Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FARFUGLAHEIMILIÐ í Reykjavík hlaut Umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2002. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, afhenti verðlaunin: listaverk eftir Huldu Hákon myndlistarkonu er nefnist Eldurinn og viðurkenningarskjal. Viðurkenningin var afhent í Höfða. „Farfuglaheimili Reykjavíkur hefur sett sér sérlega metn- aðarfulla umhverfisstefnu og lagt mikla vinnu í að framfylgja henni,“ segir Kolbeinn Óttarson Proppe, formaður starfshóps á vegum Um- hverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur sem hafði umsjón með verðlaunaveitingunni. Hann segir fyrirtækið vera til fyrirmyndar fyrir önnur farfuglaheimili, það sé meðvitað um þau umhverfisvanda- mál sem fylgi rekstrinum og reyni til hins ítrasta að halda þeim í lág- marki. Þrjú önnur fyrirtæki komu einnig til greina að þessu sinni, Gutenberg ehf. prentsmiðja, Lyfja- dreifing ehf. og Umslag ehf. Verðlaunin voru nú afhent í sjötta sinn en fyrirtækin sem áður hafa hlotið þau eru: Prentsmiðjan Oddi, Olíuverslun Íslands, Árvak- ur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Hjá Guðjóni Ó., prentsmiðja og Mjólkursamsalan. Umhverfisviðurkenning til Farfuglaheimilisins Morgunblaðið/Árni Sæberg Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar var afhent í Höfða í ár. Á myndinni eru Stefán Haraldsson, stjórnarformaður Bandalags ís- lenskra farfugla, Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilis- ins,og borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Í GREIN sem Jóhannes Karl Sveins- son hrl. ritar í nýjasta hefti Lög- mannablaðsins undir heitinu Nýr vettvangur dómsmála – fjölmiðlar? kemur fram sú skoðun að fjölmiðlar sem gerast „þátttakendur“ í umræðu um tiltekið opinbert mál áður en það er til lykta leitt grafi um leið undan trausti fjölmiðla. Fram kemur í grein Jóhannesar að tilefni skrifa hans sé leiðari Morgun- blaðsins 30. mars 2001 þar sem fjallað var um málefni Leiguflugs Ísleifs Ottesen. Jóhannes var lögmaður LÍO og sá um varnir gagnvart Flugmála- stjórn og samninga við samgöngu- ráðuneytið vegna niðurfellingar samninga um sjúkra- og áætlunar- flug. Jóhannes vitnar í eftirfarandi orð úr leiðara Morgunblaðsins: „Bregðist yfirvöld flugmála í landinu ekki við því með neinum hætti … er ljóst að sá trúnaður sem nauðsynlega þarf að ríkja á milli almennings og þeirra, sem eiga að hafa eftirlit með þessari viðkvæmu starfsemi, brestur. En auðvitað er það samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra að taka af skarið en ekki embættismanna.“ Jóhannes bendir á að tekin sé af- staða til ólokins stjórnsýslumáls og samninga ríkisins við einkaaðila sem eigi hagsmuna að gæta. Í öðru lagi hafi eindregin afstaða verið tekin til málsins án þess að fyrir lægju efn- isleg viðhorf þess sem í hlut á. Ekki dugi að bera því við að leitað hafi verið eftir viðhorfi forsvarsmanna félags- ins. Einungis sjö dagar hafi verið liðn- ir frá því skýrsla Rannsóknanefndar flugslysa lá fyrir og aðilum sem eiga mál til meðferðar hjá hinu opinbera beri engin skylda til að bæta við sig málsvörn í fjölmiðlum. Jóhannes kemst að þeirri niður- stöðu að hafi fjölmiðill gerst þátttak- andi í umræðu um tiltekið mál, sem er til meðferðar hjá opinberum aðilum, og áður en það er til lykta leitt, hafi hann misst hlutlægni sína til flutnings og öflunar frétta af málinu. Í lok greinarinnar spyr Jóhannes: „Í framhaldi af þessu vakna spurn- ingar hvort fjölmiðlar muni leiðast út á þá braut – sem sjálfskipaðir mál- svarar almennings – að skora á dóm- ara að komast að ákveðnum niður- stöðum í dómsmálum?