð í Kópavogi og á þess- um tveimur stöðum eignuðust þau synina. Árið 1976 fluttu þau til Grindavíkur og hóf Sigurjón störf hjá Fiskimjöli og lýsi og vann þar nær samfellt uns hann veiktist á síðasta ári. Útför Sigurjóns verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1924, Bogi Guð- brandur, f. 16.11. 1925, Dagbjört, f. 22.12. 1926, d. 11.6. 1988, Jónas, f. 12.11. 1930, og Sigurjón, yngstur þeirra. Sigurjón kvæntist 14. nóvember 1965 Þórkötlu Alberts- dóttur, f. 21. ágúst 1942, dóttur hjónanna Alberts Gunnlaugssonar og Katrínar Ketilsdótt- ur. Synir Sigurjóns og Þórkötlu eru þrír: 1) Albert, f. 3.10. 1963, kvæntur Svanhvíti Daðeyju Pálsdóttur, f. 6.12. 1964, börn þeirra eru Þór- katla Sif, f. 1986, Margrét, f. 1989, og Sigurpáll, f. 1993. 2) Mig langar í örstuttri grein að rifja upp kynni mín af Sigurjóni frænda mínum og velgjörðarmanni. Ég ásamt Boga bróðir mínum heim- sótti Sigurjón á Landspítalann 3 dögum áður en lífsbaráttu hans lauk. Við gerðum okkur vel grein fyrir því að væntanlega værum við að kveðja þennan mæta frænda okk- ar í síðasta sinn. Sigurjón hafði bar- ist í tæpt ár við banvænt krabba- mein sem þrátt fyrir mikinn styrk og vilja Sigurjóns yfirbugaði hann að lokum. Þrátt fyrir augljós merki um erfið veikindi reyndi hann að vera glaðlegur eins og hann var reyndar alltaf þegar fundum okkar bar saman. Ég kynntist Sigurjóni, Köllu og sonum þeirra afar vel þá tvo vetur sem ég var í fóstri hjá þeim á meðan á námi mínu í Verslunarskólanum stóð árin 1967-1969. Þann greiða og vinsemd fæ ég aldrei fullþakkað og bý enn vel að því sem mér var inn- prentað sem ungum námsmanni. Sigurjón var mikill fjölskyldumaður og átti ávallt tíma fyrir fjölskyldu- fólkið. Minnist ég margra stunda sem hann eyddi með mér við að við- halda Volkswagenbifreið sem ég átti í viðunandi ástandi því Sigurjón var verklaginn maður og ég minnist þess ekki að hann gæfist upp við neitt verkefni sem hann tók sér fyrir hendur. Ég veitti því sérstaka eft- irtekt hversu samviskusamur hann var hvað vinnu sína snerti og voru störf hans ávallt vel metin. Sigurjón var mikill íþróttamaður bæði hvað varðar knattspyrnu og skíði. Ég heyri oft bræður mína lýsa leikni hans á knattspyrnuvellinum þar sem hann var einn af tveimur eða þremur knattspyrnumönnum í Fljótum sem valdir voru í Skaga- fjarðarliðið. Ég minnist þess þegar ég var lítill drengur í Fljótunum að fullorðna fólkið talaði með mikilli lotningu um skíðahæfileika Sigurjóns. Á skíða- landsmótinu á Siglufirði 1960 sé ég hann ennþá fyrir mér þegar hann kom langfyrstur í mark í 30 km. göngu og hafði lagt af stað með rás- númer 17 og sigraði að sjálfsögðu með yfirburðum. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Ég fæ ekki skilið hvers vegna svona góðhjartaður og umhyggjusamur maður þurfti að líða svona löng veik- indi enda er mér ekki ætlað að skilja það. Nú er það trú mín að frændi minn sé kominn á þann stað þar sem honum líður vel. Elsku Kalla, Albert, Halli, Rúnar, tengdadætur og barnabörn, samúð mín og Bjarkar er hjá ykkur á þess- um erfiðu tímum. Ég veit að síðustu mánuðir hafa verið ykkur erfiðir og óskiljanlegir. Það er von mín og trú að minningin um góðan mann muni yfirgnæfa sorgina þegar fram líða stundir. Kæri frændi. Ég vil nú á skiln- aðarstundu þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og reynst hefur mér sem gott vegarnesti í líf- inu. Megi Guð varðveita þig. