Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 2
Síminn festir kaup á Kapalkerfi Hafnarfjarðar LANDSSÍMINN og Hitaveita Suð- urnesja undirrita í dag samkomulag um kaup Símans á Kapalkerfi Hafn- arfjarðar. Síminn hefur undanfarin ár lagt breiðbandskerfi sitt í nýrri hverf- um á höfuðborgarsvæðinu og síðustu ár hefur Kapalkerfi Hafnarfjarðar verið lagt samhliða breiðbandinu í nýjustu hverfum bæjarins. Ekki lágu fyrir upplýsingar um umsamið kaup- verð í gærkvöldi. Að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns upplýsinga- og kynn- ingadeildar Símans, er samningurinn liður í áætlun Símans um að auka út- breiðslu og þjónustu breiðbandsins á höfuðborgarsvæðinu. Mikil hagræð- ing er fólgin í því fyrir Símann að tengjast Kapalkerfi Hafnarfjarðar, að sögn Heiðrúnar. „Kapalkerfið fellur beint að breið- bandi Símans og þar með er hægt að tryggja íbúum Hafnarfjarðar sömu þjónustu og annars staðar á breið- bandsnetinu til langs tíma,“ segir Heiðrún. Breiðbandið nær þegar til um 35 þúsund heimila og með kaupunum er áætlað að Hafnfirðingar sem eru með tengingu við kapalkerfið, eða alls um 1.900 heimili, skipti yfir á breiðbands- kerfi Landssímans. Áætlar Heiðrún að þeirri vinnu verði lokið næsta haust og mun Síminn annast þá fram- kvæmd á eigin kostnað og án útgjalda fyrir íbúa eins og mögulegt er. Þá skuldbindur Síminn sig til að uppfæra Kapalkerfi Hafnarfjarðar til samræmis við eigið breiðbandskerfi, m.a. með lagningu ljósleiðara. Áætlað er að stærstum huta verksins verði lokið á þessu ári og að verkinu verði að fullu lokið á næsta ári. 1.900 heimili bætast við breiðbandið Heimsmeistarar Frakka eru í miklum vanda / C2 Víkingar voru Valsmönnum auðveld bráð / C3 8 SÍÐUR  Ásýnd og inntak/B1  Allir hlutir miðla heild/B2  Hár í meistara höndum/B3  Erkitýpan – Tómar ímyndir?/B4  Hamingjan sanna/B6  Auðlesið efni/B8 Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsing frá Vífilfelli, „Hvert þó í hoppandi“. Dreift um allt land. FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 4 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is PILTURINN sem lést eftir árekstur utarlega í Siglufirði í fyrradag, hét Hlynur Bjarna- son. Hann var nítján ára, fædd- ur 14. mars 1983, og búsettur í Siglufirði. Hlynur lætur eftir sig unnustu. Lést í árekstri í Siglufirði UM 290 manns tóku þátt í Heilsuhlaupi Krabba- meinsfélagsins, sem fram fór í fimmtánda sinn í Reykjavík í gær. Er það nokkru betri þátttaka en í fyrra. Hlaupið var á fleiri stöðum á landinu. Haraldur Örn Ólafsson ræsti hlauparana en áður lék hljómsveitin Írafár nokkur lög og Kristján Þ. Ársælsson þolfimimeistari annaðist upphitun fyrir hópinn. Hægt var að velja milli þriggja km skokks og tíu km hlaups. Morgunblaðið/Golli Hátt í 300 manns hlupu fyrir heilsuna HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær út- gerðarmann til að greiða tveimur sjó- mönnum mismun sem upp á hafði vantað við hlutaskipti áhafnar í skiptaverðmæti afla báts sem maður- inn gerði út. Skv. samningi útgerðarmannsins við fiskverkunarfyrirtæki um sölu á afla bátsins var greitt fyrir aflann annars vegar með peningum og hins vegar með aflaheimildum. Sá hluti greiðslunnar sem var í formi afla- heimilda kom ekki til uppgjörs á hlut áhafnar í skiptaverðmæti. Sjómenn- irnir tveir höfðuðu hvor sitt dómsmál- ið og var útgerðarmaðurinn dæmdur í hérðaðsdómi til að greiða þeim þenn- an mismun þar sem samningur út- gerðarmanns við fiskkaupanda megi ekki hafa í för með sér lægra skipta- verð