Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 45
gleymi þeim degi ekki sem ég heyrði í þér síðast, þú munt alltaf eiga stað í mínu hjarta. Minningar mínar af þér, Elín mín, eru þær að þú varst alltaf glöð og með svo fal- legt bros. Varst svo hjarthlý, náðir alltaf að koma mér í gott skap, það var ekki hægt annað en að brosa þegar þú varst nálægt. Þú varst fljót að kynnast fólki og áttir marga vini. Það eru svo mörg smáatriði sem koma upp í huga mínum. Ég gleymi því aldrei þegar þú týndir bleika varalitnum þínum eða þegar þú borðaðir pizzu með kotasælu og öll þessi sætu skilaboð sem þú varst vön að senda öllum. Við erum búnar að vera vinkonur frá því í grunn- skóla og höfum því gert margt sam- an. Þú varst mesti stuðbolti sem ég hef kynnst. Við vorum báðar mikið fyrir að fara út að skemmta okkur og þótti svakalega gaman að dansa. Þú varst búin að gera svo margt, bjóst í Noregi hjá frænku þinni um tíma og kenndir erobik á fullu í heilsuræktinni, svo þegar þú komst heim til Íslands hélstu þig enn við heilsuræktina, enda hafðir þú mik- inn áhuga á henni. Þú hafðir alltaf nóg fyrir stafni og varst nýkomin með einkaþjálfaraprófið og ég var alltaf „á leiðinni“ til þín í ræktina. Svo varstu byrjuð að vinna á ferða- málanámskeiði og á endanum varstu byrjuð að vinna á leikskóla. Þú hafðir alltaf verið svo barngóð og varst einmitt svo dugleg að passa litlu frænkur þínar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Elín mín, megir þú og faðir þinn hvíla í friði. Með þessum orðum kveð ég með miklum söknuði Elínu vinkonu mína. Móður þinni, Sigrúnu, fjölskyldu og öðrum ástvinum sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurbjörg (Didda). Þegar allt kemur til alls eru það litlu stundirnar í lífinu, þær sem allajafna virðast hversdagslegar og sjálfsagðar, sem skína í gegn eins og perlur á flaueli. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að lesa fyrir þig sögu. Undanfarna daga hef ég séð þig ljóslifandi í huga mínum, á öllum aldursskeiðum barnsins, sem þú varst svo stuttu áður en þú varst skyndilega hrifin á brott. Ég hef þá trú að þú sért að horfa á eitthvað undursamlegt, að þú sért brosandi og upprifin því þannig varst þú á meðan þú dvaldir hér. Ég heyri klingjandi hlátur þinn rétt eins og hann berist úr næsta herbergi en í huganum sé ég ellefu ára stelpuskott, hoppandi um á öðr- um fæti og með hinn í stóru gifsi. Ég sé pínulitla Ellu lýsa því yfir með hátíðlegum alvöruþunga að hún ætli „aðallega“ að verða leik- kona þegar hún verði stór. Þú varst rétt orðin stór. Eins og ég áður sá fyrir mér breyttist þú í glæsilega unga konu og hlutverkið sem þú lékst í lífi okk- ar sem þekktum þig, er ógleyman- legt. Enginn mun nokkurn tíma leika það eftir. Stóra skapið, ákveðnu skoðanirn- ar, orkan góða sem stafaði geislum allt í kringum þig, kætin, áhuginn, óþolinmæðin, hjartahlýjan og barn- elskan. Allt var það þitt, sem þú deildir með okkur. Fyrir það fæ ég aldrei nógsamlega þakkað. Elsku hjartans góða Ella mín. Hvað ég vildi að þú værir ennþá hér. Mín eina huggun er sú staðfasta trú, að á vegi þínum verði alltaf ljós og ylur. Kristín H. (Lúlla). Það er ávallt erfitt að heyra um andlát samferðamanns, ættingja eða vinar. Það var undarlegt tóma- rúm