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. (Hannes Pétursson.) Jón Sigurbjörnsson. Í dag verður Sigurjón Hallgríms- son jarðsunginn frá Grindavíkur- kirkju. Ég vil, eftir áralanga vináttu, kveðja þennan ljúfa dreng með nokkrum orðum. Sigurjón fæddist að Knappstöð- um í Fljótum 8. mars 1932, þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru Hallgrímur Bogason og Kristrún Jónasdóttir sem þar bjuggu alla sína búskapartíð, virt og dáð af sín- um sveitungum. Sigurjón var yngst- ur í hópi fjögurra systkina. Sigurjón var mikill mannkosta- maður, harðduglegur og trúr þeim verkefnum sem honum voru falin. Strax í æsku hafði hann mikið yndi af íþróttum og sýndi mikla hæfileika til að verða góður íþróttamaður. Á uppvaxtarárum hans var skíða- ganga hluti af lífsbaráttunni í Fljót- um, enda ein snjóþyngsta sveit landsins. Skíðin voru því oft besta og eina samgöngutækið sem við varð komið langtímum saman á vetrum. Skíðafélag Fljótamanna var stofnað 1951, en þá var mikill áhugi og uppgangur í iðkun skíðaíþrótt- arinnar um land allt. Sigurjón var einn af stofnendum Skíðafélagsins og var strax lögð áhersla á mark- vissar æfingar félagsmanna. Árið 1954 vann Sigurjón það frá- bæra afrek að verða fyrsti Íslands- meistari Skíðafélags Fljótamanna í 15 km skíðagöngu. Þetta afrek Sig- urjóns hafði mikil áhrif á ungdóm- inn sem var að alast upp í sveitinni og varð til þess að íþróttaiðkun fór vaxandi næstu árin. Mér er minnisstætt skíðagöng- umót sem fram fór við Ketilás seinni part vetrar, þá var ég 8 eða 9 ára gutti. Mikill fjöldi fólks var saman kominn til að fylgjast með keppn- inni. Sigurjón var síðastur í rásröð- inni og var númer 14. Hann gekk þessa göngu svo afburða vel að unun var á að horfa og kom langfyrstur í mark við mikil fagnaðarlæti áhorf- enda. Nafn Sigurjóns er skráð í sögu skíðaíþróttanna á Íslandi og Fljóta- menn eiga lengi eftir að minnast með þakklæti, þess brautryðjenda- starfs sem hann vann í þágu skíða- íþróttarinnar. Kalla mín, Albert, Hallgrímur, Rúnar og fjölskyldur ykkar. Ég votta ykkur mína dýpsu samúð og bið ykkur guðs blessunar. Minningin um góðan íþróttamann mun lifa. Trausti Sveinsson og fjöl- skylda Bjarnargili, Fljótum. Okkur langar til að þakka þér, kæri Sigurjón tengdafaðir og afi, fyrir allar góðu samverustundirnar. Það var sérstaklega ánægjulegt að fá ykkur Köllu í heimsókn vestur síðasta sumar, en þá hafðir þú greinst með þennan erfiða sjúkdóm. Þú varst ákveðinn í að sigrast á hon- um og ætlaðir að koma aftur til okk- ar og skoða Vestfirði enn betur, en það gekk ekki eftir. Þegar Sigurpáll litli frétti að þú værir dáinn sagðist hann muna svo vel eftir því þegar þú varst hjá okk- ur fyrir vestan þar sem þú lékst þér með fótboltann og vildi geta sent þér boltann núna til himins svo þú gætir æft þig þar. Þér var annt um barnabörnin og þóttir vænt um að Margrét æfði skíðaíþróttina. Þú varst jú sjálfur þrisvar sinnum Íslandsmeistari í skíðagöngu. Þú hvattir einnig Þór- kötlu áfram í fótboltanum, enda mikið talað um fótbolta á heimilinu ykkar Köllu og þú spilaðir líka fót- bolta áður fyrr. Við munum geyma dýrmætar minningar um góðan, tryggan og traustan mann og biðjum góðan Guð að blessa og vernda þig og gefa ömmu Köllu styrk. Við sendum Rúnari og fjölskyldu og Halla og fjölskyldu okkar dýpstu samúðar- kveðjur frá fjölskyldunni að vestan. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgr. Pétursson.) Svanhvít D. Pálsdóttir. SIGURJÓN HALLGRÍMSSON MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.