en kveðið væri á um í kjarasamn- ingum. Ekki framsal löggjafarvalds Útgerðarmaðurinn áfrýjaði mál- inu. Reisti hann dómkröfur sínar á því að í lagaákvæðum, sem kveði á um að samningar sem feli í sér lakari kjör en ákveðið er í kjarasamningum skuli vera ógildir, felist ólögmætt framsal á lagasetningar- og ákvörðunarvaldi löggjafans til hagsmunaaðila á vinnu- markaði, sem brjóti í bága við fyrir- mæli stjórnarskrár um þrískiptingu ríkisvaldsins, mannréttindasáttmála Evrópu og samningsfrelsi útgerðar- mannsins. Hæstiréttur féllst ekki á þessi rök og taldi að líta yrði svo á að umrædd ákvæði hafi verið sett til verndar ein- stökum launþegum til að tryggja þeim lágmarkskjör, sem samið sé um í kjarasamningum. ,,Í úrlausnum dómstóla hefur margsinnis verið byggt á ofangreind- um ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur og laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyr- isréttinda. Líta verður svo á að þau hafi verið sett til verndar einstökum launþegum til að tryggja þeim lág- markskjör, sem samið sé um í kjara- samningum. Verður ekki fallist á að í þessu felist framsal löggjafarvalds, heldur sé á því byggt að aðilar vinnu- markaðarins semji um kaup og kjör í frjálsum samningum sín á milli. Í þessu máli er um það að ræða að sam- tök, sem áfrýjandi er aðili að, gerðu þann kjarasamning við stéttarfélag stefnda, sem hann byggir kröfur sín- ar á, og hlýtur áfrýjandi að vera við hann bundinn,“ segir m.a. í dómsnið- urstöðu Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar var einnig vís- að til gildandi kjarasamninga, þar sem segir m.a. að óheimilt sé að draga frá heildarverðmæti afla kostnað vegna kaupa á veiðiheimildum. Segir í dómnum að Hæstiréttur hafi áður tekið afstöðu til þess að samningur útgerðarmanns við fisk- kaupanda megi ekki hafa í för með sér lægra skiptaverð en ella hefði verið og feli í raun í sér, að sjómenn væru látn- ir taka þátt í útgerðarkostnaði, sem væri óheimilt lögum samkvæmt, og gæti slíkur samningur ekki tryggt þeim hæsta gangverð fyrir fiskinn eins og kveðið væri á um í kjarasamn- ingum. Var útgerðarmaðurinn dæmdur til að greiða sjómönnunum umræddan mismun samtals á þriðju milljón kr. auk vaxta vegna þess tíma sem um var að ræða í málinu eða frá 1. sept- ember 1999 til 1. júlí 2001. Útgerð dæmd til greiðslu mismunar Hæstiréttur dæmir í máli um uppgjör á hlut áhafnar í skiptaverðmæti afla BÍLVELTA varð á Þrengslavegi fyrir neðan Skógarhlíðarbrekku rétt eftir hádegið í gær. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi missti ökumaður- inn, ung kona, stjórn á fólksbifreið og lenti utan vegar. Auk konunnar voru þrjú börn í bifreiðinni. Þau hlutu öll minniháttar meiðsl og voru flutt til aðhlynningar í Hveragerði. Bílvelta á Þrengslavegi GENGI hlutabréfa deCODE Genet- ics, móðurfélags Íslenskrar erfða- greiningar, náði sögulegu lágmarki á Nasdaq-hlutabréfamarkaði í New York í gær. Lokagengi bréfanna lækkaði um 9,09% frá miðvikudegi og endaði í 3,90 Bandaríkjadölum. Gengi deCODE lækkar enn ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HÓTEL Esju verður lokað frá nóv- ember í haust til mars á næsta ári vegna viðbyggingar og breytinga á hótelinu. Áætlaður kostnaður er um tveir milljarðar króna. Að sögn Kára Kárasonar, fram- kvæmdastjóra Flugleiðahótela hf., verður húsrými hótelsins tvöfaldað með framkvæmdunum, herbergjum verður fjölgað úr 172 í 284. Breytingar á Esju fyrir um tvo milljarða  Tvö þúsund/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.