Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 40

Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT MÁLEFNI Palestínu og Ísraels séu minna í fréttum en áður er ástandið grafalvarlegt. Ísraelsher er hvarvetna grár fyrir járnum á landi Palestínumanna og hindrar umferð, ógnar lífi fólks og ræðst fyrirvaralaust inn í borgir og flótta- mannabúðir. Hann ræðst inn á heimili, drepur og hneppir í fang- elsi. Mannvirki eru sundurtætt, vatn, rafmagn og skolp í ólagi, flest- ar þjónustustofnanir lamaðar og at- vinnulífið í rúst. Valtað er yfir Sam- einuðu þjóðirnar og Rauða krossinn með þöglu samþykki Bandaríkj- anna. Eyðilögð mannvirki og náttúru- spjöll blasa við hvarvetna í Palest- ínu og hátt á annað þúsund manns hafa látið lífið á 20 mánuðum. Sú eyðilegging sem orðið hefur innra með þeim sem eftir lifa er ekki jafn- augljós. Hvernig skyldi andleg heilsa þessara hrjáðu þjóða vera? Margir eiga um sárt að binda eft- ir að hafa misst vini og ættingja, oft með hroðalegum hætti. Fólk hefur þurft að hírast inni vikum saman vegna útgöngubanns, búa við vígvélagný og skothvelli allan sólar- hringinn óttaslegið um afdrif sinna nánustu, vita jafnvel af líki ástvinar rotnandi í hitanum og útilokað að jarðsetja með sóma. Um fimm þús- und Palestínumenn, karlar og kon- ur, sæta pyntingum í ísraelskum fangelsum. Þar eru menn ekki sak- lausir þar til sekt er sönnuð. Við og þeir Það er erfitt fyrir Íslending að ímynda sér þær mannlegu þjáning- ar og niðurlægingu sem svo órétt- látt stríð veldur fólki sem hefur það helst til sakar unnið að vilja halda í það litla sem eftir er af landi þess og eignum. Sjálfstæðisbarátta okkar og þorskastríð var án mannfórna, en við þekkjum hörmungar sjóslysa, snjóflóða og umferðarslysa, þar sem dauðinn hrifsar ástvini fyrirvara- laust frá okkur. Við vitum hvað það er mikilvægt í sorgarferlinu að geta veitt þeim látnu sómasamlega útför og eftirlifandi sálrænan stuðning. Nú þykir eðlilegt að veita fólki áfallahjálp til að fyrirbyggja var- anleg sálarmein. Í Suðurlands- skjálftunum árið 2000 var komið upp hjálparstöð á Hellu þar sem margir leituðu aðstoðar. Þó fórst sem betur fer enginn í þeim hamför- um, en fólk var óttaslegið því engin leið var að vita hvar og hvenær næsti kippur yrði. Palestínumenn búa stöðugt við þess konar ótta – enginn veit hvenær jarðýta eða skriðdreki jafnar húsið við jörðu og hvort fjölskyldunni tekst að forða sér. Íslenskir sjálfboðalið- ar í Palestínu hafa undr- ast æðruleysi fólks í sundurskotnum flótta- mannabúðum og borg- um. Það grípur tækifæri til að afla nauðsynja, koma sjúkum og særð- um undir læknishendur og er í stöðugri lífs- hættu. En er allt sem sýnist? Er þetta fólk ekki af holdi og blóði eins og við? Hljóta ekki margir að líða kvalir og sjá jafnvel svartnætti framundan, reiðubúið að stytta sér aldur – og taka einhverja úr hópi kvalara sinna með í dauð- ann? Rannsókn á lífi og heilsu Það er hægt að fá áreiðanlegar fréttir frá Landinu helga. Íslenskir sjálfboðaliðar koma heim með dýr- mæta reynslu og fréttir frá fyrstu hendi berast um Netið dag hvern. Þannig kynntumst við í Félaginu Ís- land-Palestína m.a. áætlunum Pal- estínumanna sjálfra um áfallahjálp. Við