Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 22

Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflug- velli og Reykjanesbær hafa gert með sér samning um gagnkvæman að- gang íþróttamannvirkja á stöðunum. Dean M. Kiyohara yfirmaður varnar- liðsins og Ellert Eiríksson bæjar- stjóri undirrituðu samninginn. Samningurinn er gerður í fram- haldi af vináttusamningi varnarliðsins og Reykjanesbæjar frá því í ágúst á síðasta ári. Þar var meðal annars kveðið á um aukin samskipti á sviði íþrótta. Samningurinn felur í sér end- urgjaldslaus afnot íþróttafólks úr Reykjanesbæ að íþróttaaðstöðu á Keflavíkurflugvelli og sams konar af- not hermanna af vellinum af mann- virkjum Reykjanesbæjar. Stefán Bjarkason íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Reykjanesbæjar segir að íþróttafólk hafi notað aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli töluvert, meðal annars 25 metra innisundlaug og keilusal. Komi það sér vel, því þessa aðstöðu vanti í Reykjanesbæ. Vonast hann til að auðveldara verði fyrir íþróttafólkið að nota sér aðstöðu þeg- ar slíkur samningur liggur fyrir. Þá segir hann að varnarliðsmenn hafi fengið afnot af Reykjaneshöllinni, meðal annars til að æfa hafnabolta. Þeir noti að vísu tennisbolta en geti æft sveifluna og ýmis atriði leiksins. Nú séu þessi samskipti komin í fastari skorður. Segist Stefán ekki vita ann- að en að þetta sé eini samningur sinn- ar tegundar í heiminum, milli her- stöðvar og bæjarfélags. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Dean M. Kiyohara fékk Ellert Eiríksson, fráfarandi bæjarstjóra, til að rita nafn sitt á amerískan fótbolta, til minningar um vináttusamninga. Samið um gagn- kvæm afnot íþróttamannvirkja Reykjanesbær/Flugvöllur MIKIÐ var um dýrðir og ekki skemmdi veðrið fyrir þegar for- eldrafélög leikskólanna í Grindavík héldu sameiginlega vorhátíð. Á hátíðinni var boðið upp á and- litsmálun, trampólín, hoppukastala, grillaðar pylsur, og fleira sem þyk- ir hæfa á slíkum hátíðum. Margrét Erlingsdóttir er í for- eldrafélagi leikskólans við Dal- braut og hafði nóg að gera í andlits- málun. „Við erum afskaplega heppin með veður og það skemmir ekki fyrir gleðinni. Þetta er fyrsta sameiginlega verkefnið okkar á þessum tveimur leikskólum. Við er- um ákveðin í að gera þetta að ár- legum viðburði enda mikilvægt að börnin kynnist. Hér er margt fólk en næst þurfum við að vera á af- girtu svæði því þessi staður hér fyr- ir sunnan íþróttahúsið er of opinn þó skjólgóður sé í dag,“ sagði Mar- grét. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sameiginleg vorgleði Grindavík ÁÆTLAÐUR kostnaður við stækk- un og endurbætur á Hótel Esju er um tveir milljarðar króna en fram- kvæmdir við hótelið standa nú yfir. Tvö þúsund fermetra ráðstefnusalur, forsetasvíta og 1000 fermetra heilsu- rækt verða meðal nýjunga á hótelinu. Það eru Þyrping og Flugleiðahótel hf. sem standa að byggingunni en seinna fyrirtækið er hlutafélag í eigu Flugleiða og rekur 22 hótel um land allt. Að sögn Kára Kárasonar, fram- kvæmdastjóra Flugleiðahótela, bæt- ast 112 herbergi við herbergjafjölda hússins. „Í dag erum við með 172 her- bergi og ætlum að byggja 126 ný her- bergi. Á móti kemur að við þurfum að rífa niður hótelherbergi í núverandi húsi vegna breytinga þannig að við verðum með 284 herbergi þegar hót- elið er tilbúið. Það er þá orðið lang- stærsta hótel landsins.“ Alls verða 25 svítur í hótelinu eftir breytingarnar en 23 þeirra verða svokallaðar mínísvítur. „Það eru 30 fermetra herbergi á níundu hæðinni sem verða mjög glæsileg með frá- bæru útsýni yfir allan Laugardalinn, Faxaflóann og allan bæinn. Síðan er- um við með tvær aðrar svítur. Önnur verður 50 fermetrar á áttundu hæð- inni sem einnig snýr fram í Laugar- dalinn og svo verðum við með það sem við köllum forsetasvítu. Sú verð- ur 110 fermetrar á 9. hæðinni og einkar glæsileg.“ Kári segir hótelið meira en tvöfald- ast að stærð með nýju byggingunni þar sem töluverð önnur aðstaða verð- ur byggð í húsinu. Er þar fyrst að nefna ráðstefnuaðstöðuna sem verð- ur um 2000 fermetrar að flatarmáli. „Ráðstefnusalurinn verður geysi- lega stór eða 23 sinnum 23 metrar að flatarmáli og með fimm metra loft- hæð þannig að þetta verður einn glæsilegasti ráðstefnu- og veislusalur landsins. Þarna komum við á eitt gólf 450–480 manns í mat en 600 manns í ráðstefnuuppstillingu þar sem eru bara sæti. Í dag er hægt að taka 1000 manns í Háskólabíó en sem sérútbú- inn ráðstefnusalur þá verður þessi salur langstærstur.