sem myndaðist þegar ég heyrði um andlát Elínar Rutar. Spurning- ar eins og hvers vegna, af hverju einmitt hún og fleiri slíkar komu fram í hugann. Það er sárt að hugsa til þess að hitta ekki aftur fallegu stelpuna með bleika varalitinn. Það er nefnilega ekki oft á lífs- leiðinni sem maður kynnist eins hjartgóðu og ósérhlífnu fólki og El- ín var. Það var alltaf stutt í brosið og dillandi hláturinn sem einkenndi hana, og fólk smitaðist af gleði hennar og hamingju í návist hennar. Hennar verður sárt saknað. Ég kveð Elínu Rut með virðingu og þökk fyrir allt. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast, og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logskæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Kæru ástvinir allir. Ég votta ykk- ur innilegustu samúð og bið guð að styrkja ykkur og blessa. Elísa Sóley Magnúsdóttir. Elsku Elín mín. Þetta er án efa eitt af því erfiðasta sem ég hef þurft að gera. Kveðja eina af bestu vin- konum mínum hinni hinstu kveðju. Þegar ég sá þig fyrst var fyrsti skóladagurinn okkar í 6.R.C. í Öldu- selsskóla og þú varst mætt með mömmu þinni, því þú varst ný í skólanum. Við krakkarnir í hverfinu vorum ekki lengi að kynnast þér því mig minnir að við höfum boðið þér með okkur út í leiki þá um kvöldið. Síðan þá höfum við verið góðar vin- konur. Þú sjálf og við saman höfum gengið í gegnum marga hluti þessi síðastliðin 10 ár, þú hefur lifað lífi þínu hratt og sambandið milli okkar hefur verið mismikið. Það var þó alltaf þannig að við gátum treyst hvor annarri fyrir öllu og áttum allt- af góðar stundir saman. Ég á eftir að sakna þeirra sárt. Þegar ég hugsa til þín núna eftir að þú ert farin hugsa ég um stóra fallega brosið þitt. Þú ert án efa ein brosmildasta og hjartahlýjasta manneskja sem ég hef kynnst. Allt- af komstu í heimsókn til mín með bros á vör og besta skapið og þegar þú fórst fékk maður alltaf faðmlag og koss á kinn bæ. Stuttu áður en þú fórst til Banda- ríkjanna sendir þú mér þetta: Another month, another year, another smile, another tear, anot- her winter, a summer too, but the- re’ll never be another you. Þetta lýsir nákvæmlega því sem mér finnst um þig, elsku Ella mín, og ég mun alltaf geyma þetta hjá mér. Ég mun ávallt minnast þín með bros á vör og þú munt alltaf eiga góðan og öruggan stað í hjarta mínu. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Elsku Sigrún, Gunnar og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð og engl- ana að vera yfir ykkur í þessari miklu sorg. Það má þó með sönnu segja að Guð sé búinn að fá einn yndislegasta engilinn til sín aftur. Rakel Ósk Hreinsdóttir. Þegar dóttir mín Bríet hringdi í mig grátandi og sagði „mamma, El- ín vinkona mín er dáin“ þá fylltist ég sorg og hugurinn reikaði aftur til þess tíma þegar ég sá Elínu fyrst. Dóttir mín kom heim með þessa gullfallegu ljóshærðu stelpu sem brosti og sagði „Hæ“. Hún hafði fal- legt bros, kátínan skein úr augum hennar og andlitið geislaði af kát- ínu, svona er henni best lýst, alltaf kát, síbrosandi, útgeislunin mikil og gefandi persóna þó hún væri ung. Það var alltaf gott að hitta Elínu þegar hún kom í heimsókn með sitt breiða og káta bros. Þegar hún hringdi í dóttur mína og ég svaraði þá var það alveg sama hvort hún var að hringja frá Noregi, Ameríku eða bara frá Reykjavík, þá gaf hún sér alltaf tíma til að segja „Hæ, Guðrún, hvað segirðu?