fengum 3 skýrslur frá heil- brigðisstofnun Birzeit-háskóla þar sem gerð er úttekt á heilbrigði og aðstæðum fjölskyldna í 3 borgum: Ramallah, Nablus og Jenin. Í Jenin var t.d. tekið lagskipt tilviljanaúrtak 154 fjölskyldna. Rannsakendur heimsóttu fjölskyldurnar og tóku viðtöl við húsráðendur eða aðra full- orðna samkvæmt þar til gerðum spurningalista. Meðalaldur þeirra sem rætt var við var 40 ár. Það kom m.a. í ljós að í Jenin voru víða margir í heimlili, enda dvalargestir á 37% heimilanna sem leitað höfðu þar skjóls, þar af fjórð- ungur ókunnugur. Að meðaltali voru 6,3 í heimili og á fjölmennasta heimilinu voru 17 manns. Ísraelsher hafði eyðilagt hús helmings dval- argestanna, en hinir voru á flótta frá átakasvæðum. 37% kvenna og 92% karla höfðu vinnu utan heimilis þegar innrásin hófst í byrjun apríl, en eftir 3 vikna hersetu borgarinnar höfðu 24% þeirra misst vinnuna vegna ferða- banns, hruns markaðar eða að vinnustaðir þeirra höfðu eyðilagst. Flest heimilanna voru án renn- andi vatns, rafmangs og síma í 2–3 vikur og gátu ekki losnað við sorp. 34% nefndu skort á lyfjum. Það er athyglisvert hversu margvísleg ráð fjöl- skyldurnar höfðu til að verða sér úti um mat og aðrar nauð- synjar, sem vissulega voru af mjög skorn- um skammti. Það kom sér vel að vera vanur að komast af með lítið. 17% höfðu notið aðstoðar lækn- ishjálparsamtakanna UPMRC sem neyð- arsöfnun Félagsins Ísland-Palestína hef- ur styrkt eftir föng- um í hátt á annað ár. Flestir (91%) að- spurðra heyrðu drunur og skothvelli nær látlaust í 3 vikur. 36% földu sig óttaslegin og svefnlaus og 28% sögðu fjölskylduna hafa hírst í einu herbergi og haft hljótt um sig til að vekja ekki athygli hersins. 14% nefndu sérstaklega ótta og grát barna og nokkrir höfðu flúið til ná- granna. Flestir höfðu orðið vitni að eyðileggingu húsa, bíla og muna. Fólk gerði ýmislegt til að róa sig, svo sem að þjappa sér saman, fara með bænir, hjálpa börnunum, vinna húsverk, lesa og spila, en margir sátu aðgerðalausir og gátu ekki sof- ið. Þegar fólk var spurt um tilfinn- ingar þess gagnvart þessum atburð- um lýstu nær allir (93%) eymd og örvæntingu. Sambærilegar tölur eru 71% í Ramallah og 74% í Na- blus. Hjálpum þeim Skýrsluhöfundarnir, Rita Gia- caman og Abdullatif Husseini, telja brýnasta heilbrigðisúrræðið vera að veita þessu fólki áfallahjálp tafar- laust til að koma í veg fyrir skaðleg langtímaáhrif, einkum á börn. Verk- efni af því tagi er farið af stað á Gaza, en þar sárvantar fé. Neyð- arsöfnun Félagsins Ísland-Palestína mun leggja verkefninu lið í sam- vinnu við Barnaheill og fleiri aðila. Félagið Ísland-Palestína hefur góða reynslu af því að senda neyð- araðstoð í formi fjár til Palestínu og heldur góðu sambandi við þá aðila sem féð rennur til. