Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 18
FRÉTTIR 18 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ semi til sparisjóðs Bolungarvíkur, einungis ætti eftir að ganga frá samningi við sparisjóðinn. c) Stjórnarformaður tók ákvörð- un, án nokkurs samráðs við stjórn eða fyrrverandi forstjóra Byggða- stofnunar, um að leita eftir samn- ingsgerð við Sparisjóð Bolungar- víkur. Í þessu sambandi ritaði stjórnarformaðurinn bréf dags. 4.9. 2000 (fylgiskjal 12A). Ekki verður séð að formaður hafi haft heimildir til að hefja viðræð- ur við Sparisjóðinn í Bolungarvík, hvorki formlegar né efnislegar. Engin stjórnarsamþykkt lá að baki þessari ákvörðun stjórnar- formanns að því er séð verður og ekki verður séð að hann hafi form- legar heimildir til að skuldbinda stofnunina með þessum hætti. d) Stjórnarformaður ræður sjálf- ur lögfræðing, Eyvind Gunnars- son, til að undirbúa málið án sam- ráðs við forstjóra og án vitundar stjórnar. Þetta staðfestir Guðjón Guðmundsson, varaformaður stjórnar. Ekkert heyrðist frá formanni frá ársfundi 3. júlí til 15. ágúst 2001 er hann kom norður í annað skiptið eft- ir flutning stofnunarinnar. Þegar hann mætti hafði hann mest af öllu áhuga á að vita hvers vegna ekki væri búið að gera samning við Spari- sjóð Bolungarvíkur. Forstjóri reyndi að ræða þetta mál við hann og útskýra þær upplýsingar frá Sparisjóðabankanum að einhverjar tæknilegar ástæður væru fyrir því að Sparisjóðabankinn væri ekki tilbúinn. Formaður lýsti undrun sinni á að forstjóri tæki ekki frum- kvæðið og gerði samning. Þá spurði forstjóri hvers vegna hann legði svona mikla áherslu á þetta, því þetta væru eingöngu 1–2 störf sem flyttust frá Sauðárkróki til Bolung- arvíkur og að hluta til aftur til Reykjavíkur! Þá kom skýringin: Innheimtan var ekki aðalatriðið, heldur það að peningarnir ættu að fara til Bolungarvíkur, það er að segja öll fjármálaumsýsla stofnunar- innar, hér með talið bankareikning- ar. Forstjóri svaraði þessu þannig, að þetta væri allt annað en kynnt hefði verið fyrir honum og sagðist vilja taka af allan vafa um það, að hann væri þessu algerlega andvígur. Lagði forstjóri til að málið yrði tekið upp til umræðu í stjórn, sem allra fyrst. Formaður svaraði svo að þetta yrði ekki rætt aftur í stjórninni, mál- ið væri afgreitt þaðan og hann árétt- aði að hann réði hvað yrði lagt fyrir stjórn til umfjöllunar. Hér með hófust ýfingar formanns við undirritaðan og aðra starfsmenn stofnunarinnar fyrir alvöru. Forstjóri kannaði hvað stjórn Byggðastofnunar hefur raunveru- lega ákveðið og kemur þar í ljós: að engin ákvörðun hefur verið tekin í stjórn Byggðastofnunar um hvað nákvæmlega á að flytja út úr stofn- uninni, við hvaða fjármálastofnun ætti að semja og hvenær þetta ætti að koma til framkvæmda. Þeir stjórnarmenn sem forstjóri hefur spurt um málið hafa staðfest að eng- in ákvörðun hafi verið tekin um framkvæmd útfærslu verkefna frá Byggðastofnun til fjármálastofnun- ar. Þessir stjórnarmenn eru Orri Hlöðversson, Guðjón Guðmundsson varaformaður stjórnar, Arnbjörg Sveinsdóttir, Drífa Hjartardóttir og Örlygur Hnefill Jónsson. Menn hafa almennt lýst undrun sinni á