“ Elín var líka vinur vina sinna, gaf sér alltaf tíma til að skrifa bréf, senda kort og hringja í Bríeti þegar hún var erlendis, eftir að hún kom heim frá Noregi þá sendi hún alltaf SMS ef hún náði ekki í hana. Ég gleymi aldrei þegar dóttir mín átti afmæli og Elín mætti með stóran kvenskó hogginn út í ís, fullan af blómum. Í dag fékk Bríet kort frá Elínu póstlagt 21. maí þremur dögum áð- ur en hún og faðir hennar lenda í þessu hræðilega slysi, já Elín lætur muna eftir sér. Við sem vorum svo heppin að hafa fengið að kynnast henni munum geyma minninguna um hana og mun Elín lifa í hug okk- ar allra. Þar sem ég sit hér úti og minnist Elínar og kvöldsólin að hverfa þá þakka ég Guði að ég fékk að kynnast þessum sólargeisla. Guð varðveiti þig Elín mín og föður þinn. Ég votta móður Elínar og systk- inum, stjúpa og öðrum aðstandend- um mína innilegustu samúð á þess- ari sorgarstundu. Guð gefi ykkur styrk. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Guðrún. Nú ertu farin, elsku besta vin- kona mín. Frá því er ég kynntist þér hef ég ávallt litið á þig sem einn besta vin sem nokkur gæti hugsað sér. Það var svo gott að tala við þig, þú gast alltaf séð það jákvæða við hlutina. Þegar ég sé þig fyrir mér í huganum þá ertu brosandi og það er einmitt þannig sem þú varst, allt- af stutt í brosið enda var æðislegt að hafa fengið að vera vinur þinn í þessi sex ár sem við þekktumst. Manstu þegar þú fórst til Noregs, við vinkonurnar hágrétum og okkur fannst að við myndum aldrei sjá þig aftur en tíminn þaut áfram svo loks eftir tvö ár þá komstu aftur heim. Nú hefurðu yfirgefið okkur aftur fyrir fullt og allt og kemur ekki aft- ur heim en ég get ekki að því gert að dýpst inni þá býst ég alltaf við að sjá þig aftur. Ég mun ávallt geyma minninguna um þig í brjósti mér því minningarnar eru það eina sem ég á eftir þig og það er alveg sama hvað annað gerist, ég mun aldrei gleyma þér. Ég trúi ekki að þú sért farin. Ég mun ávallt sakna þín á meðan ég er hér. Takk fyrir samverustund- irnar sem við áttum saman. Þín vinkona Esther Ósk Hervas. Föstudaginn 24. maí fékk ég þær fréttir að Elín Rut vinkona mín væri dáin. Ég trúði þessu ekki, dauðinn var mér svo fjarlægur. Við Elín kynntumst þegar hún kom í Ölduselsskóla í 6. bekk og urðum við strax góðar vinkonur. Man ég sérstaklega eftir vorrúllunum sem Elín eldaði fyrir okkur eftir skóla. Við áttum margar góðar stundir saman í grunnskóla og var Elín allt- af sú hressa og brosmilda. Sam- bandið minnkaði þegar Elín fór til Noregs en þegar við hittumst þá skemmtum við okkur ávallt vel. Elín var alltaf svo hress og jákvæð hvað sem bjátaði á. Í lok apríl þá fórum við saman á kaffihús og ég tók eina mynd af okkur saman þar sem við erum brosandi út að eyrum og er það minningin sem ég geymi um þig elsku Ella mín, þú ert sú lífglaðasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég þakka guði fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að kynnast þér, en á sama tíma harma ég það að þú þurftir að kveðja þetta líf svona snemma. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Elsku Sigrún, Gunnar, Moli og aðrir ættingjar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Ólöf Dómhildur. