Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefnur um lífeyrissjóðsmál Tengjast alþjóð- legri umræðu í hagfræði Á NÆSTU dögumverða tveir fyrir-lestrar um lífeyr- issjóðsmálefni við starfs- lok á ævikvöldi. Fyrri ráðstefnan er í dag, en sú síðari á morgun. Í tilefni af fyrirlestrum þessum hefur verið boðið hingað til lands þekktum erlend- um fyrirlesurum og ráð- stefnuhöldar reikna með því að kynntar verði nýjar stefnur og straumar í þessum málaflokki á ráð- stefnunum. Telja ráð- stefnurnar raunar ekki munuheppnast nema að slíkt gangi eftir. Fyrir- lestrarnir núna eru fram- hald á því starfi Hag- fræðistofnunar í samvinnu við fleiri stofn- anir, að efna til 2-3 slíkra ráð- stefna á ári, þar sem flókin, erfið og/eða brýn málefni eru krufin til mergjar. Hefur jafnanverið mjög svo vandað til þessara ráðstefna, fengnir til þeirra snjallir erlendir fyrirlesarar sem hafa kynnt sér vel þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Tryggvi Þór Herbertsson for- stöðumaður Hagfræðistofnunar og doktor í iðnrekstrarfræðihef- ur veg og vanda af þessum ráð- stefnum og hann svaraði fúslega nokkrum spurningum Morgun- blaðsins um ráðstefnurnar, fyr- irlesarana og tilgang og áherslur þeirra. Hver heldur ráðstefnurnar, þ.e.a.s. hvaða stofnanir og aðilar koma við sögu, hver er yfirskrift ráðstefnanna, hvar fara þær fram og hvenær? „Ráðstefnurnar eru haldnar í samvinnu Hagfræðistofnunar og International Network of Pens- ion Regulators and Supervisors sem eru samtök sem OECD held- ur utan um og samanstanda af stofnunum frá 65 löndum sem láta sig lífeyrissjóðsmál varða. Fyrri daginn verður fjallað um framtíð lífeyrismála á Vestur- löndum, en síðari ráðstefnan fjallar um rannsóknir á lífeyris- málum. Ráðstefnurnar eru haldnar með stuðningi Kaup- þings, fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans og fara fram í fundarsal bankans. Ráðstefnan í dag byrjar klukkan 13.00.“ Er hægt að draga saman hver tilgangurinn er með ráðstefnu- num? „Undanfarin ár hefur Hag- fræðistofnun í samvinnu við ýmsa aðila haldið 2-3 alþjóðlegar ráð- stefnur á ári. Tilgangurinn er að tengja Hagfræðistofnun alþjóð- legri umræðu í hagfræði og gefa íslenskum fræðimönnum kost á að skiptast á skoðunum við fram- úrskarandi erlenda fræðimenn. Þessar ráðstefnur eru haldnar í framhaldi af ráðstefnu um sama málefni, sem haldin var sumarið 2000, þar sem aðalræðumaður var J. Stiglitz, Nóbels- verðlaunahafi í hag- fræði. Í þetta sinn gefst Íslendingum kostur á að öðlast innsýn í það sem er efst á baugi í lífeyrissjóðaumræðunni á Vesturlöndum.“ Það er sagt að hingað komi þekktir erlendir fyrirlesarar. Hverjir verða helstu fyrirlesarar ráðstefnanna? „Geir H. Haarde fjármálaráð- herra mun opna ráðstefnuna, en síðan munu Alicia Munell, sem var í hagfræðingaráði Clintons, Jeffrey Brown, sem er í hagfræð- ingaráði Bush, Sarah Harper frá Oxford-háskóla og Richard Disn- ey frá Háskólanum í Nottingham fjalla um framtíð lífeyrissjóðs- mála á Vesturlöndum. Á morgun munu þeir Richard Hinz frá vinnumálaráðuneyti Bandaríkj- anna, Jean Marc Salau frá OECD og James Banks, yfirmaður rann- sókna hjá IFS í Lundúnum, fjalla um nýjungar í reynslurannsókn- um á sviði lífeyrismála.“ Hverjum eru þessar ráðstefn- ur helst ætlaðar? „Ráðstefnurnar eru ætlaðar öllum þeim sem láta sig lífeyr- issjóðsmál varða og vilja fylgjast með helstu nýmælum á því sviði í dag. Við J. Michael Orszag, yf- irmaður rannsókna hjá Watson Wyatt, reyndum að sníða dag- skrána þannig að hún höfðaði sem mest til þeirra sem starfa hjá lífeyrissjóðum og þeirra sem ann- ast stefnumótun á sviðinu, auk fræðimanna sem vilja auka við þekkingu sína.“ Áttu von á nýjum og ferskum straumum inn í um- ræðuna um lífeyris- sjóði hér á landi á ráð- stefnunum og eftir þær? Að þær sum sé skilji eitthvað sterkt og nýtt eftir sig? „Það er nú svo, að þó svo að Ís- lendingar hafi hannað eftirlauna- kerfi sín vel og þau séu nú rótgró- in er æskilegt að þeir fylgist með nýjustu straumum og stefnum í lífeyrissjóðsmálum. Ráðstefnurn- ar verða ekki velheppnaðar nema að fram komi nýjar hugmyndir sem nýst geta Íslendingum. Til þess er leikurinn gerður.“ Tryggvi Þór Herbertsson  Tryggvi Þór Herbertsson er fæddur í Neskaupstað 17. jan- úar 1963. Hann útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands, lauk M.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og varði síðan doktorsritgerð í sömu grein, iðnrekstrarfræði, við Háskólann í Árósum í Dan- mörku. Tryggvi hefur starfað á Hagfræðistofnun frá árinu 1992, fyrst sem sérfræðingur en síðan sem forstöðumaður stofn- unarinnar frá árinu 1995. Þá er hann dósent í hagfræði við við- skipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. Sambýliskona Tryggva Þórs er Sigurveig María Ingvarsdóttir leikskóla- kennari og eiga þau samanlagt fjögur börn, Mist, Halldór Reyni, Veigar og Önnu Ragn- heiði. Haldið 2–3 al- þjóðlegar ráð- stefnur á ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.