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessari söfnun. Reikningur neyðarsöfnunarinnar er 542-26-6990, kt.520188-1349 Áfallahjálp í Palestínu – með okkar stuðningi Þorvaldur Örn Árnason Mið-Austurlönd Eðlilegt þykir, segir Þorvaldur Örn Árnason, að veita fólki áfallahjálp til að fyrirbyggja varanleg sálarmein. Höfundur er gjaldkeri Félagsins Ísland-Palestína. ÉG greindist með rauða úlfa (Lupus) sumarið 2000. En rauðir úlf- ar er einn af hinum fjölmörgu gigt- arsjúkdómum. Gigt er ekki einn sjúkdómur heldur margar mis- munandi tegundir sjúkdóma sem leggjast misþungt á hvern ein- stakling fyrir sig. Ein- kennin geta verið mis- munandi frá degi til dags. Ég lít stundum á mig sem Rauðhettu sem veit að úlfurinn er í skóginum en ekki hvenær hann mun stökkva fram á stíginn til mín, því sjúkdómur- inn kemur í bylgjum og erfitt getur verið að stóla á góðu kaflana. Margir halda að gigt sé bara eitthvað sem aldraðir fá, en svo er aldeilis ekki. Til dæmis er ég sjálf rúmlega tvítugur háskólanemi. Fljótlega kom upp sú þörf hjá mér að vilja hitta annað ungt fólk með gigt og fá að vita að ég væri ekki ein á báti. Ég þurfti að leita alla leið til Noregs til að finna þann félagsskap. Það var á alþjóðlegri ráðstefnu fyrir ungt fólk með gigt sumarið 2001. Síðan ég kom heim hef ég átt þann draum að áhugahópur fyrir ungt fólk hér á Íslandi yrði stofnaður. Undanfarnar vikur hef ég starfað í undirbúningshópi fyrir stofnfund áhugahóps fyrir ungt fólk innan Gigtarfélags Íslands sem verður haldinn 8. júní næstkomandi. Að vera ungur með gigt þýðir að þú verður að takast á við það á vissum tímapunkti að þú gætir setið uppi með ævilangan sjúkdóm. Hvad þýðir það í raun að fá langvinnan sjúkdóm og lifa við hann? Fyrst er aðaláhersl- an á veikindin sjálf. Hvar eru verkirnir og hve margar gráður get- ur þú beygt þennan lið og hverjar eru niður- stöður úr blóðprufum? Þetta er sú hlið á gigtinni sem skipt- ir mestu máli til að byrja með en hvað um sálrænu, félagslegu og and- legu þættina? Eftir að sjúkdómsgreiningin hef- ur verið ákveðin segir hræðslan, óöryggið, misskilningur og jafnvel leiði til sín. Það getur verið erfitt fyrir einstakling að horfast í augu við erfiðleikana og finna ráð út úr öllum þessum vanda. Þess vegna tel ég vera fulla þörf fyrir áhugahóp ungs fólks. Það er gott að vera hluti af hópi og það gefur visst öryggi að vita að maður hefur félagsskap. Í hópnum getur maður kynnst mörgu sem maður hefði annars misst af og fengið mikilvægan stuðning. Notað tækifærið til að fræðast meira um sinn sjúkdóm eða fræða nýgreinda og miðla reynslu sinni og þekkingu. Í hópnum myndast mikilvæg vin- áttubönd og upplifa félagarnir margt jákvætt sem styður þá og hjálpar. Ungt fólk með gigt hefur ekki ver- ið mikið í umræðunni á Íslandi þótt gigtarrannsóknir íslenskra lækna og annars heilbrigðisstarfsfólk hafi vakið heimsathygli. Meðal mark- miða hins nýja áhugahóps er vekja athygli á þessum hópi sjúklinga og miðla þekkingu sín á milli og til ann- arra sem þurfa á upplýsingum og stuðningi að halda. Stofnfundur áhugahóps ungs fólks með gigt verður haldinn laug- ardaginn 8. júní kl. 13.00 í safnaðar- heimili Grensáskirkju (við Austur- ver). Ég vil hvetja sem flesta til að mæta. Rauðhetta og rauði úlfurinn Halla Hrund Hilmarsdóttir Gigt Margir halda að gigt sé bara eitthvað sem aldr- aðir fá, segir Halla Hrund Hilmarsdóttir, en svo er aldeilis ekki. Höfundur er nemi við hjúkr- unarfræðideild Háskóla Íslands og hefur starfað í undirbúningshópi fyrir stofnfund áhugahóps fyrir ungt fólk innan Gigtarfélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.