þessari hugmynd. Forstjóri óskaði eftir fundi með Ríkisendurskoðanda um málið. Rík- isendurskoðandi lýsti skoðun sinni þannig: Að nauðsynlegt væri að mál- ið yrði rætt innan stjórnar og ljúka afgreiðslu á einhvern veg þar. Ráð- lagði hann forstjóra eindregið að taka málið upp í stjórninni þrátt fyr- ir mótvilja formanns og e.t.v. að skrifa minnisblað um málið. Ríkis- endurskoðandi benti á, að forstjóri bæri ábyrgð á að þetta væri fram- kvæmanlegt, öruggt og að forstjóri yrði að meta hagræði eða óhagræði við þetta. Hann benti t.d. á að vafa- samt væri, að Sparisjóður Bolung- arvíkur hefði nægan styrk til að geta sinnt þessu verkefni af öryggi. Hinn 12. desember 2001 var hald- inn fundur í stjórn Byggðastofnun- ar. Á fundinum tók forstjóri málið upp til umræðu í tengslum við dag- skrárlið um skipulag stofnunarinn- ar. Forstjóri ítrekaði að hann væri andvígur hugmyndinni að skipta stofnuninni upp og flytja hluta af starfseminni til annarrar lánastofn- unar og benti á að hann hefði ítrekað gert stjórn grein fyrir afstöðu sinni í málinu. Forstjóri sagði m.a. að það þyrftu að vera skynsamleg rök fyrir hendi svo að ákvörðun sem þessi gæti verið tekin. Benti hann á að þetta myndi veikja stofnunina veru- lega, þessu fylgdi óhagræði í rekstri og jafnvel óöryggi fyrir hann í að geta borið ábyrgð á rekstri og fjár- munum sem honum ber samkvæmt skipunarbréfi. Óskaði forstjóri bók- unar. Stjórnarmenn, almennt, voru undrandi á þeirri hugmynd að flytja ætti lánabókhald og fjármuni stofn- unarinnar til Sparisjóðs Bolungar- víkur. Engin niðurstaða fékkst í málinu og fundurinn fór að mestu leyti í upplausn. Hinn 21. desember 2001 boðaði Kristinn H. Gunnarsson stjórnarfor- maður til fundar. Á fundinn voru boðaðir Ásgeir Sólbergsson, spari- sjóðsstjóri í Bolungarvík, og einn fulltrúi frá Sparisjóðabankanum. Í upphafi fundar gerði forstjóri at- hugasemd við að ekki hefði verið bókað eins og hann hafði óskað. Í þessu sambandi lagði hann fram skriflega bókun (fylgiskjal 13). Á fundinum var Ásgeir Sólbergsson spurður m.a. um hvaða verkefni hefði verið rætt við hann að flutt yrðu til Sparisjóðs Bolungarvíkur. Svarið var skýrt: 1) Að fjármálin yrðu flutt til Spari- sjóðsins og aðaltékkhefti Byggða- stofnunar yrði þar. 2) Lánabókhaldið yrði flutt þangað. 3) Innheimtan yrði flutt þangað. Við þetta setti menn hljóða á fundinum. Forstjóri lagði fram til- lögu þess efnis að gerð yrði athugun á því, að hvaða marki gæti verið hagkvæmt fyrir Byggðastofnun að fela fjármálastofnun að sjá um ákveðin verkefni og í hvaða mæli og við hvaða fjármálastofnun hugsan- lega væri hægt að semja. Að þessari ahugun yrði lokið fyrir mitt ár 2002 (fylgiskjal 14). Stjórnarformaður neitaði að taka tillöguna til af- greiðslu. Stjórnarformaður hefur fullyrt að þessi starfsemi sem hann hugðist flytja til Bolungarvíkur væri ekki út- boðsskyld. Þetta hefur reynst vera röng fullyrðing. Fyrir liggur úr- skurður Ríkiskaupa dags. 17. apríl 2002 (fylgiskjal 15) um að þessi starfsemi er útboðsskyld lögum samkvæmt. Ráðherra, formanni og varaformanni var strax sent ljósrit af þessum úrskurði. Af framangreindu má vera ljóst að það