“ Fjölmiðlar kyntu undir þrýstingi á stjórnvöld vegna LÍÓ Jóhannes bendir á í grein sinni hversu berskjölduð borgarar og fyr- irtæki geta verið fyrir umfjöllun fjöl- miðla um málefni þeirra sem eru til meðferðar hjá dómstólum eða stjórn- völdum. Lögmenn þurfi þá oft að veita ráðgjöf um hvenær rétt sé að taka til máls og hvenær beri að þegja. Oft ráði það sjónarmið að flestir fjöl- miðlaneytendur hafi gleymt vondri umfjöllun eftir nokkra daga og betra sé því að sitja á sér. Jóhannes bendir á að samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins tempri hin- ir einstöku valdhafar vald hinna. Stundum sé rætt um „fjórða valdið“ – vald fjölmiðla, sem fylgist með ríkis- valdinu og gæti hagsmuna almenn- ings í þeim efnum. Jóhannes er hins vegar þeirrar skoðunar að í ljósi þess að fjölmiðlar geti haft veruleg áhrif á almennings- álitið með flutningi frétta „hanni“ þeir stundum atburðarás í fréttaflutningi sínum. „Ef menn viðurkenna þessa mik- ilvægu stöðu fjölmiðla hlýtur sú spurning að rísa hvernig tryggt verði að ekki sé misfarið með „valdið“. Engum dettur lengur í hug að rit- skoða fjölmiðla og því má segja að eina eftirlitið eða temprunin fari fram með því að fólk getur andmælt því sem fram kemur í fjölmiðlum í miðl- unum sjálfum – og ef of langt er geng- ið er hugsanlegt að fá ummæli dæmd dauð og ómerk.“ Jóhannes bendir á að lögmenn sem fari með mál sem fjallað sé um í fjöl- miðlum geti lent í þeirri stöðu að mega ekki svara spurningum um til- tekið mál vegna trúnaðar- eða þagn- arskyldu; til að mynda ef bankastofn- un eigi í hlut. Einnig geti það hugsanlega skaðað hagsmuni skjól- stæðings og spillt fyrir sáttum gefi lögmenn upplýsingar og svör við mál- um sem eru í deiglunni hverju sinni. Í umfjöllun sinni um málefni LÍO segir Jóhannes að fjölmiðlar hafi tek- ið þátt í að kynda undir miklum þrýst- ingi sem myndaðist á stjórnvöld um að taka á málefnum flugfélagsins með einhverjum hætti. „Í framhaldinu varð sá sérstaki og vonandi einstæði atburður að ráðu- neyti tók til athugunar hvort rétt væri að rifta gerðum samningum, þrátt fyrir að ráðherra viðurkenndi síðan að það hefði líklegast verið ólög- mætt,“ segir Jóhannes. Jóhannes telur að tilburðir fjöl- miðla í málum sem þessu grafi að end- ingu undan trausti á fjölmiðla. Þeir sem stjórni miðlunum ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir blanda sér í viðkvæm og flókin mál sem eru til meðferðar hjá viðeigandi stjórnvöldum. Jóhannes Karl Sveinsson hrl. fjallar í Lögmannablaðinu um þátttöku fjölmiðla í dómsmálum Telur fjölmiðla geta grafið undan eigin trausti ÍSLENSKA krónan hefur styrkst undanfarið gagnvart bandarískum dollara, líkt og norska krónan. Í Nor- egi hafa olíufélögin lækkað bensín- verð í samræmi við betra gengi norsku krónunnar og má þar af leið- andi velta því upp hvort ekki séu sömu rök fyrir lækkun bensínverðs hér á landi Að sögn Bjarna Bjarnasonar, framkvæmdastjóra hjá Olíufélag- inuehf., fara verðbreytingar fram með öðrum hætti hér á landi en í Noregi. Norðmenn breyta verðinu oftar í mánuðinum, en hér á landi er tekin afstaða til verðbreytinga í lok hvers mánaðar. „Norðmenn eru búnir að vera að hækka allan maímánuð, á meðan við hækkuðum ekki fyrr en í lok maí. Síðan tökum við afstöðu til þess aftur um næstu mánaðamót hvað við ger- um. Við skoðum eldsneytisverð um hver mánaðamót. Það byggist meðal annars á því að við kaupum okkar eldsneyti inn á meðalverði mánaðar- ins