Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ hefur heldur verið tekin ákvörðun um frekari borun á svæðinu en Árni sagði að þessi djúpa rannsóknarhola gæti vissulega orðið vinnsluhola ef vel gengur, eins og allt útlit er fyrir. SLEIPNIR, bor Jarðborana hf., kom niður á mikið magn af mjög heitu vatni á rúmlega 1.160 metra dýpi í landi Arnarholts norðan Hjalt- eyrar í Eyjafirði í vikunni. Ekki er enn ljóst hversu mikið magn um er að ræða eða hversu heitt vatnið ná- kvæmlega er, þar sem áfram er unn- ið að því að dýpka holuna. Árni Árnason yfirvélfræðingur Norðurorku, sem hefur umsjón með boruninni, sagði þó að útlitið væri mjög gott. Jarðboranir eru að bora á þessu svæði fyrir Norðurorku, sem fyrr í vor gerði samning við landeig- endur í Arnarneshreppi um einka- rétt til jarðhitaleitar og vinnslu við Hjalteyri. Um er að ræða jarðirnar Arnarnes, Arnarholt og Hvamm og í landi hreppsins. Borun á vegum Norðurorku hófst í byrjun síðasta mánaðar. Arnarneshreppur hefur undanfar- in tvö ár staðið fyrir rannsóknum á svæðinu og látið bora þar 18 grunnar rannsóknarholur og benti sá árang- ur til að þar væri að finna jarðhita- kerfi með yfir 80 gráða heitu vatni. Norðurorka hefur með áðurnefndum samningi tekið við verkefninu með þessari borun í landi Arnarholts. Árni kveður of snemmt að segja til um á þessari stundu hversu djúpt verði borað til viðbótar, „þar sem verið sé að þreifa á svæðinu“. Ekki Jarðhitaleit í Arnarneshreppi Mikið af heitu vatni í landi Arnarholts Morgunblaðið/Kristján Borinn Sleipnir við borun í landi Arnarholts norðan Hjalteyrar. LANDSBANKINN á Akureyri stendur fyrir sportdegi í bænum á morgun laugardag frá kl. 10–15, þar sem boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá og veitingar í há- deginu og er sérstaklega verið að höfða til aldurshópsins 9–13 ára. Við húsnæði bankans við Strandgötu verður boðið upp á hjólaskoðum á vegum lögregl- unnar milli kl. 10 og 12 og á sama tíma verður boðið upp á golf- kennslu á Jaðarsvelli á vegum GA. UFA verður með fjör í frjáls- um við bankann milli kl. 11 og 12 og þar verður einnig fjöltefli á vegum Skákfélags Akureyrar. Brettafélag Akureyrar stendur fyrir hjólabrettasýningu kl. 13 og á milli kl. 14 og 15 sér knatt- spyrnudeild KA um knattþrautir á svæðinu austan við Akureyr- arvöll. Á eftir verður öllum börn- um 13 ára og yngri boðið á leik KA og ÍA í Símadeildinni sem fram fer á Akureyrarvellinum kl. 16. Sportdagur Landsbankans www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ Nýjar íbúðarhúsalóðir í Naustahverfi Lausar eru til umsóknar 18 einbýlishúsalóðir, 12 parhúsalóðir og 6 tvíbýlishúsalóðir í Naustahverfi. Umsækjendum ber að leggja fram greiðslumat frá viðurkenndri fjármálastofnun á greiðslugetu sinni í húsnæði að verðmæti allt að 15 milljónum króna. Einnig er lausar til umsóknar 3 raðhúsalóðir og10 fjölbýlishúsalóðir í Naustahverfi. Umsækjendur skulu leggja fram staðfestingu viðskiptabanka á greiðslugetu sinni. Lóðirnar verða byggingarhæfar þann 25. ágúst 2002. Nýjar einbýlishúsalóðir í Gerðahverfi Lausar eru tvær einbýlishúsalóðir við Hraungerði. Umsækjendum ber að leggja fram greiðslumat frá viðurkenndri fjármálastofnun, á greiðslugetu sinni í húsnæði að verðmæti allt að 15 milljónum króna. Lóðirnar eru byggingarhæfar og verður úthlutað í því ástandi sem þær eru núna. Sjá einnig á Internetinu. Slóðin er: http://www.akureyri.is/ Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar, vinnureglur, gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu umhverfisdeildar og í þjónustuanddyri Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til og með 21. júní n.k. Umsóknum skal skila í afgreiðslu umhverfisdeildar eða í þjónustuanddyri Geislagötu 9. Umsækjendur sem uppfylla skilyrði úthlutunarreglna vegna lóða fá senda stað- festingu umhverfisdeildar þar um. Dregið verður úr umsóknum þriðjudaginn 2. júlí n.k. kl 17:00 að Geislagötu 9, 4. hæð að viðstöddum væntanlegum lóðarhöfum. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbær Umhverfisdeild Á sp re nt /p ob e hf FYRSTA söguganga sumarsins á vegum Minjasafnsins á Akur- eyri verður annað kvöld, laug- ardaginn 8. júní, og að þessu sinni verður gengið um Glerár- þorp. Lagt verður af stað kl. 20 frá gamla skólahúsinu Ósi í Sandgerðisbót og gengið eftir ásunum að stíflunni. Leiðsögu- maður verður Hörður Geirsson safnvörður og mun hann fræða göngufólkið um sögu þorpsins og mannlífið þar áður fyrr. Sögugöngur taka að jafnaði um eina og hálfa klukkustund og er leiðsögn á íslensku. Næsta sögu- ganga á vegum Minjasafnsins verður um Kjarnaskóg 23. júní. Gengið um Glerárþorp BÖRN úr grunnskólum Akureyrar heimsækja tjaldsvæðið á Hömrum þessa dagana, en þar gefst ákjós- anlegt færi á að bregða á leik. Félagar í Skátafélaginu Klakki á Akureyri reka svæðið, sem opnað var fyrir tveimur árum og hefur verið í mótun síðan. Þar eru tvær tjarnir með bátum og leiktæki af ýmsu tagi standa börnum til boða. Þegar ljósmyndara bar að garði voru yngstu deildirnar í Gler- árskóla á svæðinu og skemmtu börnin sér hið besta. Landsmót skáta verður haldið á Hömrum í sumar og er von á allt að 5.000 manns af því tilefni. Morgunblaðið/Kristján Tjörnin á Hömrum heillar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.