“ Kári bætir því við að allur tækjabúnaður í salnum verði eins og best verður á kosið. Þá verður 1000 fermetra heilsuað- staða byggð í húsinu þar sem að sögn Kára verður lögð áhersla á svokall- aðar Spa-meðferðir og vellíðan. Með- al annars verða tíu meðferðar- og nuddherbergi í þeirri aðstöðu. Segir Kári að með þessu eigi að höfða til þess hóps sem vilji blanda saman borgarferð og heilsuferð. Eldri hluti hótelsins verður einnig tekinn í gegn. „Við munum taka alla jarðhæðina, rífa þar allt niður og gera hana upp á nýtt. Þannig end- urbyggjum við móttökuna, veitinga- staðinn og barinn auk þess sem við munum taka allar lyftur og her- bergjaganga í húsinu í gegn. Her- bergin sjálf í núverandi álmu verða síðan endurnýjuð á nokkurra ára tímabili. Breytingin verður hins veg- ar þannig að þegar komið er inn í húsið er eins og það sé allt nýtt.“ „Ekki áhættulaust“ Hótelinu verður lokað í nóvember næstkomandi vegna endurbótanna en stefnt er að því að opna það í mars á næsta ári. Kostnaður við nýbygg- inguna og breytingarnar á eldra hús- inu er samtals áætlaður um tveir milljarðar króna. Húsið sjálft er í eigu Þyrpingar og að sögn Kára koma ekki aðrir fjárfestar að verk- efninu enn sem komið er. „Það gæti alveg komið til en í bili munu Flug- leiðahótelin fjármagna sinn hluta og Þyrping klára sitt. Þyrping fjár- magnar að stærstum hluta bygg- inguna sjálfa en við fjármögnum allt innbú í hótelið sem eru nokkur hundruð milljónir.“ En hvernig hyggst hótelið standa undir þessari miklu fjárfestingu? „Þetta er náttúrlega geysilega metn- aðarfullt verkefni og auðvitað eru menn að leggja undir því þetta er ekki áhættulaust. Hins vegar höfum við farið vandlega yfir þessar áætl- anir okkar og það má segja að við séum að sækja inn á nýja markaði, ráðstefnu- og hvataferðamarkaðina.“ Hið síðarnefnda er að sögn Kára ferðir fyrirtækjahópa en mikið er um að stór fyrirtæki verðlauni starfs- menn með skemmtiferðum þar sem vörur fyrirtækjanna eru gjarnan kynntar í leiðinni. „Með byggingu þessa hótels verð- ur Reykjavík fullboðlegur staður fyr- ir alþjóðlegar ráðstefnur eða fundi. Það hefur verið kvartað undan því að það hafi vantað ákveðna aðstöðu í Reykjavík fyrir betri viðburði en það má segja að þessi bygging opni alveg nýjan markað.“ Frumforsenda að breikka markaðinn Kári segir mikla markaðssetningu fylgja þessu, sérstaklega erlendis. „Það er algjört grundvallaratriði að stækka kökuna. Við ætlum ekki að höggva í núverandi markað á Íslandi heldur sækja á fleiri markaði og þá sérstaklega þessa markaðshluta sem eru ráðstefnugestir og hvataferða- gestir. Það er frumforsenda fyrir þessu að breikka markaðinn – annars gengur þetta ekkert upp.“ Hann bendir hins vegar á að erfitt sé fyrir fyrirtæki á borð við Flug- leiðahótel að standa eitt að slíkri markaðssetningu og því sé nauðsyn- legt að fyrirtæki í ferðaiðnaðinum standi saman að henni. „Þess vegna fögnum við því ef tón- listar- og ráðstefnuhús kæmi til sög- unnar því þegar fleiri aðilar eru komnir í markaðssetningu þá styðja þeir hvern annan. Því fleiri sem eru að kynna Ísland og Reykjavík, því betra. Þannig að við lítum ekki á tón- listar- og ráðstefnuhús sem sam- keppnisaðila við okkur þrátt fyrir að við séum með mikið ráðstefnurými hjá okkur.“ Hann segist hins vegar ekki sjá fyrir sér að svigrúm verði fyrir bygg- ingu annarra stórra hótela í Reykja- vík á næstu árum. „Við erum með 3000 fermetra í ráðstefnu- og heilsu- aðstöðu og áherslan sem við leggjum á það þýðir að við erum að byggja undir okkur markað til að gera okkur kleyft að auka herbergjamagn í Reykjavík. Það gengur ekki að lifa af veturinn með því að byggja herbergi eingöngu og þess vegna hef ég ákveðnar efasemdir um að það verði byggt annað slíkt hótel í bráð.“ Tvö þúsund fermetra ráðstefnusalur og forsetasvíta Svona mun Hótel Esja líta út að framkvæmdunum loknum, en stefnt er að því að taka nýja hótelið í notkun í mars árið 2003. Hönnuðir viðbyggingarinnar og breytinga eru Teiknistofa arkitekta, arkitektastofan Form + rými og bandaríska arkitektastofan Arrowstreet í Boston. Suðurlandsbraut Húsrými Hótels Esju tvöfaldast við stækkun byggingarinnar sem unnið er að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.