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 45 Mig langar til að minnast vinar míns, Grétars Hjartarsonar, í fáum orðum. Hann fór ungur til sjós eins og svo margir ungir menn hafa gert á Íslandi frá örófi alda, fyrstu árin á bátum og tog- urum en söðlaði síðan um og réð sig til Eimskips og vann sig upp frá dekkinu upp í holin eins og það er kallað á sjómannamáli. Leiðir okkar lágu fyrst saman í kringum 1970 á einum af Fossunum hjá Eimskip. Við sigldum saman í þónokkurn tíma en þá skildu leiðir eins og oft vill gerast hjá sjómönnum en við vissum hvor af öðrum svona í fjar- lægð. Hann hélt áfram hjá Eimskip en ég reri a önnur mið. Síðan fer Grétar í land og gerist forstjóri fyrir Laugarásbíó svo að oft er skroppið var í bíó hittumst við svona á hlaup- um. Það var síðan um jól 1994 er ég kom heim í stutt frí frá Namibíu að gengið hafði verið frá ráðningu Grétars til skólans hér í Walvis Bay. Yfirmaður okkar hjá Þ.S.S.I., Björn Dagbjartsson, bað mig að hitta þau hjón, Grétar og Ollu, og miðla til þeirra öllu sem hægt væri um Namibíu og undirbúning fyrir þau að flytja hingað og setjast hér að um tíma. Það var mér mikil ánægja að hitta þau og endurnýja kynni við Grétar og kynnast Ollu. Síðan komu þau nokkrum vikum seinna hingað og undu hag sínum vel hér í um fjögur ár. Það var mikil breyting fyrir þau bæði að koma hingað og fyrir Grét- ar alveg nýtt starf og nýtt umhverfi með öðruvísi siðum og venjum. Þar komu mannkostir hans vel í ljós við uppbyggingu skólans og ávann hann sér fljótt virðingu og vináttu sam- kennara og nemenda hér í Namibíu. Hann bjó sig vel undir starfið og var óþreytandi við að kynna sér nýj- ungar á sviði siglinga- og fiskleit- artækja og gerði mikið af því að koma með nemendur i heimsókn um borð í skipin til að sýna þeim og út- skýra fyrir þeim tilgang og notkun þeirra. Þónokkrir af nemendum hans eru nú í dag orðnir dugandi yf- irmenn á fiskiskipum hér í Namibíu. Við fréttum af erfiðum veikindum Grétars og gerðum okkur grein fyr- ir að þetta gat farið á hvorn veginn sem var en lokakallið er alltaf sárt en eftir lifir minning um góðan vin og félaga. Sigldu sæll, gamli vinur, um ný og ókunn höf og lönd. Elsku Olla og fjölskylda, innileg- ustu samúðarkveðjur frá okkur hér í Namibíu. Megi góður guð styrkja ykkur og styðja í sorginni og tóminu sem á eftir kemur. Vinir og félagar hér í Walvis Bay biðja fyrir bestu kveðjur. Sérstakar kveðjur frá Dave og Ann. Gunnar Harðarson og fjölskylda, Walvis Bay, Namibíu. Það var góður og samheldinn hópur sem vann hjá Grétari í Laug- arásbíó árin ’87 og vel fram yfir ’90. Þetta var á þeim tíma sem samsýn- ingar þekktust ekki á meðal kvik- myndahúsa og samkeppnisumhverf- ið því allt öðruvísi en nú er. Þetta var á þeim tíma sem Laugarásbíó sló í gegn með fyrstu alvöru popp- kornsvélina á staðnum og á þeim ár- um undir tvítugt sem maður mót- aðist hvað mest af umhverfinu. Grétar réð mig til starfa á u.