þannig að við vitum ekki hvert er endanlegt innkaupsverð fyrr en í lok mánaðar,“ segir hann. Bjarni bendir á að heilmikið sé eft- ir af júnímánuði og margt geti gerst á þeim tíma, bæði hvað snerti heims- markaðsverðið annars vegar og hins vegar hvað varði gengi á íslensku krónunni. Hann telur að ef allt horfi vel við geti verið grundvöllur til lækkunar en það sé alltof snemmt að segja til um það núna. Verðbreytingar með öðrum hætti í Noregi Talsmaður Olíufélagsins um bensínverð VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð hefur sent frá sér bráða- birgðauppgjör vegna kostnaðar hreyfingarinnar við framboð til ný- legra sveitarstjórnarkosninga. Kem- ur þar fram að kostnaðurinn nam ríf- lega 8 milljónum sem sé í samræmi við fjárhagsáætlun flokksins. Fram kemur í frétt frá Kristínu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra VG, að samþykkt hafi verið í stjórn og flokksráði VG að styrkja framboð á vegum flokksins í kosningunum. Hafi það átt við eigin lista sem voru boðnir fram í átta sveitarfélögum og þar sem flokkurinn átti aðild að framboði. Styrkirnir hafi miðast við fjölda kjósenda á hverjum stað og hvernig þátttökunni hafi verið hátt- að. Heildarfjárhæð þessara styrkja nam 7 milljónum króna. Þá kemur fram að flokkurinn hafi varið 230 þúsund krónum í ráðstefnu vegna kosninganna og um 860 þús- und krónum í hönnun og framleiðslu barmmerkja, fána og gluggaskeyt- inga o.fl. Kostnaður vegna kosninga rúmar 8 milljónir Vinstrihreyfingin – grænt framboð ALLS var 43 milljónum úthlutað úr Pokasjóði verslunarinnar við styrkveitingu sem fram fór í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í gær, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá sjóðnum. Hæstu styrkina hlutu Landgræðslu- félagið við Skarðsheiði sem fékk sjö milljónir til uppgræðslu undir Hafnarfjalli og Skógræktarfélag Íslands sem fékk sjö milljónir til tveggja verkefna. Styrkirnir voru veittir til verk- efna á fjórum sviðum, til umhverf- ismála, mannúðarmála, menningar og íþrótta en þetta var í fyrsta sinn sem veittur var styrkur á tveimur síðasttöldu sviðunum. Fjórir aðilar hlutu hæstan styrk í flokki mannúðarmála, Vímulaus æska, Sjálfsbjörg, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Sjálfsbjörg á Suðurlandi en hver þeirra hlaut eina miljón. Í flokki menningar og lista hlutu samtökin Tónlist fyrir alla og Kirkjustræti ehf. eina milljón hver og í flokki íþrótta og útivistar hlaut Bandalag íslenskra skáta hæstan styrk, eina milljón. Styrkféð dreifðist á 51 verkefni og var þetta stærsta úthlutun til þessa að því er fram kemur í til- kynningunni en sjóðurinn var stofnaður árið 1995. Gjaldtaka fyrir poka í verslunum er frjáls en framlag hverrar verslunar í Poka- sjóð er 7 krónur. Stærsta úthlutun Pokasjóðs verslunarinnar til þessa Styrkja menningu og íþróttir í fyrsta sinn Sigurður Á. Sigurðsson, stjórnarmaður í Pokasjóði, veitir Erni Smára Gíslasyni, fulltrúa frá Félagi íslenskra teiknara, styrk úr Pokasjóði verslunarinnar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gær. ÚLFAR Hauksson var kjörinn formaður Rauða kross Íslands á aðalfundi RKÍ á Egilsstöðum á föstudag. Úlfar tekur við for- mennsku af Önnu Þrúði Þor- kelsdóttur sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi for- mennsku. Úlfar hefur verið í stjórn Ak- ureyrardeildar RKÍ frá 1981 og var formaður deildarinnar frá 1989–1994. Hann sat í stjórn RKÍ frá 1993–2001 og var vara- formaður frá 1996. Nýr for- maður RKÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.