Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 20
AKUREYRI 20 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ hefur heldur verið tekin ákvörðun um frekari borun á svæðinu en Árni sagði að þessi djúpa rannsóknarhola gæti vissulega orðið vinnsluhola ef vel gengur, eins og allt útlit er fyrir. SLEIPNIR, bor Jarðborana hf., kom niður á mikið magn af mjög heitu vatni á rúmlega 1.160 metra dýpi í landi Arnarholts norðan Hjalt- eyrar í Eyjafirði í vikunni. Ekki er enn ljóst hversu mikið magn um er að ræða eða hversu heitt vatnið ná- kvæmlega er, þar sem áfram er unn- ið að því að dýpka holuna. Árni Árnason yfirvélfræðingur Norðurorku, sem hefur umsjón með boruninni, sagði þó að útlitið væri mjög gott. Jarðboranir eru að bora á þessu svæði fyrir Norðurorku, sem fyrr í vor gerði samning við landeig- endur í Arnarneshreppi um einka- rétt til jarðhitaleitar og vinnslu við Hjalteyri. Um er að ræða jarðirnar Arnarnes, Arnarholt og Hvamm og í landi hreppsins. Borun á vegum Norðurorku hófst í byrjun síðasta mánaðar. Arnarneshreppur hefur undanfar- in tvö ár staðið fyrir rannsóknum á svæðinu og látið bora þar 18 grunnar rannsóknarholur og benti sá árang- ur til að þar væri að finna jarðhita- kerfi með yfir 80 gráða heitu vatni. Norðurorka hefur með áðurnefndum samningi tekið við verkefninu með þessari borun í landi Arnarholts. Árni kveður of snemmt að segja til um á þessari stundu hversu djúpt verði borað til viðbótar, „þar sem verið sé að þreifa á svæðinu“. Ekki Jarðhitaleit í Arnarneshreppi Mikið af heitu vatni í landi Arnarholts Morgunblaðið/Kristján Borinn Sleipnir við borun í landi Arnarholts norðan Hjalteyrar. LANDSBANKINN á Akureyri stendur fyrir sportdegi í bænum á morgun laugardag frá kl. 10–15, þar sem boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá og veitingar í há- deginu og er sérstaklega verið að höfða til aldurshópsins 9–13 ára. Við húsnæði bankans við Strandgötu verður boðið upp á hjólaskoðum á vegum lögregl- unnar milli kl. 10 og 12 og á sama tíma verður boðið upp á golf- kennslu á Jaðarsvelli á vegum GA. UFA verður með fjör í frjáls- um við bankann milli kl. 11 og 12 og þar verður einnig fjöltefli á vegum Skákfélags Akureyrar. Brettafélag Akureyrar stendur fyrir hjólabrettasýningu kl. 13 og á milli kl. 14 og 15 sér knatt- spyrnudeild KA um knattþrautir á svæðinu austan við Akureyr- arvöll. Á eftir verður öllum börn- um 13 ára og yngri boðið á leik KA og ÍA í Símadeildinni sem fram fer á Akureyrarvellinum kl. 16. Sportdagur Landsbankans www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ Nýjar íbúðarhúsalóðir í Naustahverfi Lausar eru til umsóknar 18 einbýlishúsalóðir, 12 parhúsalóðir og 6 tvíbýlishúsalóðir í Naustahverfi. Umsækjendum ber að leggja fram greiðslumat frá viðurkenndri fjármálastofnun á greiðslugetu sinni í húsnæði að verðmæti allt að 15 milljónum króna. Einnig er lausar til umsóknar 3 raðhúsalóðir og10 fjölbýlishúsalóðir í Naustahverfi. Umsækjendur skulu leggja fram staðfestingu viðskiptabanka á greiðslugetu sinni. Lóðirnar verða byggingarhæfar þann 25. ágúst 2002. Nýjar einbýlishúsalóðir í Gerðahverfi Lausar eru tvær einbýlishúsalóðir við Hraungerði. Umsækjendum ber að leggja fram greiðslumat frá viðurkenndri fjármálastofnun, á greiðslugetu sinni í húsnæði að verðmæti allt að 15 milljónum króna. Lóðirnar eru byggingarhæfar og verður úthlutað í því ástandi sem þær eru núna. Sjá einnig á Internetinu. Slóðin er: http://www.akureyri.is/ Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar, vinnureglur, gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu umhverfisdeildar og í þjónustuanddyri Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til og með 21. júní n.k. Umsóknum skal skila í afgreiðslu umhverfisdeildar eða í þjónustuanddyri Geislagötu 9. Umsækjendur sem uppfylla skilyrði úthlutunarreglna vegna lóða fá senda stað- festingu umhverfisdeildar þar um. Dregið verður úr umsóknum þriðjudaginn 2. júlí n.k. kl 17:00 að Geislagötu 9, 4. hæð að viðstöddum væntanlegum lóðarhöfum. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbær Umhverfisdeild Á sp re nt /p ob e hf FYRSTA söguganga sumarsins á vegum Minjasafnsins á Akur- eyri verður annað kvöld, laug- ardaginn 8. júní, og að þessu sinni verður gengið um Glerár- þorp. Lagt verður af stað kl. 20 frá gamla skólahúsinu Ósi í Sandgerðisbót og gengið eftir ásunum að stíflunni. Leiðsögu- maður verður Hörður Geirsson safnvörður og mun hann fræða göngufólkið um sögu þorpsins og mannlífið þar áður fyrr. Sögugöngur taka að jafnaði um eina og hálfa klukkustund og er leiðsögn á íslensku. Næsta sögu- ganga á vegum Minjasafnsins verður um Kjarnaskóg 23. júní. Gengið um Glerárþorp BÖRN úr grunnskólum Akureyrar heimsækja tjaldsvæðið á Hömrum þessa dagana, en þar gefst ákjós- anlegt færi á að bregða á leik. Félagar í Skátafélaginu Klakki á Akureyri reka svæðið, sem opnað var fyrir tveimur árum og hefur verið í mótun síðan. Þar eru tvær tjarnir með bátum og leiktæki af ýmsu tagi standa börnum til boða. Þegar ljósmyndara bar að garði voru yngstu deildirnar í Gler- árskóla á svæðinu og skemmtu börnin sér hið besta. Landsmót skáta verður haldið á Hömrum í sumar og er von á allt að 5.000 manns af því tilefni. Morgunblaðið/Kristján Tjörnin á Hömrum heillar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.