liggur engin stjórnarsam- þykkt fyrir um að gera samning við Sparisjóðinn í Bolungarvík á þeim grundvelli sem stjórnarformaðurinn hefur beitt sér fyrir og því er því al- gerlega hafnað að ég hafi ekki fram- fylgt stjórnarsamþykkt varðandi þetta mál. Í málinu liggur ekki fyrir nein stjórnarsamþykkt, heldur ein- göngu vilji eins stjórnarmanns. Stjórn Byggðastofnunar er fjölskip- að stjórnvald og samkvæmt 3. gr. laga um Byggðastofnun byggjast ákvarðanir stjórnar á afli atkvæða. En jafnvel þótt lægi fyrir samþykki stjórnar um að semja einhliða við Sparisjóðinn í Bolungarvík án und- angengins útboðs stangaðist slík samþykkt á við lög um opinber inn- kaup nr. 94/2001, en samkvæmt grunnreglum stjórnsýslunnar verða allar ákvarðanir stjórnar Byggða- stofnunar að byggjast á heimild í lögum. 6. Fullyrðingin er órökstudd. Skjal- festur rökstuðningur stjórnarfor- manns óskast vegna þessara fullyrð- inga. Þegar undirritaður var ráðinn for- stjóri stofnunarinnar var, sem kunn- ugt er, staða starfsmannamála í uppnámi. Ákveðin var dagsetning á flutningi stofnunarinnar til Sauðár- króks, ekki hafði náðst samkomulag við flest það starfsfólk sem sagt hafði verið upp og átti að hætta í síð- asta lagi 31.5. 2001. Allir þessir starfsmenn áttu þó inni sumarleyfi og uppsafnað frí í 6 vikur eða meira og gátu því hætt fyrirvaralaust. Þannig hætti lykilstarfsmaður til að hefja störf hjá Landsbankanum. Málið var komið í sjálfheldu, mála- ferli, afar neikvæður vinnuandi og brýnt að ráða inn nýtt starfsfólk. Hér var um að ræða, að mati for- stjóra, mjög alvarlega stöðu. Eldra starfsfólkið gat fyrirvaralaust geng- ið út og gersamlega lamað starfsemi stofnunarinnar sem og allan undir- búning flutnings. Stofnunin býr við fullkomin, en flókin, fjármála- og bókhaldskerfi, er með þúsundir viðskiptavina og milljarðaviðskipti á ári. Mat for- stjóra var að hér var ekki verjandi annað en að leysa þessa deilu hrein- lega til að tryggja að ekki hlytust af stærri vandamál og fjárhagslegt tjón. Staðreyndin er sú, að forstjóri beitti sér fyrir að samkomulag næð- ist, sem að lokum tókst. Hér þurfti skilning margra aðila, þar á meðal Ríkisendurskoðanda, Ríkislög- manns og iðnaðarráðuneytisins. Það var ljóst að það þurfti að endur- skipuleggja stofnunina vegna flutn- ingsins og því voru ekki forsendur fyrir að flytja stöðurnar óbreyttar eins og málið var lagt upp í byrjun. Því var tekin ákvörðun um að leggja niður ákveðin störf í þeirri mynd sem þau voru í og greiddi það fyrir lausn málsins. Öllum var ljóst að hér var einnig um tæknilega útfærslu að ræða til að framkvæma lausn á deilu og forða stofnuninni undan verulegri áhættu og skaða. Þá var einnig öll- um ljóst, enda var um það rætt á mörgum fundum, bæði stjórnar- fundum Byggðastofnunar sem og annars staðar, að manna þyrfti stofnunina að nýju. Þetta vita allir stjórnarmenn, ráðuneyti og þeir að- ilar sem málið varðar. Þess vegna var þá þegar, eftir að samkomulagið hafði verið gert, settur kraftur í að auglýsa eftir starfsfólki og hafist handa um að ráða starfsfólk. Á fundi stjórnar Byggðastofnunar 25.4. 