Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 49 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Deild fyrir einhverfa nemendur Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða kennara í fullt starf við sérdeild fyrir einhverfa nemendur. Nauðsynlegt er að kennarinn hafi sérmenntun í TEACCH-aðferðafræðinni og reynslu af störfum með einhverfum. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2002 og fara launakjör eftir nýjum kjarasamningi framhalds- skólakennara. Umsóknarfrestur er til 14. júní. Frekari upplýsingar veitir skólameistari, Margrét Friðriksdóttir, í síma 594 4000. Skólameistari. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Tölvunarfræði í alþjóðlegu umhverfi Nám í tölvunarfræði tekur 3 ár til 90 eininga B.Sc. gráðu í tölvunarfræðum. Lögð er áhersla á forritun, kerfishönnun, gagnagrunna, stýrikerfi og raunhæf verkefni. Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu og færni á eðli og notkun tölvunarfræða þannig að þeir verði ekki bundnir af takmörkunum dagsins í dag heldur tilbúnir til að takast á við þarfir framtíðarinnar. Kennsla fer öll fram á ensku sem eykur hæfni nemenda og undirbýr þá betur undir störf eða framhaldsnám erlendis. Forkröfur eru stúdentspróf af raungreinabrautum framhaldsskólanna eða annað nám sem deildin telur sambærilegt. Möguleg framtíðarstörf eru t.a.m. stjórnunarstörf í upplýsingatæknifyrirtækjum, forritun, ráðgjöf og hönnun tölvukerfa. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir framhaldsnám, hvort sem er hérlendis eða erlendis. Umsóknarfrestur er til 14. júní 2002 Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Háskólans á Akureyri, Sólborg sími 463 0900 og á heimasíðu Háskólans: www.unak.is Nánari upplýsingar veita: Mark O’Brien deildarforseti, sími 463 0962 netfang: mark@unak.is og Stefán Jóhann Hreinsson skrifstofustjóri, sími 463 0535 netfang: sjh@unak.is. VINNUHÓPUR ríkislögreglustjóra um viðbrögð við áfengisauglýsingum kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að taka þurfi 20. grein áfengislaganna, sem kveður á um bann við áfengis- auglýsingum, til endurskoðunar og gera ákvæðið ítarlegra, nákvæmara og ótvíræðara. Athugað verði hvort brot á bann- inu eigi að leiða til leyfissviptingar og skoðað verði hver skuli bera refsi- ábyrgð á áfengisauglýsingum. Vinnu- hópurinn skilaði skýrslu sinni í lok síðasta árs og er hún til athugunar í dómsmálaráðuneytinu. Skýrslan er allítarleg og er þar m.a. rakin dóma- framkvæmd á Íslandi og sambærileg löggjöf í öðrum löndum. Í lokaorðum skýrslunnar segir að áfengisauglýsingar séu taldar styrkja og viðhalda jákvæðu viðhorfi til áfengisneyslu og hafa áhrif á það hvort og hvenær ungt fólk hefur drykkju. Þar sem bann er við áfeng- isauglýsingum sé neysla minni og minna um vandamál sem rekja má til áfengisdrykkju s.s. ölvunarakstur. Bann við áfengisauglýsingum hafi forvarnargildi. Í 20. grein áfengislaga eru hvers konar áfengisauglýsingar bannaðar. Í 3. málsgrein laganna segir þó að framleiðanda, sem auk áfengis fram- leiðir aðrar drykkjarvörur, sé heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, „enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða“ og ekki sé vísað til hinnar áfengu fram- leiðslu. Vinnuhópurinn er þeirrar skoðun- ar að þetta ákvæði sé þannig úr garði gert að hætt sé við að auglýsendur freistist til að komast fram hjá bann- inu í skjóli þess. Algengasti mótleik- ur auglýsenda við auglýsingabanninu sé að láta eina vöru auglýsa aðra. Láta líta svo út sem verið sé að aug- lýsa drykk, sem heimilt er að aug- lýsa, en í raun og veru sé verið að auglýsa áfengi. Virðist sem auglýs- endur eyði mikilli orku og fjármunum til þess að finna leiðir til að sniðganga lögin og séu lögfræðingar ráðnir til að unnt sé að auglýsa áfengi án þess að það leiði til saksóknar. Einn ís- lenskur framleiðandi hafi t.a.m. hafið framleiðslu á óáfengum bjór í sams konar umbúðum og þekkjast fyrir áfengan bjór, að því er virðist ein- göngu til þess að geta auglýst áfenga bjórinn. Þá hafi komið í ljós að þrjár erlendar bjórtegundir sem sagðar eru óáfengar hafi ekki staðið neyt- endum til boða. Í fyrrnefndu ákvæði er einnig kveðið á um að ekki sé bannað að auglýsa áfengi á erlendum tungumál- um í erlendum prentritum. Innlendir framleiðendur hafa bent á þetta ákvæði og ekki talið sig njóta jafn- ræðis á við erlenda framleiðendur. Þeir geti ekki keppt á jafnréttis- grundvelli. Allir lögreglustjórar á landinu fengu bréf þar sem leitað var álits þeirra á ástandinu og töldu þeir það viðunandi. Meðal þeirra úrbóta sem þeir lögðu til var að gera þyrfti refsi- vert fyrir eigenda blaðs eða ljósvaka- miðils að birta áfengisauglýsingar. Vinnuhópurinn spyr hvort ekki sé þörf á „fullkominni“ nafngreiningu á höfundi auglýsingar í prentmiðlum en í prentréttarlögum segir að sé enginn höfundur að efni nafngreind- ur sé ábyrgðin á hendi útgáfu blaðs- ins eða ritstjóra. Höfundar útvarpsauglýsinga bera ábyrgð á útvarpsauglýsingum en í skýrslunni segir að komið hafi fyrir að útvarpsstöðvar hafi borið því við að þær geti ekki upplýst um auglýs- ingar og auglýsendur og ekki talið tök á því að afhenda hljóðritanir á auglýsingum. Telur vinnuhópurinn að tilefni sé til heildarendurskoðunar á lögum sem fjalla um refsiábyrgð á efni í fjölmiðlum, þ.m.t. áfengisaug- lýsingum. Vísað er til danskrar lög- gjafar sem sé mun ítarlegri og nú- tímalegri en samsvarandi löggjöf hér á landi. Aðrar aðferðir Í skýrslunni er enn fremur vakin athygli á nýlegum dómi Evrópudóm- stólsins vegna dómsmáls í Svíþjóð þar sem tekist er á um hvort auglýs- ingabann standist samþykktir Evr- ópusambandsins. Í Svíþjóð er al- mennt ákvæði um að gætt sé hófs við auglýsingar á áfengi og aðrar mark- aðssetningaraðferðir og hvorki kom- ið fram með ágengum hætti né hvatt til áfengisneyslu. Óheimilt er að markaðssetja áfengi með auglýsing- um í hljóðvarpi og sjónvarpi og það sama gildir um tímarit og önnur prentuð rit ætluð almenningi og ekki má höfða til barna og ungmenna. Dómurinn er sagður áhugaverð lesning með tilliti til þeirra sjónar- miða sem þar koma fram um hin and- stæðu sjónarmið sem hér vegast á, annars vegar að heilbrigðissjónarmið réttlæti auglýsingabann og hins veg- ar að bannið stríði gegn ákvæðum um frjálst flæði vöru og þjónustu milli að- ildarríkja Evrópusambandsins. Vinnuhópur ríkislögreglustjóra um viðbrögð við áfengisauglýsingum Gera þarf lögin ítar- legri og nákvæmari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.