Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 23 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S SP A 17 72 9 05 /2 00 2 Lífeyrissparna›ur er fjölskyldumál www.spar.is *m.v. 4% lífeyrissparna›, mána›artekjur 175.000 kr. og 6% ávöxtun. 21.365.990 kr. Ef flú ert í lífeyrissparna›i Sparisjó›sins og byrjar a› spara 25 ára átt flú 21.365.990 kr. vi› 65 ára aldur.* Far›u á www.spar.is og reikna›u út lífeyrinn flinn í reiknivél Sparisjó›sins. Trygg›u flér og flínum fjárhagslegt öryggi í framtí›inni. Haf›u samband vi› fljónustufulltrúa í Sparisjó›num flínum. FUNDUR Hallgrímsdeildar Presta- félags Íslands var haldinn á Þing- hamri í Borgarbyggð nýverið. Hall- grímsdeildin samanstendur af prestum í Borgarfjarðarprófasts- dæmi og Snæfellsness- og Dalapró- fastsdæmi. Á fundinum var kynning á fyrirhuguðu brauðamati, en brauða- matsnefnd hefur undirbúið lokað vef- svæði fyrir kirkjuna þar sem prestar setja inn starfsskýrslur sínar og þar verða einnig settar inn upplýsingar um embættiskostnað presta. Þetta er gert til að fá meiri yfirsýn yfir embættin. Þau eru nú rekin af prestunum sjálfum og ekki aðgreind frá einkaveski og kennitölu þess ein- staklings sem sinnir embættinu. Von- ast er til að brauðamat muni styðja prestana til að fá samþykkta aðgrein- ingu á þessu. Alls mættu á fundinn10 af 13 úr félaginu, en þar fyrir utan einn prestur utan héraðs, biskupsrit- ari séra Þorvaldur Karl og Carlos Ferrer sem er starfsmaður brauða- matsnefndar. Fundir félagsins eru haldnir tvisv- ar til þrisvar sinnum á ári. Fundirnir hefjast með helgistund í kirkju, og í þetta sinn var hún í Stafholtskirkju áður en fundað var á Þinghamri. Þrátt fyrir að ekki væri ályktað sér- staklega á fundinum, kom fram að mönnum fannst ekki nógu skýrt markmiðið með nýtingu skýrslna og innsettra upplýsinga, en vinna við að koma þessum upplýsingum inn tekur hvern prest landsins um þrjár klukkustundir á mánuði. Brauðamat rætt á fundi Hallgríms- deildar Borgarnes ÞESSI tjaldur, sem liggur á eggj- um sínum í vegkantinum móts við bæinn Baugsstaði í Flóanum, læt- ur ekkert raska ró sinni þó stað- setningin sé óvenjuleg. Hreiður hans hefur vakið at- hygli vegfarenda sem stöðva margir bíla sína og kíkja á þennan velkomna vorgest sem hefur ald- rei neitt tilstand kringum hreið- urgerð. Hann trítlar þó á fætur ef reiðhjól fara framhjá, en er nokk sama um umferð dráttarvéla og bíla. Veit líklega að þá er hann líka í friði fyrir öðrum vágestum sem hræðast manninn meira. Hreiður í vegkant- inum Gaulverjabær Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Tjaldshreiðrið milli stikanna í vegkantinum. ÞAÐ er ekki mjög algengt nú til dags að híbýli manna séu einangruð með torfi, þó það hafi gefist vel fyrr á öldum. En einangrunargildið er samt enn til staðar og það ætlar Gerður Jónasdóttir kúluhúseigandi að nýta sér, en í góða veðrinu nýver- ið var unnið að þökulagningu á um helmingi húss hennar. Kúluhúsið stendur vestan við Ytri-Rangá gegnt Hellu í hinu nýsameinaða sveitarfé- lagi þriggja hreppa í utanverðri Rangárvallasýslu sem flestir kusu að nefna Rangárþing ytra í kosning- unum. Gerður flutti í hús- ið, sem hún kallar Auð- kúlu, fyrir nokkrum árum. Þar hefur hún komið upp skrúðgarði við heimili sitt inni í kúlunni og utandyra vex allt og dafnar sem hún kemur nálægt. Sonarsynir Gerðar, Ragnar Fjalar og Ægir, ásamt vinum þeirra Maríu Berg og Guðmundi, báru sig fagmannlega að við þökulögnina og nutu sín vel í kvöldblíðunni sem lék við Sunnlendinga fram eftir viku. Nýjar þökur lagðar á þak kúluhússins Morgunblaðið/Aðalheiður Hella ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.