2001 voru starfslok starfsfólks í Reykja- vík svo og nýráðningar starfsfólks á dagskrá (fylgiskjal 16). Varðandi ný- ráðningar starfsfólks var gerð svo- hljóðandi bókun: „B) Nýráðningar starfsfólks. Samþykkt var samhljóða, að nýir starfsmenn verði ráðnir samkvæmt kjarasamningi SÍB og bankanna, eins og á við um þá starfsmenn, sem fyrir eru hjá stofnuninni. Forstjóri gerði grein fyrir við- brögðum við auglýsingum eftir nýj- um starfsmönnum.“ Allur ráðningarferillinn hefur jafnóðum verið kynntur fyrir stjórn- arformanni, stjórnarmönnum og á stjórnarfundum. Meðal annars hvaða stöður hefðu verið auglýstar, hversu margar umsóknir bárust, hvaðan umsóknir bárust og hver var niðurstaða stofnunarinnar. Upplýs- ingar hafa verið lagðar fyrir stjórn, bæði skriflega og munnlega. Enginn hefur nokkurn tíma haft athuga- semdir við ráðningarnar, þvert á móti hafa margir stjórnarmenn haft orð á að vel hafi til tekist með ráðn- ingarnar og lagt á það áherslu að hraða því að fullmanna stofnunina. Eðli síns vegna þurfti að ráða fólk í áföngum, þannig að það tækist að koma nýju fólki inn í störfin. Þetta hefur þó verið afar krefjandi vinna og ennþá er stofnunin ekki full- mönnuð þrátt fyrir mikla útlána- starfsemi með hertum kröfum í vinnubrögðum, ný verkefni, t.d. ábyrgðir vegna sauðfjárslátrunar og fleira. Til dæmis er ennþá ómönnuð staða forstöðumanns fyrirtækja- sviðs. Þessu starfi hefur forstjóri sinnt til viðbótar starfi forstjóra nú á annað ár án þess að hafa fengið nokkra þóknun fyrir þetta auka- starf. Starfsmannahald þróunarsviðs er fjármagnað gegnum ríkisframlög, mönnun er óbreytt frá fyrra ári, en starfsmannahald við útlánastarf- semi og önnur starfsemi af tekju- afgangi af útlánastarfsemi sem er sjálfberandi rekstur. Hér er stofn- unin ennþá undirmönnuð. Fullyrðingar um, að farið hafi ver- ið út fyrir heimildir í mannaráðn- ingum, eru ekki réttar, því ávallt hefur verið leitast við að vera í fullu samræmi við rekstrar- og starfs- áætlun svo og afstöðu stjórnar í þessum málum sem og öllum öðrum málum. Ég vil geta þess að eftir ákvörðun stjórnar svo og verulegan þrýsting frá stjórnarformanni var ráðinn starfsmaður í Vesturbyggð, með að- setur á Patreksfirði, til eins árs. Verkefni starfsmannsins er að stuðla að atvinnuuppbyggingu í Vesturbyggð og Tálknafirði. Auk þess ákvað stjórn á árinu 2001 að gerður skyldi samstarfs- samningur við félagsmálaráðuneytið um ráðningu atvinnu- og jafnrétt- isfulltrúa. Einn starfsmaður er starfandi með aðsetur á Blönduósi og annar verður ráðinn síðar á þessu ári og mun sá starfsmaður fá aðset- ur á Austfjörðum. 7. Daginn fyrir stjórnarfundinn hafði ég tilkynnt stjórnarformanni að ég ætlaði að kveðja mér hljóðs í upphafi stjórnarfundar og í fyrsta lagi, að bera undir stjórnina hvort stjórnin samþykkti að ég dreifði drögum að ársreikningunum ásamt bréfi Fjármálaeftirlitsins dags. 3. maí 2002 og að endurskoðandi Byggðastofnunar Árni Snæbjörns- son fengi í stuttu máli að kynna drögin. Árni var mættur á staðinn –beið fyrir utan dyrnar. Allir stjórn- armenn vissu þó af því, höfðu heilsað honum áður en fundur hófst. Einnig hafði ég upplýst flesta stjórnarmenn fyrir fundinn um stöðu málsins og mikilvægi þess