Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 21 FRAMSÓKNARFLOKKURINN verður hvergi með aðild að meiri- hluta í sveitarstjórnum á Suður- nesjum í upphafi nýs kjörtímabils en hefur verið í meirihluta tveggja stærstu bæjarstjórnanna á því liðna. Gömlu sveitarstjórnirnar eru að skila af sér þessa dagana og nýj- ar skipta með sér verkum eftir helgi. Umboð fráfarandi sveitarstjórna rennur út næstkomandi sunnudag og nýjar taka við. Nýir meirihlutar taka við í Reykjanesbæ, Grindavík og Sandgerði en í Gerðahreppi og Vatnsleysustrandarhreppi verða litlar breytingar, framboðin sem höfðu hreinan meirihluta héldu honum. Nýir menn taka við Síðasti fundur fráfarandi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar verður síðdegis í dag og fyrsti fundur ný- kjörinnar verður haldinn næstkom- andi þriðjudag, á átta ára afmæli Reykjanesbæjar. Á þeim fundi verður kosið í nefndir og embætti. Sjálfstæðisflokkurinn vann hreinan meirihluta í bæjarstjórninni og verður Árni Sigfússon kosinn bæj- arstjóri á fundinum. Ellert Eiríks- son fráfarandi bæjarstjóri kveður aftur á móti á fundinum í dag. Meirihluti K-lista Samfylkingar og óháðra og Sjálfstæðisflokks tek- ur við völdum á bæjarstjórnarfundi í Sandgerði næstkomandi miðviku- dag. Óskar Gunnarsson verður end- urkosinn forseti bæjarstjórnar og Reynir Sveinsson verður formaður bæjarráðs. Samkomulag er um end- urráðningu Sigurðar Vals Ásbjarn- arsonar sem bæjarstjóra. Meirihlutasamstarf Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar tekur við í bæjarstjórn Grindavíkur á fyrsta fundi sem væntanlega verður fljót- lega eftir þjóðhátíðardaginn. Hörð- ur Guðbrandsson verður forseti bæjarstjórnar og Ómar Jónsson formaður bæjarráðs. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu bæjar- stjóra sem taka mun við af Einari Njálssyni. Í Gerðahreppi hélt F-listi fram- farasinnaðra kjósenda meirihluta sínum. Ingimundur Þ. Guðnason verður kosinn oddviti á fyrsta fundi hreppsnefndar næstkomandi þriðjudag og Sigurður Jónsson end- urráðinn sveitarstjóri. H-listi óháðra borgara hélt sömu- leiðis meirihluta sínum í hrepps- nefnd Vatnsleysustrandarhrepps í kosningunum. Jón Gunnarsson, efsti maður listans, verður kjörinn oddviti á fyrsta fundi nýju hrepps- nefndarinnar sem haldinn verður strax eftir helgi og Jóhanna Reyn- isdóttir verður væntanlega endur- ráðin sveitarstjóri. Styrkja stöðu sína Sjálfstæðisflokkurinn hefur styrkt stöðu sína við stjórnun sveit- arfélaganna á Suðurnesjum. Hann hefur hreinan meirihluta í stærsta sveitarfélaginu, Reykjanesbæ, og á aðild að meirihluta í Sandgerði og Grindavík. Samfylkingin missti hreinan meirihluta sinn í Sandgerði en á nú aðild að meirihluta þar og í Grindavík. Hins vegur hefur Fram- sóknarflokkurinn tapað ítökum. Hann á hvergi aðild að meirihluta- samstarfi en stjórnaði áður með sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ og Grindavík. Þess má geta að flokkurinn hefur ekki stöðu til að fá fulltrúa kosna í þriggja og fimm manna nefndir á vegum bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar en hefur fram til þessa haft mikil ítök í nefndum bæjarins með samningum við samstarfsflokk sinn. Nýjar bæjarstjórnir taka við eftir helgi Framsóknar- menn hvergi við stjórnvölinn Reykjanes BJÖRK Guðjóns- dóttir verður kjörin forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á fyrsta fundi hennar næstkomandi þriðju- dag og á fyrsta fundi bæjarráðs verður Böðvar Jónsson kos- inn formaður. Fyrir liggur í gróf- um dráttum hvernig sjálfstæðismenn muni skipta með sér verk- um í nýrri bæj- arstjórn. Kosið er til eins árs. Böðvar, Björk og Steinþór Jónsson verða fulltrúar meirihlutans í bæjarráði og Böðvar mun taka sæti í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum. Árni Sigfússon bæjarstjóri verð- ur formaður skóla- og fræðsluráðs. Af öðrum aðalnefndum bæjarins má nefna að Steinþór Jónsson verður formaður skipulags- og byggingarnefndar, Garðar K. Vil- hjálmsson formaður markaðs- og atvinnuráðs, Sigríður Jóna Jó- hannsdóttir formaður menningar- og safnaráðs og Árnína Kristjáns- dóttir formaður barnavernd- arnefndar. Þetta er allt nýtt fólk í embætti. Þá verður Gunnar Odds- son endurkjörinn formaður tóm- stunda- og íþróttaráðs, Svanlaug Jónsdóttir formaður fjölskyldu- og félagsmálaráðs og Björk Guðjóns- dóttir endurkjörin formaður fram- kvæmda- og tækniráðs. Árni Sigfússon vekur athygli á því að nefndastörf meirihlutans skiptast jafnt á milli karla og kvenna og sömuleiðis formennska í aðalnefndunum átta. Hann segir að þetta hafi ekki verið skipulagt en gerist ósjálfrátt þegar úr hæfu fólki sé að velja. Björk forseti og Böðvar formaður bæjarráðs Reykjanesbær Björk Guðjónsdóttir Böðvar Jónsson ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 66 7 05 . 20 02 blómapotta-Ertu barn? Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 Laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Sunnudaga kl. 12:00 - 17:00 OPIÐ MYNTA H67cm O34 cm MYNTA blómapottur 32 cm KIK hengipottur AMAGER blómapottar 1.890kr. 790kr. 1.590kr. 890kr. 690kr. 2.900kr. 5.900kr.. 15 cm 23 cm 33 cm 31cm 24cm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.