Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 51 ALVARLEG veikindi um 300 langveikra barna hérlendis koma mjög þungt niður á fjárhagslegri stöðu foreldra þeirra, en mjög mis- munandi er hvernig foreldrum langveikra barna, sem eru um 1.100 talsins, tekst að mæta tekju- skerðingu vegna umönnunar barna í kjölfar fjarvista frá vinnu. Að sögn Rögnu Marinósdóttur, formanns Umhyggju, tók Verslun- armannafélag Reykjavíkur mikil- vægt skref í fyrra með breytingum sínum á sjúkrajóði VR með því að tryggingavernd VR-félaga gagn- vart veikindum barna sinna nemur nú 80% af launum í 270 daga á ári. Staða foreldra utan VR sé hins vegar allt önnur og fari það eftir atvinnurekenda hverju sinni að hversu miklu leyti foreldrum tekst að bæta sér upp tekjumissinn. Ekki komið til móts við foreldra „Það er ekki komið til móts við foreldra langveikra barna að því undanskildu að þeir fá umönnun- argreiðslur frá Tryggingastofnun ríksins í samræmi við hve alvar- legur sjúkdómurinn er,“ segir hún. „Þannig geta foreldrar fengið frá tæplega 20 til tæplega 80 þúsund krónur á mánuði fyrir eitt barn, en um er að ræða skattfrjálsar tekjur.“ Hún segir að einungis 25 fjölskyldur langveikra barna fái hæstu umönnunargreiðslurnar en þar sé um að ræða foreldra barna með lífshættulega sjúkdóma. Til langveikra barna teljast þau börn sem gangast undir lengri en 3 mánaða lyfja- og/eða læknismeð- ferð vegna sjúkdóma. „Þær fjölskyldur eru verst sett- ar þar sem annað foreldrið verður að hætta allri atvinnuþátttöku og í sumum tilvikum verða báðir for- eldrar að hætta að vinna tíma- bundið. Þá getur verið um ræða þrautagöngu í langan tíma vegna mjög alvarlegra veikinda eins eða fleiri barna, læknisaðgerða erlend- is og þess háttar. Foreldrar á Íslandi sem eru í þessari stöðu hafa engin almenn réttindi sem gera þeim kleift að mæta fjárhags- tjóni af þessum sökum, heldur veltur það á oftvinnuveitendum þeirra hvernig tekst að halda á málum.“ Auk baráttu fyrir auknum veik- indaréttindum foreldra langveikra barna berst Umhyggja fyrir auk- inni sálfélagslegri þjónustu við fjölskyldur langveikra barna, bæði inn á spítölum og utan þeirra. Ragna segir mjög mikla umönnun og meðferð fara fram heima fyrir, sem hafi oft í för með sér mikið álag á heimilum. Telur hún að ef fjölskylda fái góðan sálfélagslegan stuðning við greiningu sjúkdóms barna, sé mik- ið forvarnarstarf unnið fyrir fram- tíð fjölskyldunnar. Staðan erfið hjá foreldrum lang- veikra barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.