að tækifæri gæfist til að kynna reikninginn á fundinum því þá yrði hægt að ljúka afgreiðslu á næsta fundi á eftir. Í öðru lagi var það ætlun mín að koma á framfæri athugasemdum við það að stjórnar- formaður ákvað dagskrá stjórnar- fundarins án nokkurs samráðs við mig, sem forstjóra stofnunarinnar, og raunverulega án minnar vitund- ar. Þegar ljóst var að stjórnarfor- maður hindraði mig í að koma til orðs, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, 5–6 sinnum með handaupprétting- um og orðum, vildi ég ekki sætta mig við þetta, pakkaði saman mínum gögnum, reis úr sæti og tilkynnti fundinum að ég sætti mig ekki við þessi vinnubrögð og framkomu stjórnarformanns að vera meinað að taka til máls þar sem ég hefði brýnt erindi við stjórn stofnunarinnar og þess vegna myndi ég víkja af fundi. Ég tók með mér þau gögn sem til- heyrðu mér og ekkert annað. Það hafði ekki verið rætt við mig um dagskrá fundarins og því síður að ég sæi um að útbúa fundargögn. Hér er því farið með rangt mál. Það hefði aldrei komið til greina af minni hálfu að fjarlægja fundargögn eða að hindra starf fundarins. Spurning um hvernig það sam- ræmist mínum vinnuskyldum að víkja af fundi? Þetta er spurning sem hægt er að ræða. En í hita leiksins valdi ég þennan kost til að leggja hámarksþunga á það mikil- væga erindi sem ég átti við stjórnina og til að mótmæla með afgerandi hætti ruddaskap og niðurlægingu sem mér var sýnd af hálfu stjórn- arformanns í gegnum langan tíma. Það hljóta allir að sjá, að ég hef mátt þola að vinna við algerlega óásætt- anleg vinnuskilyrði, stöðuga áreitni og sálrænt ofbeldi. Slíkar aðstæður geta aldrei leitt til annars en vand- ræða og eru algerlega óþolandi. 8. Undirbúningur breytinga á skrif- stofuhúsnæði á Sauðárkróki var framkvæmdur algerlega í samráði við stjórn. Um var að ræða tvo valkosti. Í fyrsta lagi að gera gagngera breyt- ingu á húsnæðinu, það er að segja að hreinsa allt út úr húsnæðinu og inn- rétta upp á nýtt. Gerð var teikning að þessu sem öllum þótti áhugaverð en fyrirséð var að þetta yrði mjög kostnaðarsamt. Í öðru lagi var um að ræða að gera lágmarksbreytingu á húsnæðinu, sem þýddi að allir veggir og allt annað yrði nýtt svo sem frekast var unnt. Þessi kostur var valinn. Aldrei var gerð kostnaðaráætlun en reiknað var með að breytingar á milliveggjum og málning myndi kosta u.þ.b. kr. 5 milljónir. Það var ákvörðun stjórnar á fundi 2. nóvember 2001 að fela forstjóra að setja framkvæmdir í fullan gang og sjá um að ljúka þessu sem allra fyrst, þannig að stofnunin gæti flutt og henni komið fyrir eins og til hefði staðið, en dráttur hafði orðið á. Það lá engin áætlun fyrir um kostnað við rafkerfi, tölvukerfi, brunaöryggiskerfi, lýsingu og fleira en ljóst var þó að hér yrði um veru- legan kostnað að ræða. Auk þess var rætt um laus skil- rúm sem þyrfti að koma upp. Þetta væri þó ódýrara og heppilegra en fastir skilrúmsveggir. Hér kemur til viðbótar skrifborð, stólar, skápar og hillur. Allt þetta kostar mikla pen- inga. Það er augljóst að það að innrétta 800 fm skrifstofu þannig að hún verði björt og vistleg kostar tölu- verða fjármuni. Reynt var í hvívetna að