þ.b. þremur mínútum og Olla varð vin- kona mín á því augnabliki sem við unnum fyrst saman. Hjónin reynd- ust mér einstaklega góð og án efa GRÉTAR HJARTARSON ✝ Grétar Hjartar-son fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 5. júní. var það fyrir tilstilli þeirra sem ég vann í bíóinu jafn lengi og raun bar vitni. Hjá Grétari var alltaf stutt í kímnina og stríðnina, enda gat hann strítt okkur stúlkunum á nánast öllu; aukakíló- unum, klæðnaðinum, ballstússinu hjá okkur eða sénsunum. Oftar en ekki fékk hann okk- ur til að roðna niður í tær og þá var hlátur- inn hans hár og hvell- ur! Fáum vinnuveitendum hef ég kynnst sem huga jafn vel að því að andinn og félagsskapurinn í kring- um vinnuna sé léttur og skemmti- legur. Þó við værum flest í bíóinu um eða undir tvítugt kom það ekki í veg fyrir að þau hjónin sæju til þess að við ættum skemmtilegar stundir, hvort sem var í veislum í Espigerð- inu hjá þeim eða eitthvað annað. Grétar var líka góður vinur. Þegar eitthvað bjátaði á lækkaði hann róminn og spurði réttu spurning- anna af varfærni. Auðvitað leit ég óskaplega upp til Grétars og þeirra hjóna beggja. Þegar ég var í námi erlendis hitt- umst við einu sinni en síðan aðeins í örfá skipti næstu árin eftir það. Í fyrra rakst ég þó óvænt á þau hjón- in í fertugsafmæli og þá var glatt á hjalla. Grétar lék á als oddi, stríddi mér að sjálfsögðu út í eitt (á karl- mannsleysinu!) og ég man hvað ég upplifði það sterkt að ekkert hefði breyst í þessi rúmlega tíu ár. En breytingarnar geta því miður gerst mjög hratt og ekki verður allt- af við þær ráðið. Án efa erum við þó stór hópur sem á árum áður unnum hjá Grétari og munum ávallt geyma minningar um góðan mann og sterk- an karakter. Ég bið Guð að styrkja Ollu, Palla, Pétur, Hjört, Ellu Siggu, Hrafn- hildi, Tótu og fjölskyldur í þeirra miklu sorg. Þig, vinur, kveð ég með söknuði. Rakel Sveinsdóttir. Þegar við byrjuðum að vinna í Laugarásbíói grunaði okkur ekki hvað Grétar átti eftir að verða okkur mikill lærifaðir og áhrifavaldur í lífi okkar. Við vorum aðeins 15 ára og að hafa fengið slíkan vinnuveitanda eins og Grétar er okkur ómetanlegt. Hann kenndi okkur meðal annars að vinna verkin vel og hafa um leið gaman af. Ekki leið á löngu áður en mynd- ast hafði stór og samheldinn vina- hópur í bíóinu. Bíóið var okkur eins og annað heimili. Við sóttum í það frábæra andrúmsloft sem Grétar og Olla höfðu skapað þarna. Grétar var alltaf svo hress og kátur og húmor hans passaði vel inn í hópinn. Hann gat verið strangur en sýndi okkur jafnframt virðingu og bar til okkar traust sem gaf okkur trú á okkur sjálfar. Á móti litum við upp til Grétars sem reyndist okkur góður vinnuveitandi og vinur sem hægt var að leita til. Við vorum flestar að vinna þarna með skóla og ef rólegt var í vinnunni og við vorum eitthvað að slæpast þá átti Grétar til að segja: ,,Ættir þú ekki frekar að vera að lær?“ Þetta var dæmigert fyrir Grétar sem var fremstur í flokki við að hvetja okkur áfram í náminu. Þrátt fyrir að mörg ár séu liðin síðan við unnum hjá Grétari er þetta tímabil okkur sérstaklega minnis- stætt og dýrmætt. Kynni við slíkan mann gleymast seint og höfum við fengið að njóta þeirra forréttinda að viðhalda þessum kynnum gegnum vinskap okkar við Ellu Siggu dóttur hans. Kæra Ella Sigga, Olla og aðrir að- standendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. F.h. stelpnanna í bíóinu 1987– 1994, Rósa og Þorbjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.