halda öll- um kostnaði niðri svo sem frekast var unnt. Innréttingar, málning, gólfdúkur, skilrúm og húsgögn er valið það alódýrasta sem kostur var á. Hvergi er að finna lúxus eða íburð af neinu tagi. Þegar gerðar eru breytingar á eldra húsnæði koma alltaf upp ýmsir ófyrirséðir þættir, sem valda kostn- aðarauka. Helstu þættir sem urðu verulega kostnaðarsamir voru tölvu- kerfi og rafkerfi, breytingar á inn- réttingum eftir kröfum eldvarnar- eftirlits, meiri málningarvinna o.fl. Árangurinn er, að mati þeirra sem komið hafa í stofnunina, mjög góður. Öllum sem komið hafa, þar á meðal flestum stjórnarmönnum og einnig ráðherra byggðamála, ber saman um að vel hafi tekist til og stofnunin sé aðlaðandi. Bókað var í fundargerð hinn 2. nóvember 2001 að færi kostnaður fram úr áætlun yrði fjallað um málið í stjórn stofnunarinnar. Þetta gerði ég við fyrsta mögulega tækifæri eft- ir að vitað var að kostnaðurinn yrði hærri en upphaflegar hugmyndir. Vandamál var það, að sökum óstarf- hæfni stjórnar liðu tveir mánuðir án þess að haldinn væri stjórnarfundur. Auk þess hafa öll samskipti við stjórnarformann verið með slíkum eindæmum að þau féllu í þann far- veg að um lágmarkssamskipti var að ræða, sem enn hefur versnað. Hins vegar var Orri Hlöðversson stjórn- armaður, sem einnig vinnur í hús- inu, upplýstur og hafður í samráði um alla þætti framkvæmdarinnar, eftir því sem framkvæmdum miðaði áfram. Orri hafði aldrei neinar at- hugasemdir varðandi framkvæmd- ina. 9. Drög að starfs- og rekstraráætl- un lágu fyrir strax í ársbyrjun. Þetta eru gögn sem unnin eru af forstöðu- manni rekstrarsviðs, Friðþjófi Max Karlssyni, með sama hætti og und- anfarna áratugi. Aldrei hefur stjórn- arformaður, né aðrir stjórnarmenn, gert athugasemd við að starfsáætl- unin hafi ekki verið lögð fram. Þetta skýrist að nokkru við það óeðlilega ástand sem ríkt hefur í samskiptum við stjórnarformanninn og allt of sjaldan haldnir fundir. Formaður hefði getað á hvaða tíma sem væri og með stuttum fyrirvara lagt drög að áætluninni fyrir stjórn stofnunar- innar. Hvers vegna gerði hann það ekki? Hann hefur ítrekað látið mig vita að það sé hann sem ráði og ákveði dagskrá stjórnarfunda. Verk- efni forstjóra er að sjá til þess að drög að áætluninni séu tilbúin þann- ig að hægt sé að leggja þau fyrir stjórn til umfjöllunar og afgreiðslu. Drög að starfs- og rekstraráætlun fyrir árið 2002 voru send til stjórn- arformanns hinn 13. mars 2002 og sömuleiðis til varaformanns stjórn- ar. Engar athugasemdir hafa borist frá stjórnarformanni aðrar en til- laga um að bera saman fjárframlög ríkisins við fjárlög. Undanfarin ár hafa starfs- og rekstraráætlanir verið samþykktar sem hér segir: Fyrir árið 2001 25.4. 2001 Fyrir árið 2000 14.3. 2000 Fyrir árið 1999 24.3. 1999 Fyrir árið 1998 17.3. 1998 Fyrir árið 1997 11.2. 1997 Vegna frekari úrvinnslu málsins er þess vinsamlegast óskað að ráðu- neytið láti undirrituðum í té skjöl, sem staðfesta réttmæti fullyrðinga og athugasemda er fram koma í bréfi ráðuneytisins dags. 22. maí 2002, svo fljótt sem frekast er unnt. Virðingarfyllst Theodór A. Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.